Morgunblaðið - 12.10.1982, Page 20

Morgunblaðið - 12.10.1982, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 |Hií>fí0ílti Otgefandi tthhthih hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö. Neitunarvaldið og Framsóknarflokkurinn Megi viska og sáttfýsi sitja í fyrirrúmi * Avarp forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, við setningu Alþingis Af yfirlýsingum ráða- manna Framsóknar- flokksins um starfshætti á Alþingi nú á fyrstu vikum þess er Ijóst, að þeir eru alls ekki sammála um það, hvernig tekið skuii á bráða- birfíðalöjíunum frá því í ág- úst. Steinjírimur Hermanns- son, formaður Framsóknar- flokksins, sajíði í útvarpi um heljíina, að hann vildi láta reyna á það sem fyrst, hvort bráðabirgðalögin næðu fram að Ranga á Alþinjíi. Halldór Ásjírímsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar í Morgunblaðinu á sunnudaj?: „Vilji okkar framsóknarmanna er, að bráðabirgðalögin fái þing- ræðislega meðferð og í. því felst, að þau verði fljótlega lögð fram á Alþingi, hvort sem það verður í efri eða neðri deiid. Það verður að samræma skoðanir manna innan stjórnarflokkanna um, hvernig staðið skuli að mál- um. En ágreiningur held ég að sé ekki fyrir hendi." Hall- dór er því sömu skoðunar og Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður, sem lét þá skoð- un í ljós á fundi framsókn- armanna í Reykjavík í síð- ustu viku, að ekkert lægi á að taka bráðabirgðalögin fyrir á Aiþingi, afgreiðsla þeirra mætti dragast fram yfir 1. desember. Fjórði toppmað- urinn í Framsóknarflokkn- um sem hefur gefið almenn- ar stjórnmálayfirlýsingar síðustu daga er Ingvar Gísla- son, menntamálaráðherra. Hann sagði í samtali við Morjpinblaðið, að úr því yrði að fást skorið sem fyrst, hvort bráðabirgðalögin nái fram eða ekki. Yrðu þau felld væri tímabært að ríkis- stjórnin efndi til kosninga, eins og ráðherrann orðaði það af alkunnri hógværð. Af yfirlýsingum þessara fjögurra framsóknarmanna má draga þá ályktun, að ágreiningur sé milli ráð- herra og þingmanna flokks- ins. Þessi ágreiningur er um annað og meira en formsat- riði um framlagningardag á þingi og val á deild fyrir bráðabirgðalögin. Fyrir ligg- ur, að milli aðila að ríkis- stjóminni er „bullandi ágreiningur", svo að vitnað sé til orða Friðriks Sophus- sonar, varaformanns Sjálf- stæðisflokksins, um mikil- væg efnisatriði er snerta bráðabirgðalögin og sumir framsóknarmenn telja óaðskiljanlegan hluta þeirra. Þar ber hæst áformin um að breyta vísitölugrundvellin- um. Það hefur verið yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar allt þetta ár, að nýtt viðmið- unarkerfi vegna verðbóta á laun skuli upp tekið. Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, lagði einmitt mikla áherslu á þetta atriði í eld- húsdagsumræðum á Alþingi síðastliðið vor. Friðrik Soph- usson skýrði frá því hér í blaðinu á sunnudag, að staða þessa máls væri nú sú á vettvangi ríkisstjórnarinnar að hinir áhrifamestu menn eins og þeir flokksbræðurnir forseti Alþýðusambandsins og aðstoðarmaður fjármála- ráðherra neituðu meira að segja að sækja fundi um málið. Hins vegar sagðist Halldór Ásgrímsson vona, að á næsta hálfa mánuði yrði unnt að ganga frá tillögum um nýjan vísitölugrundvöll. Taldi hann óhjákvæmilegt að þessar tillögur fylgdu bráðabirgðalögunum á Al- þingi. Hafa þeir Steingrímur Hermannsson og Ingvar Gíslason ekki skýrt Halldóri Ásgrímssyni frá því, að Al- þýðubandalagið hefur beitt neitunarvaldi í vísitölumál- inu? Alþýðubandalagsmenn neita sem sé að sækja fundi um málið og tefja framgang þess. Þeir Steingrímur og Ingvar eru vanir að lúta þessu valdi í hvaða mynd sem það birtist á fundum ríkisstjórnarinnar. Nú krefj- ast kommúnistar tafarlausr- ar afgreiðslu á bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar til að þurfa ekki að ræða vísi- tölumálið frekar og undir þessa kröfu taka þeir Stein- grímur og Ingvar, þótt.