Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
Minning:
Hermundur Gunnars-
son flugvirki
Fæddur 16. mars 1944
lláinn 5. október 1982
„Margs er að minnast. Margt er
hér að þakka. Guði sé lof fyrir
liðna tíð. Marjrs er að minnast.
Marjís er að sakna. Guð þerri
trejjatárin stríð.“
í daK 14. október, verður jarð-
sunjjinn frá Fossvoj{skirkju í
Reykjavík, okkar ástkæri bróðir
ojí vinur, Hermundur G. Gunn-
arsson. Hann var fæddur á Isa-
firði 16. mars 1944. Sonur hjón-
anna Helj{u Hermundardóttur oj{
Gunnars Guðmundssonar, kaup-
manns. Hermundur var næstelst-
ur átta systkina, þar af ein hálf-
systir. Unj{ur að árum eða aðeins
14 ára missti hann föður sinn. Það
var honum oj{ fjölskyldum okkar
mikið áfall. Hann oj{ eldri systir
hans aðstoðuðu móður okkar eftir
fönjíum, með aðdrætti til heimilis-
ins. Þau voru hin vinnandi hönd
eftir fráfall föður okkar oj{ héldu
verndarhendi yfir ynj{ri systkin-
unum. Hann var ætíð tilbúinn að
veita okkur hjálp sína, þó svo að
það væri honum um mej{n. Hann
vildi allt j{efa, þótt hann fengi oft
lítið í staðinn. Auk þess að alast
upp í foreldrahúsum, var hann í
mörjí sumur í sveit að Hóli í
Fnjóskadal.
Þaðan átti hann marjíar j{óðar
minninj{ar, minninj{ar sem voru
honum kærar oj{ dýrmætar.
Eftir að hafa lokið landsprófi
frá Gaj{nfræðaskólanum á Isa-
firði, stundaði hann alla alsenjía
vinnu m.a. sjóinn, eða þar til hann
hélt til Reykjavíkur.
Fyrst í stað lærði hann bifvéla-
virkjun, vann við þungavinnuvél-
ar, síðan hóf hann nám í flujcvirkj-
un oj{ starfaði við þá iðn allt til
dauðadaj{s. Fyrst hjá Fluj{félaj{i
Islands, síðar Fluj{leiðum, en síð-
ustu árin var hann starfandi
flujívirki hjá Landhelj{isj{æslunni.
Hinn 19. áj{úst 1967 kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni
Injíu-Lill Gunnarsson, fædd Hass-
elhjer. Þau eignuðust þrjú börn:
Helenu 12 ára, Elísabetu 9 ára og
Gunnar Friðrik 2 ára. Um mitt ár
1980 kenndi hann fyrst þess sjúk-
dóms, er hann háði síðan harða
haráttu við, þar til yfir lauk. Þá
var ekki vicað hversu alvarleg
veikindi hans voru. Alltaf bar
hann sig vel, sama á hverju gekk
og var ætíð reiðubúinn að veita
öðrum hjálparhönd. Skömmu
fyrir jólin 1980, þegar allir hugsa
um jólin og jólahaldið, fékk hann
úrskurð lækna sinna um það að
nauðsynlegt væri að hann gengist
strax undir mikla og erfiða að-
gerð. Hann hugsaði eins og svo oft
áður, fyrst og fremst um konu
sína og börn, og vildi að þau gætu
haldið jólin öll saman og fékk því
ferðinni á sjúkrahúsið frestað um
nokkra daga. Aðgerðin virtist
hafa heppnast. Hann bar sig vel,
eins og alltaf, hló og gerði að
gamni sínu og naut þess að geta
snúist í kringum fjölskyldu sína
og aðra ástvini, milli þess sem
hann varð að sæta læknismeðferð
og stundaði vinnu sína af veikum
burðum.
