Morgunblaðið - 09.10.1982, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982
21
Hryðjuverkamenn
teknir í Beirút?
Félagar í Baader-Meinhof og Rauðu
herdeildunum segja Llbanir
Heirúl, 8. október AF.
LÍBANSKIR hermenn hafa handtekið 11 liðsmenn úr þýska hryðju-
verkahópnum Baader-Meinhof og þrjá „forsprakka" úr Rauðu herdeild-
unum ítölsku að því er segir í hinu hægrisinnaða dagblaði Al-Amal í dag.
Dagblaðið, sem er málgagn fal-
angista, hefur það eftir öryggis-
lögreglumönnum, að handtökurn-
ar hafi farið fram í Vestur-Beirút
þegar líbanskir hermenn leituðu
þar afbrotamanna, sem tekist
hefur að flýja úr fangelsi, manna,
sem komið hafa á ólöglegan hátt
til landsins, og leynilegra vopna-
birgða. Rúmlega 1.000 manns
hafa verið handteknir í þessum
aðgerðum í Vestur-Beirút og nú
er hermt, að Amin Gemayel, for-
seti, hyggist láta fara fram sams
konar leit í Austur-Beirút, sem
kristnir menn ráða.
Veður
víða um heim
Akureyri 6 skýjaó
Amslerdam 14 rigning
Aþena 25 heióskfrt
Barcelona 20 skýjaó
Berlin 13 akýjað
BrUssel 13 skýjaó
Chicogo 18 heióakirt
Dyflinni 12 skýjaó
Feneyjar 16 hélfskýjaó
Frankfurt 13 rigning
Færeyjar 7 alskýjaó
Genf 13 skýjaó
neisinKi 12 skýjað
Hong Kong 27 heióskírt
Jerúsalem vantar
Jóhennesarborg vantar
Kaupmannahöln 14 rigning
Kairó 37 heíðskirt
Las Palmas 24 lóttakýjaó
Lissabon 19 heióskfrt
London 14 skýjaó
Los Angeles 23 heióskfrt
Madrid 187 heióskirt
Malaga 23 lóttskýjaó
Mallorca 21 hólfskýjaó
Mexíkóborg 25 skýjaó
Miami 29 skýjaó
Moskva 11 skýjað
Nýja Delhí 34 heióakfrt
New York 23 skýjaó
Osló 11 skýjaó
París 14 skýjaó
Perth 19 heióskfrt
Poking 28 heióskfrt
Rio de Janeiro 31 skýjaó
Reykjavík 7 alskýjaö
Rómaborg 22 heióskfrt
San Francisco 19 heióskírt
Stokkhólmur vantar
Sydney 29 heiðskfrt
Tel Aviv vantar
Tókýó 18 rigning
Vancouver 13 skýjaó
Vínarborg 15 skýjaó
Þórshófn Faar. vantar
í Al-Amal voru hryðjuverka-
mennirnir, sem sagðir eru vera,
ekki nefndir á nafn en líbanskir
öryggislögreglumenn segjast
hafa undir höndum sannanir
fyrir tengslum PLO við alþjóð-
lega hryðjuverkastarfsemi. Tals-
maður vestur-þýska sendiráðsins
í Beirút kvaðst ekki geta staðfest
þessar fréttir en sagði ekki loku
fyrir það skotið, að einhverjir
Vestur-Þjóðverjar hefðu verið
handteknir í Líbanon.
Nýrri ríkis-
stjórn fagn-
að í Líbanon
Beirút, 8. október. AP.
SKIPUN nýrrar ríkisstjórnar í Líb-
anon hefur verið vel tekið, ekki sízt
vegna þess að hún er skipuð tiltölu-
lega ungum mönnum, sem hafa ekki
fengizt við stjórnmál áður.
Shafik Wazzan forsætisráð-
herra birti ráðherralista sinn eftir
langar viðræður við þingfulltrúa
og Amin Gemayel forseta. Til-
kynning um skipun stjórnarinnar
var síðan birt þegar Gemayel,
Wazzan og Kemal Assad þingfor-
seti höfðu ræðst við á síðustu
stundu í forsetahöllinni.
Óháða blaðið „An-Nahar“ segir
að ríkisstjórnin sé skipuð hagsýn-
um, vísindalega sinnuðum
mönnum, sem hafi náð árangri í
starfi og séu steyptir í sama mót
og forsetinn. Samsetning ríkis-
stjórnarinnar hafi verið meiri-
háttar áfall fyrir „furstana" í líb-
önskum stjórnmálum.
