Morgunblaðið - 09.10.1982, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982
41
'^KANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
;s
Staglöld
Oddur A. Sigurjónsson skrifar:
„Velvakandi!
Varla get ég hugsað mér hæfi-
legri nafngift á orðfæri ýmissa, já,
hreint og beint furðulega margra,
sem tjá sig í ræðu og riti á þessum
síðustu tímum, en stagl, og mættu
því tímarnir sem bezt kallast
staglöld, ef þeim ber annars
eitthvert sérheiti.
Því fer nú alls fjarri, að ætlunin
sé að kafa djúpt í þann ruslahaug,
enda ekki mjög aðlaðandi.
Svona rétt til að drepa á eitt-
hvað, mætti minna á hátterni ým-
issa skrækjafrömuða í textagerð
við framleiðslu sína, sem öskra
alloft sömu setninguna sjö eða
átta sinnum í síbylju í sama lag-
inu og kalla víst skáldskap og
krefjast sjálfsagt stefgjalds fyrir,
ef einhverjir skyldu flytja and-
legheitin!
Líklega er það orðið, sem stag-
ast er mest á í tíma og ótíma vin-
sæll og vinsældir. Fólk virðist telja,
að hæfilegt sé að klína þessu
„töfraorði" á hreinlega flesta, ef
ekki alla, hluti og fara létt með
það!
Hér kennir svo margra grasa,
að æra mætti óstöðugan að tína
upp nema fæst úr þessum gras-
garði smekkleysis og forheimsk-
unar.
Þar er að finna lofgerðir um
vinsældir hrárra, soðinna eða
steiktra kettuðra, fiskbita í ein-
hverjum sullkássum, fatatuskur
af allskonar stærðum og gerðum,
að ekki sé minnst á skóblöðrur og
fleira í sama dúr eða moll!Ö
Það hlýtur að vera heilvita fólki
ráðgáta, hvernig dauðir hlutir afla
sér vinsælda(!) þó vera megi að
þeir getið orðið eftirsóttir eða dáðir
og eflaust mætti hafa þar fleiri
orð um.
Auðvitað er síður en svo, að
ástæða sé til að reka hornin í orðið
vinsæll og önnur skyld því. Þau
eru bæði fögur og fagurrar merk-
ingar. En það er þessi hóflausa
misnotkun þeirra, sem mér geð-
fellur ekki.
Vera má að það sé misskilning-
ur minn, og þá vegna kunnáttu-
sjónvarpsins í gær (þriðjudag) var
sýnt frá flugi fréttamanns yfir
heiðavötn fyrir norðan. Mig lang-
ar að gagnrýna það harðlega, að
flogið skyldi í lágflugi yfir álfta-
hópana sem þar voru. Mér fannst
leiðinlegt að sjá þetta tillitsleysi
við fuglana, sem þarna voru í frið-
helgu athvarfi. Það sýndi sig líka,
að styggð kom að þeim og ’þeir
reyndu að hefja sig til flugs.
Þarna sást fréttamaðurinn ekki
fyrir og fór með nærgöngulan
hávaða á hendur lífríki náttúr-
unnar.
Hlýtur að valda
röskun á umferð
Inga Borg hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: — Ég er alveg
sammála dr. Alfreð Árnasyni, sem
skrifaði greinina Ekki sama Jón
og séra Jón í Velvakanda á sunnu-
daginn var. Ég bý við hornið á
Freyjugötu og Mímisvegi og það
hefur ekkert samráð verið haft við
okkur íbúana hér og hinum megin
vegna fyrirhugaðrar lokunar
hluta af Freyjugötu, enda þótt
flest okkar hafi búið hér í yfir 40
ár. Lokunin hlýtur þó að valda
mikilli röskun á umferðinni hérna
í kring, en hún er mikil þegar
heimsóknartímar eru á Landspít-
alanum. Okkur sárnar það, að ekk-
ert hefur verið við okkur rætt
vegna þessarar fyrirhuguðu breyt-
ingar.
skorts, að ég hefi ætíð tengt við
þessi hugtök þróun gagnkvæms,
persónubundins þokka milli
manna.
Njálssaga greinir frá fagurri
vináttu Gunnars á Hlíðarenda og
spekingsins á Bergþórshvoli og
sona hans. Eflaust hafa þeir oft
fundizt, til þess að glæða vinátt-
una og leiðin milli þeirra hvorki
vaxið hrísi né háu grasi. En ég
minnist þess ekki að hafa séð þess
getið, að nefndir vinir hafi bundið
neina sérstaka vináttu við mis-
hæðir eða lægðir á þeirri leið.
Um hitt má að skaðlausu geta,
að Sæunn kerling bar lítinn þokka
til arfasátunnar á Bergþórshvoli,
og virðist sú hugmyndafræði
hennar hafa orðið lífseig þar á bæ,
að því er nýjar fregnir herma!
Rétt og sjálfsagt þykir að geta
þess ef menn snúa frá villu síns
vegar og gleðjast rækilega þar af.
Næstum daglega þykir sjálfsagt
að hnippa í landsmenn frá einni
ágætri stofnun, og auglýsa breyt-
ingar á allskonar leiðarmerkjum
umhverfis landið.
Lengi vel var þó ekki hægt að
Steingrimur Pétursson skrifar:
„Imyndið ykkur vinnustað með
segjum 1000 starfsmenn, þar sem
allir eru meðlimir í starfsmannafé-
laginu, enda af ýmsum ástæðum
næsta erfitt að standa utan þess, og
kostir þess að vera með auk þess
margir. En á þessum vinnustað eins
og á flestum öðrum, já eins og á
flestum sviðum þjóðlífsins, er fé-
lagsáhuginn ansi lítill. En það er
allt í lagi; í lögum félagsins er ein-
mitt gert ráð fyrir þessu, og því
nægir að nokkrar sálir mæti á fundi
til þess að samþykkja (eða hafna)
lög, tillögur eða annað, sem stjórn
félagsins hefur fram að færa. Og
svo er hér lítil saga, sem að vísu er
uppdiktuð, en gæti hæglega verið
sönn og hafa átt sér stað í vissum
löndum þessa heims. En á íslandi?
