Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 16
■
f-
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
Krabbamein í maga algengara á
íslandi en í nágrannalöndunum
Rætt við Tómas Arna Jónasson,
formann Krabbameinsfélags Reykjavíkur
„KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur er eitt 23 aðildarfé-
laga Krabbameinsfélags Islands. I>aé hefur vissa sérstööu
innan Krabbameinsfélags Islands — þaó er elsta og stærsta
félagið og hefir tekiö að sér happdrættisrekstur og verulegan
þátt fræðslustarfsins fyrir heildarsamtökin,“ sagði Tómas
Arni Jónasson, formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur og
yfirlæknir á lyflæknisdeild Landakotsspítala, í samtali við
Mbl.
„Krabbameinsfélag Reykja-
víkur var stofnað árið 1949.
Hugmyndina að stofnun félags-
ins átti Gísli Sigurbjörnsson en
fundarboð sendu nokkrir læknar
út á vegum Læknafélags
Reykjavíkur. I þeim hópi voru
nokkrir þeirra sem mest störf-
uðu. fyrir félagið næstu árin.
Þeir lögðu traustan grundvöll að
framtíðinni og á því byggjum
við nú.
I fyrstu stjórn voru: Níels
Dungal, formaður, Alfreð Gísla-
son, Gísli Fr. Petersen, Gísli
Sigurbjörnsson og meðstjórn-
endur voru Magnús Jochums-
son, Sigríður Magnússon,
Sveinbjörn Jónsson og Katrín
Thoroddsen.
Síðar bættust margir aðrir í
hópinn. Þeir sem lengst hafa
gegnt formennsku eru Alfreð
Gíslason, Bjarni Bjarnason og
Gunnlaugur Snædal, núverandi
formaður Krabbameinsfélags
íslands.
Af fundarboði og fundargerð
stofnfundar má sjá hvar þetta
fólk taldi skóinn helst kreppa.
Það var skortur á sjúkrarými og
fullkomnari lækningatækjum,
þá fyrst og fremst geislalækn-
ingatækjum. Það taldi brýna
nauðsyn á almenningsfræðslu
um byrjunareinkenni krabba-
meins og þörf fyrir vísindalegar
krabbameinsrannsóknir.
í samræmi við þetta er til-
gangi félagsins lýst í fyrstu lög-
um þess á svipaðan hátt og gert
er í núgildandi lögum.
Þar segir: Tilgangur félagsins
er að styðja í hvívetna barátt-
una gegn krabbameini. Þessum
tilgangi hyggst félagið einkum
ná með því:
Að fræða almenning um
krabbamein og krabbameins-
varnir.
Að stuðla að aukinni menntun
lækna og annarra heilbrigðis-
stétta í greiningu, fyrirbyggj-
andi aðgerðum og meðferð
krabbameins.
Að stuðla að útvegun eða
kaupum á fullkomnustu lækn-
ingatækjum á hverjum tíma og
nægu sjúkrarými fyrir krabba-
meinssjúklinga.
Að hjálpa krabbameinssjúkl-
ingum til að fá fullkomnustu
sjúkrameðferð sem völ er á inn-
anlands eða utan.
Að stuðla að krabbameins-
rannsóknum hér á landi.
Almenningur hefur stutt vel
við bakið á okkur
„Krabbameinsfélag Reykja-
víkur hefur starfað af krafti frá
upphafi. Hafist var handa um
útgáfu fræðslubæklinga, frétta-
bréfs um heilbrigðismál og einn-
ig var hafin fjársöfnun fyrir
fyrsta lækningatækinu. Fljót-
lega var hafin vinna að undir-
búningi að upphafi krabba-
meinsskrárinnar og möguleikar
á krabbameinsleit kannaðir.
Við sem í dag störfum að
þessum málum erum þakklát
forgöngumönnunum fyrir hve
góðan grundvöll þeir lögðu að
starfinu. Jafnframt ber að
þakka hve almenningur hefur
stutt vel við bakið á félaginu allt
frá upphafi.
I samræmi við fyrstu sam-
þykkt félagsins vann Krabba-
meinsfélag Reykjavíkur að því
að stofna félög í nærliggjandi
byggðarlögum og aðeins tveim-
ur árum síðar voru heildarsam-
tök krabbameinsfélaga stofnuð
— Krabbameinsfélag íslands.
Náin samvinna hefir frá upp-
hafi verið milli Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur og Krabba-
meinsfélags íslands. Reykjavík-
urdeildin hefir séð um tvö af
meginverkefnum samtakanna,
rekstur happdrættis og fræðslu-
starfið.
