Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 14
14 — ~— '"'MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 _' Úr tón 1 istarlifi nu Margrét Heinreksdóttir, fréttamaður, hefur tekið að sér að skrifa fyrir Morgunblaðið fréttagreinar úr tónlistarlffinu hér heima og erlendis. Er fyrirhugað að þær birtist i blaðinu annan hvern laugardag. íslenzkir fjölmiðlar hafa margþættu hlutverki að gegna og sannast oft á þeim, að vandi er mörgum herrum að þjóna. Eitt þessara hlutverka er að stuðla að tengslum milli þeirra, sem skapa og flytja list og hinna sem njóta vilja. Þetta hlutverk hafa þeir vissulega reynt að rækja og oft tekizt vel, þótt margt mætti betur fara. Þess hefur mjög oft orðið vart, einkum i dagblöðum og sjón- varpi, að svonefnd sígild tónlist og nútímatónlist, sem byggir á grunni hennar, hafi borið skarðan hlut frá borði. Er sú ekki aðeins skoðun þeirra, sem við slíka tónlist fást og áhugasamra áheyrenda hennar; bæði ritstjóra og blaðamenn hef ég heyrt segja, að alla jafna hafi tónlistarfólk á þessum sviðum verið óduglegra að koma sjálfu sér á framfæri við blöðin en aðrir hópar listamanna — með undantekningum að sjálfsögðu — og jafn- framt hafi unnendur sígildrar tónlistar sig jafnan minna í frammi, en þeir sem eru henni andvígir. Þannig, meðal annars, hefur fengið byr sú staðhæfing, að flutningur sígildrar tónlistar í útvarpi og opinber stuðningur við að halda uppi sinfóníuhljómsveit eigi takmarkaðan rétt á sér, vegna þess að hlustendahópurinn sé svo fámennur. Þessu fer víðs fjarri — áratugum saman hefur sígild tónlist átt hér stærri hlust- endahóp en finna mætti víðast hvar á Vesturlöndum — og það jafnvel þótt ekki sé í öllum tilfellum miðað við höfðatölu — og sá hópur fer sístækkandi. Sem glöggt dæmi þess má benda á síðasta sunnudag, þegar a.m.k. þrennir hljómleikar voru haldnir sama kvöldið í Reykjavík og voru allir vel sóttir. Og útlendingar, sem hingað koma, bæði tónlistarmenn og aðrir, furða sig tíðum á fjölbreytni tónlistarlífs á íslandi og — sem ekki er minna um vert — á gæðum þess, bæði flutnings og frumsamdrar tónlistar. Blaöamenn hafa í ys og þys hvunndagsins sjaldnast af eigin frumkvæði gefið sér tíma til eða haft áhuga á að fylgjast með því, sem til tíðinda hefur borið á þessum vettvangi. Að vísu gera blöðin hljómleikahaldi og listamönnum stundum góð skil, en þau vilja verða býsna handahófskennd og margt verður útundan, sem vert væri að gefa meiri gaum. Yfirleitt hafa blöðin fasta gagnrýn- endur á sínum snærum, sem reyna áreiðanlega eftir beztu getu að sækja sem flesta tónleika en hlutverk þeirra er, eins og við vitum, afar umdeilt. Að skrifa gagnrýni er vandasamt og alla jafna vanþakklátt verkefni. Er þó engum meiri vandi á höndum en tónlistargagnrýnendum. Gagnrýni um myndlistarsýningar, leik- sýningar og bækur getur lesandi sjálfur, eftir á, borið saman við sitt eigið mat, með því að sækja sýningarnar og lesa bækurnar. Sá, sem les tónlistargagnrýni, á þess yfirleitt ekki kost. Skrif gagnrýnandans verða einskonar lokaorð liðins atburðar, hljóm- leika, sem þegar hafa verið haldnir. Hafi lesandinn ekki sjálfur verið viðstaddur er hætt við, að hann lesi of gagnrýnislaust orð gagnrýnandans, — sem í öllum tilfellum eru aðeins mat eins manns, hversu ágætur og fær, sem hann kann að vera á