Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 I>órir S. Gudbergsson Ár aldradra XV Félagsleg ráðgjöf og þjónusta við aldna á vegum Reykjavíkurborgar Frá stofnun Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur hefur verið rekin þar sérstök deild sem annast hefur velferðarmál aldraðra. Sérstakur deildar- fulltrúi var þá ráðinn en hafði einnig haft með höndum allan veg og vanda að uppbyggingu og skipulagningu félagsstarfsins í borginni. Fljótlega kom í ljós að þörf fyrir félagslega þjónustu og ráðgjöf við lífeyrisþega var mjög brýn og var útilokað að einn starfsmaður gæti annað allri þeirri þjónustu ásamt yfir- stjórn og skipulagningu félags- starfsins. öldnum fjölgaði ört og brátt var ráðinn annar starfsmaður, fyrst í hálft starf en síðan í heilt. Um margra ára skeið voru aðeins tveir starfsmenn við þessa deild Félagsmálastofnun- ar en fyrir fáeinum árum bætt- ist þó við starfsmaður í hálfu starfi. Nú eru lífeyrisþegar í Reykjavík orðnir um 11.000. Er mjög erfitt fyrir starfsmenn að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að inna af hendi. Margir hafa spurt að undan- förnu hvaða mál sé unnt að leita með til stofnunarinnar og skulu nú nefnd fáein dæmi því til skýringar. Dæmin eru að vísu „búin til“ þar sem starfs- menn fara með mál skjólstæð- inga sem algjört trúnaðarmál, en þau eiga sér samt sínar hlið- stæður. 1. 65 ára ekkja leitaði ráða (þó að aldurinn sé yfirleitt bundinn við 67 ár) þar sem hún hafði nýlega misst mann sinn. Hún hafði aldrei verið útivinn- andi og maður hennar aldrei greitt í neinn lífeyrissjóð. Ekkj- an var sjálf bágborin til heils- unnar og treysti sér engan veg- inn að leita eftir vinnu á al- mennum markaði en fjárhags- áhyggjur íþyngdu henni mjög. Þar sem hún hafði ekki náð lögbundnum aldri til þess að njóta lífeyris frá Trygginga- stofnun ríkisins hafði hún nú engar tekjur sér til framfæris og átti því m.a. á hættu að missa húsnæðið. Hún átti þó rétt á ekknabótum um hálfs árs skeið, en í þessu tilviki hefði verið gott ef til væru reglur um rétt lífeyrisbóta áður en við- komandi næði 67 ára aldri. Þar sem maður hennar var fæddur fyrir 1914 gat hún þó sótt um lífeyri frá Eftirlauna- sjóði aldraðra og var hagur hennar þá að nokkru tryggður. 2. 70 ára ekkill leitaði til stofnunarinnar. Honum hafði verið sagt upp vinnu fyrirvara- lítið á miðju ári og hafði árang- urslaust reynt að fá vinnu ann- ars staðar. Hann stóð uppi með þunga skattbyrði frá sl. ári og þurfti auk þess að greiða 2.500 krónur í húsaleigu á mánuði. Var nú skrifað til Borgarráðs og því kynntur hagur þessa ein- staklings og útsvar hans lækk- að. Honum var ennfremur tjáð að við tekjumissinn væri unnt að sækja um hækkun lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins og fá svokallaða tekjutryggingu og heimilisuppbót frá þeim tíma sem hann hætti launa- vinnu. 3. Hringt var til stofnunar- innar og sagt að 87 ára kona lægi ósjálfbjarga heima hjá sér og hefði hún verið veik í ein- hvern tíma. Þegar konan var heimsótt kom í ljós, að hún hafði verið veik í nokkra daga og ekkert komist út úr húsi. Hún var ein- stæðingur og átti enga að sem hjálpuðu henni. Hún hafði eng- an síma og var því þegar haft samband við heimilislækni sem kom konunni á sjúkrahús. Við nánari athugun kom einnig í Ijós að konan bjó í algjörlega óíbúðarhæfu húsnæði, niður- gröfnum kjallara með litlum gluggum, sem að auki var erfitt að opna. Þegar konan kom heim af sjúkrahúsinu var henni hjálpað með að sækja um húsnæði hjá Félagsmálastofnuninni, beðið um heimilishjálp þrisvar í viku og auk heimilisuppbótar (sem þeir eiga rétt á, sem búa einir og hafa litlar tekjur) var einnig sótt um heimilisuppbót til Tryggingastofnunarinnar, og eiga þeir rétt á því sem nota dýr lyf að