Ráðherrarnir, sem eru allir
nýgræðingar í stjórnmálum og úr
efri millistétt, eru á aldrinum 40
til 59 ára, en ráðherrar fyrri ríkis-
stjórna hafa verið á sjötugs- og
áttræðisaldri.
Falangistablaðið „Al-Amal“
segir að þingmenn, sem hafi reynt
að þröngva kröfum sínum upp á
forsetann, hafi „hundsað veru-
leika og þarfir núverandi ástands
og látið eins og þeir væru í skógar-
ferð“.
Vinstrablaðið „A1 Liwa“ skoraði
á nýju ríkisstjórnina að láta strax
hendur standa fram úr ermum,
vinna vel saman, færa allar nauð-
synlegar fórnir og láta einskis
ófreistað til að standa við skuld-
bindingar sínar.
Fósturskaðar af
völdum marijúana
Y> ashini'lon, 8. október. AP.
EF KONUR reykja marijúana meðan þær eru þungaöar eru meiri líkur en
ella, að börn þeirra fæðist óeðlilega smá og með einhverja fæðingargalla. Að
þessari niðurstöðu hafa vísindamenn við Læknaháskólann í Boston komist
og er það í fyrsta sinn sem tekist hefur að sýna fram á bein tengsl milli
marijúanareykinga og vanskapnaðar í
Það var ekki aðeins, að börn
marijúananeytenda eru minni en
eðlilegt er, heldur er andlitsvöxtur
þeirra og ýmis önnur líkamsein-
kenni með óeðlilegum og stundum
afskræmdum hætti, líkt og gerist
með börn, sem eiga forfallna
áfengissjúklinga fyrir mæður.
Á fundi, sem vísindamennirnir
efndu til, tóku þeir fram, að þótt
þeir treystu niðurstöðunum full-
komlega, yrði að endurtaka þær
nokkrum sinnum áður en því væri
börnum.
slegið föstu í eitt skipti fyrir öll,
að marijúananeysla hefði þessi al-
varlegu áhrif á fóstrið.
Vísindamennirnir, dr. Ralph
Hingson og Joel J. Alpert, sögðu,
að við rannsóknirnar hefði verið
fylgst með um 1.700 mæðrum og
börnum þeirra á Boston-sjúkra-
húsinu til að komast að því hvaða
atriði það væru, sem hefðu þessi
geigvænlegu áhrif á einstakling-
inn meðan hann væri enn í móð-
U^kviði.
Francois Mitterand Frakklandsforseti og Helmut Kohl, hinn nýi
kanslari Vestur-Þýzkalands komu saman til fundar í París í þessari
viku og var þessi mynd tekin þá. Markmiðið með for Kohls til Parísar
svo fljótt eftir að hann var kjörinn kanslari, var að fullvissa frönsku
stjórnina um áframhald á þeirri eindregnu samvinnu, sem ríkt hefur
með stjórnum Vestur-Þýzkalands og Frakklands.
Stórslys
í Líberíu
London, 8. október. AP.
MIKILL fjöldi leitarmanna reyndi
í dag að grafa sér leið í gegnum
heilt fjall af aur og leðju, sem féll
á miðvikudag yfir þorp námu-
manna í Afríkuríkinu Líberíu og
gróf undir sér fjölda námumanna.
Meira en 150 manns er þegar
saknað og óttast er, að þeir hafi
allir farizt í þessu námuslysi, sem
er hið mesta í sögu landsins.
Slys þetta átti sér stað í námu-
bæ í norðvesturhluta landsins og
sögðu stjórnvöld í dag, að því
færi fjarri, að vitað væri um alla
þá, sem farizt hefðu. — Vera
kann, að meira en 200 manns
hafi misst lífið, sagði James
Eesiah, fulltrúi líberíska
upplýsingaráðuneytisins í dag. —
Alit þorpið hefur grafizt undir
aur og leðju.
Talið er, að þessu slysi svipi
mjög til slyss, sem varð í Wales í
Bretlandi 21. október 1966, er úr-
gangshaugur frá kolanámu
hrundi yfir þorp í grennd með
þeim afleiðingum, að 144 manns
biðu bana þar af 116 börn.
Ausairstm ti JO
.u'i.) i
LIJ
lj »*jn