Morgunblaðið - 09.10.1982, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982
Notum ökuljósin
— aukum öryggi
Margt getur stuðlað að því að
umferðaróhöppum og þar með
slysum á fólki fjölgi í þéttbýli
þegar haustar að hér á landi.
Slíkt hið sama gerist í öðrum
löndum. En skammdegið nær
hér yfir lengri tíma ársins en
víðast annars staðar, og veður
eru oft rysjótt hér á landi.
Eins og margt getur aukið á
hætturnar má bægja þeim frá
með ýmsum aðgerðum sem
stuðla að auknu öryggi. Eins og
ijóslaus bíll í dimmu skammdegi
getur verið hættulegur og orðið
skaðvaldur má koma í veg fyrir
tjón ef sá hinn sami bílstjóri
hefur hugsun á að kveikja Ijósin
þegar þeirra er þörf.
Þeir sem vilja meira öryggi í
umferðinni — og viljum við það
ekki öll — verða því að byrja
fyrr og beita betur þeim aðgerð-
um sem geta stuðlað að færri
umferðarslysum.
Frá Umferðarráði
Á þessum árstíma er reyndar
þörf á notkun ökuljósanna jafnt
að degi sem nóttu.
Jafnvel á fallegu hausti eins
og verið hefur undanfarið getur
birtan — þegar sól er lágt á lofti
— aukið á hættur og því þarf að
vera á verði gegn þeim hættum.
Það má m.a. gera með því að
hafa rúður hreinar og móöulaus-
ar svo geislar sólarinnar — eða
sterk ökuljós í myrkri — brotni
ekki í óhreinindunum á rúðunum
og geislaflæðið valdi glýju í aug-
um ökumannsins og blindi hann.
Jafnframt að nota ávallt sól-
spjaldið til hlfðar gegn ofbirt-
unni. í bílum sem mikið er reykt
í ættu menn að minnast þess að
tóbaksreykur sest mjög innan á
rúður bílanna og getur valdið áð-
urnefndum óþægindum. í bílum
með blautar mottur er raki sem
sest innan á rúðurnar sem móða
eða hrím eftir kuldastigi. Þegar
föt ökumanns eða farþega eru
blaut ætti ávallt að opna glugga
lítillega svo rakinn komist út, í
það minnsta þar til miðstöðvar-
blásari nær að þurrka rúðurnar.
Þegar skyggja tekur eða áður
en bjart er orðið að morgni, svo
og þegar dimmviðri er, er sjálf-
sagt að aka með ökuljósum.
Stöðuljós eru gagnslaus enda
ekki ætluð til nota við akstur.
Margir gleyma því að nota ljósin
eða kveikja þau. En full ástæða
er til að líta á þá sem aka án
ökuljósa í dimmviðri og þegar
skuggsýnt er sem kærulausa og
óábyrga ökumenn um eigið ör-
yggi og annarra. Það er augljóst
mál að bíll með ökuljósum sést
miklu fyrr en sá sem ljóslaus er.
Margir líta svo á að ljósanotkun
hefjist ekki fyrr en svo myrkvað
er orðið að annars sjáist vegur-
inn ekki. Oft mætir maður ljós-
lausum bílum í þoku eða snjó-
fjúki á heiðum uppi að ekki séu
nefndir þeir ábyrgðarlausu öku-
menn sem skilja bíla sína eftir
Ijóslausa — jafnvel án glit-
merkja á veginum öðrum til
hættu og óþæginda. Slíkir öku-
menn eru ekki síður hættulegir
en þeir sem aka hratt. Verst af
öllu er að oft fylgist að ljósleysi
bíla og hraður akstur þeirra.
Næstum allt sem við gerum í
umferðinni er háð því sem við
sjáum. Ljósin sem við notum,
þótt þau séu það besta sem völ er
á, eru þúsund sinnum daufari en
dagsbirtan. Þess vegna er miklu
vandasamara að átta sig á um-
ferðarskilyrðum í myrkri, og
möguleikarnir á að árekstri
verði forðað með því að hemla
eða stýra framhjá hættunni
verða æ minni eftir því sem
birtuskilyrðin verða verri.