þeir fórni með því helsta baráttu- máli flokks síns, að knýja fram nýjan vísitölugrund- völl. Framsóknarmenn settu þetta mál á oddinn í ályktun miðstjórnarfundar, sem haldinn var undir lok mars á þessu ári. Og í ræðu og riti hefur Steingrímur Her- mannsson til þessa sagst legjya „mikla áherslu á ákvæði sem samkomulag varð um í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar frá ára- mótum, um breytingu á vísi- töluviðmiðun," svo að vitnað sé í Tímaviðtal við Steingrím frá 8. júní sl. Allar slíkar yfirlýsingar framsóknarmanna víkja auðvitað, þegar kommúnist- ar beita neitunarvaldi sínu í ríkisstjórninni. iláttvirtir Alþingismenn! Síðan við komum hér síðast sam- an við setninnu Alþingis íslendinga, fyrir réttu ári, höfum við séð á bak mörgum mætum þjóðfélagsþegnum, æskufólki, sem við tregum svo djúpt að sárin gróa seint, þeim af kynslóð- inni sem er að kveðja samkvæmt lögmálum lífsins, og enn öðrum sem hafa lifað manndómsár sín en ekki lokið ævistarfi. Fráfall hvers og eins snertir okkur öll, fámenna þjóð sem engan mann má missa fyrir aldur fram. Skiptir þar litlu hvort við þekkjum persónulega hvert annað, heldur sú einlæga samúðarvitund sem er með þeim sem eftir lifa í landinu og gefa hugsunum sínum og tilfinningum orð á íslensku. Það er íslensk tunga sem gerir okkur að þjóð og samein- ar okkur hverja stund. Harmurinn á sín orð í hugarfylgsnum, — gleðin sín. Orðin eru íslensk. Á þessum stað og á þessari stundu er okkur efst í huga að minnast fráfalls dr. Kristjáns Eld- járns, fyrrverandi forseta Islands. Dr. Kristján Eldjárn átti því láni að fagna að verða vinur allra lands- manna fyrir mannkosti sína, heið- arleika og einurð. Fregnin um að hann væri allur kom sem reiðarslag Alþingi skal sett og það er gengið til kirkju. Þetta þykir mér góður sið- ur. Það er reyndar, að mínu viti, allt- af gott að fara í kirkju. Sá, sem þang- að leitar og er fús að hagnýta sér dvölina þar, gengur á betri brautum en annars væri. Og kannski er þessi góði siður um kirkjugöngu við upphaf þings enn betri en venjuleg kirkju- ganga. Spyr einhver, hvað valdi þeirri skoðun minni? Mun mega rekja hana til virðingar fyrir áunn- inni hefð, þar sem vitað er, að sorg- lega fátt er varðveitt af því, sem fyrr reyndist vel? Jafnvel, að það geti ver- ið betra en ekki að varðveita slíkt, þótt fátt fylgi annað en vaninn. Eða skyldi skoðun mín um ágæti kirkju- göngu við upphaf þings vera byggð á því, að það sé þingmönnum svo þýð- ingarmikið að hlýða á prest á slíkum tímamótum? Eða hvað gerir kirkju- göngu í þingbyrjun svo góða? Hefðir eru dýrmætar, varðveiti þær eitthvað meir en umbúðir einar. Gott getur það verið að hlýða á presta, jafnvel þótt sá, sem nú talar, hugsi sér ekki að fara eftir hvetjandi ábendingum fjölmargra, eftir að það vitnaðist að honum skyldi hlotnast sá heiður að prédika við þingsetningu, um að „lesa nú rækilega yfir þing- mönnum". Og sé það rétt, sem kirkju- málaráðherra segir í viðtali í Kirkju- ritinu, að kirkjuganga þingmanna í þingbyrjun beri vott stuðningi þeirra við kirkju íslands og skilningi á verk- efnum hennar, er enn ríkulegri ástæða til að fagna nærveru ykkar hér á þessari stundu. Og ef til vill ekki sízt fyrir þær sakir, að vonbrigð- yfir þjóðina, og ég hygg að ekki sé til það heimili á íslandi að ekki hafi sprottið rík orð dapurleika og miss- is í hugum manna. Heimspekinjíurinn Sören Kirke- gaard sagði eitt sinn: „Þegar þú komst í heiminn grést þú og aðrir glöddust. Lifðu nú lífi þínu á þann veg, að þegar þú yfirgefur heiminn gráti aðrir meðan þú sjálfur unir sáttur við þitt.