Morgunblaðið - 01.10.1982, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982
Kína - Canton
Krakkarnir i Barnahöllinni fajjna komu Kórs Öidutúnsskóla, búin skólabúningi sínum og
veifa rauðum fánum.
Hvílík blómakarfa!! Þessi barst frá fulltrúum blómaborgarinnar Canton að loknum fyrri
tónleikunum. Egill lengst til vinstri, þá Fjóla, Siddi, Anna Margrét og Sigríður, kona Egils
Friðleifssonar.
I>að er sunnudagur upp úr há-
degi. Sólin hellir sér yfir kínverskt
land. Hraðlestin frá Hong Kong til
Canton eða Kvangsjá eins og inn-
fæddir nefna blómaborgina miklu,
silast áfram eftir sléttu landslagi.
Bændur og búalið má sjá að störfum
á hrísökrunum. Inni í lestinni er
þægilegt „norrænt“ andrúmsloft,
svalandi og gott. En lestir sem
koma á móti búa greinilega ekki yfir
kælingu og þar má sjá að fólki er
áreiðanlega ómótt af hita. Þar eru
blævængir og vasaklútar í sífellu á
lofti. Engu að síður drýpur svitinn af
hverju enni.
Þjóð þúsund milljóna
manna sótt heim
Satt að segja var það með
nokkrum beyg að íslenski ferða-
hópurinn, kór Öldutúnsskóla, hélt
af stað frá hinni vestrænu menn-
ingu Hong Kong-borgar til hins
rauða Kína, stærsta ríkis verald-
ar, þar sem búa meira en 1000
milljónir manns, eða fjórðungur
alls mannkyns. Flestir höfðu
heyrt uggvænlegar sögur af því
hvernig Kína mundi vera. Einkum
voru sögur þessar þó upprunnar
frá fólki, sem ekki hafði heimsótt
landið, aðeins haft sinn fróðleik
aftan úr grárri forneskju, eða þá
frá dögum menningarbyltingar
þeirrar, sem þjóðin gekkst undir
fyrir rúmum áratug eða svo. Satt
best að segja voru margir undir
það búnir að mæta þrengingum
hvers konar, en það er nú önnur
saga.
Fyrstu sýnir ferðamanns sem
lúsast áfram með „hrað“lestinni
til Canton eru hrörlegir mannabú-
staðir bændanna, ræktarlegir akr-
arnir og vinnusamt fólk, vel varið
miskunnarlausri sólinni.
Hvað er framundan? Það var
spurningin sem brann á vörum
flestra. Það var ekki búist við
miklu. Á brautarstöðinni í Canton
var mikill erill og hitinn þegar
stigið var úr lestinni þrúgandi,
nánast kæfandi, svo mikill var
rakinn í loftinu.
Tveir af sjö íslensku-
mælandi Kinverjum
á brautarpallinum
Strax á brautarpallinum kynnt-
umst við skipulagshæfni Kínverj-
anna, sem aldrei eitt augnablik
brást það sem eftir var ferðarinn-
- enda brögðuðust froskalærin sérlega vel
í 17-réttuðu veislunni í Canton
Jón Birgir Pétursson skrifar um fólk
og fréttnæma staði í Kína
ar. Á brautarpallinum var mætt
móttökunefnd frá Cantonborg og
Peking ásamt tveim íslenskumæl-
andi túlkum. I landinu eru alls sjö
manns sem mæla á okkar ylhýra
máli og þykir mér það vel af sér
vikið af Kínverjum. Urðu hér þeg-
ar fagnaðarfundir miklir. Við vor-
um búin að kynnast Kínverjum
Hong Kong-borgar og innileika
þeirra, en fljótlega gerðum við
okkur grein fyrir að hér var gest-
risnin jafnvel ennþá meiri og enn-
þá dýpri en í verslunarparadisinni
miklu.
Hópurinn hafði undirbúið sig
undir mikið streð í tollinum. Allur
varningur upptalinn á sérstök
eyðublöð, allt niður í smæstu
hluti. Það hlaut að vera eitthvert
uppistand, hélt fólk. En hér voru
vegabréfin bara skoðuð og hópn-
um bent að ganga út á vit hins
mikla ævintýris.
Utandyra var fjöldi borgarbúa
að taka á móti ættingjum og vin-
um úr lestinni. Það mátti strax
greina forvitni þeirra og furðu á
hinum ljósa hópi úr Hafnarfirði.
