Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 Strengjasveit Tónlistarskólans: í undanúrslitum á alþjóðlegu móti STRENGJASVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík, skipuð meðlimum á aldrin- um 15 til 22 ára, keppir nú á alþjóðamóti strengjasveita í Belgrad í Júgó- slavíu. Fyrsta umferð keppninnar var á fimmtudagskvöldið og komust ís- lenzku hljómlistarmennirnir þá í undanúrslit. Er þetta í fyrsta sinn, sem strengjasveit fer frá íslandi til keppni erlendis. Undanúrslit verða á morgun, sunnudag, og mun strengjasveitin þá meðal annars leika verk eftir Leif Þórarinsson og Purcell. Úrslit verða síðan fimmtudaginn 30. október. I strengjasveitinni eru 2 piltar og 9 stúlkur, allt nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík og stjórnandi er Mark Reedman, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu allar aðrar sveitir skipaðar atvinnumönnum. Mótið er haldið á vegum alþjóðlegu sam- takanna Jeunesse Musicale og er þetta 12. keppnin, sem þessi sam- tök gangast fyrir og þátttakendur eru víða úr heiminum. Strengjasveitin hefur sjálf aflað sér fjár til ferðarinnar, mikið til með því að leika á ýmsum stöðum, en einnig hefur Reykjavíkurborg veitt henni 20.000 krónur í styrk. Auk þess fékkst nokkur styrkur frá ríki og öðrum aðilum. Maður í gæsluvarðhaldi á Húsavlk: Grunaður um stuld á lyfjum úr bátum Frá opnun hitaveitunnar í Höfnum. Hinrik ívarsson opnar fyrir vatnið. Hitaveita í Hafnirnar í gær; TUTTUGU og fimm ára gamall maður var á mánudag úrskurðaður í sjö daga gæzluvarðhald af sýslumanninum á Húsavík vegna gruns um þjófnað á morfini og opíumtöflum úr bátum í höfninni á Húsavík. Maðurinn var handtekinn í Borgarnesi og fluttur norður. Morfíni og opíumtöflum var stolið úr lyfjaskáp báts á Húsavík um síðustu helgi og brotist var inn í annan og lyfja leitað en án árangurs. Þá var gerð tilraun til innbrots í tvo báta. Lögreglunni á Húsavík bárust í sumar sex kærur um stuld á lyfj- um úr fiskibátum í höfninni. Slys um borð í Ottó N. Þorlákssyni ALVARLEGT slys varð á mið- vikudagskvöldið um borð í togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Ottó N. Þorlákssyni, þar sem hann lá í Reykjavíkurhöfn. Skipstjóri tog- arans féll úr brúnni niður stiga og slasaðist alvarlega á höfði. Hann mun hafa höfuðkúpubrotnað og liggur nú á gjörgæzludeild. Gúmmibjörgunarbát var stolið úr einum fiskibáti og annar var skor- inn og lyf tekin úr honum. Þá hurfu lyf úr lyfjaskápum fjögurra fiskibáta. Gúmmibjörgunarbátur- inn, sem stolið var, fannst síðar í Aðaldalshrauni og höfðu morfíns- prautur og opíumtöflur verið teknar úr honum. Lagnir Hitaveitu Suðurnesja orðnar yfir 200 km að lengd HITAVEITA var opnuð í Höfnum í gær, föstudag. Með tengingu hita- veitu í Hafnir er lokið lagningu hita- veitu í alla þéttbýliskjarna aðildar- sveitarfélaga Hitaveitu Suðurnesja, og eru þá lagnir veitunnar orðnar meira en 200 km á lengd. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja ákvað í október í fyrra að leggja út í þessa framkvæmd. Áttu verklok Slitnaði upp úr viðræðum á Tungnaársvæðinu: Strandar á iðnaðarmönnum -flestir komnir í önnur störf — segja talsmenn vinnuveitenda og verkamanna Forseti Finnlands kemur 20. okt. FORSETI Finnlands, Mauno Koivisto, og kona hans, hafa þegið boð forseta íslands 20.—23. október 1982, segir í frétt sem Mbl. hefur borizt frá skrifstofu forseta íslands. UM TVÖLEYTIÐ aðfaranótt föstu- dags slitnaði upp úr viðræðum laun- þega og vinnuveitenda á Tungnaár- svæðinu, og eru hinir 40 iðnaðar- menn og 230 verkamenn þar því enn í verkfalli. Verkfallið hófst hinn 7. september hjá trésmiðum en 15. september hjá öðrum. Hætta er talin á að það kunni að hafa veruleg áhrif á það hvenær virkjanir á þessu svæði verða teknar í notkun og þar með á orkubúskap þjóðarinnar, ef vinnudeilan dregst enn á langinn. „Okkur finnst það ansi stíft, að meira en tvö hundruð verkamenn þurfi að vera í verkfalli vegna þess að 20 trésmiðir og málmiðnaðar- menn vilja fá rafvirkjakaup," sagði Sigurður Óskarsson, framkvæmdastjóri Verkalýðsfé- lagsins Rangæings á Hellu er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. „í rauninni var samið við verkamenn um öll aðalatriði málsins fyrir viku og okkur er ekkert að vanbúnaði að ganga frá Campomanes hefur ferðast til 60 landa — vegna framboðs síns til forseta FIDE „FLORENZIO Campomanes, sem hefur boðið sig fram til forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, gegn Friðriki Ólafssyni, hefur úr miklum fjár- munum að spila vegna framboðs síns. Hann hefur ferðast til 60 landa og gefið hverjum skákáhöld sem hefur viljað þiggja gegn atkvæði viðkom- andi,“ sagði Jóhann Þórir Jónsson, útgefandi