Nei, eða hvað? Hún er svona: Stjórn
verkalýðsfélags staðarins lagði
fram og mælti með tillögu á fundi,
á hvern hún hafði safnað nokkrum
dyggum fylgisnötum (nokkrar aðr-
ar ólánsamar sálir höfðu einnig séð
ástæðu til að mæta), tillögu þess
efnis, að tekið væri því kostaboði,
sem borist hafði frá einum kart-
öflusaia staðarins, að verja V6 af
félagssjóði verkalýðsfélagsins til að
kaupa kartöflur frá akkúrat nefnd-
um aðila. Enda hafði hann lofað, að
þær væru fyrsta flokks. í reynd
kom þetta þannig út, að hver og
einn félagsmaður verði sem svaraði
tæpum 50 krónum af framlagi sínu
í félagssjóð til þessara kaupa og
fengi miða upp á þessi kartöflukaup
frá nefndum seljanda. Var þetta
samþykkt á fundinum, löglega ...
Hitt var svo annað mál, að flestir
meðlimir þessa félags, sem var ansi
fjölmennt, höfðu ekki mætt á fund-
inn — og það sem meira var: þeir
sem yfirleitt höfðu áhuga á
kartöflukaupum, vildu alla vega
geta valið þær sjálfir. Nú, svo voru
margir, sem engan áhuga höfðu á
kartöflum yfirleitt. Auk þess hafði
þeim skilist í eina tíð, að félagssjóð-
urinn væri ætlaður til annarra og
nærtækari hluta. Auk þess var
sjá eða heyra, að þeir þar kynnu
skil á rúmi og tíma. Þannig feng-
um við að heyra, að ljósmerki sæj-
ust á svo eða svo margra sekúndna
bili!, sem auðvitað er hugtak um
rúm. En nú um hríð er þó svo
komið, að ljósmerkin eru talin
sjást á tiltekinna sekúndna fresti,
sem auðvitað er tímahugtak. Þetta
er gleðileg framför.
Verður nú að sinni látið útrætt
um stagl."
hann heldur rýr og félagsstarfið
kostaði sitt. Samanlagt gerðu þess-
ar fimmtíu krónur verulega upp-
hæð. En ekki tjóaði að tala um það.
Þetta hafði verið samþykkt. Enda
hafði kartöflusalinn lagt sig mjög
fram og lengi að sannfæra stjórn og
nánasta fylgilið um ágæti kartafl-
anna, sem hann hafði á boðstólum.
Sá stjórnin sitt óvænna undir þess-
um fortölum, og auk þess hafði
mikið verið talað um næringargildi
kartaflna í fjölmiðlum undanfarin
misseri.
Nú er það önnur saga, að í ljós
kom að kartöflurnar margumtöluðu
voru alls ekki af þeim gæðaflokki,
sem lofað hafði verið. Það sem á
hinn bóginn hafði gert kartöflusal-
anum fært að koma með sitt út af
fyrir sig lága verðtilboð var það, að
hann hafði keypt sínar kartöflur
með sérstökum skilmálum af er-
lendum aðila, enda bundið því skil-
yrði að þær væru seldar á vissan
hátt. Auk þess hafði okkar marg-
umrædda sala tekist furðanlega að
komast undan vissum gjöldum.
Um þessar mundir hefur auglýst
sig mjög „fyrirtæki" eitt, sem telur
sig sérstakan merkisbera á sviði
vissrar listgreinar, enda segir í lög-
um þess að markmið þess sé að
„auka áhuga á ... og þroska al-
mennan ... smekk". Með „kostaboð-
um“ í líkingu við kartöflusalann
hefur því tekist að fá fjölmarga
sakleysingja til að bítá á agnið og
kaupa vöru þess. Smátt og smátt
mun hins vegar renna upp fyrir
fólki, að það eru maðkar í mysunni,
varan ekki eins góð og vönduð og
lofað var. Mér er til efs, að sá er-
lendi aðili sem seldi fyrirtækinu
vöruna sé sérstaklega sáttur við
þau vinnubrögð, er viðhöfð voru við
sölumennskuna eða auglýsingu vör-
unnar.
Þetta er „allegoría" um eitt fyrir-
brigði í listalífi höfuðborgarinnar í
dag. Nú verður kátt í höllinni! Ergo:
Kaupið ekki köttinn í sekknum."
GÆTUM TUNGUNNAR
Kinhver sagði: Þeir komu í stað hvors annars.
Rétt væri: Þeir komu hvor í annar.s stað.
Að pranga kartöfl-
um inn á fólk
ALLTAF A SUMMUDÖGUM
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
ÞETTA ER EINS
OG HJÓNABAND
— Spjall viö Þórunni Magneu
Magnúsdóttur leikkonu
STAÐFRÆÐIÞEKKING I
LANDNÁMU ER ÓTRÚ-
LEGA MIKIL
— Rætt viö Harald Matthíasson
r
ER KONURIKI I DOLUM?
GAMAN AÐ YRKJA MEÐ
LITUM OG FORMUM
— Viötal við Torfa Jónsson
KRABBAMEIN
A DROTTINS DEGI —
POTTARÍM — Á FÖRN-
UM VEGI — REYKJAVÍK-
URBRÉF — POPPSÍÐA —
VELVAKANDI
Plov0iiul>taíní>
Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans