Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
3
Nýr yfir-
skjalavördur
Alþingis
Kjartan Bergntann
Guðjónsson hefur lát-
ið af starfi yfirskjala-
varðar Alþingis, þar
sem hann er orðinn 70
ára að aldri. Kjartan
hcfur verið yfirskjala-
vörður frá árinu 1951,
eða í rúm 30 ár. Við
starfinu tók nú í þing-
byrjun Vigdís Jóns-
dóttir, en hún er mag-
ister í sagnfræði með
skjalafræði sem aðal-
grein. Vigdís nam í
Bandaríkjunum.
I.jósm. Mbl. ÓI.K. Maffnús-
Eiginkona Omars
með í næsta ralli
KINS og alþjóð veit hafa bræðurn-
ir Omar og Jón Ragnarssynir verið
í fremstu röð í rallakstri undanfar-
in ár. Fjölskylda þeirra hefur
fylgst með velgengni þeirra af
miklum áhuga og nú er svo komið
að ciginkona Omars, Helga Jó-
hannsdóttir, ætlar sjálf að keppa í
næsta ralli ásamt syni þeirra, l»or-
finni Ómarssyni. Mun hún aka
Kcnault 5-bíl i svokölluðu Varta-
ralli um næstu helgi.
Þátttaka þeirra mæðgina mun
vafalaust setja skemmtilegan
svip á keppnina, en alls aka
þrjár konur í rallinu, sem er
harla óvenjulegt hérlendis. í
samtali við Morgunblaðið sagði
Helga að hún vildi ekkert vera
að auglýsa þetta, hún ætlaði
bara að vera með og hafa gaman
af. Ómar kvað bílinn ekki til-
búinn ennþá, því enn væri verið
að vinna í Renault-keppnisbíl
þeirra bræðra. Þess má til gam-
ans geta að Helga Jóhannsdóttir
hefur rásnúmer 21, en Ómar fer
hins vegar fyrstur af stað. Þarf
Helga því að draga uppi 19 kepp-
endur ef hún ætlar að sjá í aftur-
enda Ómars. Varta-rallið fer að
mestu leyti fram að næturlagi og
hefst á föstudagskvöld.
G.R.
Hér sjást hjónakornin Helga Jóhannsdóttir og Ómar Kagnarsson (Lv.)
og bróðir hans Jón Ragnarsson og Petra Baldursdóttir kona hans.
Helga ætlar aö feta í fótspor bræðranna og keppa á Renault 5, sem þó
verður óbreyttur. l-jósm. Cunniaugur.
Fikniefnamisferli:
9 íslendingar hand-
teknir erlendis í ár
NÍU íslendingar hafa verið hand-
teknir erlendis í ár vegna fíkniefna-
misferlis. Tveir íslendingar munu
nú sitja inni í Noregi, tveir í Dan-
mörku og einn á Spáni, að því er
næst verður komist.
Þann 21. september síðastliðinn
misþyrmdu tveir íslendingar heró-
ínsala í Kaupmannahöfn á hrotta-
legan hátt. Þeim hafði verið vísað á
manninn af konu nokkurri og hugð-
ust eiga viðskipti við hann. Til orða-
skipta kom sem leiddu til þess, að
íslendingarnir misþyrmdu mannin-
um. Konan kvaddi lögregluna á
staðinn og voru mennirnir hand-
teknir og úrskurðaðir i gæzluvarð-
hald fyrir rán og líkamsárás en jafn-
framt eru þeir grunaðir um smygl á
fikniefnum.
I lok júní í sumar voru íslenzk
skötuhjú handtekin í Kaupmanna-
höfn með óeðlilega mikið fé og
voru þau grunuð um fíkniefna-
misferli. Þau sátu í gæzluvarð-
haldi í rúma þrjá mánuði vegna
rannsóknar málsins. Dómur gekk í
máli þeirra og var konan sýknuð
en maðurinn fékk til þess að gera
mildan fangelsisdóm.
Fyrir skömmu var íslenzkur
maður handtekninn á Forne-
bú-flugvelli í Osló með tæplega
100 grömm af hassi. Hann var úr-
skurðaður í sex vikna gæzluvarð-
hald vegna rannsóknar málsins.
Fyrir situr í norsku fangelsi mað-
ur, sem var handtekinn í Bergen í
sumar með hassolíu. Hann var
einnig úrskurðaður í langt gæzlu-
varðhald og er dómur genginn í
máli hans.
