Morgunblaðið - 09.10.1982, Page 33

Morgunblaðið - 09.10.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUfíAJiöAGUR 9. OKTÓBER 1982 33 ^ , T-f- Omar Kristjánsson Björn Bergþór Jónsson — Minning Omar Kristjánsson Fæddur 24. ágúst 1960. Dáinn 31. júlí 1982. Björn B. Jónsson Fsddur 8. október 1963. Dáinn 31. júlí 1982. Þann 31. júlí skeði sá hörmulegi atburður að tveggja vina okkar var saknað. Þeirra Ómars Krist- jánssonar og Björns Jónssonar. Þegar fregn þessi barst okkur urð- um við harmi slegnar og vonuð- umst við til að fá að sjá þá aftur, en sú ósk rættist ekki, guð hafði tekið þá til sín. Já, vegir Guðs eru svo sannarlega órannsakanlegir. Ómari kynntumst við fyrst fyrir sex árum þegar fundum hans og Hrafnhildar unnustu hans bar saman. Var honum strax tekið opnum örmum inn í hóp okkar vinkvennanna enda góður strákur og skemmtilegur í alla staði og hrókur alls fagnaðar. Snemma stefndi hugur hans að fluginu og fór hann til Bandaríkjanna í flugvirkjanám og lauk því námi með ágætum síðastliðið haust. Eftir það lá leið hans aftur til ís- lands. Kynni okkar af Bödda hófust snemma í skóla, en urðu þó enn meiri nokkrum árum seinna er ná- in kynni hófust með honum og Systu. Var hann mjög vel liðinn af þeim sem hann þekktu, enda skemmtilegur drengur, en í eðli sínu dulur og flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum að óþörfu. Nýlega hafði Böddi fengið mikinn áhuga á fluginu og hóf hann nám við flugnámsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stóð sig frábærlega vel. Kynni Ómars og Bödda höfðu ekki verið mjög mikil fyrr en núna í sumar og ákváðu þeir að eyða verslunarmannahelginni saman ásamt unnustum sínum í sumar- bústað við Þingvallavatn, þar sem þessi hörmulegi atburður átti sér stað. Báðir voru þeir ungir og horfðu bjartsýnisaugum til framtíðarinn- ar með sín áform. „En þeir deyja ungir sem guðirnir elska" og héfur þeim áreiðanlega verið ætlað mik- ilvægara hlutverk handan móð- unnar miklu. Þegar vinir eru teknir á brott fyllist hugur okkar minningum en efst í huga okkar er þó þakklæti fyrir góð kynni, og biðjum við guð að blessa þá. Hrafnhildi, Systu og foreldrum þeirra og systkinum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau í sorg sinni. Stebba, Hildur og Gunna Hann Ómar okkar er horfinn burt. Hvernig má það vera? Líf hans var rétt að byrja. Hann hafði nýlokið námi, undirbúið lífsstarf sitt og framundan var von um at- vinnu í sérgreininni og stofnun heimilis. Lífi okkar mannanna hefur ver- ið líkt við brothætta smákænu sem hverfur í djúpið og hvorki finnst tangur né tetur af. Og lík- ingin sú er kannski sérstaklega áleitin núna vegna þess hvernig dauða hans bar að höndum. En þó er varla hægt að segja um Ómar að hann hafi ýtt úr vör, hvað þá að hann hafi lagt á djúpið. Bátur hans var búinn til siglingar, en af þeirri siglingu átti ekki að verða. Við sem eftir stöndum eigum minningu um fagran aðdraganda, undirbúning og inngang að lífi sem hlyti að verða farsælt og hamingjuríkt. Þegar slík von brestur með svo sviplegum hætti, velkir báran minningabrotum á land til okkar, minningum sem við síðan reynum að raða saman með fákænum orðum til þess að gera myndina skýrari, festa hana í okkur, fá af henni huggun — og draga af henni lærdóm. Ég sagði að það líf sem Ómar átti í vændum hlyti að hafa orðið farsælt og hamingjuríkt. Svona nokkuð hljómar ef til vill undar- lega, en svo sem hver er sinnar gæfu smiður, þá voru allir eigin- leikar hans af þeim kjörviði sem til gæfu mætti vel duga. Bar þar mest á jafnlyndinu, aðlögunar- hæfninni, þolinmæðinni og örlæt- inu. Það var til dæmis ekki ónýtt fyrir skussa eins og mig í öllu því sem viðvíkur bílvélum og mask- ínuverki að eiga Ómar að, því hon- um var sérlega lagið að eiga við allt slíkt og ósjaldan lagfærði hann bílinn minn gamla þegar hann sýndist vera að gefa sig end- anlega. Öllu vélavirki kom hann af stað og fékk til að ganga eðlilega væri þess kostur og oft hefur það hvarflað að mér að þar væri lagni hans ekki ein að verki, heldur líka þolinmæðin og örlætið. Aldrei var hann of tímabundinn til að sinna lítilfjörlegustu bilunum og það að fylgjast með honum kvöldstund við að leita að slíkum bilunum og laga bílinn minn, reyndist mér oft drjúgur skóli í hugsanagangi og lífsafstöðu. Raunar má segja að sú hugarfró sem þau samskipti urðu mér jafnist fyllilega á við lækn- inguna á bílgarminum, því amst- ur, erill og ímynduð sárindi hvunndagsins hurfu á slíkum stundum. Hann lagfærði því meira en maskínuverk bílsins; ná- vist hans lagfærði maskínuverkið í mér. Þannig var örlæti hans á sjálfan sig og sína hæfileika. Það var sífellt verið að gefa án þess til nokkurs væri ætlast eða nokkuð væri þegið í staðinn. Þannig eign- uðust einnig synir mínir í honum, frænda sínum, gjafmildan og þol- inmóðan vin sem ætíð var reiðu- búinn að sinna þeim og barna- dyntum þeirra. Þannig gaf hann af sér alla tíð og ég hygg að hið stutta líf hans hafi verið okkur gjöf — okkur sem kynntumst hon- um. Guð geymi minningu um góðan og fallegan dreng, sem fátækleg orð megna ekki að lýsa. Árni Ibsen. „Ó, Cn4. þín mÍHkunn mt'iri er en megi nál vor akiljn." Þessar ljóðlínur fagurs sálms verða æði torskyldar þegar burt er kvaddur tæplega 19 ára piltur, sem lífið sjálft og framtíðin öll virðast breiða faðm sinn í mót. Leiðir okkar BJörns Bergþórs Jónssonar lágu samaní Víðistaða- skóla þar sem við vorum bekkjar- félagar um sinn og bundumst ævarandi böndum vináttu. Það er þvi erfitt að sætta sig við að missa vin, sem maður hefur umgengist nær daglega um nokk- urra ára skeið, vin svo ungan og lífsglaðan, sem Björn Bergþór var. Þegar svo er komið sem nú hef- ur gerst er maður óþyrmilega minntur á, að við ráðum ekki göngu „morguns og kvelds". Foreldrar Björns Bergþórs, þau Bergþóra Björnsdóttir og Jón Ingi Pálsson mega nú sjá á eftir syni sínum yfir móðuna miklu. Þeirra missir er mikill. Við Björn Bergþór áttum marg- ar góðar stundir saman og vorum, að ég hygg, eins og aðrir ungl- ingar. Fjarri var því að við reynd- um að ráða gátur lífsins þó vissu- lega væri rætt um framtiðina jafnt liðandi stund. Hugur þessa ágæta vinar mins beindist að flugi og ófáar voru þær stundir sem við svifum saman í flugvélinni hans, frjálsir sem fugl- inn og nutum fagurs útsýnis yfir landið. Þá er og ógleymanleg ferð okkar til Mallorka sl. sumar. Þannig mætti lengi telja, en ekki er hér ætlunin að rita langt mál, aðeins kveðja góðan dreng, sem ásamt vini sinum fórst í Þingvallavatni laugardaginn 31. júlí sl. Við, foreldrar mínir og systkini, vottum foreldrum Björns Berg- þórs, systkinum, ömmu og öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar. Þar sem sorgin ríkir er heilagur staður. „Far þú í friúi, fridur (>uAn þig blesNÍ. Honum sé eilíf þökk fyrir allt. Ingvar Minning: Ingibjörg Sveins- dóttir Holtsmúla í dag er til moldar borin frá Reynistaðarkirkju Ingibjörg Sveinsdóttir fyrrum húsmóðir í Holtsmúla. Hún var af merkum bændaættum komin, skagfirskum og þingeyskum, sem ég rek að vísu ekki hér. Foreldrar hennar voru sæmd- arhjónin Hallfríður Sigurðardótt- ir og Sveinn Jónsson, búendur á Hóli í Sæmundarhlíð. Ingibjörg fæddist að Hóli 11. júní 1891 og var því rúmlega 91 árs er hún lést. Hún var næst- yngst 6 barna þeirra Hólshjóna og flest lifðu þau fram í háa elli. Ingibjörg kvaddi þennan heim síð- ust þeirra og hafði þá dvalist 7 síðustu æviárin á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, farin að kröftum, farlama að mestu og blind síðustu árin. Þrátt fyrir þessi bágindi heyrð- ust aldrei æðruorð né kveinstafir af vörum Ingibjargar. Gamla kon- an tók þessu með jafnaðargeði, talaði við guð sinn í bænagerð og sótti huggun og styrk til hans og bróðurins besta, söng sálma til dýrðar almættinu, þakklátum huga fyrir langa og annasama ævi, að vísu á stundum harðan reynsluskóla, en þær voru líka margar sólskinsstundirnar og heiðir hamingjudagar. Ingibjörg dvaldist í föðurgarði fram undir tvítugsaldur en árið 1910 