Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 Púkinn á fjósbitanum eða afkoma ríkissjóðs og innflutningur bíla 100 þús. þorsktonn upp úr sjó (5 kr./kg) 500 millj.kr. Verðmæti til útflutnings 1.000 millj. kr. Tollatekjur af vörum fyrir 1.000 millj kr. 150 millj.kr. Söluskattur, vörugjald o.fl. af sama 350 millj.kr. Tekjuskattur, launaskattur o.fl. gjöld af aflahlut og fiskvinnulaunum, a.m.k. 100 millj.kr. Eftir Björn Dagbjartsson Margir íslendingar þekkja eflaust söguna um vinnumann Sæmundar fróða og púkann á fjósbitanum. Púki þessi var þannig gerður að hann þreifst af blóti og ragni vinnumanns; því meir sem blótað var þeim mun feitari varð púkinn. Það þekkja líka margir núorðið söguna um jafnvægið í ríkisbú- skapnum og góða afkomu ríkis- sjóðs. Sú saga er nú sögð miklu oftar en hin fyrri, en þær eru nefnilega svolítið hliðstæðar ef grannt er skoðað. Góð afkoma rík- issjóðs hlýtur að stafa annað hvort af minnkandi útgjöídum eða vaxandi tekjum. Fáir held ég að trúi því að útgjöld ríkisins séu svo sérstaklega lítil eða minnkandi um þessar mundir. Þá hljóta tekj- urnar að vera miklar og vaxandi. Ein helsta tekjulind ríkissjóðs eru tollar, söluskattur og önnur gjöld af innfluttum vörum sem stjórn- völd telja óþarfar (lúxus) eða jafn- vel óæskilegar og skattleggja því mest. Því meiri óráðsia og bruðl hjá almenningi þeim mun betri af- koma hjá ríkissjóði, því feitari verður púkinn. Hvaðan kemur gjald- eyrir til vörukaupa? Ég ætla nú ekki mörgum Islend- ingum þá einfeldni að halda að peningar verði til í bönkum og rík- issjóði og svo lengi sem þeir stunda sína vinnu frá 9—5 og Björn Ilagbjartsson borga skattana hljóta þeir að geta fengið keypt allt sem hugurinn girnist í næstu búð. Flestir full- orðnir menn vita að þrír af hverj- um fjórum dollurum, pundum eða mörkum sem við kaupum fyrir er- lendis, eru andvirði seldra sjávar- afurða. Ef vel fiskast og öllu er eytt jafnharðan í vörukaup er- lendis þá gildnar ríkissjóður. Ef afli dregst saman eins og nú horfir þá ætti það að þýða minnkandi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, nema við tökum meiri lán út á barnabörnin okkar. Mig langar til að reikna gróft dæmi um það hvað aflaminnkun að andvirði 100 þúsund tonna af þorski gæti og ætti að þýða í tekju- missi ríkissjóðs. Ég ætla að þessi tekjumissir ríkissjóðs upp á 600 millj. króna vegna aflaminnkunar um 100 þús. tonn af þorski sé síst ofreiknaður. Gallinn er sá að hann kemur fram smátt og smátt á næsta ári svo að sagan um jafnvægi í ríkisbú- skapnum og góða afkomu ríkis- sjóðs verður eflaust lesinn yfir okkur í vetur eins og venjulega. Afkoma ríkissjóds/ innflutningur bíla Ein af þeim innfluttu vöruteg- undum sem hvað mest bæta af- komu ríkissjóðs eru bílar. Ekki er mér grunlaust um að mikill bíla- innflutningur haldist oft í hendur við mikil kaup á öðrum hátolla- vörum. Til einföldunar hefur verið reynt að draga upp mynd af því hvernig innflutningur bíla, ann- arra en vörubíla, hefur breyst á síðustu árum og til hliðsjónar hvernig ríkissjóður hefur þrifist á sama tímabili. Það reyndist þó harla erfitt að finna óumdeilan- legan mælikvarða á ríkissjóðum, þar sem t.d. lántökur á réttum tima yfirdráttur og mörg fleiri atriði geta dregið úr sveiflum og seinkað þeim. Samt sem áður held ég, að þessi mynd, sem fram kem- ur sé ekki alveg út í bláinn. Ef einhver sér út úr þessari mynd hálfteiknaðan púka sem liggur á núllbita ríkissjóðs og sveiflar löppunum þá er það ekki mín sök. Hvort er á undan eggið eða hænan, hvort erlendar lántökur eða önnur afskræming lífskjara eykur svo inn- flutning að aftur vaxi í ríkissjóði get ég ekki dæmt um, en samhengi er þarna á milli, það er augljóst. Þetta viðurkenna stjórnvöld og reyna, eins og t.d. nýlega, að hvetja bilainnflutn- ing ef það lækkar