Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 39 félk í fréttum Lone Hertz spyr: „Hef ég náð til þín?“ + Kvikmyndin um Lone Hertz og einhverfa son- inn hennar, Tómas, leiddi aldrei til jafn mikillar umræðu og hún hafði vonast eftir. Hún hefur nú skrifað opið bréf til allra landa sinna þar sem hún lýsir þessum vonbrigðum sínum, sem beinast helst að stjórnvöldum og deyfð þeirra gagnvart málefnum þroskaheftra og fatlaðra: „Titill myndarinnar var á sínum tíma valinn sem áskorun eða hvatning: Tómas — barn sem ekki er hægt að ná til. Myndin hefði þess vegna getað borið nafnið — Barn sem hægt er að ná til — vegna þess að ég og allir þeir sem viljann hafa, geta náð til Tómasar. Mér finnst hins vegar að þeir sem ég hef aldrei náð til eða mun ná til, séu valdhafar þessa lands. Hef ég náð til þín?,“ spyr Lone Hertz í lok þessa opna bréfs síns. Svo mikið er víst, að Lone hefur með mynd þessari náð til margra sem ekki höfðu leitt hug- ann að málefnum sem þessum áður, því að henni hefur borist fjöldi bréfa og símtala, bæði frá fólki sem þekkir þessi málefni af eigin raun og eins frá hinum sem eru reiðubúnir að kynnast þeim af öllum mætti. Leikkonan Lone Hertz ásamt einhverfa syninum Tóm- asi. Hver er þessi maöur? + llenrik prins af Danmörku er ekki jafn þekktur í Banda- ríkjunum og vindlingamerki með sama nafni. IJm þessar mundir streyma til Norður- landanna fregnir frá hátíða- höldum vegna opnunar Soandinavia Today. Prins llenrik prýðir margar þeirra, en því miður er hans oftast getið sem óþekkts manns í myndatextum sem fylgja. í einu blaði gengur hann undir nafninu Pehr Gyllenhammer á meðan annað blað lætur þess getið, að prinsinn sé „óþekktur Norðmaður" ... Ákærð fyrir barnaþjófnaði + Sorgleg réttarhöld hefjast á Taiwan í þessari viku yfir konu nokkurri að nafni Julie Úhiu, sem er 31 árs gömul, og er ákærð fyrir að hafa selt stolin börn til Evrópu- búa, sem óskuðu eftir að taka kjör- börn. Að minnsta kosti sextiu börn hafa verið send til Evrópu á þenn- an hátt og spurningin er nú hvort hægt sé að flytja þau aftur til sinna upprunalegu foreldra, eða hvort hægt verður að leysa þetta mál á annan hátt. I>að var 41 sem tóku þátt í þjófn- uðum þessum ásamt Julie, þar á meðal læknar og Ijósmæður, en eftirlit með útflutningi barna til ættleiðingar erlendis er lítið á Taiwan... Frank Zander og dóttirin Jasmín + Frank Zander, sem er kominn á fjölda vinsældalista víða um lönd með aðra útgáfu af laginu „Da, da, da“ (eftir Trio), nýtur við flutning þess aðstoðar fimm ára gamallar dóttur sinnar, Jasmín. Um lagið og flutning þess segir hann: „Mér finnst hugmynd Trio frábær, en að mínu mati taka þeir sig alltof hátíðlega. Þess vegna valdi ég að láta húmorinn ráða ferðinni og láta litlu dóttur mína syngja „Da, da, da“. Það geta fullorðnir ekki gert á trúverðugri hátt.