Morgunblaðið - 09.10.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 09.10.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 11 wmmmm Wmm ■ > i fto oc» n w aan/wútwiftAj u u u u j> • Debut-tónleikar í Norræna húsinu Arnþór Jónsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir halda tónleika næstkomandi þriðjudag kl. 20.30 í Norræna húsinu. Á efnisskránni eru Sónata í e-moll nr. 5 eftir Vivaldi, Suite ftalienne eftir Stravinski, þrjú smálög eftir Webern og Sónata í A-dúr, opus 69. eftir Beethoven. Arnþór þreytir hér frumraun sína sem einleikari, en hann hóf tónlistarnám 9 ára gamall og hef- ur síðastliðin fimm ár stundað framhaldsnám erlendis, fyrst fjögur ár í Manchester, við The Royal Northern College of Music, hjá Boris Heller sem aðalkennara og nú hjá Guido Vecchi í Svíþjóð. Dómkirkjan: Tveir prestar vígðir á sunnudaginn TVEIR nýir prestar verða vigðir á sunnudaginn. Sigurður Arngríms- son, sem er settur til þjónustu í Hrís- eyjarprestakalli, og Bragi Skúlason, sem ráðinn hefur verið til starfa hjá Fríkirkjusöfnuðinum í Hafnarfirði. Biskup íslands, Pétur Sigur- geirsson, vígir hina nýju presta, en vígsluvottar verða: Sr. Stefán Snævarr, prófastur, sr. Kári Valsson, sr. Bernharður Guð- mundsson og sr. Emil Björnsson. Sr. Þórir Stephensen, dómkirkju- prestur, annast altarisþjónustu, dómkórinn og Marteinn H. Frið- riksson leiða kirkjusönginn. Sigurður Arngrímsson er 51 árs, Isfirðingur að uppruna. Hann hef- ur stundað sjómennsku frá ferm- ingaraldri og verið langtímum í farmennsku erlendis og einnig starfað hjá SÍS og Eimskip sem stýrimaður. 47 ára gamall lauk hann stúd- entsprófi og guðfræðiprófi nú í vor. Kona Sigurðar er Sigríður Loftsdóttir frá Sandlæk, yfiriðju- þjálfi Grensásdeildar. Bragi Skúlason er 25 ára Ak- urnesingur. Hann lauk stúd- entsprófi frá menntaskólanum á Akureyri og síðan kandidatsprófi frá guðfræðideild Háskólans nú í vor. Kona hans er Björk Jónsdótt- ir frá Akureyri, kennari í Reykja- vík. Akranes: Sýningu Jón- asar að Ijúka Málverkasýningu Jónasar Guð- mundssonar í bókasafninu á Akranesi lýkur um helgina. Á sýn- ingunni eru rúmlega 30 verk, sem Jónas hefur málað á þessu ári og í fyrra. Sýningin er opin frá klukk- an 14-22. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Anna Guðný Guðmundsdóttir stundaði að loknu námi hér heima framhaldsnám við Guildhall Scool of Music and Drama í London og lauk þaðan Post graduate Dipl- oma í kammertónlist. Hún hefur þegar komið fram á nokkrum tón- leikum og starfar við íslensku sin- fóníuhljómsveitina og mun koma fram á tónleikum hennar síðar í vetur. Anna Guðný Gudmundsdóttir og Arnþór Jónsson. Þorvaldur Þor- steinsson sýnir á Akureyri UNGIIR akureyrskur myndlistar- maður, Þorvaldur Þorsteinsson, heldur um þessar mundir sýningu á verkum sínum í listsýningarsal Myndalistarskólans á Akureyri i Glerárgötu 34. Þar eru til sýnis um 70 vatns- litamyndir og teikningar og verð- ur sýningin opin virka daga kl. 20—22 og laugardaga og sunnu- daga kl. 15—22, en sýningunni lýkur á sunnudag. Opiö í dag 10—4 Sérstakt HAUSTTILBOÐ nú er um að gera að flýta sér! Nýleg verðkönnun sýndi að okkar verð eí mun lægra en verð á öðrum sambærilegum innréttingum. Hausttilboðið eykur muninnverulega! Komið og fáið upplýsingar um verð og afborgunarskilmála. GÆÐ A VIÐURKENNIN G AR HTH innréttingarnar eru þær einu hérlendis, sem hafa hlotið bæði„VAREFAKTA“ og „M0BELFAKTA" viðurkenningu. Það er ákveðin trygging fyrir viðskiptavini okkar., FULLKOMIN ÞJÓNUSTA Ef þér óskið, sendum við fagmenn til að mæla fyrir innréttingum (á stór-Reykjavíkursvæðinu) gerum síðan tilboð ykkur að kostnaðarlausu og án skuldbindingar. Við erum einnig með fagmenn á okkar snærum til að annast uppsetningar fyrir viðskipta- vini okkar. innréttingahúsíö Háteigsvegi 3, 105 Reykjavík. Sími 27344.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.