Morgunblaðið - 12.10.1982, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.10.1982, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 41 félk í fréttum Vivien Merchant lést af drykkju + Leikkonan Vivien Merch- ant, fyrrverandi eiginkona leikritahöfundarins Harold Pinters, lést af völdum drykkju, er úrskurður lík- skoðara. Hún lést í sjúkrahúsi í London síðastliðinn laug- ardag, 53 ára að aldri, en ekki var tilkynnt um andlát hennar fyrr en á mánudag. Krufning leiddi í ljós að hún þjáðist af gulu á háu stigi og innvortis blæðingum, sem hvort tveggja var afleiðing drykkjunnar. Vivian Merchant giftist Harold Pinter árið 1956, en þau voru þá bæði leikarar hjá litlu leikfélagi sem átti erfitt uppdráttar. Hún öðl- aðist heimsfrægð snemma á sjöunda áratugnum þar sem hún lék aðalhlutverkin í leikritum Pinters, „The Room“, „The Homecoming", „The Lover“ og „Tea Party". Þau skildu síðan árið 1980, en Vivien stóð lengi í veginum fyrir því að fyrrver- andi eiginmaður hennar kvæntist að nýju, rithöfund- inum Antoniu Fraser, með því að neita að skrifa undir skilnaðarskjölin. Hjákona tapar... + Vicki Morgan fyrrverandi sýn- ingarstúlka og leikkona höfðaði mál á hendur eiginkonu Al- fred Blooming- dale, ráðgjafa Hvíta hússins, að honum látn- um og krafðist sex milljóna dollara úr dánarbúi hans. Astæðan er sú að, að henni fannst að hún sem fyrrum hjá- kona hans ætti að njóta einhvers af gífurlegum eignum hans að honum látnum, en hann lést af krabbameini i síðastliðnum mán- uði, 66 ára að aldri. En dómarinn í málinu, Christi- an Markey, var henni ekki aldeil- is sammála. Henni bæri ekki grænn eyrir, þar sem samband þeirra hafði einungis verið kyn- ferðislegt... Leikkonan Aless- andra Mussolini, sem er átján ára að aldri. Alessandra Mussolini í nýjum myndaflokki + Alessandra Mussolini, hin átján ára gamla sonardóttir einræðis- herrans Benito Mussolini, hefur fengið hlutverk í nýjum heimildamyndaþáttum um konu er helgaði sig lífi í undirheimum Napólí. Heimildamyndaþáttur þessi fjallar um konuna Pupetta Maresca, sem var stolt ekkja, er drap þann er skipaði aftöku eiginmanns hennar og afplánaði fyrir vikið tíu ára fangelsisdóm. Alessandra og systir hennar, Elisabetta, eru dætur Romano Muss- olini, jazzpíanista, og eiginkonu hans, Mariu, sem er systir leikkon- unnar Sophiu Loren. Móðir Theresa + Móðir Theresa, friðarverðlaunahafi Nóbels, vinnur störf sín í hljóði og það er ekki oft sem hægt er að fylgjast með henni að störfum. Þessi mynd var tekin í Beirút i ágúst þar sem hún bjarg- aði 37 börnum er voru líkamlega og andlega fötluð og höfðust við í rústum sjúkrahúss nokkurs og höfðu gert svo um nokkra hríð. Hún fór til þessar- ar stríðshrjáðu borgar að beiðni Jóhannesar Páls páfa II eftir að hafa sótt hann heim í Vatikanið til viðræðna um hið alvarlega ástand. Tökum á myndbönd: Fræðsluefni, viðtalsþættir, kynningar á félags- starfsemi og fyrirtækjum o.m.fl. Klippum og lögum efnið til sýningar. Fjölföldun fyrir öll kerfin. Fullkominn tækjabúnaður. 3 Myndsjá S: 11777 ..... SIBS Vinningur í merkjahappadrætti SÍBS-dagsins 1982 kom á nr. 20436 Vinningurinn er vöruúttekt fyrir kr. 25.000,00. Eigandi merkis með þessu númeri framvísi því á skrifstofu SÍBS í Suðurgötu 10, Reykjavík. Fjögurra vikna jóla- og nýársævintýri í dularheimum austurlanda. Hverfum frá skammdegisamstri norö- ursins til sólbjartra sumardaga. Brottför 17. des. íslensk fararstjórn. A F erðaskrifstofan Warandi Vesturgata 4. Sími 17445. Ath.: Erum flutt á Vesturgötu 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.