Um mitt ár 1982 fór sjúkdómur-
inn að ágerast. Honum hrakaði
stöðugt og svo fór sem við mátti
búast, þótt enginn væri undir það
búinn, að kallið kom að morgni 5.
október, eftir mikla og erfiða
sjúkdómslegu.
Það er aðdáunarvert hverju
konan hans hefur áorkað. Hún
hefur staðið eins og klettur við
hlið hans á hverju sem gekk.
Reyndi eftir mætti, að létta hon-
um baráttuna og láta hann ekki
hafa áhygj{jur af framtíð sinni og
harnanna. Hann minntist þess
tíma, sem hann varð föðurlaus að-
eins 14 ára og vildi síst af öllu
ætla sínum börnum sama hlut-
skipti, en þau voru honum efst í
huga, hversu miklar þjáningar,
sem hann sjálfur leið.
Við þökkum af alhug konu hans
— henni Ingu-Lill — fyrir allt sem
hún gerði fyrir bróður okkar í
þessu erfiða sjúkdómsstríði.
Megi góður Guð styrkja og
styðja eiginkonu hans, börn og
móður.
„Kar |»u í friAi, frirtur (>uAn þij{ blcssi.
Ilafrtu þiikk fyrir allt oj{ allt.
(■okkst þú rm-rt (iurti, (iuA þór nú fylgi.
Ilans dýrAarhnoss þú hljóta skr lt.“
Frá systkinum
Hermundur, frændi minn, er
fallinn frá á besta aldri, aðeins 38
ára gamall.
Minningar mínar um Hermund
eru eðlilega bundnar við þann
tíma, sem hann dvaldi hér á Isa-
firði í foreldrahúsum. Ég minnist
Hermundar sem hins glaðværa
pilts, geislandi af fjöri og elsku.
Nærvera hans rak á burt þung-
lyndi og daprar hugsanir. Það var
eins og bros hans, sem var óvenju
hreint og lýsti innri góðleik, flytti
boðskap kærleika og gæsku og um
leið trú á hið góða í lífinu.
Sagt er, að þeir deyi ungir, sem
guðirnir elska. Er það ekki einmitt
vísbending um, að víða sé þörf
fyrir sálir með hugarfar og hina
góðu kosti, sem Hermundur
frændi minn átti í svo ríkum
mæli.
Foreldrar Hermundar voru
Gunnar B. Guðmundsson, kaup-
maður á Isafirði, sem lést árið
1959 og kona hans, Helga Her-
mundardóttir, ættuð frá Akureyri.
Börn þeirra Gunnars og Heddu
eru sjö og var Hermundur þeirra
næst elstur. Faðir þeirra dó þegar
Hermundur var 15 ára og það seg-
ir sig sjálft að Hermundur varð
fljótt að axla mikla ábyrgð.
í svo stórum systkinahópi er oft
mikið um að vera og mikill ys og
þys. Mér dettur í hug nú, að for-
eldrar hans, Gunnar og Hedda,
væru eins og maður gæti hugsað
sér afa og ömmu í dag, alltaf róleg
og horfðu á úr fjarlægð, sýnilega
ánægð yfir gleðinni og Iífinu í
kringum sig.
En lífið er ekki tómur dans á
rósum. A það erum við minnt
daglega. Ef við hins vegar reynum
að bregðast við mótlæti og þeim
erfiðleikum, sem mæta okkur, með
hugarfari Hermundar heitins, er
einhver von til bjartsýni.
Heddu, systkinum, sem og öðr-
um ættingum hins látna, votta ég
samúð mína.
Hermundur kvæntist Ingu Lill,
eftirlifandi konu sinni, árið 1967.
Inga Lill er fædd í Svíþjóð. Þau
eignuðust þrjú mannvænleg börn.
Inga Lill er heilsteypt og kjark-
mikil kona og hafði búið eigin-
manni sínum og börnum ástúðlegt
heimili.
I því stríði og þeirri baráttu,
sem hér var háð, sýndi hún þann
viljastyrk og þann kjark, sem er
henni eðlislægur.