sínu sviði — og þau eru eða geta verið umdeilanleg. Sú skoðun er því útbreidd meðal áhugafólks á þessu sviði, að þörf sé aukinnar kynningar á því, sem gerist í tónlistarlífinu, aukinnar vitundar um gróskuna í þeim litskrúðuga garði menn- ingarlífs okkar, sem músíklífið er, og þá miklu vinnu, sem liggur í því að rækta þann garð. Ennfremur sé þörf meiri tíðinda af tónlistarlífi erlendis, einkum þar sem líklegast er, að íslendingar drepi niður fæti og af listamönnum, sem áhugavert kynni að vera og ef til vill mögulegt að fá hingað til lands í heimsókn, til hljómleikahalds, kennslu eða fyrirlestrahalds, hvor heldur er fyrir fagmenn eða áhugafólk. Þess hefur verið farið á leit við mig að reyna að bæta eitthvað úr þessari þörf með því að skrifa reglulega fréttapistla úr músík- lífinu. Á þetta hef ég fallizt; hikandi þó, vel vitandi, að efnisval úr gróskumiklu tónlistarlífi, í greinar sem skrifaðar eru í stopulum frístundum og birtar aðeins háifsmánaðarlega, hlýtur alltaf að orka tvímælis og verða bæði handahófskennt og umdeilanlegt. Á hinn bóginn má ef til vill vænta þess, að reglulegur músíkþáttur í víðlesnu dagblaði geti komið að gagni, einkum ef hann gæti, jafnframt því að flytja fréttir og viðtöl, orðið vettvangur málefna- legra skoðanaskipta tónlistarmanna og áhugafólks. Þættinum er ekki ætlað að koma í stað þess, sem Morgunblað- ið hefur gert til að sinna músíklífinu, heldur að vera viðbót við það. Ég ætla mér ekki þá dul að setjast í sæti fræðimanns eða gagnrýnanda, heldur vinna af sjónarhóli blaðamanns og áhuga- manns um músík. Engu að síður áskil ég mér rétt til að láta í Ijós skoðanir, en bið lesendur að hafa í huga að þær verða mínar eigin en ekki Morgunblaðsins. Þá verða vel þegnar fræðandi upplýs- ingar og greinar frá lesendum, bæði listamönnunum sjálfum og áhugafólki, og skoðunum þeirra á efni þáttarins og því, sem fram fer í músíklífinu, svo framarlega sem þær eru lausar við persónu- lega rætni. Unga fólkið og músíkin á Melunum Eitt af því, sem kallað hefur á aukna umfjöllun í dagblöðum um þátt sígildrar, eða sem e.t.v. mætti nefna alvarlegrar (?) tónlistar í menningarlífi okkar, er stóraukin áherzla á svokallaða popp- eða rokkmúsik, dægurtónlist eða léttatónlist, hverju nafni, sem menn vilja kalla það svið tónlist- arinnar. Hér er ekki ætlunin að fordæma slíka músík á nokkrum hátt né hlutverk hennar, enda get- ur stundum verið erfitt að draga mörkin milli þessara sviða tón- sköpunar — og mörg sígild tón- smíðin er ættuð úr heimi dægur- tónlistar. Tilgangurinn er aðeins að vega svolítið upp á móti slag- síðunni, sem er svo augljóslega dægurtónlistinni í hag. Eitt nýjasta og gleggsta dæmið um þetta misvægi sáum við í um- fjöllun dagblaðanna um framlög tveggja fylkinga tónlistarmanna, sem samtimis stóðu fyrir tónleik- um vestur á Melum í lok síðasta mánaðar. Þessir tónleikar munu vafalaust lifa lengi í minningu þeirra, sem á hlýddu, hvort heldur var á Melavellinum eða í Háskóla- bíói, en ekki þarf að fara mörgum orðum um hve himinvíður munur var á þeirri athygli, sem blöðin veittu þessum viðburðum. Stundum er þetta misvægi skýrt svo, að dægurtónlistin sé tónlist fjöldans og þó sérstaklega unga fólksins og því beri að fylgjast svo vel með henni. Er því þá gjarnan gleymt, hvílíkur fjöldi af ungu fólki fæst við