Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 1
56 SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI Kohl kynnir nýjar efnahagsaðgerdir Bonn, Veslur-ISskalandi, 13. október. AP. HKLMl'T KOHL kanslari kynnli i dag aðgerðir í fjórum liðum er hugsaðar eru til að „leiða þjóðina úr erfiðleikum" og lofaði „nýrri stefnu í utanríkis- og öryggismálum" sem byrjar með opinberri ferð til Washington í næsta mánuði til að styrkja tengsl Bandaríkjanna og Vestur-I’ýskalands. I þessari fyrstu stefnuræðu sinni frá því hann kom til valda einbeitti Kohl sér að innanríkis- og efna- hagsmálum og kynnti aðgerðir þær er hann hyggst beita gegn atvinnu- leysi og því sem hann kallaði „versta efnahagsástand frá stofnun sambandslýðveldisins 1949“. Kohl sagði að þau fjögur atriði, sem hæst bæri í fyrirhuguðum að, gerðum, væru: að skapa fleiri störf til að hindra atvinnuleysi, að Svíþjóö: Kafbátsleitin stendur enn Berga-íloU.stöðinni, Svíþjóð, 13. október. AP. S/KNNKIK kafarar úr sjóhernum leituðu í dag að sönnunargögnum um óþekktan og hugsanlega skemmdan kafbát í Mysingenflóa, þrjátiu kílómetra suður af Berga- flotastöðinni, og öryggisráðstafanir voru enn auknar. Ekki hafa enn borist fregnir um árangur köfunar í leit að einum eða hugsanlega tveimur óþekktum kafbátum, sem álitið er að hafi ver- ið fyrir innan kafbátagirðinguna í skerjagarðinum við Stokkhólm undanfarna 13 daga. Engin ástæða var gefin af hálfu sænskra hernaðaryfirvalda fyrir auknum öryggisráðstöfunum um- hverfis Berga-flotastöðina. Kafarar hófu störf að nýju í gærkvöldi eftir að herþyrla til- kynnti að hún hefði heyrt merki frá bergmálsleitartækjum kafbáts í nokkrar mínútur, sunnan til í Mysingenflóa, í nánd við svæðið þar sem sprengingin varð síðastlið- ið mánudagskvöld. Herinn hefur ekki staðfest hvort sprenging þessi varð af völdum kafbátsins, en yfirmenn varnar- mála hafa sagt, að ef svo hafi verið hafi kafbáturinn að öllum líkindum laskast og þarfnist þá án efa hjálp- tryggja velferðarbætur með því að endurskipuleggja efnahag sem hann sagði „bágborinn", endurnýja utan- ríkis- og öryggisstefnu landsins og taka upp mannlegri stefnu gagnvart þeim 4,4 milljónum innflytjenda sem í landinu eru með því að hvetja þá til að halda heim eða mynda þéttari samstöðu annars. Kohl ítrekaði í ræðu sinni að efnt yrði til kosninga þann 6. mars næstkomandi og sagði sem fyrr að hann hefði ekki valið að ganga til kosninga strax eftir að samsteypu- stjórn Helmut Schmidt hefði verið fallin, þar sem gífurlegur efna- hagsvandi þjóðarinnar þarfnaðist skjótra aðgerða. Helmut Schmidt sat hljóður og þungur á brún undir stefnuræðu eftirmanns síns í embætti, en Horst Ehmke flokksbróðir hans gagnrýndi tillögur þessar harðlega, sem og önnur stefnumál Kohls og Gensch- ers, leiðtoga frjálsra demókrata. Mynd þessi sýnir hvar fjöldi manns hefur safnast saman fyrir utan skipasmíðastöðina í Gdansk, þar sem borðar Samstöðu hafa verið hengdir á veggi og hlið. „Bardaoinn fyrir Sam- stöðu mun halda áfram — segir í dreifibréfi frá leiðtogum hennar í dag Varsjá, Póllandi, 13. október. AP. OKIKÐIK brutust út að nýju í dag í nokkrum borgum Póllands vegna banns við starfsemi Samstöðu og herlaga í landinu, og leiðtogar hennar sem fara huldu höfði munu hafa boðað til allsherjarverkfalls bráðlega. Lögregla sem hafði táragas og vatnsþrýstibyssur að vopni braut í dag á bak aftur göngu 3.000 verka- manna í stáliðnaðarborginni Nowa Huta í nágrenni Krakow og einnig munu hafa safnast saman nokkur hundruð manns í borginni Wroclaw, en þeim mun hafa verið dreift hljóðlega og án mikillar mótspyrnu. Allt virðist hafa verið með kyrr- um kjörum í Gdansk í dag, en fyrr í dag bárust fregnir