Ég vil að lokum biðja góðan guð
að styrkja og blessa hana og börn
þeirra um ókomin ár.
Blessuð sé minning Hermundar
Gunnarssonar.
Garðar
Viku af viku, nóll af nóll oj» daj; af dag
song dauóans engill þér sill heiska sorgarlag, —
söng og skenkti sárra kvala vín, —
söng og spann þitt hvíta dáins lín.
Loks kom hcilög hönd, s«*m um þig bjó, —
heilög rödd, sem sagói: l»aó er nóg!
(Matth. Joch.)
Þegar mér var sagt andlát
Hermundar Gunnarssonar, flug-
virkja, þá gat það ekki komið á
óvart. Hann hafði barist við ban-
vænan sjúkdóm í ein tvö ár og má
með sanni segja að þar veitti ýms-
um betur. En þessi urðu endalokin
og eigi má sköpum renna.
Sjálfsagt er það óskhyggjan
sem ræður því að maður heldur
svo fast í vonina um sigur lífsins í
svona stríði, aö þegar sú stund,
sem maður hefur þó átt von á,
rennur endanlega upp, þá kemur
hún samt á óvart. Dimmu élin sem
maður sá nálgast fet fyrir fet
skella á okkur næstum jafn óvænt
og þau kæmu úr heiðskíru lofti.
Þannig er lífið skin og skúrir, en
sem betur fer erum við flest
mannanna börn byggð til að þola
hvorttvegjýa.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Hermundi Gunnarssyni,
fyrst lítillega sem barni í foreldra-
húsum, litlum síkvikum ljóshærð-
um hnokka með blá glampandi
augu og glettnislegt bros, svolítið
sérkennilegt sem maður gleymir
ekki. Þetta var, eins og við segjum
nú orðið, í gamla daga heima á
Isafirði. Seinna lágu svo leiðir
okkar saman hér í Reykjavík, þar
sem Hermundur var kominn ungl-
ingspiltur til að búa sig undir al-
vöru lífsins, þar sem hann stund-
aði flugvirkjanám af mikilli
kostgæfni, en sú grein varð hans
ævistarf.
Hermundur Gunnar Gunnars-
son, en svo hét hann fullu nafni,
fæddist á ísafirði 16. . mars 1944.
Sonur hjónanna Helgu Hermund-
ardóttur frá Akureyri og Gunnars
Bachmann Guðmundssonar, versl-
unarstjóra á ísafirði, en Gunnar
lést árið 1959, frá konu og 7 börn-
um á ungum aldri, því Hermundur
var næstelstur, þá aðeins 15 ára.
Föðurmissirinn varð að sjálfsögðu
mikið áfall enda þótt fjölskyldan
stæði vel saman og kæmist ótrú-
lega vel frá óumflýjanlegum erfið-
ieikum undir leiðsögn sterkrar
móður, sem ekki lét bugast þó
móti blési.
Eftir að hafa lokið venjubundnu
barna- og unglinganámi heima á
ísafirði fór Hermundur til náms í
flujívirkjun hjá Flugfélagi íslands,
eins og áður sagði, og lauk flug-
virkjaprófi eftir 5 ára nám í lok
ársins 1970.
Að loknu prófi hélt Hermundur
áfram störfum hjá Flugfélagi ís-
lands og síðan Flugleiðum til árs-
ins 1978 er hann hóf störf hjá
Landhelgisgæslunni, þar sem
hann vann til dauðadags.
Eftirlifandi kona Hermundar er
Inga Lill Gunnarsson (fædd Hass-
elbjer). Þau gengu í hjónaband 19.
október 1967. Börn þeirra eru:
Helena, f. 5. júní 1970, Elísabet, f.
16. febrúar 1973, og Gunnar Frið-
rik, f. 9. júií 1980.
