Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 IMtoymiliIfifrtfe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innaniands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Átök og úrræðaleysi Iforystugrein Tímans í gær er það sérstaklega tekið fram, að Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra og formaður Framsóknarflokksins, hafi ekki litið á vanda útgerðarinnar „sem einvígi við Kristján Ragnars- son eða samtök útgerðarmanna" og flokksformaðurinn hafi ekki unnið „að lausn málsins með því hugarfari að koma ímynduðum andstæðingi á kné.“ Það er engin til- viljun, að málgagn Framsóknarflokksins sér ástæðu til að bera blak af formanni sínum með þessum hætti. Á meðan deila útgerðarmanna og ríkisstjórnarinnar stóð sem hæst reyndi Steingrímur Hermannsson að breiða yfir úrræða- leysi sitt með því að efna til átaka um allt önnur mál. Furðulegasta hlið þess málatilbúnaðar var þó deilan milli Steingríms Hermannssonar og Ólafs Jóhannessonar um sölu á afla í útlöndum, sem lauk með hreinni uppgjöf Steingríms. En átökin vegna úrræðaleysis ríkisstjórnarinnar and- spænis vanda útgerðarinnar snerust einnig um annað en slíkar flokkskritur framsóknarmanna og aðdróttanir Steingríms Hermannssonar í garð Kristjáns Ragnarsson- ar, aðvörunarorð Víglundar Þorsteinssonar, formanns Fé- lags íslenskra iðnrekenda, um að stefnu frjálsra viðskipta væri ógnað voru mælt í fullri alvöru. Hér skal því ekki haldið fram, að það hafi markvisst vakað fyrir ríkis- stjórninni að efna til átaka milli útgerðarmanna og iðn- rekenda með hugmyndum ráðherra um millifærslur og styrkjakerfi. Hitt er ljóst, að ýmsum öflugum aðilum að ríkisstjórninni yrði það síst á móti skapi að iðnrekendur og útgerðarmenn lentu í hörkuátökum, slík hjaðningavíg teldu stjórnarherrarnir hæfilega uppákomu til að draga athyglina frá upplausninni í eigin liði. Víglundur Þorsteinsson lýsir því yfir hér í blaðinu í gær, að iðnrekendur hafi ekkert við það að athuga, að með síðustu bráðabirgðaúrræðum ríkisstjórnarinnar ákveði útgerðin að ráðstafa eigin fjármunum í tilfærslur. Og Víglundur bætir við: „Ákaflega þýðingarmikið er að ríkis- stjórnin gekkst inn á það að leysa vandamálið, að hluta núna, með hækkun fiskverðs, þrátt fyrir áður gefnar yfir- lýsingar einstakra ráðherra um að slíkt kæmi ekki til greina. Að öðru leyti treystum við (þ.e. iðnrekendur, innsk. Mbl.) því, að aðilar noti vel það svigrúm sem nú gefst fram að næstu áramótum, til að finna varanlega lausn á vandamálum útgerðarinnar. Þannig myndi sam- keppnisaðstaða iðnaðarins ekkert skerðast og við höfum því ekki nema gott eitt um þetta að segja." í viðtalinu segir Víglundur Þorsteinsson einnig, að allir verði að gera sér ljóst, að þjóðin sé búin að hagnýta sér og eyða þeim lífskjarabata sem hækkun á verði dollara hefur haft í för með sér og stöðug aukning á sjávarafla frá því að fiskveiðilögsagan var færð út í 200 sjómílur. Þessari skoðun getur enginn andmælt né hinu, að iðnaðurinn hlýtur að vera sú atvinnugrein sem skapa þarf flest ný atvinnutækifæri þegar fram líða stundir. Sú ríkisstjórn er því síður en svo trausts verð sem hefur þær hugmyndir helstar um lausn á vanda sjávarútvegsins að eyðileggja rekstrargrundvöll iðnfyrirtækja. Viðtalinu við Víglund Þorsteinsson lýkur með þessum orðum: „Eg hef æ betur sannfærst um það á undanförnum misserum að almenningur gerir sér ljósa grein fyrir þeirri vitleysu sem ríkir í efnahagslífi okkar. Ég er viss um að mikill fjöldi fólks bíður eftir því að þeir aðilar, sem þjóðin hefur kjörið til að stjórna málum sínum, í sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins, leiði okkur út úr þeim efnahagsógöngum sem við erum komin í.