“ Okkur er öllum ljóst að framund- an eru erfiðir tímar sem á engan hátt má kenna okkur einum. Við verðum hverju sinni að taka þátt í því að vera hluti af heimsmyndinni eins og hún er; sjálfstæð þjóð meðal þjóða. Við verðum að sætta okkur við að leggja hart að okkur og að aga okkur til hins ýtrasta, svo að við megum komast sem best af, — við sem höfum verið svo lánsöm að geta komist hjá böli annarra þjóða, — atvinnuleysi. Okkur hafa lengi verið færðar heim sannanir um að aðrar þjóðir vita að við höfum ýmislegt að gefa sem metið er, merka arfleifð, ríka listsköpun og annálaða verklagni, en allt fléttast það saman í hugtak, sem nefnt er menning. Við höfum oft í aldanna rás verið aufúsugestir á erlendum grundum og margt sem um olli fjarvera flestra ykkar nú á haustdögum, þegar kirkjan gerði áhugaefni margra að sérstöku fyrir- bænaefni við guðsþjónustur, þar sem eru friðarmálin og varðveizla friðar. En eftir því, sem ég hef komizt næst, voru aðeins tveir þingmenn við guð- sþjónustur hér í Reykjavík þennan sérstaka friðardag kirkjunnar, og stóð annar þeirra reyndar í þeim sporum, sem ég er nú. En auk þessara tveggja þingmanna, sem guðsþjón- ustur sóttu, þegar málefni friðar voru fyrirbænaefni og umhugsunar-, voru tveir fyrrverandi þingmenn við mess- ur, og má þá líka segja í þeirra til- felli, eins og þeir eru vanir. Það er þó ekki vegna þess, hve sjaldgæft það er að sjá marga þing- menn við guðsþjónustur, sem ég lofa þann góða sið að ganga i kirkju við upphaf þings. En það skal um leið undirstrikað, að kirkjuganga varð- veitir dýrmæti sitt í þeim mæli, sem kirkjugestir átta sig á, hvað það er, sem Guð er að segja við þá. Og þá vex vægi kirkjugöngu við þingsetningu í réttu hlutfalli við það, að þeir hafa flestum öðrum fremur tök á því að láta muna um sig til góðs í þjóðlífinu öllu, sem þá hafa komið sér fyrir á bekkjum fornrar Dómkirkju lands- ins. Og hvað segir þá Guð við ykkur, já, við okkur öll í dag, og mun boð- skapur hans geta komið að notum, þegar aftur er haldið yfir götuna í þingsali? Jesús var að tala um kærleikann. Það að elska. Ekki er ég svo kunnug- ur málflutningi þingmanna, að ég treysti mér til að fullyrða nokkuð um Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, forsetanum á myndinni er skrifstofustjói við höfum átt þar fram að færa hef- ur fremur þótt til fyrirmyndar en hið gagnstæða. Eg á þá ósk þjóðinni og þing- mönnum til handa við setningu Al- þingis á þessum degi, að viska og sáttfýsi sitji í fyrirrúmi við að það, hversu oft sögnin að elska eða nafnorðið kærleikur kemur fyrir í ræðum þeirra. Enda mætti ætla, svona við fyrstu sýn, að viðfangsefni þingmanna væru önnur en þau, sem þessi orð höfða sérstaklega til. En við kirkjugöngu ykkar í dag eru þau þó á dagskrá, því lesið var að hluta guð- spjall dagsins í gær, hins 18. sunnu- dags eftir þrenningarhátíð. Og þar er sagt skilyrðislaust, hvert hið æðsta boðorð skuli vera: Að elska Guð og láta þann kærleika móta viðbrögð gagnvart öðrum, já, að elska náunga sinn svo sem um Guð væri sjálfan að ræða. Getið þið hugsanlega tekið þennan boðskap alvarlega, þegar þið flytjið ykkur milli húsa? Getur þetta lagt línur fyrir þingmenn, sem eru að því er okkur virðist helzt uppteknir af togurum og tekjuöflun, smjörfjöllum og sölu afurða, byggingu brúa og lagningu vega, að ekki sé nú talað um sjálfa fylgifiska stjórnsýslunnar, þar sem eru verðbólga og gengisskrán- ing? Vera má að einhverjum þætti í hæsta máta unnt að hafa nokkra við- miðun við boðskap kærleikans, þegar fjallað verður um nýja stjórnarskrá og réttindi þegnanna mótuð í greinar. Á kærleikurinn nokkurt erindi í um- ræður þingmanna og leit að lausn vandamála, þar sem allt eða flest er því tengt, sem ryð og mölur fær eytt? Alþingi skipar háan sess. Og það skyldi enginn ætla, að þeir sitji eitthvað lægra, sem nú fylla þar sali en þeir aðrir, sem fyrr stafaði af Ijómi og gerir enn. Þó er mér ekki grunlaust um, að aukin nálægð við Prédikun séra Ólafs Skúlasonar dómprófasts við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis Áhrif himins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.