Happdrættið hefur notið mik-
illar velvildar og stendur undir
verulegum hluta af heilarkostn-
aði við starf krabbameinssam-
takanna.
Áhugi fólks á starfinu kemur
einnig fram í því, að félaginu
berast árlega góðar gjafir, t.d.
nýlega stórar dánargjafir.
Hitt aðalverkefnið er fræðslu-
starfið. Fréttabréf um heil-
brigðismál er nú nefnist Heil-
brigðismál náði strax miklum
vinsældum og útbreiðslu. Þetta
rit er gefið út af KÍ en önnur
fræðslustarfsemi, í Reykjavík
og annars staðar, er á vegum
Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur. Morgunblaðíð hefur nýlega
birt viðtal við Þorvarð Örnólfs-
son, framkvæmdastjóra félags-
ins, þar sem hann gerir grein
fyrir fræðslustarfinu og því ekki
ástæða til að fjölyrða um það
nú. Þorvarður hefir umsjón með
öllum rekstri félagsins, þar með
fræðslustarfinu og sinnir því af
geysimiklum áhuga. Stjórn og
fræðslunefnd eru mjög ánægð
með að fá að njóta dugnaðar
hans.
Þorvarður hefur lagt mesta
vinnu í þann þátt, sem þeinist að
fræðslu í skólum um skaðsemi
reykinga. Úr heimi vísindanna
berast fleiri og fleiri staðreynd-
ir, sem staðfesta þátt reykinga
sem orsök krabbameins. Nægir
að vitna í orð dr. H. Mahler,
framkvæmdastjóra Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar,
sem telur að af þeim orsaka-
þáttum, sem hægt sé að koma í
veg fyrir, valdi reykingar mestu
heilsutjóni.
í fræðslunefnd og stjórn
Krabbameinsfélags Reykjavíkur
er áhugi fyrir því að bæta við
fleiri þáttum og hafa verið lögð
drög að auknu starfi á komandi
vetri. Leitað hefir verið eftir
samvinnu við heilbrigðisstéttir,
hjúkrunarfræðinga, lækna og
læknanema og er í ráði að auka
BjólfekviÖa ekki
frá áttundu öld?
Sú kenning hefur komiö fram að
Bjólfskviöa, merkasta drápan úr
forn-enskum kveöskap, sé 300 ár-
um yngri en talið hefur verið til
þcssa. Þetta hefur vakið miklar
deilur fræðimanna í Bretlandi og
Bandaríkjunum, að sögn brezka
blaðsins The Obscrver.
Kenningin byggist á athugun-
um á handritinu í British Muse-
um með útfjólubláum geislum og
brýtur algerlega í bága við við-
teknar skoðanir. Ef kenningin
fær staðizt neyðast fræðimenn
til að endurmeta frá grunni
skoðanir sínar á fornum, brezk-
um kveðskap og alla menning-
arsöguna frá áttundu öld til ell-
eftu aldar.
Samkvæmt almennt viður-
kenndum skoðunum flestra sér-
fræðinga í engilsaxneskum
fræðum er Bjólfskviða, sem er
talin elzta epíska kvæðið sem til
er á nútíma tungumálum, frá
áttundu öld. Hingað til hefur
verið talið að handritið að
Bjólfskviðu væri elleftu aldar af-
rit af upprunalegu handriti frá
áttundu öld. Nú heldur Dr. Kev-
in Kiernan, prófessor við háskól-
ann í Kentucky, því fram að í
raun og veru sé handritið frum-
gerð kviðunnar og frá stjórnar-
árum Knúts konungs, um 1020.
Hingað til hefur einnig verið
talið að einn höfundur hafi verið
að verkinu, en Dr. Kiernan telur
að höfundarnir hafi verið tveir
og þeir hafi steypt saman tveim-
ur drápum í eina.
Kiernan segir að fyrri hlutinn,
sem fjallar um sigur Bjólfs á
óvættinum Grendel, sé eftir einn
höfund. Síðari hlutinn, sem segir
frá því hvernig Bjólfur, þá vitur
**•... *»<&• & ■ - • * ■<**■ gp- 4ufa0fýfísfji6m. iju •<<»' ■*#* , ’'> . ’ , ’ éSijpx**** 'w’tyýfe* ** **£&*+" '/txr '*+*+ ; . jp? ?y,y4'U» ; ■<*'*'>**'?%*• •*;" **<'*>> W'f*? $*$*■ y**** V «*'<} ‘u't*
Blaðsíða úr handriti Bjólfskviðu —
er hún ekki eins gömul og talið
hefur verið?
og gamall konungur, heyr síð-
ustu orrustu sína við heiftúðug-
an dreka, sé eftir annan höfund.