Ljóshært og bláeygt fólk er ekki
mjög algeng sjón í Kina, og stúlk-
ur í stuttbuxum nær óþekkt fyrir-
bæri.
Kínverskt mannlíf í
suðrænni stórborg
Hópsins beið splunkunýr lang-
ferðabíll af Hino-gerð, loftkældur
og þægilegur á aílan hátt. Egill
kórstjóri og Sigríður kona hans
fengu annan farkost. Kínverjar
fengu honum og fylgdarliði hans
svarta og mikla bifreið meðan
dvalið var í hinni fögru borg Cant-
on.
Ferðamaðurinn er furðufyrir-
bæri. Hann dvelur stutt á hverjum
stað. En augu hans og eyru eru
opin. Hann er mjög móttækilegur
fyrir umhverfinu. Hann gengur
hægt um strætin, horfir vítt og
breitt, ljósmyndar í sífellu, hlust-
ar vel. Það sannast á honum að
glöggt er gests augað. Burtu
hverfur hann úr landinu að lok-
inni dvöl. Hvað veit hann um
landið? Honum finnst það harla
lítið. Sjálfum fannst mér vitn-
eskja min um Kína lítilvæg að lok-
inni 2 vikna dvöl. Þó hefur „gests
augað“ fest í minni ýmislegt sem
öðrum finnst trúlega athyglisvert.
En hverfum aftur inn í loft-
kælda rútuna, sem ekur nú um
borgarstræti Canton. Svitinn
storknar brátt á andlitum ferða-
langanna. Allir horfa út um
gluggana og virða fyrir sér fjörugt
gangstéttarlífið, sem er líkast því
sem tíðkast í suðrænum stórborg-
um. Munurinn er bara sá að á göt-
unum er lítið um vélknúin öku-
tæki, helst langferðabifreiðir,
vörubílar og flutningabílar ýmiss
konar. Og svo er það svermurinn
af reiðhjólum.
Við markaðina eru bændur að
selja umframframleiðslu sína.
Þeir eru búnir að framleiða það
sem ríkinu ber, en framleiðslan er
blessunarlega mikil og á löngum
svæðum er allt þakið grænmeti,
ekki sist vatnsmelónum og virðast
viðskiptin lífleg því víða má sjá
fólk með fangið fullt af þessum
bragðgóða ávexti. Þarna má líka
sjá drekaaugu, ananas, appelsín-
ur, epli, plómur og ólívur svo
eitthvað sé nefnt.
Vélarorkan og hin
fótknúnu farartæki
Af gangstéttunum beinast ská-
sett augu að okkur norðurbúum.
Við finnum að Kínverjar eru for-
vitnir um okkur og eigum eftir að
kynnast því nánar. Bílstjórinn ek-
ur eftir breiðgötum sem leið liggur
að hótal Dongfang, glæsilegasta
hóteli borgarinnar. Bílstjórar hér
aka með aðra hönd á flautunni og
gefa hvell hljóðmerki í hvert
skipti sem þeim finnst hjólreiða-
maður í vegi sínum. Hér virðist
vélarorkan eiga meiri rétt en
mannknúið farartæki, en allir
virðast taka vel flautukonsert bíl-
stjórans. Ekki veit ég hversu
margir bílar eru í Canton, en í
Peking var mér sagt að væru rúm-
lega 200 þúsund vélknúin farar-
tæki hverskonar, — en reiðhjólin
nærri því 3,5 milljónir í borg þar
sem 8 milljónir manna búa. Kín-
verskar stórborgir búa því miður
við vandamál af þessum sökum.
Bílaumferðin í borgunum vex
gríðarlega, enda þótt einkabíllinn
sé ekki í sjónmáli hjá venjulegum
Kínverja. Þannig jókst bílaum-
ferðin í höfuðborginni um nær
10% fyrstu sex mánuði þessa árs.
Á siðasta ári urðu 180 dauðaslys í
borginni af völdum bíla og nærri 3
þúsund hlutu meiðsl i bilslysum.
Brotlegir ökumenn fá viðvaranir
og eru látnir skoða vídeóupptökur
af slysstöðum, auk þess sem þeir
eru hýrudregnir á vinnustað sín-
um. Hefur þetta orðið til þess að á
þessu ári hefur slysum fækkað að
mun að sögn lögreglunnar.
