Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 10
10
M0RGUNBLAÐIÐ;'PÖ8TUDAGUR 1. OKTÓBER 1982
Almenningur þarf að sýna meiri
skilning á mikilvægi fordæmis
Rætt viö l>orvarð Örnólfsson framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Húsakynni Krabbameinsfélags íslands við Suðurgötu eru orðin of lítil fyrir fjölþætta
starfsemi þess og því er í ráði að hefja byggingu nýs húss á vegum félagsins. Ætlunin er
að það geti rúmað alla þá starfsemi sem þar fer fram, auk þeirra verkefna sem félagsins
biða í nánustu framtíð.
Mikill árangur hefur náðst í baráttunni við krabbamein eins og kunnugt er hér á landi,
ekki síst vegna Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Islands.
Morgunblaðið hefur af fyrrgreindum ástæðum snúið sér til fjölmargra sérfræðinga og
forvígismanna krabbameinsvarna og spurt þá um afstöðu og nýjungar, árangur og þá
hertu sókn gegn krabbameini sem fyrirhuguð er hér á landi. Munu greinar um þessi efni
birtast í blaðinu næstu vikur.
l'orvarAur Örnólfsson er fram-
kvæmdastjóri _ Krahhameinsfélags
Reykjavíkur. í tilefni af því að nú
stendur yfir herferð á vegum
I-andsráðs gegn krabbameini í
fjölmiðlum og annars staðar til að
upplýsa almenning um skaðsemi
krabbameins og hvaða leiðir eru til
varnar því, hafði Morgunblaðið tal
af 1‘orvarði, til að afla sér upplýs-
inga um starfsemi og markmið
Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Tveir þættir stærstir og
hvorugur svæðisbundinn
„Krabbameinsfélag Reykja-
víkur er staersta og elsta félagið
sinnar tegundar hér á landi eða
af þeim félögum, sem í samein-
ingu standa að Krabbameinsfé-
lagi íslands. Það má í vissum
skilningi teljast móðurfélagið,
því frá því hefur þessi starfsemi
breiðst út um landið og það er
enn fjölmennast, þó að hin félög-
in hafi mjög sótt á í þeim efnum.
Það má segja að stærstu þætt-
irnir í starfsemi Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur séu tveir og
báðir eigi það sameiginlegt að
vera ekki svæðisbundnir við
Reykjavíkursvæðið. Annars veg-
ar er sá mikilvægi þáttur, sem
við eigum að fjáröflun til þess-
ara mála hérlendis, en þar á ég
við happadrætti Krabbameinsfé-
lagsins, sem við rekum um allt
land í samráði við Krabbameins-
félag íslands, en við skilum
ávallt um helmingi ágóðans til
þess. Auk þess gjöldum við því
samkvæmt lögum um helming af
öðrum tekjum okkar, félags-
gjöldum og gjöfum. Fyrir utan
þessar tekjulindir okkar fáum
við styrki frá ríki og borg gagn-
gert til fræðslustarfsins, sem er
hinn meginþátturinn í starfsemi
félagsins og eru þeir veittir með
sérstöku tilliti til reykinga-
varnastarfsins í grunnskólanum.
Þessir styrkir hafa staðið undir
'A til '4 af kostnaðinum við
fræðslustarfið, en það eru tekj-
urnar af happadrættinu, sem
fyrst og fremst gera okkur kleift
að standa í útgáfu- og fræðslu-
starfsemi sem er þó jafn mikil
og raun ber vitni.
Fræðslustarf okkar nær til
alls landsins, en einskorðast ekki
við okkar félagssvæði. Það er
unnið í nánu samstarfi við
Krabbameinsfélag íslands og
einstök félög úti á landsbyggð-
inni. Við hjá Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur teljum það mikils
virði fyrir félagið að það skuli fá
að fást við svona mikilvæg og
víðtæk verkefni. Það er viss
líftrygging í því fólgin að hafa
mikilvægu hlutverki að gegna.
Markmiöin meö
fræðslustarfínu
Með fræðslustarfi okkar vænt-
um við þess að ná fram einkum
fjórum atriðum: 1) Að fræðslan
stuðli að því, að fleiri og fleiri
geti litið krabbamein augum
þekkingar og raunsæis og að
sama skapi dragi úr óeðlilegri
hræðslu við sjúkdóminn. 2) Að
almenningi verði ljósar, hve
mikilvægt það er að krabbamein
finnist á því stigi að það sé lækn-
anlegt og menn læri hvað hver
einstaklingur geti gert í því til-
liti. 3) Að fólkið í landinu sjái
sem best, hve baráttan gegn
krabbameini er því mikils virði
og auki stuðning sinn við hana,
4) og ekki síst, að mönnum skilj-
ist, hvernig þeir geti sjálfir dreg-
ið úr áhættunni af að fá krabba-
mein, að svo miklu leyti, sem
þessir sjúkdómar eiga sér við-
ráðanlegar orsakir í lífsháttum
okkar og umhverfi.