„Um 800 leiðréttingar hafa
verið gerðar á handriti Bjólfs-
kviðu,“ sagði Kiernan. „Flestir
álíta að þær séu verk latra og
lélegra skrásetjara. Hins vegar
komst ég að því með útfjólubláu
ljósi að þetta voru engar tilvilj-
unarkenndar leiðréttingar, held-
ur breytingar eftir menn, sem
voru ekki einfaldlega að skrifa
upp eftir öðrum texta, heldur
skildu nákvæmlega hvað þeir
voru að gera. Þeir gætu hafa ver-
ið hinir raunverulegu höfundar
verksins."
Með því að tímasetja Bjólfs-
kviðu á elleftu öld gefur Kiernan
í skyn að verkið sé ekki engil-
saxneskt, heldur enskt-danskt.
Og þar sem verkið tengist mörg-
um svipuðum, ekki eins merkum
drápum, geti verið að einnig
verði að breyta tímasetningu
þeirra og ganga út frá því að
einnig þau séu 300 árum yngri en
hingað til hefur verið talið.
Prófessor Janet Bately við
enskudeild King’s College í
London viðurkenndi að hug-
myndir Kiernans væru spenn-
andi, en taldi að þær byggðust á
röngum forsendum. „Kenning
hans sannfærir mig ekki,“ sagði
hún.
Prófessor Bately benti einnig
á að yfirleitt væri fjallað af sam-
úð um marga Dani, sem koma
við sögu í Bjólfskviðu. Hins veg-
ar stóðu víkingar fyrir stöðugum
árásum á Bretland frá Dan-
mörku eftir 850 og prófessor
Bately telur ólíklegt að fjallað
væri af samúð um Danmörku
eftir þann tíma. „Það væri eins
líklegt og að vinsælt kvæði, sem
lýsti samúð með nazistum, hefði
verið ort í Bretlandi í síðari
heimsstyrjöldinni."
Prófessor Peter Clemoes við
enskudeild háskólans í Cam-
bridge tók í sama streng og sagði
að kenningin væri rangsnúin.
„Tíðarandinn á elleftu öld var
allt annar en á áttundu öld. Á
elleftu öld var mestaflur kveð-
skapur undir sterkum áhrifum
frá kristninni og lýsti aðallega
ævi heilagra manna. Ekkert
slíkt er að finna í Bjólfskviðu.
Kvæðið er verk eins manns og
sprottið upp úr jarðvegi þeirrar
menningar, sem ríkti þegar það
var ort. Kvæðið er ekki verk síð-
ari tíma höfunda, sem vildu sýna
eldri tíma ræktarsemi."
Á myndinni eru fulltrúar þeirra aðila sem fengu 50 þús. kr. fjárstuðning frá
SLF. Ljósm.: KÖE
Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra veitir
10 aðilum fjárstyrk
STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra veitti fulltrúum 10 aðila, sem
hafa með einhverjum hætti sinnt velferðarmálum aldraðra 50 þús. kr.
fjárstyrk. — Hér er um að ræða hagnað af söfnun á vegum SLF á
„hjólreiöadeginum mikla“, 23. maí sl. Þátttakendur voru um 5 þús.
manns. Mikill meirihluti þeirra, sem hjóluðu, voru biirn úr grunnskól-
um í Reykjavík, Mosfellssveit, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og.
Seltjarnarnesi.
á Lláóamannafundi, sem
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra gekkst fyrir í tilefni
styrkveitingarinnar sagði Óttar
Kjartansson, formaður SLF, að
hjólreiðadagurinn hafi í þetta
sinn verið tileinkaður ári aldr-
aðra, og hefði verið safnað fjár-
munum undir kjörorðinu Lát-
um öldruðum líða vel. — Kvað
Óttar skólabörn hafa borið hita
og þunga fjársöfnunarinnar, en
einnig hefðu konur úr Kvenna-
deild SLF og Svölurnar, félag
flugfreyja, veitt mikilsverða
hjálp við framkvæmd hjól-
reiðadagsins. Að sögn Óttars
hefði hagnaðinum, 500. þús. kr.,
verið skipt jafnt milli 10 aðila.
— Það eru: Hlaðhamar, Mos-
fellssveit, Hjúkrunarheimilið,
Kópavogi, Þjónustumiðstöð
safnaðarheimilisins í Garðabæ,
Þjónustumiðstöð Sólvangs,
Hafnarfirði, Verndaðar íbúðir
aldraðra, Seltjárnarnesi,
Sjálfsbjörg — landssamband
fatlaðra, Blindrafélagið,
Hamrahlíð, Félag heyrnar-
lausra, Ferilsjóður SLF og
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra.