Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTOBER 1982 t Móðir okkar, ÞORGERDUR SIGUROARDÓTTIR, Njálsgötu 27 B, Reykjavik, andaðist á Hrafnistu 12. október. Börnin. Konan mín. + HERDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR, Hávallagötu 9, veröur jarðsungin október. kl. 13.30. frá Dómkirkjunni i dag, fimmtudaginn 14. Tryggvi Ófeigsson. t Faðir okkar, ÁRNI BJÖRN KRISTÓFERSSON frá Kringlu, andaðist á heimili sinu, Skagaströnd, 11. október sl. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju laugardaginn 16. október kl. 14. Jarðsett verður í Blönduóskirkjugaröi. Börnin. t Eiginmaður minn, GUNNLAUGUR MARINÓ MÖLLER PÉTURSSON, Bauganesi 6, Skerjafiröi, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 15. október kl. 3.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Rósa Oddsdóttir. t Utför stjúpmóður minnar, JENSÍNU ERIKSEN, Austurbrún 6, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjálpræðisherinn. Fyrir hönd vandamanna, Iris Eriksen. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, TRAUSTI PÁLSSON, Hamarsbraut 3, Hafnarfiröi, veröur jarðsunginn frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 15. októ- ber kl. 14.00. Guörún Ágústa Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn t Utför móöur okkar. tengdamóöur, ömmu og langömmu, JÚNÍÖNU STEFÁNSDÓTTUR, Hringbraut 45, fer fram frá Fríkirkjunni á morgun, föstudaginn 15. október, kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar lati liknarstofnanir njota þess. Dagfinnur Stefánsson, Þóra Stefánsdóttir, Haraldur Björnsson, Sigrún S. Hafstein, Hannes Þ. Hafsteín, Áslaug Stefánsdóttir, Bjarni Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall og jarðarför móður okkar, SIGRÍDAR JÓNSDÓTTUR, Laugavegi 132. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki öldrunardeildar Landspital- ans, Hátúni 10 B, fyrir þá góðvild og kærleika er þau auösýndu henni. Jón Guömundsson, Vigdís Tryggvadóttír, Ingibjörg Guömundsdóttir.Guöfinnur Sigfússon, Höröur M. Felixson, Ragnheiöur Hjálmarsdóttir, Soffía Felixdóttir, Jóhannes Pétursson og barnabörn. Herdís Ásgeirsdótt- ir — Minningarorð Fædd 31. ágúst 1895 l)áin 3. október 1982 Við barnabörnin minnumst ömmu Herdísar sem tápmikillar konu er kom auga á björtu hliðar lífsins o(í hafði næmt skopskyn. Hún Kaf sér ætíð tíma til að ræða við okkur, leiðbeina og miðla af sínu. Við vitum að amma Herdís og afi Trytígvi voru glæsileg hjón, sem settu svip sinn á bæinn og komu áhuj;amálum sínum í fram- kvæmd, en bezt munum við eftir þeirra sambúð á efri árum. Þau voru á margan hátt ólík, en hug- stæðast er það trúnaðartraust, sem ríkti á milli þeirra. Síðustu árin lá amma á öldrun- arlækninjíadeildinni í Hátúni og hlaut þar fórnfúsa umönnun sem seint verður fullþökkuð. Afi heim- sótti hana reglulega og var unun að sjá hversu náið þeirra samband var. Amma Herdís var innilega trúuð og treysti á leiðandi hönd Skaparans. Megi sú hönd nú styrkja afa í missi hans og okkar allra. Barnabörnin Það var að mig minnir 1925 og ’26 sem ung hjón úr Reykjavík með tvö smábörn leigðu sem sumarbústað stofu og aðstöðu til eldamennsku í húsi foreldra minna að Blikastöðum. Þetta var mjög lítið húsnæði og þæginda- laust, en þau hjónin Herdís Ás- geirsdóttir og Tryggvi Ofeigsson skipstjóri voru samt ánægð þarna. Herdís var falleg kona, sérstak- lega