Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 llelmtrud Nyström við verk sín. Grafiksýning í Norræna húsinu Föstudaginn 24. september var upnuð sýning á grafik i anddyri Norræna hússins eftir sænsku graf- íklistakonuna Helmtrud Nyström. Helmtrud Nyström var viðstödd opnunina, en hún er á leið til Bandaríkjanna til þess að sýna ásamt Jóhönnu Bogadóttur í boði World Print Council í San Frans- isco. Helmtrud Nyström er fædd í Þýskalandi, en hefur lengi verið búsett í Svíþjóð og hlotið menntun sína þar. Grafíklistnám stundaði hún við Forum-listaskólann í Lundi á árunum 1963—1972. Eigið grafíkverkstæði hefur hún rekið síðan 1972. Hún hefur haldið fjölda einka- sýninga víðs vegar um heim og tekið þátt í samsýningum, m.a. í Þýskalandi, London, Venezuela, l’arís og víðar. Þá hefur hún hlotið alþjóðleg verðlaun og styrki. Listasöfn á Norðurlöndum, Þýska- landi og Póllandi eiga verk eftir hana. Sýningin verður opin daglega kl. 9—19, nema á sunnudögum kl. 12—19. Henni lýkur 3. október. Helgarpósturinn fæst ekki lengur í áskrift HELGARPOSTURINN fæst nú ekki lengur í áskrift. ÍJtgáfustjórn blaðs- ins hefur sent áskrifendum sínum bréf, þar sem það er harmað, að af óviðráðanlegum ástæðum verði ekki lengur hægt að bjóða Helgarpóstinn í áskrift. Að sögn Bjarna P. Magnússon- ar, framkvæmdastjóra Helgar- póstsins, mun helzta ástæðan sú að blaðið virðist ekki komast í hendur viðtakenda, jafnvel þó það sé örugglega borið í hús þeirra. Sagði Bjarni, að það virtist sem Sex skip seldu ytra í gær og fyrradag SEX íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Englandi og Þýzkalandi í gær og fyrradag. I Englandi var mest selt af þorski en karfa og ufsa í Þýzkalandi og fékkst þokkalegt verð fyrir aflann. Nú eru bókaðar 10 sölur erlendis í næstu viku. Þessi skip seldu ytra síðustu tvo daga: Ólafur Jónsson GK seldi 150 Iestir í Bremerhaven. Heildarverð var 1.414.700 krón- ur, meðalverð 9,43. Sveinborg GK seldi 105,7 lestir í Cux- haven. Heildarverð var 999.100 krónur, meðalverð 9,39. Bjarn- arey VE seldi 58,8 lestir í Hull. Heildarverð var 824.900 krónur, meðalverð 14,02. Þórshamar GK seldi 45,6 lestir í Hull. Heildar- verð var 607.700 krónur, meðal- yerð 13,32. Ólafur Ingi KE seldi 42,2 lestir í Hull. Heildarverð var 641.300 krónur, meðalverð 15,13. Þórður Jónasson EA seldi 57,4 lestir í Grimsby. Heild- arverð var 758.300 krónur, með- alverð 13,21. blaðinu væri stolið úr póstkössum fólks og benti það til mikillar ásóknar í blaðið. Blaðið væri selt í lausasölu í um 95% tilfella og þær áskriftir, sem nú hefði verið sagt upp, væru aðeins á bilinu 300 til 400 og þetta ætti því ekki að hafa áhrif á útbreiðslu blaðsins. Þá sagði hann, að áskrifendur að Al- þýðublaðinu myndu áfram fá Helgarpóstinn í áskrift, enda hefði blaðið skilast mun betur til þeirra áskrifenda, en þeirra, sem aðeins voru áskrifendur að Helg- arpóstinum. Aðspurður um sölu blaðsins, sagði Bjarni, að hún rokkaði frá 14.000 eintökum upp í 20.000. Hér fer á eftir bréf Helg- arpóstsins: „Af óviðráðanlegum ástæðum getum við ekki lengur boðið Helg- arpóstinn í áskrift. Helzta ástæðan er sú hve illa okkur gengur að tryggja að blaðið berist áskrifendum jafnvel þótt það hafi örugglega verið borið í hús til þeirra. Við hörmum að svo skuli vera, en vonum að þú haldir viðskiptum þínum áfram því blað- ið fæst á öilum blaðsölustöðum á landinu. Hjálagt sendum við rukkun fyrir iokaáskrift." Ferming á morgun BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Fermingarbörn í Bústaðakirkju sunnudaginn 26. september 1982, kl. 14.00. Bryndís Björk Kristjánsdóttir, Lindarseli 4. Ingi Alfonso Benignosson, Ferjubakka 6. Lúðvík Lúðvíksson, Leirubakka 16. Tónlistarskóli Norður-Þing- eyinga tekur til starfa ÁKVEÐIÐ hefur verið að Tónlist- arskóli Raufarhafnar, sem Margrét Bóasdóttir, söngkona, stofnaði fyrir sjö árum, heiti framvegis Tóníist- arskóli Norður-Þingeyinga. I vetur verður kennt á allmörg- um stöðum, kennsla hefst á Rauf- arhöfn 27. september, á Þórshöfn og Kópaskeri 4. október og í heimavistarskólanum í Lundi 11. október. Millisvæðamótið: Fyrsta tapskák Skák Margeir Pétursson Eftir frábæran árangur í fyrri hluta millisvæðamótsins í Moskvu varð kúbanski stórmeistarinn Guillermo Garcia loks að lúta i lægra haldi fyrir bandaríska stórmeistaranum Larry Mark Christiansen. Þessi ósigur gæti reynst Kúbumanninum mjög dýr- keyptur, því Kússarnir Beljavsky og Kasparov hafa nú tekið stórt stökk fram á við og virðast nú hafa bezta möguleika á því að hreppa sætin tvö eftirsóttu sem gefa rétt til þátttöku í keppninni um áskor- unarréttinn á Anatoly Karpov, heimsmeistara. Christiansen kom nokkuð á óvart með ágætum sigri sínum yfir Kúbumanninum. Að vísu bundu bandarískir skákáhuga- menn miklar vonir við þennan unga og frumlega landa sinn, en hann er mjög mistækur skák- maður og á mótinu í Moskvu hef- ur hann verið mjög langt frá sínu bezta og hefur sárasjaldan tekist að ná sér á strik. í viður- eigninni við Garcia náði hann þó snemma mjög öruggu taki á stöðunni og herti síðan tökin jafnt og þétt. Það kom síðan mörgum áhorfendum á óvart að Garcia skyldi gefast upp í loka- stöðunni, því liðsmunur var eng- inn og mát ekki heldur yfirvof- andi. En þegar betur var að gáð sést að svartur var gersamlega leiklaus og því ekki um annað að ræða fyrir Kúbumanninn en að játa sig sigraðan í fyrsta skipti á millisvæðamótinu í Moskvu: Hvítt: ('hristiansen Svart: Garcia Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — 0-0, 5. Bd3 — d5, 6. a3 — dxc4 Algengara er 6. — Bxc3+. Nú Garry Kasparov gæti hvítur reynt 7. Bxh7+I? — Kxh7, 8. axb4. 7. Bxc4 — Bd6, 8. Rf3 — Rc6, 9. b4l? Ný hugmynd. Venjulega er leikið 9. e4 — e5, 10. d5 eða 9. Bb5, en það er góð herkænska að koma andstæðingnum á óvart. 9. — e5, 10. Bb2 — Bg4, 11. d5 — Re7, 12. Dc2 — c6? Svartur býður upp á opnun stöðunnar, en í kjölfar þess lend- ir hann í miklum erfiðleikum. 12. — a5l? kom til greina. 13. dxc6 — Hc8, 14. Rg5! — Hxc6, 15. Db3 - Bh5, 16. 0-0 — Bb8, 17. b5 Hvítur hefur öðlast mikla yf- irburði í rými. 17. — Hc8, 18. Hacl — h6, 19. Rge4 — Rxe4, 20. Rxe4 — Db6, 21. Rg3 — Bg6, 22. a4 — Hfd8, 23. e4! Hvítur er nú kominn með vinningsstöðu, því allir þrír léttu menn svarts eru áhrifalausir. Uppskiptin í framhaldinu undir- strika enn yfirburði hvíts. 23. - Kf8, 24. Hfdl - Hxdl, 25. Hxdl — Hd8? Svartur hefði átt að reyna 25. — Bd6, því uppskipti létta síður en svo á stöðu hans. 26. h4! - f6, 27. h5 - Hxdl+, 28. Dxdl — BI7 Garcia Guillermo Garcia Eða 28. - Be8?, 29. Ba3 og síðan 30. Rf5. 