Fræðslustarfið er býsna fjöl-
þætt, en það er undir stjórn sér-
stakrar fimm manna fræðslu-
nefndar. Það er útgáfa á ýmsum
ritum um krabbamein og
krabbameinsvarnir og einkan-
lega um skaðsemi reykinga og
reykingavarnir, en þær eru mjög
stór þáttur í krabbameinsvörn-
um bæði hér á landi og erlendis.
Það hefur verið sívaxandi skiln-
ingur á baráttunni gegn reyking-
um sem einum þætti í krabba-
meinsvörnum, enda smátt og
smátt verið að koma í ljós, hvað
reykingar eru veigamikill
krabbameinsvaldur.
Meðal þess, sem við höfum
verið að gefa út eða erum að gefa
út núna, er flokkur smárita, sem
við köllum fræðslurit Krabba-
meinsfélagsins. Áður hefur fé-
lagið gefið út fjölda bæklinga
um ýmsa þætti krabbameins-
mála.
Einn þáttur fræðslustarfs
okkar hefur verið að útvega er-
indi á fundi og samkomur, hald-
in á vegum ýmissa krabba-
meinsfélaga og annarra félaga-
samtaka. Til dæmis höfum við
núna verið að senda lækna til að
flytja erindi hjá kvenfélögunum
á Vestfjörðum, þar sem þeir
hafa fjallað um krabbameinsleit
meðal annars og mikilvægi
hennar. Það er mikið leitað til
okkar, hvað þetta snertir.
Við eigum töluvert af góðum
kvikmyndum um þessi efni, sem
við notum við fræðsluna á fund-
um og við starf okkar í skólunum
og við höfum lagt metnað okkar
í að setja við þær íslenskt tal.
Veigamesti hluti fræöslunn-
ar fer fram í grunnskólunum
Veigamesti hluti fræðslu-
starfsemi okkar fer fram í skól-
unum. Krabbameinsfélag
Reykjavíkur hefur lengi haft
góða samvinnu við grunnskólana
um allt land, en fræðslan hefur
aldrei verið jafn skipuleg og víð-
tæk og síðustu 6—7 árin og nær
hún nú meira og minna til allra
grunnskólanna á Reykjavíkur-
svæðinu. Hið sama gildir um
grunnskóla á stöðum eins og Ak-
ureyri, Selfossi, Akranesi og
Keflavík og til skóla á öðrum
stöðum er farið með fárra ára
millibili eða eins oft og unnt er.
Á þeim stöðum, sem heimsóttir
eru á hverju ári, er farið í bekkj-
ardeildir, 5., 6., 7., og 8. bekk, en
á hinum stöðunum, sem sjaldnar
eru heimsóttir, er farið í allan
skólann.
I grunnskólunum er aðal-
áherslan lögð á reykingavarnir,
en við reynum í leiðinni að hafa í
frammi almenna fræðslu um
krabbameinsfélögin og viðfangs-
efni þeirra. Við höfum verið að
smáauka þessa fræðslu með því
að bæta við nýjum og nýjum ald-
ursflokkum og nú síðastliðinn
vetur heimsóttum við að heita
má allar bekkjardeildir í 5., 6., 7.
og 8. bekk grunnskólans á höfuð-
borgarsvæðinu og á þeim svæð-
um sem við heimsækjum reglu-
lega. Fræðslan fer fram með því
móti, að við heimsækjum nem-
endur í kennslustundum, sýnum
þeim kvikmyndir og ræðum við
þau.
Áhugi meðal almennings á
baráttunni gegn krabbameini
Fastur liður í þessu fræðslu-
starfi á undanförnum árum hafa
verið heimsóknir læknanema á
4. námsári í skólana. Þeir hafa
farið með ákveðna dagskrá í 8.
bekk og við væntum þess að því
verði haldið áfram. Þá er nú á
döfinni aukið samstarf við skóla-
hjúkrunarfræðinga um þessi
efni og væntum við þess að það
komi tií með að gefa góða raun.
í sambandi við fræðsluna í
grunnskólunum, höfum við gefið
út hópvinnuverkefni fyrir nem-
endur 6. bekkjar og blaðið
„Takmark" sem kemur út 3—4
sinnum á ári og er dreift í alla
grunnskóla landsins.
Við höfum haft mjög gott
samstarf við reykingavarna-
nefndir hins opinbera hvað þetta
varðar og við stefnum að því að
auka fræðslu í framhaldsskólum
og sérskólum og erum með í und-
irbúningi ýmiss konar efnis í því
sambandi.
Þá er í bígerð að bjóða upp á
enn frekari þjónustu við al-
menning, félög og stofnanir,
hvað þessa fræðslu snertir. Við
verðum vör við mjög mikinn
áhuga á krabbameinsmálum og
baráttunni við krabbamein hjá
almenningi og stuðning við þá
aðila, sem ganga fram fyrir
skjöldu í baráttunni gegn því.
Árangur af starfínu
Hvað árangurinn af starfinu
varðar, þá höfum við ekki við að
styðjast neins konar heildar-
kannanir í þeim efnum, en við
væntum þess að árangur sé af
starfseminni og auðvitað þökk-
um við ekki okkur það eingöngu,
að þessum málum vinna margir
aðilar.
Þó er það svo, að einn þátt get-
um við notað sem mælistiku á
starf okkar að nokkru leyti, en
það er starfið í grunnskólunum.
Reykingar nemenda hafa verið
kannaðar tvívegis eftir að við
hófum fræðslustarf okkar í skól-
unum, fyrst 1978 og síðan aftur
nú í vor og við höfum könnun frá
1974, sem við getum notað til
samanburðar.
Reykingar meðal skóla-
barna drógust sam-
an um fjórðung
Það dró mjög verulega úr
reykingum meðal skólabarna á
tímabilinu 1974—78, en við kom;
um inn á miðju því tímabili. í
aldursflokkum 10—16 ára fækk-
aði reykingamönnum um 25% á
þessu tímabili, en mjög var
dreifingin mismunandi eftir ald-
ursflokkum. Niðurstöður könn-
unarinnar 1982 hafa ekki enn
verið birtar opinberlega, en þær
fréttir sem ég hef haft virðast
bera það með sér að reykinga-
mönnum í þessum aldursflokk-
um hafi haldið áfram að fækka
að tiltölu í þessum aldursflokk-
um, sem eru mjög góðar fréttir,
því ýmsir höfðu spáð því að aftur
hefði sigið á ógæfuhliðina. En
við bíðum eftir að sjá niðurstöð-
urnar í heild sinni, en það verður
ekki um jafn mikið stökk að
ræða og varð á tímabilinu
1974—78.
í heild má segja það, að þessar
kannanir hafi sýnt, að reykingar
meðal barna að og með 12 ára
aldri séu sárafátíðar. Það er
nánast undantekning, ef börn
yngri en 14 ára reykja og það eru
tiltölulega miklu færri nemend-
ur í grunnskólanum sem reykja
en áður var. Það, sem á skortir,
er að fylgja þessu eftir með
rannsóknum í eldri aldursflokk-
um, til að athuga hvort þetta
haldist eða hvort menn hefja
reykingar, þegar þeir koma upp
úr grunnskólunum, sem við telj- ■
um fremur ólíklegt.
Ekki einir um að hafa
áhrif á unglinga
Hins vegar erum við ekki einir
um að hafa áhrif á afstöðu ungl-
inga til reykinga. Þá á ég fyrst
og fremst við þau sterku öfl, sem
hafa áhrif á unglinga til að byrja
reykingar. Má þar nefna, að á
þrem af hverjum fjórum heimil-
um reykir annaðhvort móðirin
eða faðirinn, ef þau gera það þá
ekki bæði. Þetta er alls staðar
haft fyrir börnum og unglingum,
eins og sjálfsagður hlutur, til
dæmis á öllum almenningsstöð-
um og þeim er selt þetta eins og
ekkert sé. Það er einmitt eitt af
því sem við vonumst til að verði
leitt í lög, bann við að börnum
yngri en 16 ára verði selt tóbak,
sem og að reykingar á almenn-
ingsstöðum verði bannaðar.
Hangsið á sjoppunum og
skemmtanalíf unglinga almennt
er örugglega skeinuhætt í þess-
um efnum, enda skiptir alveg um
eftir 13 ára aldur hvað reykingar
varðar, að þær aukast.
Það þarf að leggja aukna
áherslu á ávanahættuna, hvaða
hætta er á, að fikt við reykingar
þróist upp í daglega notkun.
Flest af þessu fólki verður stór-
reykingafólk með tímanum, því
að meðal annars hefur fólk þau
fjárráð nú til dags, að það þarf
ekki að spara þetta við sig.
Ekki raunhæft að allir sleppi
Að sjálfsögðu teljum við ekki
raunhæft að setja markið svo
hátt, að allir sleppi við reyk-
ingabölið, en við viljum gjarnan
sjá þann dag, þegar unglingar á
grunnskólaaldri hafi almennt og
yfirleitt ekki ánetjast reyking-
um. En til þess að svo verði, þarf
almenningur að sýna meiri
skilning á mikilvægi fordæmis
og við þurfum einnig að fá sem
allra fyrst sem víðtækastar
lagareglur, sem takmarka reyk-
ingar sem víðast, að minnsta
kosti á öllum opinberum stöðum,
og í verslunum og almennings-
farartækjum," sagði Þorvarður
Örnólfsson, framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur, að Iokum.
Þorvarður Örnólfsson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, við fræðslu í Hagaskólanum.
» Ljósmynd Mbl. Emilía