staðaldri, þurfa á stöð- ugri læknishjálp að halda eða fara að staðaldri í meðferð. Þessi dæmi eru aðeins örfá af fjöldamörgum sem starfsmenn Félagsmálastofnunarinnar hafa á sinni könnu. Á sl. ári leituðu um 800 einstaklingar, aldnir, til stofnunarinnar, sum málin voru einföld úrlausnar, önnur erfið og nær óléysanleg. Óhætt er því að fullyrða að brýn nauðsyn er á því að auka félagslega ráðgjöf við aldna til muna á næstunni, svo að hún geti að nokkru h'ald- ist í hendur við þann fjölda líf- eyrisþega sem nú býr í Reykja- vík og eykst stöðugt. Birgir Valdórs- son — Á kveðjustund Undarlegt er þetta líf, litróf þess svo óendanlega margbrotið, örlagaþræðirnir svo flóknir og margslungnir. Einn hlýtur gáfur, gæfu og glæstan frama, annar fær engan slíkan auð í sinn hlut. Sumir eiga bjarta lífsleið, aðrir ganga grýttan stíg. Einn höndlar hamingjuna, ann- ar leitar án afláts árangurslaust. Aðstæður og kjör eru ætíð mis- jöfn, allt frá allsnægtum til ör- birgðar. Og um allt þetta gildir, að ekk- ert er algilt eða varanlegt og flest- ir eru á miðri lífsgæfuleiðinni eða einhvers staðar nær útjaðri and- stæðnanna. Þessar hugsanir verða áleitnari, þegar við stöndum and- spænis óvæntum og sviplegum endalokum á gönguferð lífsins. Og nú svo skjótt og hörmulega er lifsganga Birgis mins Valdórs- sonar á enda runnin. Skyldi þá ekki efst í huga okkar í villtu vel- ferðarkapphlaupinu, hve oft við gleymum skyldum okkar við þá, sem á einhvern hátt bera skarðan hlut úr býtum og eiga örðugt á lífsbrautinni af ýmsum ástæðum? Birgir minn var ekki til auðs borinn, æska hans og ævi var eng- um blómum prýdd, auðna hans aldrei slík að hann væri umvafinn yl og birtu. Þó átti hann vissulega sínar ánægju- og gleðistundir, hann lifði að hluta til í ímynduð- um draumaheimi, sem veitti hon- um áreiðanlega talsverðan auð hið innra. Við hljótum að játa, að samfé- lag hans gaf frá sér heldur kaldan andblæ á köflum, en frá mörgu góðu fólki blésu þó þíðvindar í hans garð. Sjálfur átti hann næma strengi góðvildar og hjálp- fýsi, sem best lýsti sér gagnvart systkinum hans og sáttur var hann að kalla við allt og alla. Hefðbundin æviminning á þetta ekki að vera. Án þess að öðrum sé vikið, kemst ég ekki hjá því að minnast þess, að nýlátin er sú, er ég fann, að hann unni mest, amma hans Halldóra. Þar átti hann barn og unglingur hið örugga athvarf, sem aldrei brást. Að miklu þreytti hann sína lífsgöngu einn og oft hvarf hann á vit bóklesturs, sem veitti honum mikið. Starfssvið hans var einhæft og erfiði bundið. Margt verkið leysti hann vel af hendi og væri honum sýndur trúnaður, vildi hann í engu bregðast. Hann hafði mikla unun af tón- list, var söngelskur og hafði fal- lega söngrödd. Hér heima sat hann löngum hjá sonum mínum og undi hag sínum vel í félagsskap þeirra. Á hátíðum var hann heimilisgestur hin síðari ár, gladdist með glöðum og lék þá gjarnan á alls oddi. Þeirra stunda er nú gott að minnast. En nú kemur hann ekki lengur hér til að bjóða mér í nefið og spyrja mig, hvernig til takist að stjórna landinu. Hin vota sjávaralda varð honum að grandi og vegferðin er á enda. Lífssaga hans er á engan hátt sérstæð, nema fyrir þá sök, að um- hverfi og aðstæður allar hefðu miklu getað til bóta breytt honum til auðnuauka. En umhugsunar- efni er hún þó okkur öllum, sem gerst til þekkjum. Fjölskyldu hans og þeim sem honum þótti vænt um, eru sendar samúðarkveðjur og við hér í Sandhólum sendum honum vin- hlýja kveðju yfir móðuna miklu og þar megi verða bjart og hlýtt um- hverfis hann. Hann á það einlæglega skilið og blessuð sé minning hans. Reyðarfirði, 22. september 1982. Helgi Seljan Norrænir málarameist- arar á fundi hérlendis Káðstefna Sambands norrsnna málarameistara var haldin í Keykjavík dagana 25.