jirúð og fíngerð og Tryggvi var glæsimenni, bæði voru þau viðmótsþýð og elskuleg og Ijómuðu af lífsgleði og hamingju. Ég man einnig mæður þeirra hjóna, þær Rannveigu Sigurðar- dóttur og Jóhönnu Frímannsdótt- ur, miklar ágætiskonur sem dvöldu þarna tíma og tíma. Börnin Páll Ásgeir og Jóhanna voru ynd- isleg, en á næstu árum bættust þær systurnar Rannveig, Herdís og Anna í hópinn. Þessi sumur myndaðist vinátta milli þeirra hjónanna og foreldra minna, vinátta sem aldrei bar skugga á og yfirfærðist að nokkru til okkar yngri kynslóðarinnar. Herdís var fædd 31. ágúst 1895 í svonefndu „Kapteinshúsi" Vestur- götu 32 A í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ásgeir Þorsteinsson skipstjóri frá Kjörvogi á Strönd- um og Rannveig Sigurðardóttir skipstjóra Símonarsonar. 7 vikna gömul missti Herdís föður sinn, en nokkrum árum síðar giftist Rann- veig, móðir hennar, Páli Matthí- assyni skipstjóra og ólst Herdís upp þar á Vesturgötu 32 A með börnum þeirra. Á unglingsárunum dvaldi hún um tíma í Englandi og tileinkaði sér þá nokkuð enska siði. Þar sem Herdís var fædd og uppalin á sjómannsheimili var hún ekki ókunnug því lífsstarfi sem hún valdi sér með því að gift- ast sjómanni sem síðar varð skip- stjóri og einn af mestu athafn- amönnum þjóðarinnar. Frá móður sinni þekkti hún erfiðleika sjó- mannskonunnar, þá að sjá að mestu ein um uppeldi barnanna og heimilið bæði hið ytra sem innra og taka ákvarðanir um allt sem var aðkallandi hverju sinni, þar sem maðurinn var oftast fjarver- andi. Við þetta bættust svo and- vökunætur og óttinn þegar illviðr- in geisuðu á hafinu. Eftir miðjan aldur vann Herdís mikið að félagsstörfum, fyrst og fremst í Kvenfélaginu Hringnum og Bandalagi Kvenna í Reykjavík þar sem hún var ein af fulltrúum Bandalagsins á landsþingum Kvenfélagasambands Islands. Hún var gáfuð kona sem vildi öll- um vel og flutti mál sitt af snilld og festu, en aðal áhugamál hennar voru ávallt eitthvað til úrbóta fyrir þá sem minna máttu sín í Hfinu — fátækar sjómannskonur — húsmæður sem þörfnuðust hvíldar — (Orlof húsmæðra) — Barnaspítalann o.fl. Var hún því í raun og veru á þessum vettvangi boðberi réttlætis, friðar og kær- leika. Otaldir eru þeir fjármunir sem þau hjón hafa veitt til líknar- og menningarmála, en slíkt var ekki haft í hámæli. Nú er þessi mæta kona horfin sjónum okkar í bili eftir langa sjúkdómslegu. Þeir sem ná háum aldri verða oftast að sjá á bak æskufélögunum sem ekki er sárs- aukalaust, en Herdís átti því láni að fagna að öll börnin hennar 5 eru á lífi. Að endingu þakka ég þeim Herdísi og Trygg-a þá hlýju og vináttu sem þau veittu foreldrum mínum, hún var þeim mikils virði. Um leið og ég þakka samfylgd liðinna ára bið ég frænku minni, sem var einlæg trúkona og bæn- heit, allrar blessunar í fyrirheitna landinu og Trvggva, börnunum og fjölskyldum þeirra sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Helga Magnúsdóttir í dag kveðjum við elskulega móður. Minningarnar hrannast upp. í hjarta mínu er virðing, þakklæti og kærleikur. Störf sín vann hún á fagran og menningar- legan hátt. Álít ég það stærstu gæfu föður míns að hann skyldi eignast hana, einn af beztu kvenkostum í Reykjavík á sínum tíma, að lífs- förunaut. Við börnin erum alin upp við + Útför móður okkar, KATRÍNAR SIGURLAUGAR PÁLSDÓTTUR frá Orustustöðum, fer fram frá