Það er góð regla að aka ekki
hraðar en svo að ökumaður hafi
stöðvunarvegalengdina innan
þess svæðis sem ljósið lýsir upp
fyrir framan hann. Það er ekki
hægt að reikna með því að öku-
maður geti séð eins langt og
ljóskerin lýsa, meðal annars
vegna ljósa frá öðrum ökutækj-
um sem valda glýju og villuljós-
um við veginn. Og rannsóknir
hafa leitt í ljós, að því hraðar
sem ekið er því styttra sér mað-
ur frá sér.
Oft finnst ökumanni hann
blindast af ökuljósum ökutækja
á móti án þess að svo sé í raun og
veru. Þessi sálræna eða ímynd-
aða blinda gerir vart við sig er
maður hefur ekið góða stund í
myrkri og mætt stöðugt öku-
tækjum með ljósum. Athugull
ökumaður gerir allt til að forð-
ast slíka truflun með því að hafa
augun ávallt á sínum vegarhelm-
ingi, jafnframt sem hann lætur
augun beinast þangað sem hann
á helst von á hættusvæði, og þá
helst fram á veginn, en horfir
ekki stöðugt á blettinn sem
ljósgeislinn frá ökuljósum hans
fellur á, það þreytir augun.
Til þess að akstur í myrkri
verði sem öruggastur er nauð-
synlegt að ökutækið hafi ljósa-
búnaðinn í fullkomnu lagi. Því
þarf að athuga eftirfarandi: Gler
í ljóskerum séu óbrotin og hrein
bæði utan og innan, perur ekki
gamlar og speglar óskemmdir.
straumöryggi og leiðslusambönd
— sérstaklega jarðsamband —
laus við spanskgrænu og ryð og
nægilegur vökvi og full hleðsla á
rafgeymi fyrir kuldakast og
frost.
Talið er að perur endist ekki
að ráði lengur en um það bil 100
klst. notkun, því er nauðsynlegt
að skipta um perur áður en þær
endanlega lognast út af. Flest af
þessu geta menn athugað sjálfir
en að sjálfsögðu er rétt að láta
kunnáttumann yfirfara Ijós-
styrkleika og stillingu ljósanna.
Ljósastilling stendur nú yfir,
og þann 31. október nk. eiga allir
að hafa mætt með bíla sína til
ljósaskoðunar.
Innan tíðar mun lögreglan at-
huga ástand ljósabúnaðar á öku-
tækjum. Þá er mikill léttir að
því að hafa ljósabúnaðinn á sín-
um bíl í lagi.
Sigurður Agústsson
Ár aldraAra
I»órir S. Guðbergsson XVI
Vernd Virkni Vellíðan
Hvernig komast sumir
lífeyrisþegar af?
í síðasta spjalli um félags-
lega ráðgjöf og þjónustu
nefndi ég fáein dæmi um líf-
eyrisþega, á hvern hátt þeir
geta leitað til sveitarfélaga
um aðstoð og leiðbeiningar.
Aður hefur verið bent á
það skýrum orðum að ekki
séu allir aldnir eins, þeir séu
stundum ólíkir eins og svart
og hvítt. Þeir eru ekki frem-
ur einlit hjörð en börn og
unglingar t.d. eða fullorðnir.
Þeir hafa ólíkar skoðanir,
mismunandi lífsviðhorf og
ólíkar þarfir. Sumir eru
fegnir þegar þeir geta hætt
launavinnu, hafa litlar fjár-
hagsáhyggjur, komast sæmi-
lega af, eru við góða heilsu og
hlakka því til að hætta
starfslokum því að þeirra
bíða svo mörg verkefni!
Aðrir eru beinlínis til-
neyddir til að vinna þó að
heilsa sé léleg og aðstæður
allar mjög erfiðar. Þeir kom-
ast ekki af fjárhagslega. Þeir
verða að vinna.
Á undanförnum árum hef-
ur lífeyrir frá Trygginga-
stofnun ríkisins hækkað til
muna frá því sem áður var
þegar sveitarfélög þurftu að
greiða ákveðið hlutfall af
svokallaðri tekjutryggingu
eða uppbót lífeyris og vissu-
lega ber að þakka allt fram-
tak í þessu sem öðru. Sömu-
leiðis ber sérstaklega að
minna á upplýsingaþjónustu
Tryggingastofnunarinnar í
Reykjavík sem tók hálfgerð-
um stökkbreytingum þegar
sérstakur upplýsingafulltrúi
var ráðinn til stofnunarinn-
ar. Bæklingar þeir sem gefn-
ir eru út á vegum stofnunar-
innar eru allir ágætir og
mikið þarfaþing en til
glöggvunar er unnt að nefna
t.d. bæklinga um: Slysabæt-
ur, bætur til ekkna, ekkla og
einstæðra foreldra, ellilíf-
eyri, örorkubætur, sjúkra-
bætur, tannlækningar o.fl.
