Morgunblaðið - 12.10.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 12.10.1982, Síða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 Neytandinn og framleiðandinn eftir dr. Jón Úttar Ragnarsson dósent Nýafstaðin könnun Neytenda- samtakanna á hamborgurum frá níu skyndibitastöðum hefur vak- ið verðskuldaða athygli. Nær undantekningarlaust tóku fram- leiðendur henni kurteislega. Neytendasamtökin ættu að halda áfram á þessari braut. Kannanir af þessu tagi verða að hitta í mark, vera óháðar hags- munaaðilum og taka gæði með í reikninginn, ekki einungis verð. En um leið vaknar spurningin um tengsi framleiðenda og neyt- enda. Þurfa þessir aðilar að elda grátt silfur saman um aldur og ævi eða eiga þeir einhverja sam- eiginlega snertifleti? I þessari grein verður fjallað um samskipti neytenda og fram- leiðenda, á hvaða sviðum þeir eiga samleið og á hvaða sviðum neytendur og samtök þeirra verða að fara eigin leiðir. Framleiðendur og neytendur Neytendur þurfa í fyrsta lagi að átta sig á því að framleiðend- ur eru ekki upp til hópa óprúttn- ir kaupahéðnar sem hugsa um það eitt að græða sem mest á kostnað samborgaranna. Þvert á móti eru einlægir og skynsamir framleiðendur í yfir- gnæfandi meirihluta, framleið- endur sem gera sér fyllilega ljóst FÆDA OG HEILBRIGÐI að hagsmunir þeirra og neyt- enda eru samtvinnaðir. Framleiðandinn heimtar að sjálfsögðu arð. En það er líka eins gott. Ekkert þjóðfélag hefur til lengdar efni á að taka við þrotabúum gjaldþrota fyrir- tækja og einstaklinga. Neytendur og skynsamir framleiðendur vita mætavel að það er þjóðinni fyrir bestu að hér rísi sem mest af öflugum al- íslenskum iðnfyrirtækjum sem geta mætt erlendri og innlendri samkeppni. Hitt er svo annað mál að það er ekki stundargróði eða há- markshagnaður sem er besti vegvísir framleiðandans heldur að fyrirtæki hans eflist og standist kröfur neytenda til frambúðar. Framleiðendur og stjórnvöld Neytendur verða að átta sig á samskiptum framleiðenda og stjórnvalda og áhrifum þeirra á þróun iðnaðarins. Er sá þáttur stjórnvöldum landsins til lítils sóma. Islenskur iðnaður hefur löng- um átt í vök að verjast vegna yfirgangs, afskiptasemi og skiln- ingsleysis stjórnvalda á stöðu hans. Mætti nefna mörg dæmi um þá raunasögu. Vægðarlaus verðlagsákvæði hafa bitnað illilega á iðnaðinum og jafnvel valdið því að framleið- endur hafa varið miklum hluta af dýrmætum tíma í karp um óhjákvæmiiegar vöruhækkanir. En jafnframt hafa stjórnvöld margsinnis svikist um að rækja eigin skyldur við iðnaðinn. Þau hafa engan veginn hirt um að skapa honum þann jarðveg sem einn er forsenda framfara. Gott dæmi um þetta (sjá fyrri grein) er íslensk matvælalöggjöf sem er úrelt og úr sér gengin og hefur ýtt undir rugling og ring- ulreið í stað þess að stuðla að markvissri framþróun. Ábyrgð framleiðenda En íslensk stjórnvöld eiga ekki ein sök á því hve íslenskur iðnað- ur hefur átt erfitt uppdráttar. Þar eiga framleiðendur sjálfir og samtök þeirra nokkurn hlut að máli. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin að íslenskur iðn- aður er yfirleitt ekki í farar- broddi í vöruþróun eða vöru- merkingum, gæðaeftirliti, menntunarstigi eða rannsókn- um. Hitt er ljóst að það eru ein- mitt þessir þættir auk sam- keppninnar, sem helst stuðla að framþróun í iðnaði og þar með þeim framförum sem allir at- vinnurekendur óska eftir. Á hátíðis- og tyllidögum tala forystumenn íslensks iðnaðar fjálglega um mikilvægi frjálsrar samkeppni, en þegar á reynir eru það oft önnur mál sem standa hjarta þeirra nær. Það er eðlilegt að framleiðend- ur kvarti sáran yfir skilnings- og áhugaleysi stjórnvalda, en það er óeðlilegt að á sama tíma og framleiðendur heimta alls kyns sérfyrirgreiðslu hins opinbera. Neytendur verða líka að átta sig á því áð frjáls samkeppni TROOPER r A NORÐURLANDI V ‘TRÖQ^ SYNINGARSTAÐIR Raufarhöfn - Kópasker - Húsavík - Reykjahl íð Akureyri - Dalvík - Ólafsf jörður - Siglufjörður Hofsós - Sauðárkrókur - Blönduós x Hvammstangi - Staðarskáli Borðeyri - Hólmavík y^<footjia3doo^v^ TROOPER í tómstundum TROOPER til allra starfa Isuzu Trooper leggur land undir fót og heldur í hringferð um íslandtil þess að leyfa landsmönnum að líta á sig.f förinni verður einnig hinn vinsæli Isuzu Pick-up. Komið verður við í öllum landsfjórðungum og mun þá gefast tækifæri til þess að kynnast kostum þessara vönduðu vagna frá ISUZU. Nánar mun verða tilkynnt um tilhögun ferðarinnar í útvarpi. SÝ/V/nGN^81^/^ T"'K>'*Aí17 “ ^TvaRP/ Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Kópavogs Önnur umferð í þriggja kvölda tvímenningskeppni var spiluð fimmtudaginn 7. október. Urslit í báðum riðlum urðu: A-riðill: stig Björn Kristjánsson — Sigurður Gunnlaugsson 195 Aðalsteinn Jörgensen — Stefán Pálsson 193 Hrólfur Hjaltason — Björn Halldórsson 177 B-riðill: Kristján Blöndal — Georg Sverrisson 198 Vilhjálmur Vilhjálmsson — Jónatan Líndal 185 Ásgeir Ásbjörnsson — Jón Þorvarðarson 184 Meðalskor 165 Að tveimur umferðum loknum er staðan þessi: Kristján Blöndal — Georg Sverrisson 377 Sigurður Sigurjónsson — Júlíus Snorrason 370 Sturla Geirsson — Helgi Lárusson 367 Björn Kristjánsson — Sigurður Gunnlaugsson 360 Vilhjálmur Vilhjálmsson — Jónatan Líndal 351 Guðmundur Þórðarson — Þorvaldur Þórðarson 351 I Þriðja- og lokaumferð þessar- ar keppni verður haldin fimmtu- daginn 14. október. Áðalfundur bridgefélags Kópavogs verður haldinn laug- ardaginn 16. október nk. og hefst kl. 14.00 að Þinghóli við Hamra- borg. Dagskrá venjuleg aðal- fundarstörf. Bridgefélag Breiðholts Síðastliðinn þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenning- ur og mættu 18 pör og var spilað í einum 10 para riðli og einum 8 para. Urslit í 10 para riðlinum urðu þessi: 1. Guðjón Jónsson — Gunnar Guðmundsson 135 2. Helgi Skúlason — Hjálmar Fornason 115 3. Þórarinn Árnason — Gunnlaugur Guðjónsson 114 Stefán Aðalsteinsson er höfundur Guðbergur Bergsson hefur skrifað bókar um húsdýrin okkar. söguna um Tótu og tána leikfélaga —- hennar og myndskreytt bókina. Átta bækur frá Bjöllunni BÓKAÚTGÁFAN Bjallan hefur kynnt útgáfu átta bóka og er eftirfarandi tekið úr fréttatilkynningu útgáfunnar: Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræð- ingur, hefur skrifað bók um íslenzku húsdýrin og eru í henni um 70 lit- myndir eftir Kristján Inga Einarsson. Guðbergur Bergsson hefur skrif- að bókina Táin hennar Tótu, sem er skáldsaga um Tótu og besta leikfé- laga hennar, sem er tá ein. Guð- bergur hefur einnig teiknað í bók- ina og segir í tilkynningu útgefenda að fullorðnir ættu ekki síður en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.