giftist hún Ellert Jóhanns- syni frá Saurbæ, sem gerst hafði vinnumaður föður hennar nokkru áður. Ungu hjónin hófu búskap í Vík, en 1912 fluttust þau að Holtsmúla á Langholti og bjuggu þar í 60 ár farsælu búi í ástríku hjónabandi. Þá varð ekki lengur staðið á teignum og þau fólu bú og jörð Sigurði syni sínum. Enn um stund dvöldust þau í Holtsmúla, sem átt hafði hug þeirra og hjarta eftir áratuga brauðstrit með styrk íslenskrar gróðurmoldar. Þar höfðu þau séð vonir sínar rætast, lifað saman meðlæti og mótlæti og látið eitt yfir bæði ganga. Síðar fluttust þau á sjúkrahúsið á Sauð- árkróki, og þar lést Ellert árið 1977. Þegar þau Ingibjörg og Ellert hófu búskap í Holtsmúla var jörð- in örreytiskot og þau sárfátæk. En með elju og dugnaði tókst þeim að hafa sig upp og bæta ábýlisjörð sína svo að hjá þeim varð um skeið eitt blómlegasta bú sveitarinnar. Ellert var viðbrigðaötull og stór- huga bóndi og sparaði sig hvergi í mannraunum. Ingibjörg fylgdi þar fast eftir við hlið bónda síns. Og það má fullyrða um þeirra lífsróð- ur að skuturinn frýði aldrei skrið- ar þótt knálega væri róið frammi í. Löngum var margt í heimili hjá þeim hjónum. Húsmóðurstörfin kröfðust því mikils tíma og vafa- laust fórna oft á tíðum. A þeim vettvangi komu eðliskostir Ingi- bjargar vel í ljós; myndarskapur í hvívetna og umhyggja. Gestrisni var m.a. aðal Holts- múlaheimilisins og þar voru þau hjón samvalin, en hyggja mín er sú að húsmóðurinni hafi samt ver- ið hún í blóð borin í ríkara mæli, ef dæma má eftir því hversu hún gladdist yfir að gera öðrum vel til. Þegar gestir knúðu dyra voru þeir boðnir velkomnir með geisl- andi gleði og hjartahlýju hús- freyjunnar. Bæði glöddust þau hjón með glöðum og oft var glatt á hjalla í Holtsmúla er gesti bar að garði. Ekki síst var hjartans gleði að veita smáfólkinu og gleðjast með því. Þá naut Ingibjörg í Holtsmúla sín. Barngæðin voru al- veg einstök. Eitt dæmi má nefna í þessu sambandi. Um mörg ár höfðu þau hjón veitingasölu við Staðarrétt á haustin og stóð Ingi- björg fyrir henni. öllum börnum, sem þar komu, gaf hún veitingar og ekki var hún í rónni fyrr en allt smáfólkið, sem hún hafði hugboð um að við rétt væri statt, hafði komið í tjöldin og þegið hjá henni góðgjörðir. Auk þess sem þegar hefur verið talið í fari Ingibjargar, barngæði, gestrisni og gjafmildi, einkennd- ust samskipti hennar við samferðafólkið af brjóstgæðum og ríkri réttlætistilfinningu. Hún mátti hvergi aumt sjá án þess að reyna að bæta úr, og þeir, sem minna máttu sín, áttu vísan stuðning hennar, svo og þeir sem órétti voru beittir. Sem og áður segir helgaði Ingi- björg heimili og fjölskyldu krafta sína, tók lítinn þátt í félagsmál- um. Þó starfaði hún í kvenfélagi sveitarinnar og naut þar bæði trausts og vinsælda. Börn þeirra Holtsmúlahjóna voru sex og eru talin í aldursröð: Svavar, búsettur á Sauðárkróki, Sveinn, búsettur á Blönduósi, Jó- hann, látinn, Sigurður, látinn, Hallfreður, látinn, Aldína, búsett á Sauðárkróki. Eina kjördóttur tóku þau að sér, Hafdísi, sem er búsett í Þorlákshöfn. Ingibjörg og Ellert hafa orðið kynsæl og skipta afkomendur þeirra mörgum tugum. Nú er lokið langri ævi og fögru mannlífi. Ein hetja hversdagslífs- ins hefur orðið undir í fangbrögð- unum við Elli kerlingu. Gömul kona, ellimóð en glöð í hjarta og þakklát öllum fyrir samfylgdina og aðhlynninguna á síðustu ævi- dögunum, hefur haft vistaskipti og flust yfir á eilífðarlandið þar sem bíða vinir í varpa og fagna endurfundunum. Og við, sem eftir stöndum hérna megin móðunnar miklu, þökkum af alhug móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu allt sem hún var okkur og kveðjum hana með þeirri vissu að lífið er sterkara en dauðinn. Blessuð sé minning hennar. Friðrik Margeirsson + . Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför systur okkar, ÞORBJARGAR MARGRÉTAR JÓHANNESDÓTTUR, fré Saurum. Hermann Jóhanneaaon, Benodikt Jóhannosson, Guömundur Jóhannesson. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.