Verður nánar rætt um elli-
lífeyri í næsta þætti og
hvaða rétt einstaklingar og
hjón hafa til þess að sækja
um uppbót á ellilífeyri í ein-
stökum tilvikum.
Fjárhagsafkoma fólks
er misjöfn
Eins og aldnir geta verið
ólíkir innbyrðis er fjárhags-
afkoma þeirra einnig mjög
mismunandi. Því ber að
fagna að meirihluti lífeyris-
þega á íslandi lifir við sæmi-
lega frjárhagsafkomu. Þó
ber að minnast þess þegar
það dæmi er reiknað að aldn-
ir eru bæði nýtnir, sparsamir
og hagsýnir og vilja heldur
líða skort en að skulda of
mikið.
70 ára ekkja kom til undir-
ritaðs fyrir skömmu. Hún
var í húsnæðisvandræðum
eins og svo margir aðrir. Inn-
an mánaðar átti að bera
hana út á götuna og árang-
urslaust hafði hún auglýst
eftir húsnæði í langan tíma.
I örvæntingu og neyð
reyndi hún að auglýsa einu
sinni enn og heppnin var með
henni. Henni bauðst ein stór
stofa með eldhúskrók, í kjall-
ara á krónur 3.200 og sex
mánuði fyrirfram!
Það var hreint ótrúlegt
hvað ekkjan varð glöð og
hamingjusöm þegar í ljós
kom að hún átti sjálf hluta
þessarar fyrirframgreiðslu,
vinir og ættingjar gátu lánað
henni hluta og sveitarfélagið
afganginn. Hagur hennar
var tryggður um stund en nú
var þrautin þyngri: Hvernig
átti að standa skil á lánum?
Ekkjan hafði aldrei unnið
utan heimilis, hún hafði eng-
an lífeyri eftir mann sinn
sem var verkamaður og naut
sjálf engra tekna utan lífeyr-
is og fullrar tekjutryggingar
frá Tryggingastofnun ríkis-
ins, sem í allt voru rúmar
4.000 krónur á mánuði. Af
þessum 4.200 krónum sem
hún hafði í lífeyri átti hún að
greiða 3.200 að meðaltali á
mánuði einungis í húsaleigu.
Þá átti hún eftir að greiða
ljós og hita, fæði, og stræt-
isvagna o.fl. o.fl.
75 ára einstaklingur sagði
frá högum sínum fyrir
skömmu. Áður hafði maður
þessi verið öryrki, hreyfi-
hamlaður og talsvert líkam-
lega bæklaður, en hafði verið
ellilífeyrisþegi um 8 ára
skeið og notið fullrar tekju-
tryggingar og heimilisupp-
bótar frá Tryggingastofnun
ríkisins og nam þessi upp-
hæð tæpum 5.000 krónum.
Þannig háttaði til hjá hon-
um að hann bjó í húsnæði
sem gamall maður átti og
höfðu þeir búið þar saman
hvor í sinni íbúð í 20 ár.
Svo dó þessi gamli íbúðar-
eigandi og húsið er selt.
Hreyfihamlaði lífeyrisþeg-
inn er á götunni. 600 manns
eru á biðlista hjá Félags-
málastofnun Reykjavíkur
þegar þetta átti sér stað og
biðin var löng ef hann ætlaði
að bíða eftir jákvæðu svari. í
öngum sínum kom hann og
bar upp erindi sitt og enn var
reynt að auglýsa á síðustu
stundu áður en útburður ætti
sér stað. Og viti menn.
„Heppnin" var með honum.
Hann fékk tilboð um litla,
tveggja herbergja íbúð í risi
(og hann gekk við tvo stafi)
til eins árs og alla leiguna
átti að greiða fyrirfram að
meðaltali kr. 3.600 á mánuði!
84 ára gömul kona hafði
einangrast félagslega, var
hætt að treysta sér út á með-
al vina sinna og kunningja,