nám, flutning og hlustun sígildrar tónlistar. Á Zukofsky-tónleikunum í Há- skólabíói kom fyrst og fremst fram ungt fólk — verulegur hluti áheyr- enda var ungt fólk; í síðustu viku hefur staðið yfir í Reykjavík tón- listarhátíð ungs fólks, Ung Nord- isk Musik Festival, með fjöl- breyttum og eftirminnilegum tón- leikum kvöld eftir kvöld og fyrir- lestrum og fræðslu um nútímatón- smíðar og nútímasöngtækni frá morgni til kvölds; síðast en ekki sízt skal talinn sá stórviðburður vikurtnar, að ungt tónlistarfólk og áhugafólk um músik hleypti af stokkunum nýrri sinfóníuhljóm- sveit og boðaði flutning verkefna, sem tilhlökkunarefni verður að heyra. Því skyldi allt þetta unga fólk eiga skilið minni athygli en þeir, sem flytja rokkið og poppið? Zukofsky-námskeiðid Þar sem Zukofsky-tónleikarnir mörkuðu upphaf tónlistarvertíðar vetrarins, ef svo mætti segja, væri ekki úr vegi að byrja þessa þætti á því að skyggnast ofurlítið í starfið, sem að baki þeim bjó, — Zuk- ofsky-námskeiðin. Námskeið þessi má rekja til vorsins 1977, þegar hinn frábæri bandaríski fiðluleikari, Paul Zuk- ofsky, kom hingað til lands, að frumkvæði Þorkels Sigurbjörns- sonar, tónskálds, einmitt á tónlist- arhátíðina Ung Nordisk Musik Festival. Var fyrsta námskeiðið haldið í ágúst það ár. Þau Rut Magnússon söngkona og Jón Þórarinsson, tónskáld sem sæti átti í framkvæmdastjórn námskeiðsins sögðu, þegar við röbbuðum saman á dögunum, að þótt frumkvæðið hefði komið frá Zukofsky og Þorkeli hefði það þó fyrst og fremst verið að þakka dugnaði og elju Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, kórstjóra Hamrahlíð- arkórsins, að þessi námskeið kom- ust á laggirnar og þróuðust með þeim hætti sem raun varð á. Að sögn Jóns hefur Rut borið hita og þunga framkvæmdahliðarinnar síðustu árin „vinnuframlag henn- ar hefur verið með ólíkindum, sagði hann. Námskeiðið nú var hið sjötta og stóð 2.-28. ágúst, að þessu sinni lengur en nokkru sinni, fjórar vik- ur í stað tveggja. Auk Zukofskys voru þrír aðrir kennarar, Edmund Fay, kennari í slagverki, Bernard Wilkinson, sem leiðbeindi á tré- blásturshljóðfæri og Anthony Halstead, sem leiðbeindi málm- blásturshljóðfæraleikurunum. Hljómsveitin var skipuð 94 hljóð- færaleikurum, sem eru mislangt komnir í námi, sá yngsti tólf ára 4. stigs nemandi í fiðluleik og allt upp í tæplega þrítuga nemendur í framhaldsnámi á háskólastigi er- lendis, sem komu heim gagngert vegna námskeiðsins og hljómleik- anna. Auk þess voru fengnir 11 atvinnuhljóðfæraleikarar til liðs við hljómsveitina. Þáttaskil nú Ég spurði Rut og Jón um fjár- mögnun þessa fyrirtækis: „Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur alltaf staðið fyrir þessum námskeiðum," sögðu þau, „en fjár- hagur hans er slíkur, að einungis dugar fyrir brýnustu nauðsynjum og alls ekki gert ráð fyrir„að hann beri slíkan kostnað. Síðustu tvö árin hefur fjárhagsgrundvöllurinn verið framlög styrktarfélaga, námsgjöld, auglýsingar í hljóm- leikaskrám og ríkisstyrkur, sem var 15.000 krónur í ár. Reynt hefur verið að stilla þátttökugjaldi í hóf og ekki verið seldur aðgangur að tónleikunum fremur en yfirleitt er að tónleikum Tónlistarskólans." Námskeiðið sótti 21 nemandi erlendis frá og var þeim komið fyrir til gistingar á einkaheimil-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.