Þau Hermundur og Inga Lill
hafa í sameiningu byggt fjölskyld-
unni fallegt heimili, þar sem ást
og hamingja sátu í öndvegi. Það er
erfitt að skilja hvers vegna Her-
mundur er kvaddur burtu einmitt
nú. Við því eigum við ekkert svar.
Hið hinsta kall var komið og því
verður ekki áfrýjað. Eftir stönd-
um við hljóð og hnípin og biðjum
þess eins að nú sé þjáningum hans
lokið og að honum megi vel farn-
ast á ókunnum stigum. Við höfum
öll misst mikið við fráfall Her-
mundar Gunnarssonar, en mestur
er missir konu og ungra barna,
móður og nánustu ættingja. Um
leið og ég sendi þeim öllum dýpstu
samúðarkveðjur mínar og fjöl-
skyldu minnar, bið ég góðan Guð
að gefa þeim styrk í djúpri sorg.
Skiinaðurinn er vissulega sár en
við trúum að hann vari ekki að
eilífu. Ég þakka Hermundi
ánægjuleg kynni og bið honum
blessunar Drottins.
Guttormur Sigurbjörnsson
KveÖja frá starfsfé-
lögum í Flugdeild
Landhelgisgæzlunnar
Þegar við starfsfélagar Her-
mundar Gunnarssonar heyrðum
þau tíðindi að hann væri látinn,
setti alla hljóða. Því þótt hann
hefði átt við erfiðan sjúkdóm að
stríða þá trúðum við því allir að
hann myndi sigrast á honum því í
baráttunni við hann hafði hann
sýnt slíkt æðruleysi og kjark.
Hann mætti til vinnu þegar
heilsan leyfði og sýndi þá sem
jafnan sömu hjálpsemi og dreng-
lyndi, og við urðum ekki varir við
að veikindi hans hefðu breytt
þessum eiginleikum hans.
Sem starfsmaður var hann
mjög samviskusamur og úrræða-
góður, kátur og jafnan hress í
bragði, og með þennan málshátt
að leiðarljósi starfaði hann ætíð:
Þolinmæðin þrautir vinnur allar.
Hermundur hefur nú verið kall-
aður til annarra starfa en við sem
eftir stöndum, þökkum honum öll
árin sem við áttum saman og þau
gleymast ekki.
Þungbær örlög sín bar hann
með sannri karlmennsku og æðru-
leysi og minningin um hann er
skýr og björt. Við biðjum almátt-
ugan guð að geyma hann og
blessa, eiginkonu hans, börn og
aðra ástvini.
í dag verður kvaddur hinstu
kveðju Hermundur Gunnarsson,
flugvirki. Hann fæddist á ísafirði
6. mars 1944, sonur hjónanna
Helgu Hermundardóttur og
Gunnars Guðmundssonar, en
hann lést árið 1959. Hermundur
var næstelstur átta systkina en
hin eru, talin í aldursröð: Elísabet,
Ólafur, Björn, Kristín, Helga
Björk, Hulda Gunnur og Guðrún.
Kynni mín af Hermundi hófust
fyrir 17 árum þegar við vorum í
Stórmót í bridge á
Akranesi og Selfossi
Bridga
Arnór Ragnarsson
Stóra Floridanamótið
Bridgefélag Selfoss og nágrenn-
is stendur fyrir opnu stórmóti í
bridge, laugardaginn 16. október
nk. Kallast það „ Stóra Floridana-
mótið“.
Mótið verður haldið í matsal
Hótels Selfoss. Mótssetningin
verður kl. 13.00 og spilamennska
hefst korteri síðar. Spilaður
verður 32ja para „tölvugefinn"
barómeter. 16.000 króna verð-
laun verða í boði og einnig verð-
ur spilað um silfurstig.
Þátttökujyald er kr. 500 fyrir
parið, og greiðist í mótsbyrjun.
Mótsstjóri verður Sigurjón
Trygjívason. Meðan á mótinu
stendur verður boðið upp á
Floridana, ávaxtadrykkinn vin-
sæla, einnig verður selt kaffi og
meðlæti.