um mikil upp- þot þar. Þær fregnir munu ekki hafa verið á rökum reistar. Verka- lýðsleiðtogar er fara þar huldu höfði sendu í dag frá sér dreifibréf þar sem segir að verkamenn skuli undirbúa sig undir ný allsherjar- verkföll: „Bardaginn fyrir Sam- stöðu mun halda áfram uns sigur hefur unnist," segir í niðurlagi dreifibréfsins. Verkamönnum skipasmíða- stöðvarinnar í Gdansk er komu til vinnu sinnar í fyrsta skipti í dag eftir að bannið var sett á starf- semi Samstöðu var hótað með fimm ára langri fangelsisvist, sem refsing við því að fara ekki að herlögum í landinu. Þeim mun einnig hafa verið tjáð að samning- ar þeirra við skipasmíðastöðina væru ekki lengur í gildi og munu sumir þeirra hafa verið reknir og aðrir kallaðir til herþjónustu, er haft eftir verkamönnum í dag. Jóhannes Páll páfi II sendi lönd- um sínum hvatningarorð í ræðu sem hann hélt í dag og sagði: „Baráttan fyrir hinu góða hefur alltaf reynst erfið, en það hefur þó alltaf náð yfirhöndinni á endan- um.“ Aðgerðir pólskra stjórnvalda, að banna óháðu verkalýðsfélögin, hafa hlotið mikið lof hinna aust- antjaldslandanna, en ekki mun hafa verið sagt frá óeirðunum, er í kjölfar lagasetningarinnar fylgdu, annars staðar en í Tékkóslóvakíu. Fridarverölaun Nóbels 1982: Veitt fyrir störf í þágu afvopnunar Osló, 13. oklóber. AP. KRIÐARVKRÐLAUN Nóbels árið 1982 voru i dag veitt sameiginlega þeim Ölvu Myrdal frá Svíþjóð og Alfonso Garcia Robles fyrrverandi utanríkisráðherra Mcxikó fyrir stóran þátt þeirra í afvopnunarviðræðum Sameinuðu þjóðanna í fjölda ára. Formaður nóbelsverðlauna- nefndarinnar sagði að Alva Myrdal, sem er 80 ára að aldri, væri kunn um allan heim fyrir störf sín í þágu afvopnunar og friðar og hafi hún jafnt með skrifum sínum sem samninga- viðræðum í Genf hjálpað til við að fá fólk um allan heim til að öðlast meiri ábyrgðartilfinningu gagnvart þeim vandamálum er upp koma vegna vígbúnaðar- kapphlaupsins. Garcia Robles hefur átt stóran þátt í afvopnunarviðræðunum hjá Sameinuðu þjóðunum, bæði í Genf og í öðrum sérstökum við- ræðum um þessi málefni annars staðar. Hann var utanríkisráð- herra Mexíkó frá 1975 til 1976 og er nú sendiherra þjóðar sinnar í Genf. I ræðu formanns nóbelsverð- launanefndarinnar segir: „Garcia Robles, sem er 71 árs að aldri, hefur ásamt Ölvu Myrdal hjálpað til við að opna augu manna fyrir þeirri ógnun er mannkynið stendur frammi fyrir vegna áframhaldandi kjarnorkuvopnavæðingar." Sjá nánar svipmyndir af verð- launahöfum bls. 23. Fyrrverandi utanríkisráðherra Mexíkó, Alfonso Garcia Robles (til vinstri), og Alva Myrdal sem skipta með sér friðarverðlaunum Nóbels fyrir árið 1982. * Israelar skakka leikinn í Líbanon Beirút, Jrrúsalem, Amman, 13. október. AP. BAKDÖGUM milli Kristinna manna og Múhameðstrúarmanna sem staðið hafa í tæpa tvo sólarhringa í fjalllendi í Mið-Líbanon lauk i kvöld eftir að ísraelar komu á bardagastaðinn, er haft eftir heimildum þaðan. Roger Shikhani, upplýsingamála- ráðherra Líbanon staðfesti fregnir um að bardögunum væri lokið og sagði að stjórnvöld væru nú að íhuga aðgerðir til að reyna að sætta þessi stríðandi öfl, en líbanski her- inn mun hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að skakka leikinn að morgni fimmtudags ef bardagarnir stæðu svo lengi. Ekki mun ljóst hversu margir slösuðust eða féllu í bardögum þessum og ekki heldur hvort ísraelar hafi takið þátt í bardaganum eða einungis staðið hjá. Yasser Arafat leiðtogi PLO og Hussein Jórdaníukonungur hafa komist að samkomulagi um aðal- atriði hugsanlegs sambandsríkis PLO og Jórdaníu á Vesturbakka Jórdan og Gaza-svæðinu, segir í yf- irlýsingu er gefin var út í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.