Prestbakkakirkju á Síöu laugardaginn 16. október kl. 2. Kveðjuathöfn veröur í Fossvogskirkju föstudag 15. október kl. 10.30. Sætaferöir frá Umferöarmiöstööinni laugardaginn kl. 7.30. Börnin. Útför eiginkonu minnar, móöur og tengdamóöur, MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR, húsfreyju frá Grund, fer fram frá Grundarkirkju laugardaginn 16. október kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö. Þeir sem vildu minnast hennar láti Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri njóta þess. Ragnar Davíösson, Aðalsteina Magnúsdóttir, Gísli Björnsson. manndóm og oft vissi ég að for- eldrar okkar liðsinntu öðrum. Leið móður okkar lá til mennta, sem var ómetanleg stoð og við nutum öll góðs af. Bernskudagar á Vesturgötu 32, munu aldrei gleymast. Rétt við sjóinn og Slippinn og skipin öll. Þar var líka gamalgróinn kjarni menningar, kærleika og samheld- ins fólks, sem hélt tryggð hvert við annað alla ævi. I „Kapteinshúsi" (afa og ömmu), Þorsteinshúsi, Schramhúsi, húsi Ástu Hall og margra fleiri góðra fjölskyldna. Undum við börnin hag okkar un- aðslega. Á Vesturgötunni nutum við þess að vera samvistum við Rannveigu móðurömmu okkar og Mattheu móðursystur, Edwald mann hennar og börn þeirra, Rannveigu og Pál. Unglingsárin liðu á Hávallagötu 9. Móðir mín hvatti mig til íþrótta. Hafði hún verið spretthörð sjálf, strákarnir gátu ekki sigrað hana nema koma henni til að hlæja á hlaupunum. í Þorsteinshúsi, handan götunn- ar, tók hún oft lagið með vinkon- um sínum og fjölskyldunni allri, enda söngvin með afbrigðum. Foreldrar okkar lögðu ríka áherzlu á að við fengjum alla þá menntun sem hugur okkar sjálfra stóð til, bæði er varðar bóknám og eins á listasviðinu. Hefur það sannarlega verið veganesti, sem aldrei verður fullþakkað. Ekki fór móðir mín að sofa fyrr en allir voru komnir í háttinn, og gætti hún bús og barna svo að til fyrirmyndar var. Margar voru andvökunæturnar þegar stormar geisuðu, loftvogin féll og faðir minn var á sjónum. Skip fórust og skarð var höggvið í vinahópinn. En Guðs hendi hefur verndað okkur. Er ég hafði trúlofast eigin- manni mínum og var við hús- stjórnarnám -erlendis, þá teiknaði móðir mín hús okkar hjóna, með hjálp Jónasar mannsins míns, og arkitekts. Var smekkur hennar slíkur að ekki vildi ég breyta nokkru í dag. Slík var hún, fjölhæf, listræn, stórgreind, stórglæsileg, eins og hún átti kyn til. Aldrei vissi ég að hún legði illt til nokkurs manns. Mestu aufúsugestir á heimili okkar hjóna og okkar mörgu barna, voru foreldrar okkar beggja. Komu þau oft-oft í kvöld- mat og þá var hátíð í bæ. Börnin okkar ólust upp við mikinn kær- leik ömmu og afa. Hús okkar stendur andspænis húsi foreldra Jónasar, hinna mætu hjóna frú Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis. Eru nú Bjarni læknir og nú, móðir mín, gengin á æðri slóðir, bæði í hárri elli. En tign frú Helgu 88 ára gam- allar og reisn föður míns 86 ára, er slík að á ári aldraðra mættu margir taka þau sér til fyrirmynd- ar. Aldrei vol og víl, þangað sækir maður og börnin okkar enn. Þau eru ættarhöfuðin. Móðir mín var sanntrúuð kona og biblían hennar var svo sannar- lega ekki ólesin, enda hafði hún hana á náttborði sínu og kross hjá. Ég veit að móðir mín elskuleg er í góðum höndum. Guðs blessun fylgi henni. Jóhanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.