Morgunblaðið - 09.10.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 9. OKTÓBER 1982
29
Orlofshús BSRB á Eiðum. Morgunblaðið/Ólafur
BSRB reisir or-
lofshús á Eiðum
Kgils.stoóum, 4. oklóber.
í SUMAR hefur verið unnið kappsamlega að uppbyggingu orlofsheimila-
hverfis Bandalags starfsmanna ríkis og bæia að Eiðum. Vegur hefur verið
lagður frá þjóðveginum rétt utan við
Lagarfljót, þar sem hverfið er að rísa
Þegar hafa 10 hús risið af
grunni og 7 hús til viðbótar
munu rísa á næstu vikum.
Húsiðjan á Egilsstöðum hefur
séð um byggingu undirstaða
húsanna, vegagerð og lagningu
frárennslis- og aðveituæða. Því
verki er nú að ljúka.
Sjálf húsin hafa að mestu leyti
verið smíðuð í Húsasmiðjunni
hf. í Reykjavík og sér Húsa-
smiðjan um uppsetningu þeirra
og frágang allan. Unnið verður
að innréttingu húsanna í vetur,
en gert er ráð fyrir því að þau
verði fullbúin 1. mars á næsta
ári og verða því væntanlega tek-
in í notkun næsta sumar.
Tólf aðildarfélög BSRB munu
Eiðastað niður að Eiðavatninu við
hinu fegursta umhverfi.
eiga hús í þessu nýja orlofsheim-
ilahverfi. Kennarasamband ís-
lands mun eiga 2 hús, Starfs-
mannafélag ríkisstofnana 3 hús,
Starfsmannafélag Reykjavík-
urborgar 2 hús og hvert eftirtal-
inna félaga eitt hús: Félag ís-
lenskra símamanna, Hjúkrunar-
félag íslands, Landssamband
lögreglumanna, Póstmannafélag
Islands, Starfsmannafélag
Kópavogs, Starfsmannafélag
Akureyrar, Starfsmannafélag
Ríkisútvarpsins, Starfsmannafé-
lag Vestmannaeyja og Starfs-
mannafélag Húsavíkur. Þá
munu heildarsamtökin, BSRB,
eiga eitt húsanna.
— Ólafur.
Séð heim að Eiðum frá orlofshúsunum.
hafði aldrei sótt félagsstarf
eða aðrar samkomur. Hreyf-
ingarleysi og aðgerðarleysi á
allan hátt varð konunni fjöt-
ur um fót og nú hnignaði
bæði andlegri og líkamlegri
heilsu miklu hraðar en áður.
Kona þessi leigði húsnæði
fyrir kr. 1.300 á mánuði en
hafði sjálf rúmar 4.000 kr. á
mánuði frá Tryggingastofn-
un og lífeyrissjóði.
Nú bauðst henni dagvist-
arpláss á Dalbraut í Reykja-
vík sem Félagsmálastofnun
Reykjavíkur rekur, þar sem
hún hafði tækifæri til að
hitta annað fólk, taka þátt í
félagsstarfi, vinna að hluta,
auk þess að njóta góðrar
máltíðar. Það átti að sækja
hana að morgni og aka henni
síðan heim síðari hluta dags.
En þetta kostaði rúmar 2.000
krónur á mánuði! Ef hún
greiddi 1.300 í húsaleigu, kr.
2.000 í dagvistun og heita
máltíð 5 daga vikunnar átti
hún eftir rúmar 700 krónur
til að lifa af, greiða ljós og
hita, fæði um helgar og á
kvöldin o.s.frv.
Þegar þessi kona hafði
reiknað nákvæmlega út getu
sína, ákvað hún að fara í
dagvistun og spara við sig á
öllum mögulegum öðrum
sviðum. Þremur mánuðum
síðar var hún alsæl með dvöl
sína, hafði endurnýjast til
líkama og sálar, einangrunin
var rofin og hún hafði eign-
ast nýja vini og nýtt viðhorf
til lífsins. Eftir dvöl sína
varð henni þó að orði: Ég
vildi, að hún Guðrún mín
gæti notið þess sama og ég.
Hún ætti það svo sannarlega
skilið. En hún þarf að greiða
kr. 3.800 í húsaleigu á mán-
uði og sveltur hálfu og heilu
dagana til þess að komast af.
Ég skil ekki hvernig hún
kemst af!
Og þannig mætti lengi
telja. Það sitja ekki allir líf-
eyrisþegar við sama borð.
Þeir sem ekki hafa greitt í
lífeyrissjóði, sérstaklega ein-
staklingar og ekkjur, hafa
lélegt heilsufar og búa við
slæmar aðstæður, verða
gjarnan mest útundan á öll-
um sviðum. Vegna lélegrar
efnahagsafkomu geta þeir
ekki veitt sér jafn mikla
endurhæfingu, slökun og
heilsurækt eins og þeir sem
búa við betri kjör. Þeir sem
hafa búið við sæmileg kjör,
notið góðrar heilsu og njóta
eftirlauna eru yfirleitt betur
búnir undir efri árin en hin-
ir. En hvers eiga þeir að
gjalda sem unnið hafa hörð-
um höndum og slitið sér út í
erfiðri vinnu og standa nú
uppi við sömu erfiðu kjörin
og aðstæður sem fyrr, meðan
velferð eykst enn á meðal
okkar?
Getur verið að það sé mik-
ið bil á milli ríkra og fátækra
lífeyrisþega á íslandi?
1Iskuversktrún
Eddufelli 2
sýnir í Villta tryllta Villa
á laugardag og sunnudag
nýju vetrarsportlínuna
frá Cark David MacG
og Mad-Man
Modelsamtökin sýna
í Villta tryllta Villa er opiö
á laugardögum frá kl.
10—3 og sunnudögum frá
kl. 2—6 og 8—11.30.
Mætið öll í góðu skapi
3 glæsilegir bifreiðavinningar. Colt 1200 GL
Verðmæti hvers bíls er 140.000.-
Afgreiðslan i Valholl, Háaleitisbraut 1,
er opin frá kl. 10—18. Sími 82900.
■.yrrjarrg-jgr' 1
Sækjum greiöslu heim, ef óskaö er.
Vinsamlega geriö skil sem fyrst.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
LVSIK 1 MORGL'NBLAÐIM'