Þá var íslendingur handtekinn
á Spáni í apríl. Hann var tekinn
með liðlega 300 grömm af hassolíu
og einnig var hann með hass.
Tveir Islendingar voru í för með
honum þegar hann var tekinn, en
þeim var sleppt.
Loks voru tvær ísienzkar stúlk-
ur handteknar í Flórída um miðj-
an ágúst síðastliðinn með 1 '/2 kg
af marijúana. Þær hlutu skil-
orðsbundinn dóm og var vísað úr
landi.
Tveir Islendingar voru sendir
heim frá Svíþjóð í sumar til að
ljúka afplánun, en þeir voru
dæmdir fyrir fíkniefnamisferli í
ágúst í fyrra. I nágrannalöndum
okkar hafa viðurlög við fíkniefna-
misferli verið hert að undanförnu.
Má í þessu sambandi benda á
langa gæzluvarðhaldsúrskurði í
Noregi. Svíar hafa og tekið harðar
á fíkniefnamisferli og Danir einn-
ig. A undanförnum árum hafa ís-
lendingar nánast undantekninga-
lítið verið handteknir í Svíþjóð, en
nú bregður svo við, að enginn var
handtekinn og segja kunnugir, að
íslenzkir fíkniefnabraskarar forð-
ist Svíþjóð vegna hertra viðurlaga
og lögreglueftirlits.
Stal 3 bílum
sömu nóttina
NÍTJÁN ára gamall piltur var handtekinn á þriðjudag vegna bílþjófnaðar
um helgina. Aðfaranótt sunnudagsins stal hann Lada-bifreið þar sem
henni hafði verið lagt í Álfheimum. Hann gangsetti bifreiðina með því að
tengja beint. Pilturinn ók áleiðis austur á bóginn, en í Ártúnsbrekkunni
ók hann á Ijósastaur með þeim afleiðingum að bifreiðin varð ógangfær.
Pilturinn skildi við bifreiðina
og gekk upp í Árbæ. Þar stal
hann annarri Lödu og ók áleiðis
til Borgarfjarðar. I Hvalfirði
varð Ladan benzínlaus, en það
hindraði ekki för piltsins. Hann
gerði sér lítið fyrir og tók Land
Rover-jeppa traustataki og hélt
áfram för sinni. í Borgarfirði
varð jeppinn benzínlaus, skammt
frá dælustöð Hitaveitu Akraness
og Borgarfjarðar. Pilturinn gerði
tilraun til þess að brjótast inn í
dælustöðina en tókst ekki. Við
svo búið varð piltur sér úti um far
til Reykjavíkur.
Piltur þessi hefur stolið mörg-
um bifreiðum um dagana. í sept-
ember var hann tekinn ölvaður í
miðbæ Reykjavíkur. Fyrr um
kvöldið hafði hann stolið bifreið í
Blesugróf og ók henni suður í
Kópavog. Þar gerði hann tilraun
til þess að gangsetja nokkra bíla
en án árangurs. Vann þó
skemmdarverk á bílunum. Hon-
um tókst um síðir að gangsetja
Scout-jeppa og ók í miðbæ
Reykjavíkur þar sem hann var
handtekinn.
Það sem af er árinu hefur 93
bifreiðum verið stolið í Reykjavík
og mun það svipaður fjöldi og á
sama tíma í fyrra. í maí og júní
var bifreiðum stolið að meðaltali
annan hvern dag; 16 í maí og 17 í
júní.
Reykjavíkursvæðið:
Ovenju mikið af fiðrildum
„JÚ, ÞAÐ er óvenjulega mikið af
fiðrildum nú á Reykjavíkursvæð-
inu. Ástæðan til þess er hin mikla
ormaplága á trjánum i sumar og
var ástandið óvenju slæmt að
þessu sinni,“ sagði Erling Ólafs-
son dýrafræðingur við Mbl. er
hann var inntur eftir skýringum á
hinum mörgu fiðrildum í Reykja-
vík.
„Hér er um að ræða hið svo-
kallaða haustfiðrildi, sem lifir
hérna á haustin, eins og nafnið
bendir til, en fjöldi þeirra er
nokkuð mismunandi milli ára,“
sagði Erling. Ekki taldi hann að
veðráttan hefði eitthvað að segja
um fjölda fiðrilda nú í haust, en
hins vegar hefði hún stundum
þess konar áhrif á vorin.