Dongfang-hótelið reyndist ofar
æðstu vonum manna. Vestrænt
hótel með einhvern veglegasta
inngang sem um getur með ca. 50
fermetra gullnu listaverki og
glæsitröppum upp á aðra hæð.
Hér var allt á ferð og flugi, en
ferðalöngunum skjótt komið fyrir
á herbergjum. Hótelið umlykur
einhvern veglegasta hótelgarð,
sem undirritaður hefur séð, hreint
listaverk hvernig sem á það er lit-
ið, gosbrunnar, tjarnir með gull-
fiskum, klettabelti, gangstígar,
blómahaf, veitingahús, hár-
greiðslustofur, verslanir og
skrifstofur og í horninu sjálft am-
eríska konsúlatið! Ein hótelálman
er í uppbyggingu, en svo snotur-
lega frá framkvæmdum gengið að
ekki er friðhelgi garðsins hætt.
Froskalappirnar voru ekki
hvað sístar á bragðið!
Strax fyrsta kvöldið var boðið
til mikillar veislu af borgaryfir-
völdum. I kringum íslenska hóp-
inn voru trúlega einir tíu Kínverj-
ar, sem sífellt voru til reiðu ef
eitthvað vantaði. Fyrsta veislan af
fjöldamörgum verður víst flestum
ógleymanleg. Hér kynntust ís-
lendingarnir hinum fræga kant-
ónska mat. Réttirnir voru bornir á
borð, einn af öðrum. Skrítnir í
augum ungs fólks, aðrir verald-
arvanari höfðu kynnst kínversk-
um mat erlendis. En þessi veisla
var þó allt öðru vísi og hætt við að
atvinnumatgoggar blaðanna hafi
aldrei komist í svo feitt blaðaefni.
Einhver í hópnum hafði sinnu á
að telja réttina jafnóðum, þeir
reyndust víst vera alls 17 þegar
dýragarðinum. — Tvær hafnfirskar
og forfeður vorir.
upp var staðið frá borðum, hver
öðrum undarlegri í okkar augum,
en líka hver öðrum bragðbetri,
ekki síst froskalappirnar. Það er
góð regla að borða fyrst og spyrja
síðan! Undir borðum voru haldnar
ræður. Kínverjar lögðu mikla
áherslu á vinsamlegt samband
hinna fjarlægu þjóða og var vel
tekið undir það af okkur aðkomu-
mönnum.
I Canton og Peking var lögð rík
áhersla á að hópurinn fengi að
skoða sem mest og voru þær skoð-
unarferðir einkar skemmtilegar.
Hins vegar var gert ráð fyrir
frjálsum tíma og var hann þá
nýttur til gönguferða um nágrenn-
ið. Á slíkum gönguferðum komst
maður e.t.v i hvað nánasta snert-
ingu við hinn almenna Kínverja.
Pottaplöntur íslenskra hús-
mæðra í tröllaukinni stærð
Segja má að Kínaferðin hafi
verið nýtt til hins ýtrasta, enda
var fólk orðið þreytt undir lokin,
eftir miklar reisur vítt og breitt
um, en ánægt og orðlaust á öllu
því sem gerst hafði á síðustu dög-
um og vikum.
Borgin Guangzhou má kalla
suðurhliðið inn í Kinaveldi, íbúar
hátt í 2 milljónir, en i Kína eru um
200 borgir með yfir hálfa milljón
íbúa. Eins og ég sagði hér að fram-
an er andrúmsloftið allt af suð-
rænum toga, minnir á Spán eða
Ítalíu. Við kynntumst því líka hér
að íbúar borgarinnar eru á ýmsan
hátt líkir íbúum Miðjarðarhafs-
landanna, opnir, kátir og
skemmtilegir. I Peking finnum við
frekar fólk sem samsvara mundi
Norðurlandabúum.
Kynnisferðir um borgina eru
skipulagðar af mikilli vandvirkni
og hjá Kínverjunum virðist allt
standast upp á mínútu. Farið var í
listiðnaðarfyrirtæki fyrir utan
borgina. Þar fengu menn að kynn-
ast einstökum hæfileikum Kín-
verjanna í leirkerasmíði. „Nú held
ég að Glit megi fara að passa sig,“
sagði Þorkell tónskáld Sigur-
björnsson, sá gamansami maður,
þegar við vorum búin að skoða
leirkerasmíðina.
Ævintýrarík dvöl Kórs Öldutúnsskóla í blómaborginni Canton:
I kínverskum veislum er rétt
aö boröa íyrst og spyrja síöan