Morgunblaðið - 09.10.1982, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982
!.*
>- «a»«gag Í^llífesi«KÍÍ » i** . ..^.-.r
>•• " • ■• *M£**L~' <*&’■»* T /'."■■ .
..: - K. "'*?* ** * ., .«* ' ^ ^ . '-• ,
' 1 ~**V - **»£zc *'***‘fL. '■' 5* ~.
%„ .yfc. ••' ■*’- .:„ ■#*,:*%," i.n* ■ • •'—; . i. „ ,5*-:
Preiueiu Bild
„Belos“, sérsmíðaö skip til aö bjarga áhöfnum sokkinna kafbáta er nú til
taks á svæðinu þar sem óþekkta kafbátsins er leitaö. Vertol-þyrla er að
taka sig á loft frá skipinu.
Á þessu korti er skerjagarðurinn afmarkaöur meö brotinni línu en innan
rammans hefur eltingarleikurinn viö óþekkta kafbátinn staðið. Til suðurs
eru sundin viö Herrön, Yxlö og Skramsö-sund en þau eru svo grunn að
þar út kemst kafbáturinn ekki. Einasta undankomuleið hans er sundið á
milli Vitsgarn og Alvsta Lángholm en þar hefur sænski sjóherinn girt
fyrir með kafbátagirðingum. Talið er, að sl. fimmtudag, þegar kafbátur-
inn reyndi að komast undan, hafi hann siglt á eina slíka.
Sænski teiknarinn Hans Olof Dahlgren hefur gert þessa teikningu, sem skýrir nokkuð aðferðir sænska
sjóhersins við að fylgjast með óþekkta kafbátnum í Hárs-firði.
1.2, og 3.
Hljóðnemar eru látnir síga niður í sjóinn frá tveimur Vertol-þyrlum. Að auki er sá þriðji notaður til að staðsetja
bátinn betur.
A. : Segulmögnuð hljóðsprengja er fest við bátsskrokkinn sem stanslaust gefur frá sér hljóðmerki.
B. : Elma-sprengja með stefnumarkaðri virkni. Með henni er unnt að sprengja gat á skrokkinn.
4. og 5.
Ef skipstjórinn gefst ekki upp er djúpsprengjum varpað beint á bátinn.
Svíþjóð:
Óþekkti kafbáturinn
á enga undankomuleið
Eltingarleikurinn við
óþekkta kafbátinn úti fyrir
einni helstu flotastöð sænska
sjóhersins í Berga, í skerja-
garðinum fyrir sunnan
Stokkhólm, hefur nú staðið í
Sænskir hermenn með hunda eru á hverju strái á ströndinni og fylgjast með þvf hvort nokkuð óvenjulegt reki i fjörurnar. Fremst á myndinni sér i
kafbátagirðingu.
heila viku. Nokkuð mót-
sagnakenndar fréttir hafa
farið af leitinni enda hafa
talsmenn sænska sjóhersins
ekki viljað gefa um hana
miklar upplýsingar af örygg-
isástæðum. Síðastliðinn
fimmtudag var t.d. talið, að
kafbáturinn hefði sloppið út
en það hefur nú verið borið
til baka. Hann reyndi það að
vísu, en sigldi á kafbátagirð-
ingar sænska sjóhersins í
sundinu milli Alvsta
Lángholm og Vitsgarn, einu
undankomuleiðinni. Að því
búnu fór hann aftur á fyrri
stað og liggur nú á botninum
þar sem dýpið er mest, um 60
metrar.
Bretar í uppnámi — með og
á móti förunaut Andrews
Ixindon, 8. október. AP.
TALSMAÐUR Buckingham-hallar vísaði í dag á bug frétt í blaðinu Sun,
sem birtist í dag og snerist um það að Elisabet drottning hefði krafizt
þess, mjög ill, að Andrew prins, sonur hennar, kæmi tafarlaust heim úr
leyfi sínu með leikstirninu Koo Stark, sem einkum hefur komið fram í
svokölluðum bláum myndum. Brezkt tímarit boðaði í dag að það myndi
birta nektarmyndir af Koo Strak eftir helgina og vakti það fjaðrafok og
hugaræsing hjá brezkum almenningi.