—29. júlí sl. Káðstefnan var haldin á llótel Loftleiðum. Slíkar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár til skiptis hjá aðildarlöndunum og stjórn sambandsins skipa fulltrúar þess lands sem sér um ráðstefnuna hverju sinni. Káðstefnuna sóttu 50 málarameistarar frá Norðurlöndunum fjórum, að auki voru flestir með eig- inkonur sínar. Þetta var fjölmennasta mót sambandsins frá upphafí. Málarameistarafélag Reykjavíkur gerðist aðili að samtökum norrænna málarameistara árið 1950 og er ráðstefna þessi hin fjórða sem hald- in er hér á landi. Næsta mót sam- takanna verður haldiö í Svíþjóð og skipa því fulltrúar Svía stjórn þess næstu tvö árin. Ráðstefnur sem þessar hafa aðallega verið fólgnar í erindaflutningi og skýrslum hvers lands fyrir sig. Skýrslur þessar eru mjög fróðlegar um flest það er varð- ar málefni málaraiðnaðarinnar í hverju landanna fyrir sig, sem og gefa glögga mynd af starfsemi sam- bandanna, ástandi og horfum í þjóð- arbúinu, þróun launamála, atvinnu- horfum, fræðslu og menntunarmál- um iðnarinnar, heilbrigðismálum og vörnum gegn skaðlegum efnum, svo eitthvað sé nefnt. Þá kom fram í skýrslum Noregs og Svíþjóðar mál, sem vakti tölu- verða athygli, um hina svokölluðu „svartamarkaðsvinnu" fram- kvæmda bæði af faglærðum og ófaglærðum. í Svíþjóð hefur komið í ljós að slík vinna er mjög um- fangsmikil, því að um 18 þúsund menn munu stunda málarastörf með þessum hætti allan ársins hring. I Noregi starfaði þriðji hver Norðmaður við slíka starfsemi í 110 tíma á ári og fékk 4.000 n.kr. greidd- ar fyrir. Spurningin var hve mikið hefur tapast í ríkiskassa þessara landa? Hvernig skyldi ástandið vera í þessu hér á landi? Erindaflutningur á ráðstefnunni var skýrður með myndum. Af ís- lands hálfu flutti Rögnvaldur Gísla- son erindi, ásamt skýringamyndum um alkaliskemmdir í steinsteypu. Húseigendur Viöhald — Nýlagnir Þarft þú aö endurnýja raflagnir, auka lýsingu, fá dyrasíma eöa breyta raflögnum fyrir heimilistæki? Viö bætum úr því, þar aö auki tökum viö aö okkur aö mæla og yfirfara rafkerfi. Önnumst einnig nýlagnir, raflagnateikningar og veit- um ráðleggingar varöandi lýsingu. Vanir menn. Fljót og góö þjónusta. Róbert Jack hf. löggiltir ratverktakar Flúöaseli 32, 109 Rvík. Símar: 75886 raóauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Austurlandskjördæmi Aöalfundur kiördæmlsráös Sjálfstæöisflokksins í Austurlandskjör- dæmi veröur haldlnn á Reyöarfiröi, laugardaginn 25. sept. og hefst hann kl. 10 árdegis í Félagslundi. Venjuleg aöalfundarstörf. Á fundinn mæta alþingismennirnir Birgir isleifur Gunnarsson og Egill Jónsson. Stjórnln. Akurnesingar Minnum á fundína um bæjarmálefni meö bæjarfulltrúum Sjálfstæöis- flokksins 2. og 4. sunnudag hvers mánaöar í Sjálfstæöíshúsinu kl. 10.30. Næsti fundur veröur sunnudaginn 26. september. Sjálfstæöisfélðgin Akranesi. Haustmót Sjálfstæöis- félaganna á Austurlandi veröur i Félagslundi, Reyöarfiröi, laugardaginn 25. september og hefst kl. 20. meö borðhaldi og skemmtidagskrá. A eftir leikur fyrir dansi hljómsv. Steingríms Stefánssonar til kl. 3. Alllr velkomnlr. Gest- ur mótsins er Birgir Isleifur Gunnarsson alþingismaöur. Undlrbúnlngsnefnd. Hvöt félagsfundur Mánudaginn 27. september kl. 20.30 í Val- 1 höll. Fundarefni: * Borgarmál: frummælandi Davíö Oddsson I borgarstjórí. 1 Fundarstjóri: Erna Hauksdóttir. Hvatarkonur eru hvattar til aö mæta og hafa i meö sér gesti. Stjórnin. % Stöðvarfjörður — Breiö- dalur — Beruneshreppur — Djúpivogur og Geit- hellnahrepur Stofnfundur sjálfstæöisfélags fyrlr ofangreinda hreppa veröur haldinn i Staöaborg sunnudaginn 26. september kl. 15. A fundinn mæta Egill Jónsson, alþinglsmaöur, og Inga Jóna Þóröar- dóttir. Undlrbúnlngsnetnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.