Morgunblaðið - 09.10.1982, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.10.1982, Qupperneq 12
J 12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 Spjallaö vid Braga Ásgeirsson listmálara Morgunblaðlð/Krislján. Oóttir Braga vió eitt verkanna á sýningunni; ekki þarf aö taka fram hver fyrirmyndin er. sjá hér, er í rauninni gamalt vín á nýjum belgjum. Ég tel mig aldrei hafa hætt að mála fígúratífar myndir, en það kemur bara svo oft fyrir að maður ræður þvi ekki al- veg hvað maður gerir. Um tíma var ég mikið í grafík, það er rétt, og upplímingarmyndum sem þú nefnir svo. En ég hætti aldrei að mála, en hætti að mála á klassíska Ég er á leið til „hreina“ málverksins aftur Bragi Ásgeirsson listmálari er þessa dagana með stóra sýn- ingu á verkum sínum í Vestursal Kjarvalsstaða; stóra sýn- ingu, upp á 88 númer. Greinilegt er að Bragi er í miklum ham um þessar mundir, og flestar myndirnar hefur hann gert að undanfórnu, á tiltölulega skömmum tíma. Blaðamaður hitti Braga að máli í vikunni, og ræddi við hann um sýninguna, listina og sitthvað fleira, en fyrst barst talið að því, sem sumir gagnrýna þessa sýningu fyrir, að hún sé ósamstæð og í rauninni llkari yfirlitssýningu en venjulegri málverkasýningu frá styttri tíma. Er að vinna mig frá yfirlitssýningunni „Það er stutt síðan, aðeins tvð ár, ég hélt stóra yfirlitssýningu á verkum mínum hér á Kjarvals- stöðum,“ sagði Bragi, „og það má vel vera að þess sjáist nokkur merki á þessari sýningu. Ég er á vissan hátt að vinna mig frá þeirri sýningu, og það getur skýrt það að sumum finnist þessi sýning ósamstæð. En ef menn skoða verkin á sýningunum hvert og eitt, þá munu þeir sjá að þau eru mjög ólík mörg hver. í þessu sambandi vil ég þó einnig minna á það sem ég sagði í blaðaviðtali vegna yfir- litssýningarinnar, að það sem kom mér mest á óvart þá, var að sjá ekki öll þau málverk sem ég hafði ætlað að mála um dagana og lang- að til að fást við. Þau skyldu þó aldrei vera hér núna sum hver? Sennilega var það þó rangt af mér að sýna þessar nýju myndir mínar á sýningu Listmálarafé- lagsins nú í sumar — annars hefðu þær líkast til komið öllu meira á óvart núna. En ég er nú einu sinni þannig gerður að ég hugsa ekki einungis um eigin hag þegar sameiginlegir hagsmunir myndlistarmanna eiga í hlut. Þá átti ég ekki heldur annað, sem ég hafði ekki sýnt áður og félli inn í ramma sýningarinnar. Ég er ekki sammála þessum framslætti með yfirlitssýn- ingarbraginn, en rétt er það, að ég sýni á mér margar hliðar enda málaði ég umbúðalaust út úr mér hvað eina sem mér datt í hug — einnig eftir gömlum minnum. Hið síðasttalda er ekki óalgengt meðal listamanna, að taka fram gamalt viðfangsefni og vinna það upp á nýjan hátt með ferskum viðhorf- um. Tel mig ekki skulda neinum neitt um val myndefna — hef aldrei skilið þessa yfirgengilegu hræðslu margra starfsbræðra minna við að vera álitnir ósam- kvæmir sjálfum sér ef þeir halda sig ekki við mjög afmarkað myndsvið. Hið hlálega við þetta er, að skurðgoð þeirra í listinni fóru einmitt þveröfugt að. Svo lengi sem það sem listamenn gera ber einkenni þeirra er allt í lagi — hitt ber frekar merki hugmynda- og getuleysi — eða að viðkomandi séu á snærum einhvers kaupahéð- ins eða tískustefnu í listinni. Beri fólk saman myndir mínar á þess- ari sýningu við það, sem ég sýndi á stóru sýningunni, fær það trúlega allt aðra útkomu. Erfitt að sýna í sýningarsal er krefst þess af sýnendum, að þeir komi með ákveðnar stærðir mynda. Það er einmitt þveröfugt við það sem á að vera, nefnilega að sýningarsalurinn geti lagað sig að öllum stærðum og gerðum mynda. í gefnu tilviki má segja, að salur- inn hreinlega myrði að öllu jafn- aði hluta hverrar sýningar og er alveg sama hvaða listamaður á í hlut. Þetta á einkum við um myndir hárnákvæmra litbrigða og mismunandi áferðar. Margir, sem áttu slíkar myndir eftir mig á yf- irlitssýningunni, sögðust hafa orð- ið hvumsa er þeir sáu hve illa myndir þeirra nutu sín í Kjar- valsstöðum. Þannig varð einnig minna en skyldi úr ýmsum mynd- um á þessari sýningu er þóttu mjög góðar í frábærri birtu í vinnustofu minni. Geldur mynda- röðin „Tilbrigði jarðar" þessa sýnu mest. Gamalt vín á nýjum belgjum — Á þessari sýningu má sjá þess merki, að þú sért aftur að nálgast það, að mála málverk með „gamla laginu", en látir tilrauna- starfsemina lönd og leið. En um tíma fékkst þú einkum við eins- konar „lágmyndir" eða „upplím- ingarmyndir", þú varst í grafík og svo framvegis. Ertu nú að komast til „fígúratífra", „venjulegra" mál- verka? „Þessi þróun sem menn telja sig mátann. Ég vann alltaf hlutlægt í grafík en huglægt í málverki og fannst það gott hjónaband! Nú er ég aftur á leið til hreina málverks- ins, og mig hefur langað til þess í mörg ár. Stefna mín núna er að teikna meira, vinna úr olíulitum, fara út í vatnsliti, grafik og fleira, en ég marka mér þó ekki neina stefnu fyrirfram, geri engar áætl- anir um hvernig listaverk ég ætli að gera, ég læt þetta ráðast." — En þú ert nú að „koma aftur" til hefðbundnari málverka? „Já, ég er sammála því að ég hef gert of lítið af málverkum í gömlu tækninni, nú fer ég út i það, en held tilraununum áfram að ein- hverju marki! Nei, ég er ekki leit- andi listamaður, þetta þýðir það ekki, ég er miklu fremur finnandi listamaður! Ég finn hluti en leita þá þó ekki uppi, en ef ég er að leita að einhverju eða ef ég fer að leita einhvers, þá vona ég að ég finni það ekki, því listin á að vera botn- laus, óþrjótandi. Það getur verið hættulegt að finna of mikið." Erfitt að vera einn í grafík — Við minntumst aðeins í graf- íkina. Þú komst einna fyrstur með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.