í Sun sagði að drottningin
væri fjúkandi reið vegna þess fé-
lagsskapar sem prinsinn hefði
valið sér í fríinu og þar var
sömuleiðis tekið fram að drottn-
ingin hefði gefið ný fyrirmæli
varðandi veru næturgesta í
Buckingham-höll eftir að Koo
Stark hefði dvalið þar nætursak-
ir um síðustu helgi.
AP-fréttastofan segir, að enda
þótt verðbólga og atvinnuleysi
ásamt veðrinu sé það sem þegnar
Bretaveldis tala mest um sín í
milli, hafi allt slíkt vikið síðustu
daga og kappræddu menn nú
hvarvetna, á krám, heimilum og
samkomustöðum, um framferði
prinsins og sýndist sitt hverjum.
Sun sagði að prinsinn væri svo
heillaður af leikstirninu, að hann
myndi vísast óhlýðnast boðum
móður sinnar ef honum byði svo
við að horfa. Daily Express sagði
að Andrew hefði kynnt Koo
Stark fvrir móður sinni nýlega í
fjölskylduboði í Balmoral-kast-
a!a í Skotlandi. Hefði drottning-
in þá ekki haft hugmynd um að
stúlkutetrið hefði komið fram í
nektarmyndum.
Andrew prins
Faðir Koo Stark, sem er
bandarísk að uppruna, sagði í
dag að sér fyndist fréttaflutning-
ur brezku síðdegisblaðanna „við-
urstyggilegur" og með öllu órétt-
mætur. Elísabet drottning og
Filippus prins eru um þessar
mundir á ferð í Ástralíu.
Rússar reyndu
að ræna tæki
Washington, 8.október. AP.
BANDARÍSKIR tollverðir afstýrðu
fyrr á þessu ári tilraun Rússa til að
stela leynilegu leitartæki, sem er notað
í bandarískum njósnahnöttum og
könnunarflugvélum, að sögn Caspar
W. Weinberger varnarmálaráðherra,
sem minntist á máiið i ræðu.
Hann kvað þetta ágætt dæmi um
hvernig Rússar beittu löglegum og
ólöglegum ráðum til þess að stela
bandarískum tæknibúnaði. Sem bet-
ur fer hefði tækið náðst, þegar reynt
hefði verið að smygla því úr landi
með áætlunarflugvél.
Samkvæmt heimildum í Pentagon
voru þar að verki starfsmenn banda-
ríska fjármálaráðuneytisins, sem
hefur komið upp sérstakri deild,
„Exodus", til þess að koma í veg fyrir
ólöglegan flutning bandarísks
tæknibúnaðar til Sovétríkjanna og
annarra ríkja, sem kunna að vera
fjandsamleg Bandaríkjunum.
Leitartækið átti að fara til Sovét-
ríkjanna um Mexíkó og Sviss sam-
kvæmt heimildunum. Tækið var
fjarlægt úr flugvélinni í Los Angeles
og tollverðir komu fyrir sandpokum
í staðinn.
Atvinnuleysi í Japan
Tókýó, 8. október. AP.
JAPANSKA stjórnin samþykkti í
dag að verja fjárhæð, sem nemur
7,4 milljörðum Bandaríkjadollara
til þess að efla efnahag landsins
sem nú býr við of litla eftirspurn
heima fyrir, of lítinn útflutning
en vaxandi atvinnuleysi.
Fjöldi atvinnulausra var í
ágúst 2,31% vinnufærra manna
í landinu og hafði því lækkað
aðeins eða úr 2,48% í júní sl.,
en þá var atvinnuleysið meira
en nokkru sinni í 26 ár.