“ Frank Zander er ekki nýtt nafn í skemmtiiðnaði í Þýskalandi. Hann er fæddur í Berlín 1942 og flutti meðal annars lagið „Dance Little Bird“, sem seldist í meira en 600.000 eintökum. Árið 1975 hlaut hann einnig verðlaunin „Golden Europe“ frá útvarpsstöðinni The Voice of America. Þau verðlaun hlaut hann fyrir nokkrar barnaplötur: „Börn hafa mikla þörf fyrir Ijóð og lög, en ég fékk hugmyndina að plötunum frá sjö ára gömlum syni mínum, Markúsi," segir Frank, sem í rauninni heitir Fred Sonnenschein og býr í Berlín ásamt eiginkonu sinni og börnum. Krank Zander ásamt dóttur sinni, Ja-smín, scm að- stoðaði hann við ílutning lagsins „Da, da, da“. STJðRNUNARFRfEÐSLA TÖLVUR OG NOTKUNARMÖGULEIKAR ÞEIRRA Tilgangur námskeiðsins er að gefa stjórnendum fyrir- tækja yfirlit yfir helstu hugtök á sviði tölvutækni og kerfis- fræði og yfirfara forsendur fyrir ákvarðanatöku um notk- un tölva við rekstur. Gerð veröur grein fyrir grundvallarhug- tökum í tölvufræðum og lýst helstu tækj- um og skýrð hugtök tengd þeim. Fjallaö veröur um hugbúnað tölva og hvernig byggja má upp tölvukerfi. Aðaláhersla verður síöan lögð á að kynna hvernig mæta má upplýsingaþörf stjórnenda og leysa vandamál innan fyrirtækja með notkun tölva. í lok námskeiösins veröur gerð grein fyrir framtíðarþróun á sviði tölvutækni. Námskeiöiö er ætlað framkvæmdastjór- um og öðrum stjórnendum í fyrirtækjum sem taka þátt í ákvörðunum um tölvur og notkun þeirra innan fyrirtækja. Tölvuritvinnsla Tilgangur námskeiösins er að kynna tæknina við tölvuritvinnslu og æfa nem- endur í notkun ritvinnslukerfa. Efrti: — Undirstööuatriði um tölvur og tölvu- póst. — Kostir tölvuritvinnslu. — Kynning og æfingar á ýmis rit- vinnslukerfi sem þegar eru flutt til landsins (ETC, BSG, RITÞÓR, SCRIPSIT, WORDSTAR o.fl.). Námskeiðið er ætlaö þeim sem vilja afla sér alhliöa þekkingar um hvað ritvinnsla er og vilja æfa sig og meta mismunandi valkosti ýmissa ritvinnslukerfa. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. Ath.: Fræðslusjóður Verslunarmannafélags Reykjavíkur greiöir þátttökugjald félagsmanna sinna á þessu nám- skeiöi og skal sækja um það á skrifstofu VR. ÁÆTLANAGERÐ MEÐ SMÁTÖLVUM Staöur: Ármúli 36, 3. hæð (gengið inn frá Selmúla). Tími: 18.—22. október kl. 09.00—13.00. Leiðbeinendur: Kolbrún Þórhallsdóttír Ragna Siguróar- dóttir Guójohnsen Staður: Ármúli 36, 3. hæö (gengið inn frá Selmúla). Tími 18.—20. október kl. 14.00—18.00. Leióbeinendur: Hjörtur Hjartar, rekstrarhag- frasðingur Dr. Jóhann Malm- quist, tölvunar- trssðingur Vslgeir Hallvarösson, véltaaknifrsaOingur. Markmið námskeiðsins er að gefa stjórnendum og öðrum sem starfa viö áætlanagerð og flókna útreikninga, inn- sýn í hvernig nota má tölvur á þessu sviði. Á námskeiðinu veröur gerð grein fyrir undirstöðuatriðum viö áætlanagerö og kennd notkun forritara VisiCalc og SuperCalc. Þessi forrit starfa á svipaöan hátt, en eru gerð fyrir mismunandi tölvu- kerfi. Nemendur verða þjálfaöir í aö leysa raunhæf verkefni ásamt eigin verkefnum á tölvunum. Námskeiöið er ætlaö stjórnendum og öðrum sem vilja kynnast forritunum Visi- Calc og SuperCalc. Staður: Ármúli 36. Tími: 25.—27. október kl. 13.30 til 17.30. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. ASTJÚRNUNARFáAfi ISIANDS SfÐUMÚLA 23 SÍMI 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.