Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
Aðalfundur Alþjóðasamtaka fiskimjölsútflytjenda:
Útlit fyrir um 20% aukn-
ingu á útflutningi í ár
Framleiðslan verður hins vegar mjög svipuð og í fyrra
AÐALFUNDUR IAFMM, Alþjódasamtaka fiskimjölsframleiftenda, var hald-
inn í septembermánuði í Cannes í Frakklandi. A fundinum, sem Jón Reynir
Magnússon, framkvæmdastjóri Síldar og fiskimjölsverksmiðja ríkisins, var í
forsæti á, kom fram að síðustu spár gera ráð fyrir um 20% aukningu
útflutnings aðildarþjóðanna á fiskimjöli á þessu ári.
Gert er ráð fyrir, að framleiðsla
á fiskimjöli verði í námunda við
2,1 milljón tonna í ár, sem er svip-
uð framleiðsla og í fyrra. Hins
vegar er gert ráð fyrir, að útflutn-
ingur verði í námunda við 2,05
milljónir tonna, en til samanburð-
ar var útflutningur um 1,74 milij-
ónir tonna á sama tíma í fyrra.
Aukningin á útflutningi yrði því
um 20% eins og áður sagði. Um
miðjan septembermánuð var fiski-
mjölsútflutningur aðildarþjóð-
anna í námunda við 1,47 milljónir
tonna, sem var rétt yfir því, sem
spáð hafði verið.
I sambandi við útflutninginn
má geta þess, að í lok september
hafði Suður-Afríka flutt út um
850.000 tonn og Norðurlöndin um
400.000 tonn.
Samstarfi stærstu útflyj-
endanna og stærsta kaupandans í
Vestur-Þýzkalandi var sérstak-
lega fagnað á fundinum, en náðst
hefur samkomulag með þessum
aðiium um sameiginlegt kynn-
ingar- og auglýsingaátak á næstu
misserum. Vegna hagstæðs verðs
á fiskimjöli að undanförnu, hefur
neyzla fiskimjöls aukizt um lið-
lega 50% í Vestur-Þýzkalandi á
þessu ári, samanborið við síðasta
ár.
Loks má geta þess, að fram-
leiðsla á lýsi er talin munu aukast
um 110.000 tonn og verði í lok árs-
ins komin upp í 1,05 milljónir
tonna.
Innflutningsdeild SÍS:
Söluaukningin fyrstu sex
mánuði ársins tæplega 50%
Heildarlagersala Innflutnings-
deildar Sambands íslenzkra
samvinnufélaga fyrir tímabilid
janúar-júní sl. nam 196.566.000
krónum, samanborið við 131.524.000
á sama tíma í fyrra. Höluaukningin
er því um 65.042.000 krónur, eða um
49,4%.
vefnaðarvörudeild, eða upp á
5.942.000 krónur, um 69%.
Þá má geta þess, að á umræddu
tímabili seldust 19.000 kassar af
Holtakexi, en til samanburðar
seldust um 13.700 kassar á sama
tíma í fyrra. Söluaukning er því
tæplega 40%.
Framangreindar upplýsingar er
að finna í „Glugganum", frétta-
bréfi Innflutningsdeildar Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga.
undir á sama tíma í fyrra.
Meðalhækkun hvers tékka milli
ára var hins vegar ekki nema 37%,
en á tímabilinu janúar-ágúst sl.
var meðalupphæð tékka 5.463
krónur, en á sama tímabili í fyrra
var meðalupphæðin 3.986 krónur.
Fjöldi tékka í umferð fór vax-
andi á árunum 1978-1980. Fjöldi
tékka árið 1978 var 7.727 þúsundir,
árið 1979 8.597 þúsundir og árið
1980 10.111 þúsundir. Hins vegar
varð nokkur minnkun á árinu
1981, þegar heildarfjöldi tékka var
9.695 þúsundir.
Veruleg söluaukning varð á lag-
ersölu fóðurvörudeildar á tímabil-
inu og nam aukningin um 63,8%.
Að hluta til má rekja þessa aukn-
ingu til útflutningsbanns á tilbún-
um fóðurblöndum frá Danmörku,
sem varð þess valdandi að fram-
leiðsla hjá fóðurblöndunarstöð
jókst að mun. Um tima tókst ekki
að sinna eftirspurn vegna þessa
ástands. Þessa dagana er unnið að
undirbúningi að aukinni fram-
leiðslugetu fóðurblöndunarstöðvar
deildarinnar.