tímaritsins Skák, í samtali við blaðamenn í gær. „Campomanes verður með sex- tíu manna fylgdarlið á þingi FI- DE í nóvember og nýtur beins fjárstuðnings Marcosar, forseta Filippseyja. Kosningabaráttan er mjög hörð og andstæðingar Friðriks spara ekki fé. Framboð þeirra eru sterk, um það er eng- um blöðum að fletta. Campom- anes hefur verið varaforseti FIDE í 16 ár og getið sér gott orð í Asíu. Til þess að tryggja sér sigur í fyrstu umferð þarf 50% at- kvæða, en á þinginu verða lið- lega 100 fulltrúar. Friðrik nýtur nú stuðnings 40 fulltrúa — það sem á vantar má ná með lagni, en það kallar á þann möguleika að senda verður menn á þing FIDE í Luzern í Sviss til þess að afla framboði Friðriks stuðn- ings. Þar fer úrslitaorustan fram,“ sagði Jóhann Þórir. Friðrik Ólafsson náði kjöri í Buones Aires 1978 í mjög tvísýn- um kosningum. í fyrstu umferð hlaut Mendez frá Puerto Rico 31 atkvæði, Friðrik 30 og Gligoric frá Júgóslavíu 29. Því varð að Florenzio Campomanes kjósa milli Mendez og Friðriks, sem þá hlaut 57 atkvæði gegn 34. samningum og hefja störf á ný,“ sagði Sigurður, „en það gengur hægt að semja við iðnaðar- mennina. Þeir eru enda ekki í al- vöruverkfalli, flestir í vinnu ann- ars staðar. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þá hlið málsins," sagði Sigurður að lokum. — Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er urgur í verkamönnum vegna þessa máls, iðnaðarmennirnir séu í „þykjustuverkfalli" meðan verkamenn séu í „alvöru verk- falli“, og hinir síðarnefndu hafi engin tök á því að fara í aðra vinnu, meðan þorri iðnaðarmann- anna sé þegar kominn í önnur störf. Þá benti einn viðmælandi Morgunblaðsins á að hér væri ekki aðeins um iðnaðarmenn og verka- menn að ræða, heldur væru tugir vörubílstjóra og eigendur annarra vinnutækja verkefnalausir. Alls væru því á fjórða hundrað manns atvinnulausir vegna verkfallsins. í yfirlýsingu VSÍ, Verktakasam- bandsins, Hagvirkis hf., ístaks hf. og Fossvirkis hf. í gær, segir að laun verkamanna og iðnaðar- manna á svæðinu séu milli 22 og 38 þúsund kr., á mánuði, án orlofs. Iðnaðarmenn fari fram á mun meiri launahækkanir en almennt gerist, og aðeins um 15% starfs- manna á svæðinu komi nú í veg fyrir að deilan leysist, og flestir þeirra séu komnir í önnur störf. Formaður Rafiðnaðarsambands Islands hafi verið aðaltalsmaður samninganefndar verkalýðsfélag- anna, en hann hafi farið til út- landa á fimmtudaginn. — Þung- lega horfi því um lausn mála, og þar með aukist líkur á, að til upp- sagna starfsmanna á svæðinu verði gripið. Þá verði varla hafist handa fyrr en næsta vor og gang- setning 3. vélasamstæðu Hrauneyjafossvirkjunar dragist- að vera 1. október ’82. Var Fjarhit- un hf. falið að hanna aðveitulögn og dreifikerfi, en síðan var verkið boðið út í vor. Lægsta tilboðinu, frá Norðurverk hf., Akureyri, var tekið, og skiluðu þeir verkinu vel fyrir áætlaðan tíma. Heildarkostnaður verksins ligg- ur ekki fullkomlega fyrir, en mun vera einhver staðar nálægt 6.000.000 kr. Þótt veitulögnin sé e.t.v. ekki arðbær fjárfesting, er hún byggð- arlaginu mjög mikilvæg, eða eins og Þórarinn St. Sigurðsson, sveit- arstjóri, sagði í ræðu sinni: „Lagn- ing hitaveitunnar á eftir að verða byggðarlaginu mikil lyftistöng og tryggja framtíð þess.“ Jósep Borgarsson, í stjórn Hita- veitu Suðurnesja, sagði m.a. i ávarpi: „Mér er það mikil gleðistund að standa í þessum sporum nú til þess formlega að afhenda hita- veitu til Hafnarhrepps. Ég álít að hitaveita sé hverju byggðarlagi eitthvert mesta hagsmunamál sem því geti hiotnast, og það á sannarlega við hér í Höfnum, eins og annars staðar. En eitt skulum við hafa í huga, en það er að þetta hagsmunamál, sem nú er orðið að veruleika, er árangur af samstarfi því sem tek- ist hefur milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum og ríkisins um Hita- veitu Suðurnesja, og er báðum að- ilum til mikils sóma. Nú nefni ég sveitarfélögin á Suðurnesjum sem eina heild og ég álít að það sé rétt gagnvart Hitaveitu Suðurnesja." BHM vill 25% launahækkun VIÐRÆÐUR um aðal- og sérkjara- samning BHM og fjármaálaráðu- neytisins standa nú yfir og hefur ver- ið hoðaður fundur með deiluaðilum á mánudag. Enn hefur ekkcrt tilboð borizt frá fjármálaráðuneytinu, en kröfugerð BHM felur í sér um 25% launahækkun til félagsmanna að meðaltali, bæði úr aðalkjarasamn- ingi og sérkjarasamningi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins vill fjármálaráðuneytið ræða við BHM á grundvelli samn- ingsins við BSRB, en það telja há- skólamenn ekki nægilegt. Deil- unni hefur ekki verið vísað til kjaradóms, enda þarf að ganga frá sérkjarasamningi fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.