í kassanum. V erslu nargróðinn ógurlegi Það er engin ný bóla að menn þykist sjá einhvern hrikaiegan uppsafnaðan ágóða af verslun, sem gera megi upptækan til að bjarga hinu svokallaða þjóðarbúi. Ein slík bóia er nýlega sprungin, því þannig fer jafnan um þessar bólur. Þeir sem blása þær út kunna nefnilega engin ráð til að sækja þennan „gróða" með lögleg- um eða lýðræðislegum aðferðum. Því skal alls ekki á móti mælt að verslun hafi vegnað vel að undan- förnu. Þvert á móti er rökrétt að álykta að verslunin hagnist á sama tíma og góð afkoma er hjá ríkissjóði og hvort tveggja gerist þegar menn kaupa mikið af bílum. Nú er svo komið að bílasala fer minnkandi og það fjarar í ríkissjóði. Þá mun verslunargróðinn óhugnan- legi dvína líka. Bílainnflytjendur hætta rekstri einn af öðrum, og eng- inn mótmælir þrátt fyrir tekjumissi ríkissjóðs en „fallit“ útgerðarmenn fá ekki með nokkru móti að gera slíkt hið sama. Húsmæðrasamband Norðurlanda á fundi í Tammerfors Húsmæðrasamband Norðurlanda hélt ráðstefnu í Tammerfors í Finn- landi dagana 3.—5. september sl. undir kjörorðinu Heimurinn á morg- un. Þar var samþykkt að skora á alla þjóðkjörna fulltrúa, konur og karla, að gera sitt ýtrasta til þess að kom- andi kynslóðir fái lifað i heimi friðar og frclsis. Markmið Húsmæðrasambands Norðurlanda, sem er að stuðla að verndun lífs, góðu umhverfi og ör- uggri framtíð barna okkar, gefur okkur tilefni til að bera fram þessa fundarsamþykkt frá eftir- farandi félögum, sem hafa innan sinna vébanda 23.000 félaga. (Frétl frá Kvenfélagasambaiidi íslands.) Námskeið og orgelvígsla í Aðventkirkjunni Dr. John Berglund heldur áfram námskeiði sínu um streitu og tauga- spennu o.fl. á sunnudagskvöld kl. 20. Því fólki sem hefur áhuga á að sækja þetta námskeið gefst enn kostur á að skrá sig. Þá fer fram orgelvígsla og sönghátíð í Aðventkirkjunni á laugardagskvöld kl. 20. Það á að vígja nýtt rafeindaorgel sem Helgi Heiðar gaf kirkjunni. í því tilefni á að flytja sönglög eftir Salomon Heiðar föður hans. Reynir Guð- steinsson, Árni Hólm og frú Anna Johannssen syngja einsöng og þá mun Karlakór Reykjavíkur syngja. Ennfremur mun samkór Aðventusafnaðanna syngja verk eftir Salomon Heiðar. — Guðni Guðmundsson, organisti Bústaða- kirkju, vígir orgelið. Neytendamál: Næring og fjölmiðlar Eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Fjölmiðlar hafa sífellt meiri áhrif á líf okkar á flestum sviðum. Um hlutverk þeirra er alltof litið rætt. Gagnrýni á starfsemi þeirra er fátíð og yfirborðsleg. Öllum ber saman um að áhrifa- máttur fjölmiðla sé gifurlegur bæði á skoðanamyndun og þekk- ingarstig almennings. Þeim mun meira er í mun að þeim sé beitt á réttan hátt. íslenskir fjölmiðlar eru auðvitað misjafnir, en á einu sviði hefur þeim öllum brugðist bogalistin, og það er á sviði almenningsfræðslu. Þar er mikið verk óunnið. Hlutverk fjölmiðla Fjölmiðlar gegna margþættu hlutverki í þjóðlífinu, m.a. miðl- un frétta og frásagna af atburð- um líðandi stundar, dreifing af- þreyingar- og listefnis og loks að fræða og upplýsa almenning. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er það ekkert smáræði sem af þessum stofnunum er ætlast. Því miður hafa íslenskir fjölmiðlar ekki skarað fram úr á neinum þessara sviða. Á fréttasviði ber mest á frétt- um af vígbúnaði og vopnabramli í fjarlægum álfum, eða æsi- fregnum af innlendum vettvangi þar sem ógæfa fárra er matreidd fyrir fjöldann. Á lista- og skemmtisviði ber mest á innantómri afþreyingu þar sem einblínt er á „bragð og útlit" en lítt hugað að innihaldi eða fagurfræðilegu gildi efnis- ins. Á fræðslusviði er lítið lagt upp úr markvissri þekkingarmiðlun en þeim mun meira upp úr handahófskenndri færibanda- vinnu og þáttagerð sem síðan er notuð til uppfyllingar. Fræðsla og fjölmiðlar Markviss