Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 31 félk í fréttum Dfana prinsessa hefur störf á ný + Díana prinsessa hefur ekki tekið mikinn þátt í opinberu lífl að undanförnu þar sem hún hefur helgað syninum nýfædda sem mest af tíma sínum. Nú hefur hins vegar verið til- kynnt í Buckingham-höll að breyting verði hér á með vetrin- um og mun hin 22 ára gamla prinsessa gegna hinum ýmsu Diana prinsessa kemur til útfarar Grace furstafrúar af Mónakó síð- astliðinn laugardag, en þar var hún fulltrúi konungsfjölskyldunnar. skyldustörfum í vetur, ýmist með öðrum meðlimum konungs- fjölskyldunnar eða upp á eigin spýtur. Hún var til að mynda fulltrúi þjóðar sinnar við útför Grace furstafrúar af Mónakó í síðast- liðinni viku og þótti standa sig með mikilli prýði, en hún mun hafa kynnst Grace lítillega frá því hún giftist inn í hina kon- unglegu fjölskyldu í ágúst 1981. Díana mun einnig verða við setningu þingsins ásamt eigin- manni sínum í nóvembermánuði næstkomandi og taka þátt í opnun sýninga og hátíða sem fulltrúi fjölskyldunnar. „Listelskendur úr Norðri" + Við rákumst á þessa mynd ásamt myndatextanum „Listelsk- endur úr Norðri" í bresku blaði nýverið, en þeir sem þessa nafnbót fá eru greinilega Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands, Henrik prins, Sonja krónprinsessa og Har- ald frá Noregi, sem ræða saman við opnun einnar sýningarinnar á Scandinavia Today. „Klefi" Sophiu Loren + Sophiu Loren er ekki skemmt yfir nýjasta uppátæki skemmtana- iðnaðarins í Róm. Diskótekeigandi nokkur hefur nefnilega tekið upp á því að innrétta stað sinn sem nákvæma eftirlíkingu af fangels- isklefa þeim sem leikkonan fræga og fagra þurfti að dúsa í heila sautján daga til að borga fyrir skattsvik er þau hjón urðu uppvís að á Ítalíu. ., Ferðamenn og innfæddir í Róm fá sér því léttan snúning fram á nótt í „klefa“ Sophiu Loren um þessar mundir. Sophia Loren fagnar frelsinu eftir fangelsisdvölina ásamt móður sinni í Róm síðastliðið sumar. COSPER l’ú lítur Ijómandi vel út í bikini. Ég er kurteis maður og segi þetta við allar, þótt sumar hljóti að skilja að það eigi alls ekki við um þer. Ronald Reagan áítalskri hátíð + Margt er það sem blessaðir þjóðhöfðingjarnir þurfa að taka sér fyrir hendur undir smásjá Ijósmyndara og blaðamanna og hér er eitt dæmið um það. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti situr hér við spaghetti- át á ítalskri hátíð í Flemington í síðustu viku, en þar var að sjálfsögðu boðið upp á þjóðar- rétti burtséð frá því hversu auðveldir þeir eru til átu ... Opið til ki. 4 í dag Já, það er von þú hváir. En líttu á: Viö bjóöum upp á meira en 500 titla! Það gerir samtals 50.493 mín. dagskrá. Fyrir VHS, BETA og 2000. Opið frá kl.12.00-21.00 virka daga. 12.00 —18.00 laugardaga. Lokað á sunnudögum. VIDEOMIÐSTÖÐIN Laugavegi 27 — Sími 14415 '^iortMSVErnN Tónlistarunnendur Haldið verður upp á tónlistarhátíð norræns æskufólks og stofnun íslensku hljómsveitarinnar, á sameiginlegu skralli á félagstofnun stúdenta í kvöld 10.30 og frameftir. Alls konar tónlistaruppákomur af léttara taginu. Sími24972 kl. 9—12.30 virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.