Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTOBER 1982
ást er..
... ad akynja ad
barnid er hluti af
ykkur hádum.
TM Rag U S Pal Off —all rights reserved
• 198? Los Angetes Times Syndécate
llann er orAinn raddlaus, læknir?
Kitlhvaó þykir mér þessi einkenni-
kg?
HÖGNI HREKKVlSI
„ HANN LflGpt blÖGLEóA'"
Það þarf að draga saman
seglin í eyðslu og flottskap
„HvaA kemur til að þjóðin, þetta vel upp alda og menntaða fólk sem hér býr,
skilur ekki, hvilikt fjöregg iðnaðurinn er, og að hverskonar framleiðsla er
algjör undirstaða velmegunar og hagsældar? I'etta skilst kannski ekki fyrr
en einhverntíma seinna, þegar barnabörnin okkar fara að glíma við þessa
geigvænlegu skuldaspúpu, sem nútíðin er að færa framtíðinni að gjöf.“
Gunnar Gunnarson, Syðra-
Vallholti, skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Mig langar til að senda þér
þennan smápistil minn til birt-
ingar. Ég var að fletta Mbl. frá 29.
f.m. og segir þar að kjördæmamál-
ið sé erfiðast, og haft eftir nefnd-
armanni í stjórnarskrárnefnd.
Mér skilst að nefndin sú sé með
elstu nefndum á landi hér, erfitt
að koma endahnútnum á, og
standi hnífurinn í kúnni, þar sem
er kjördæmamálið og kosninga-
rétturinn.
Það er ekki gott, hve margir
tclja sig> búa við skertan kosn-
ingarétt. Lausnin á þeim mikla
vanda og því hróplega ranglæti, að
því að talið er, er of einföld til að
fólk sjái hana. Stundum er það
svo, að einföldustu hlutirnir leyn-
ast eins og flísin í eigin auga, en
ávirðingar annarra eru öllum Ijós-
ar.
Lausnin á þessu vandamáli er
einfaldlega sú, að hver sá, sem tel-
ur sig búa við skertan kosninga-
rétt, flytur út í það kjördæmi þar
sem hann telur kjósendur hafa
meiri atkvæðisrétt. Hver sá sem
þannig leysti málið slægi raunar
tvær flugur í högginu, því auk
þess að efla sinn eigin kosninga-
rétt, haslaði hann sér völl úti í
einhverri hinna dreifðu byggða,
kæmi þar til starfa með öðru
landsbyggðarfólki, sem öðrum
fremur vinnur að frumvinnslu og
undirstöðu velmegunarþjóðfélags
á Islandi.
Hið mikla þjóðfélagslega vanda-
mál á Islandi er ckki skcrtur kosn-
ingaréttur þéttbýlisbúa, heldur sú
staðreynd, að við höfum sett um of
á heyin. Framleiðslan, sem allt
stendur undir, er einskis metin af
of mörgum, og þúsundir manna,
sem lifa á framleiðslunni beint og
óbeint, jafnvel við hin ómerki-
legustu störf undir ýmislegum
þjónustuheitum, þurfa að skipta
um svið. Snúa sér að þjóðnýtum
störfum, einhverju sem gefur
þjóðarbúinu — hefja raunsæ
framleiðslustörf, því auður og
velsæld þjóða og einstaklinga
kemur ekki nema frá framleiðslu í
einhverri mynd.
Það er verið að fara aftan að
hlutunum, þegar „þjóðarkökunni"
er skipt eins og gert hefur verið.
Það þarf að taka upp þá reglu, að
allir þeir sem vinna að framleiðslu
beint, hvort heldur það er við
landbúnað, sjávarútveg eða iðnað,
hverskonar framleiðslu, fái rétt-
mæt laun fyrir vinnu sína. Það,
sem þá er eftir, verður til skipta
fyrir þjónustuaðalinn, kaupmenn,
milliliði og spekúlanta, víxlara og
slíka.
Það er mikil höfuðnauðsyn að
þessir hópar verði ekki of stórir og
fjölmennir, því það er framleiðsl-
an í landinu sem stendur undir
öllum launagreiðslum, hvort held-
ur sein það er kaupmaðurinn,
bankamaðurinn, forstjórinn, sjó-
maðurinn eða bóndinn, sem fær
launin. Ekki skyldi gleyma iðnað-
armanninum, því í honum er
framtíð þjóðarinnar fólgin. Án
stóraukins iðnaðar, bæði til fram-
leiðslu vöru til útflutnings og eins
til að nota í landinu sjálfu, verður
þetta þjóðfélag vanmáttugt og fá-
tækt. Gegn því ber að vinna
markvisst, með því að stórauka
margskonar iðnaðarframleiðslu
vítt og breitt um landið, og gera
hana samkeppnisfæra við erlend-
an iðnað. Það verður ekki gert með
öðru móti en að stöðva þessa gegn-
darlausu verðbólgu sem vaðið hef-
ur hér uppi. Verðbólgan má ekki
vera meiri en í viðskipta-
löndunum, þá mun ekki verða
vandi að selja þá framleiðslu sem
við þurfum að selja til útlanda,
hvort sem það eru landbúnaðar-
vörur, fiskur eða inaðarvarningur
af ýmsu tagi.
Nú eru fataverksmiðjurnar að
draga saman seglin og jafnvel ein-
hverjar að fara upp fyrir, heyrir
maður i fréttum. Uppsagnir eru
miklar í greininni, og þeir sem eft-
ir sitja, fara jafnvel út í fatainn-
flutning. Það kvað gefa nokkuð
gott í aðra hönd, að sagt er. Hvers
vegna fara þá ekki allir að flytja
inn fatnað og hverskonar varning?
Það er sagt að framleiðslan beri
sig ekki, það þurfi alltaf að vera að
gefa með henni, bjarga málunum
og þessháttar.
Því þá ekki að hætta þessari
óarðbæru framleiðslu. Það er til
nóg af ódýrum vörum í útlandinu.
Flytjum þær inn og neytum
þeirra. Við gætum þá gengið í fín-
um fötum, unnið á skrifstofum,
verið við verzlun og siglingar og
sólað okkur á sólarströndum. Og
peningana okkar getum við lagt í
banka, þar sem við þurfum ekki
Iengur að standa undir þessari
óarðbæru framleiðslu, s.s. við
landbúnað og fiskveiðar, sem er á
hvínandi hausnum, að sagt er.
Merkilegt í allri hinni gírugu
lagasetningu, að ekki skuli vera
búið að banna með lagavaldi þenn-
an veikburða iðnað, sem fátækir
menn uppi á íslandi hafa verið að
dunda við, nauðandi um lán og
styrki til að halda þessari vesöld
gangandi, þegar hægt er að fá inn-
fluttar iðnaðarvörur á mun hag-
stæðara verði.
Hvað kemur til að þjóðin, þetta
vel upp alda og menntaða fólk sem
hér býr, skilur ekki, hvílíkt fjör-
egg iðnaðurinn er, og að hverskon-
ar framleiðsla er algjör undir-
staða velmegunar og hagsældar?
Þetta skilst kannski ekki fyrr en
einhverntíma seinna, þegar
bamabörnin okkar fara að glíma
við þessa geigvænlegu skuldasúpu,
sem nútíðin er að færa framtíð-
inni að gjöf.
Það hlýtur öllum að vera ljóst,
að það er ekki endalaust hægt að
auka skuldirnar. Einhvern tíma
segir púkinn á fjósbitanum:
Hingað, og ekki lengra. Nú á ég
orðið allt — allt — og þig líka. Þá
verða ekki tekin lán. Þá verður að
fara að borga, og það verður ekki
gert með öðru en vöru sem við
verðum að framleiða sjálf og
koma í verð í erlendum gjaldeyri.
Ætli það væri ekki skynsamlegast
fyrir okkur eyjarskeggja að snúa
sem fyrst við blaðinu. Hefja fram-
leiðsluna til þess vegs sem henni
ber, minnugir þess, að þurfi að
borga með henni, þá er það ein-
göngu vegna þess, að það er búið
að taka of mikið af henni.
Það þarf að draga saman seglin
í eyðslu og flottskap. Stöðva
ónauðsynlega fjárfestingu, eins og
byggingu Seðiabankahúss, og ým-
islegt fleira, tryggja gengi gjald-
miðilsins og stöðva verðþensluna,
sem er að tröllríða þjóðfélaginu í
dag. Þá þarf að tryggja rétt lands-
byggðarinnar á Alþingi, fækka
þingmönnum, og draga úr ónauð-
synlegum ríkisumsvifum, og síð-
ast en ekki síst, að lofa einstakl-
ingsframtakinu að njóta sín, því
það er frá hinum sterku einstakl-
ingum í atvinnurekstrinum sem
mestu og beztu þjóðartekjurnar
koma.
Það má vissulega gæta þess, að
sökkva sér ekki í sósíalíska meðal-
mennsku, þar sem enginn má
skara fram úr, og hverjum þeim
sem sýnir dirfsku og þor, er hegnt,
sem hann væri að sölsa undir sig
annarra lifibrauð."
ÉÉilK r' • ^
mSif
•< ^fi/
■ — •
*
i
„Það er verið að fara aftan að hlutunum, þegar „þjóðarkökunni“ er skipt
eíns og gert hefur verið. Það þarf að taka upp þá reglu, að allir þeir sem
vinna að framleiðslu beint, hvort heldur það er við landbúnað, sjávarútveg,
iðnað eða hverskonar framleiðslu, fái réttmæt laun fyrir vinnu sína. Það scm
þá er eftir, verður til skipta fyrir þjónustuaðalinn, kaupmenn, milliliði og
spekúlanta: víxlara og slíka.“