“ Allt er þetta skynsamlega mælt hjá formanni Félags íslenskra iðnrek- enda. í röksemdafærslunni er þó ein mikilvæg brotalöm og það er sú von hans, að ríkisstjórn sú sem nú situr muni nota tímann fram til áramóta í því skyni að finna lausn á vanda útgerðarinnar sem útgerðarmenn og iðrekendur geti sætt sig við. Það er borin von. í úrræðaleysi sínu mun ríkisstjórnin frekar kjósa að efna til átaka og halda áfram að fálma og fuma. Fré Kfíngu SinfóniuhljómsveiUrinnar fyrir tónleikana. Guðmundur Emilsson stjórnar. LjfamjBdír Mbl. köe. íslenskt tónlistarlíf líflegt og sterkt Talað við tvö tónskáld Á hljómsveitartónleikunum i llá.skólabíói í dag, sem hefjast klukkan 14.00, verða meðal annars fíutt verk eftir Áskel Másson og Finnann Ksa-Pekka Salonen. Verk Áskels er Konsertþáttur fyrir litla trommu og hljómsveit, en verk Sal- onen nefnist Giro. Morgunblaðið hafði tal af þeim tveim og forvitn- aðist nánar um verkin. Áskell sagði: „Þetta vewrk var samið á þessu ári, á tveimur og hálfum mánuði. Ég byrjaði á því í lok maí og lauk því um miðjan ágúst. Þetta er nokkuð óvenju- legt verk, þar sem það er samið fyrir nokkuð óvenjulegt ein- leikshljóðfæri, eða sneril- trommu. Þegar ég skrifaði það, hafði ég Roger Carlsson í huga, sem leikur einleik í verkinu og er frábær hljóðfæraleikari. Ég hef skrifað verk fyrir hann áður, sem er sónata fyrir marimbu. Ég held þetta geti talist mjög aðgengileg tónsmíð að öllu leyti. Ég nota hljómsveitina eins og risastóra rytmasveit. Ég er ekki að reyna að lýsa ákveðnum til- finningum eða stemmningum úr daglega lífinu með þessu tón- verki, heldur er þetta tónlist, sem í daglegu tali meðal tónlist- armanna gengur undir nafninu absolut-tónlist. Það eru senni- lega um sex ár síðan ég fékk þessa hugmynd, að semja kon- sertþátt fyrir litla trommu og hljómsveit og þegar ég vissi að Roger gæti komið nú í haust á þessa hátíð, dreif ég í því að semja það. Það var virkilega gaman, enda var ég búinn að velta því lengi fyrir mér. í þessu verki geri ég marga hluti, sem ég hef lengi haft í huga að gera, en ekki gert. Það eru atriði, sem varða meira tæknilegu hliðina á tónlistinni. Það er manni sérstök ánægja að heyra þetta verk svona vel spilað, bæði af hendi einleikarans og hljómsveitarinn- ar. Það er rétt að geta þess að hljómsveitin er undir gífurlegu áiagi. Á tónleikunum verða frumflutt sex verk og það verða aðeins fimm æfingar fyrir þá. Guðmundur Emilsson mun stjórna hljómsveitinni og er það í annað sinn sem hann stjórnar henni á opinberum tónleikum." Aðspurður um verk sem hann væri með í smíðum, sagði Áskell: „Ég er að semja víólukonsert fyrir Unni Sveinbjarnardóttur, Áskell Másson og einleikarinn Roger Carlsson. Esa-Pekka Solonen. sem starfar í Þýskalandi. Auk þess verk fyrir strengjasveit, sem frumflutt verður af Islensku hljómsveitinni í desember, en hana var verið að stofna hér um daginn." Esa—Pekka Salonen sagði að- spurður um verk sitt: „Giro var samið 1981 og var fyrst flutt af symfóníuhljómsveitinni í Tamp- ere undir minni stjórn. Þá var það leikið af finnsku útvarps- hljómsveitinni og það hefur einnig verið flutt af öðrum hljómsveitum. Þetta er stutt sjö mínútna verk, sem byggist að nokkru leyti á efni úr saxófón- konsert mínum, ég nota að nokkru leyti sömu form. Þetta er tónlist af þeirri gerð, sem kölluð hefur verið absolut. Verkið er mestan part skrifað á Ítalíu, meðan ég var þar í námi hjá Castiglioni og það er að tölu- verðu leyti undir áhrifum frá ítalska skólanum í nútímatón- list.“ Hvað getur þú sagt okkur um finnskt tónlistarlíf? „Ný sterk kynslóð tónskálda hefur komið fram. Straumar nútímatónlistar njóta vaxandi vinsælda í finnsku tónlistarlífi, sem hefur verið nokkuð hefð- bundið fram að þessu, að mínu mati.“ Hvað um íslenskt tónlistarlíf? „Það er líflegt og sterkt, virð- ist mér, einkum þegar það er haft í huga hversu fá þið eruð. Hér eru góð tónskáld og hljóm- listarmenn og áhuginn mikill. Það sýnir meðal annars, að það skyldi vera hægt að skipuleggja UNM-hátíðina hér, hjá ekki stærri þjóð. Ég er mjög ánægður með hvernig hljómsveitin flytur verk mitt. Stjórnandinn er mjög hæfileikamikill og hljómsveitin virk og jákvæð. Það hefur komið mér á óvart, hvað það eru marg- ir ungir hljóðfæraleikarar hér, sem leika nútímatónlist af áhuga, en það er fremur óvenju- legt,“ sagði Esa-Pekka Salonen að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.