29. Bxf7 - Kxf7 30. Ba3! og Garcia gafst upp. Þó uppgjöfin hafi verið með fyrra fallinu er þó vel skiljanlegt að Kúbumaðurinn skuli ekki hafa haft lyst á að verjast frekar. Framhaldið gæti t.d. orðið: 1) 30. — De6?, 31. Dd8 og vinnur mann. 2) 30. — Ke8, 31. Dg4 og vinnur peðið á g7. 3) 30. - Dc7, 31. Db3+ - Ke8, 32. Bxe7 — Dxe7, 33. Dg8+ — Df8, 33. De6+ - De7, 34. Dc8+ - Dd8, 35. Dxb7. 4) 30. - a6, 31. Bxe7 - Kxe7, 32. Dg4 og vinnur peðið á g7. * I tilefni merkjasöludags Sjálfsbjargar: Gestaíbúdir Sjálfsbjargar fötluðu landsbyggðarfólki griðarstaður og gott heimili Þingeyrí, 23. .september. í TILEFNI merkjasöludags Sjálfs- bjargar, næstkomandi sunnudag, langar mig að vekja eftirtekt al- mennings á veigamikilli þjónustu, sem Sjálfsbjörg veitir, en er fáum eins kunnug og skyldi. í íbúðarálmu Sjálfsbjargar- hússins að Hátúni 12 eru tvær gestaíbúðir á annarri hæð, þar sem fatlaðir geta fengið að dvelja um lengri eða skemmri tíma gegn mjög vægu gjaldi miðað við frjáls- an markað. Þessar litlu en hlýlegu íbúðir eru búnar húsgögnum ásamt öllum þægindum eins og eldunaraðstöðu og öllu, sem henni til heyrir, þar á meðal borðbúnaði og fleiru fyrir 6 manns, ísskápi, útvarpi, síma, sængum og sængur- fatnaði. Hreinlætisaðstaða og skápar eru eins og bezt gerist í stórum íbúðum. Hvers vegna gestaíbúðir? spyr kannski einhver. Því er auðsvarað. Það er ekki í mörg hús að venda, ef nokkurt annað, þar sem fatlað fólk í hjólastólum getur fengið inni, ef það þarf að dvelja í Reykjavík sér til heilsubótar eða annars um tíma. Þv.í þarna er öll aðstaða miðuð við þarfir þeirra, sem mikið eru fatlaðir og bundnir eru við hjólastól, en er jafnframt minna fötluðum griðarstaður og gott heimili. Þar bíður gestsins allt það sem hann þarfnast og gott betur. Mér finnst ástæða til að vekja eftirtekt allra á þessari starfsemi Sjálfsbjargar, sem lítt hefur verið kynnt almenningi og margir, sem helzt þurfa á að halda, vita ef til vill ekkert um. Forráðamenn Sjálfsbjargar eru framsýnir menn, sem gleymdu ekki fötluðu utanbæjarfólki. Um leið og ég ieyfi mér að Dregið var í happdrætti Hjarta- verndar 17. september sl. hjá borgarfógetanum í Reykjavík. Vinningar féllu þannig: 1. Mazda LTD 929 á miða nr. 44788. 2. Galant 1600 G1 á miða nr. 23113. 3.—10. 8 utanlandsferðir hver á kr. 10 þúsund á miða nr. 1554, 13838, 35265, 45386, 61647f 87581, 93962 og 94020. 11.-20. 10 hljómflutningstæki, hvert að upp- þakka starfsmönnum þessa heim- ilis ómetanlegan aðbúnað undan- farin þrjú sumur, óska ég Sjálfs- bjargarfélaginu allra heilla og góðs gengis í starfi. Sýnum í verki á sunnudaginn að við kunnum að meta störf félagsins í þágu fatl- aðra, munandi vel, að enginn veit hvað bíður hans. Enginn veit hve lengi hann fær að halda heilsu og heilum limum. Enginn veit fyrr en á reynir hvers virði það er að geta farið ferða sinna hindrunarlaust. — Hulda Sigmundsdóttir hæð kr. 10 þúsund, á miða nr. 1888, 12156, 23345, 30994, 43901, 67538, 77793, 77911, 78209 og 79311. Hjartavernd færir landsmönn- um öllum alúðarþakkir fyrir veitt- an stuðning. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar að Lágmúla 9, 3. hæð. (Fréttatilkynning). Vinningsnúmer í Happ- drætti Hjartaverndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.