Að loknum 32 spilum verður
gert matarhlé og selur Hótel
Selfoss rétt dagsins á viðráðan-
legu verði.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast fyrir 10. okt. nk. til eftir-
farandi:
Erlingur Þorsteinsson, sími
99-1653, Garðar Gestsson, sími
99-1758.
Ath. að þeir, sem þegar hafa
látið skrá sig í mótið, eru beðnir
að gæta vel að dagsetningu og
tíma. __ O —
Staðan í hraðsveitakeppninni
þegar einni umferð er ólokið:
stig
Sveit Sigfúsar Þórðarsonar 129
Sveit Gunnars Þórðarsonar 107
Sveit Ragnars Óskarssonar 100
Sveit Valeyjar Guðmundsd. 93
Sveit Hrannars Erlingssonar 80
Sveit Brynjólfs Gestssonar 78
Sveit Sigfúsar hefur þegar
unnið mótið.
Opna Hótel
Akranessmótið
Eins og bridge-spilarar vita hef-
ur BKA gengist fyrir opnu móti
undanfarin ár.
Mótið verður nú haldið helgina
27.—28. nóvember í samvinnu við
llótel Akranes og hefst kl. 12.30
laugardaginn 27. nóv.
Spilaður verður tölvugefinn
barómeter og verður fjöldi para
takmarkaður við 32 pör. Þrjú
spil verða á milli para og gefin
verða silfurstig fyrir efstu sætin.
Keppnisstjóri verður Vil-
hjálmur Sigurðsson.
Hótel Akranes gefur mjög
vegleg verðlaun sem nema 20.000
krónum og skiptast þau á milli
þriggja efstu para sem hér segir:
1. 10.000 krónur
2. 6.500 krónur
3. 3.500 krónur
I sambandi við mótið býður
Hótel Akranes aðkomumönnum
upp á mjög hagstæðan helgar-
pakka á 600 krónur fyrir mann-
inn. Innifalið verður.
Laugardagur:
Hádegismatur
síðdegiskaffi
kvöldmatur
gisting.
Sunnudagur:
Morgunmatur
hádegismatur
síðdegiskaffi.
Keppnisjýald verður 300 krón-
ur fyrir þau pör sem notfæra sér
helgarpakka Hótels Akraness en
500 krónur fyrir önnur pör.
Þátttaka tilkynnist fyrir 22.
nóvember í síma 93-2000 milli kl.
9.00 og 17.00 og í síma 93-2461
milli kl. 20.00 og 23.00.
- O -
Hausttvímenningur klúbbsins
hófst fimmtudaginn 7. okt. sl.
með þátttöku 20 para. Spilaður
er barómeter og keppnisstjóri er
Guðlaugur Hauksson. Eftir
fyrsta kvöldið er staðan þannig:
Þorvaldur Guðmundsson —
Pálmi Sveinsson 60 stig
Eiríkur Jónsson —
Alfreð Viktorsson 59 stig
Guðni Jónsson —
Vij{fús Sigurðsson 52 stig
Björn Viktorsson —
Þorgeir Jósefsson 42 stig
Guðm. Sigurjónsson —
Jóhann Lárussön 38 stig
Bridgefélag kvenna:
Síðastliðið mánudagskvöld
hófst barómeter-tvímenningur-
inn og eftir fjórar umferðir er
staða efstu para þessi:
Sigríður Pálsdóttir —
Ingibjörg Halldórsdóttir 168
Sigrún Pétursdóttir —
Arnína Guðlaugsdóttir 106
Guðrún Einarsdóttir —
Guðrún Halldórsdóttir 105
Véný Viðarsdóttir —
Þóra Ólafsdóttir 101
Halla Bergþórsdóttir —
Kristjana Steingrímsd. 84
Aldís Schram —
Soffía Theodórsdóttir 84
Ásgerður Einarsdóttir —
Rósa Þorsteinsdóttir 84