almenningsfræðsla í fjölmiðlum er ein helsta undir- staða menningar. Því miður hef- ur þessi þáttur lengi setið á hak- anum í íslenskum fjölmiðlum. Augljóst er, að ekki er hægt að fjalla um öll fræðasvið í fjöl- miðlum. Spurningin er hvaða svið á að velja og hvernig á að standa að þessari fræðslu? Fræðsla í fjölmiðlum á eink- um að beinast að sviðum sem eru útundan í skólakerfinu, hafa ótvírætt þjóðhagslegt gildi og eru þess eðlis að framfarir eru örar. En hverjir eiga að annast fræðslu af þessu tagi? Eiga það að vera starfsmenn fjölmiðlanna sjálfra eða eiga það að vera sér- fræðingar á hinum ýmsu svið- um. Ef fræðslan á að ná tilgangi sínum verður að leita til þeirra sérfræðinga sem best eru að sér á viðkomandi sviði. Aðeins þeir geta séð efnið í nægilega víðu samhengi. Því miður hættir mögum sér- fræðingum til að taka starf sitt og svið of hátíðlega, en hátíðleiki er best til þess fallinn að gcra fræðsluna líflausa og leiðinlega. Ekki bætir úr skák að inargt af því fólki sem starfar við fjöl- miðla hefur ekki menntun er hentar. Er löngu orðið tímabært að koma á fót fjölmiðladeild við Háskóla íslands. Engu að síður er hér um að ræða viðfangsefni sem leysa verður með einhverjum hætti. Reynslan mun skera úr um FÆDA OG HEILBRIGÐI hvaða sérfræðingar ná bestum tökum á þessu verkefni. Fæða og fjölmiðlar Mætvæla- og næringarfræði eru ungar vísindagreinar sem eru í senn nátengdar rótum ís- lenskrar menningar og efna- hagslegri framtíð landsins, sennilega um alla framtíð. Fullorðnir Islendingar hafa yfirleitt ekki átt þess kost að fá fræðslu á þessum sviðum. Eina leiðin til þess að fá hana er í fjölmiðlum eða e.t.v. í öldunga- deildum framhaldsskóla. Því miður er fræðsla á þessum mikilvægu sviðum lítil í skóla- kerfinu enn sem komið er. Helst eru það fjölbrautaskólarnir og Háskóli íslands sem hafa rutt brautina. En jafnvel í læknadeild há- skólans, svo dæmi sé tekið, er enn aðeins lágmarksfræðsla í næringarfræði. Er næ'ringin þó einn helsti undirstöðuþáttur al- mennrar heilbrigði. I iðnskólum landsins, svo og öðrum skólum er tengjast beint helsta atvinnuvegi þjóðarinnar: matvælaframleiðslu, er kennsla í matvæla- og næringarfræði enn á frumstigi. Það er hrollvekjandi stað- reynd að hvorki þær stéttir sem draga björg í bú né hinar sem eiga að lækna þjóðina hafa ein- ungis lágmarksþekkingu á þess- um undirstöðugreinum. Það er löngu orðið tímabært að þessi mál verði tekin til endurskoðunar í fjölmiðlum og skólakerfinu. Ekkert þjóðfélag hefur leyfi til að staðna. Lífið heldur áfram. Hvers konar fræðsla? Fræðsla þarf umfram allt að vera skemmtileg. Leiðinleg fræðsla getur haft þveröfug áhrif, þ.e. orðið til að fólk missir áhugann og fær jafnvel viðbjóð á viðfangsefninu. Því miður er ekki alltaf heigl- um hent að gera fræðsluefni skemmtilegt. Þeim mun meira er í húfi að sérfræðingar fáist til þess að sérhæfa si^í fræðslu á þessu sviði. Ekkert þjóðfélag lifir til lengdar á auðlindasölu einni saman, heldur hlýtur undirstað- an ávallt að vera sérþekking og hugvit þegnanna sem aftur byggir á markvissri fræðslu. Hvenær ætla Islendingar að átta sig á því að frumleg skap- andi hugsun, hugmyndaauðgi og sérþekking á lykilsvæðum verð- ur okkar dýrmætasta eign um allan aldur. Það er fyrir löngu orðið tíma- bært að taka upp víðtæka al- menningsfræðslu í matvæla- og næringarfræðum í íslenskum fjölmiðlum. Sama gildir um mörg önnur lykilsvið. Hér dugir erlent fræðsluefni skammt heldur verður fyrst og fremst að útbúa íslenskt efni er tengist þeim sviðum sem valin verða í þessum tilgangi. íslendingar eiga þess kost að skapa hér þjóðfélag sem tekur flestum öðrum fram. Víðtæk al- menningsfræðsla er byggir á þjóðlegri menningu er eitt af því sem til þarf. • -~y ' y i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.