Söluaukning búsáhaldadeildar á
fyrrgreindu tímabili var 5.861.000
krónur, eða 58,9%, en það er
nokkru meiri söluaukning en var
árið á undan.
Mikil söiuaukning varð hjá
Tékkafjöldi jókst um
18% janúar til ágúst
Ávísanaviðskipti jukust um 61,6%
í krónum talið, á timabilinu janúar-
ágúst sl„ en þau voru að verðmæti
39.077 milljónir króna í ár, saman-
borið við 24.181 milljónir króna á
sama tíma i fyrra. Ávísanaviðskiptin
voru hins vegar heldur minni í ágúst-
mánuði einum, en aukningin milli
ára var um 53,6%.
Tæplega 18% aukning varð á
fjölda tékka á tímabilinu janúar-
ágúst sl. miðað við sama tíma á
síðasta ári. Fjöldi tékka á um-
ræddu tímabili i ár var 7.153 þús-
undir, samanborið við 6.066 þús-
Nýtt verkstæðishús Eimskips
í Sundahöfn tekið í notkun
BYGGINGU nýs verkstæðishúss
Eimskipafélagsins i Sundahöfn er
nú lokið og var það tekið i notkun i
vikunni, að sögn Þórðar Sverrisson-
ar, hjá Eimskipafélaginu. Hús þetta
er hið fyrsta, sem Eimskip byggir
sérstaklega fyrir viðhaldsþjónustu á
vélum og tækjum félagsins.
Hingað til hefur þessum þætti
starfseminnar verið komið fyrir í
hinum ýmsu vörugeymslum fé-
lagsins, og verið fremur þröngt
um starfsemina. Með byggingu
þessa verkstæðishúss er að því
stefnt, að Eimskip geti betur sinnt
brýnustu viðhaldsþörf á vélum og
tækjum, og jafnframt bætt starfs-
umhverfi þeirra, sem þessi verk
vinna fyrir félagið.
Sú bygging, sem nú er tekin í
notkun, er fyrsti áfangi í verk-
stæðisbyggingum félagsins. Hús-
næðið er 350 fermetrar að
grunnfleti, en alls 500 fermetrar
að flatarmáli. Möguleiki er á að
byggja viðbyggingu, þannig að
heildarstærð húsnæðisins verði
allt að 2.000 fermetrar að grunn-
fleti, en að svo stöddu hefur ekki
verið tekin ákvörðun um frekari
byggingarframkvæmdir.
I verkstæðishúsinu mun verða
rafmagns— og vélaverkstæði, en
þau verkstæði hafa fram til þessa
verið í húsnæði smurstöðvar og
dekkjaverkstæðis Sundaskála. A
verkstæðum þessum er fram-
kvæmt nauðsynlegasta viðhald á
rafmagnslyfturum, dísellyfturum,
dráttarbílum, krönum og öðrum
tækjum, sem notuð eru í starfsemi
félagsins á Sundahafnarsvæðinu
og víðar.
33
Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri og Tómas Árnason viðskipta-
ráðherra.
Nauðsynlegt að standa
vörð um fríverslunina
— segir Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, en hann
stjórnaði fundi ráðjyafanefndar EFTA sem haldinn var í Genf
Ráðgjafarnefnd Fríverslunarsam-
taka Evrópu (EFTA) hélt haustfund
sinn í Genf dagana 5.—6. október.
Tómas Árnason, viðskiptaráðherra,
sem er formaður ráðherraráðs EFTA
á seinna misseri þessa árs, stjórnaði
fundinum.
Á föstudaginn, 8. október, boð-
aði Tómas, ásamt Þórhalli Ás-
geirssyni ráðuneytisstjóra í við-
skiptaráðuneytinu, til fundar með
fréttamönnum til að gera grein
fyrir helstu málum sem rædd voru
á fundinum. Segir í fréttatilkynn-
ingu þeirra eftirfarandi:
„Aðal umræðuefni fundarins
var staða EFTA-landanna með
hliðsjón af ríkjandi efnahags-
ástandi í heiminum. Á þessum erf-
iðleikatímum voru fundarmenn
sammála um, að nauðsynlegt væri
að standa vörð um fríverslun, sem
hefur reynst einn sterkasti þáttur
í hinni miklu og almennu velmeg-
un undafarandi áratuga. EFTA-
löndin eru háðari utanríkis-
viðskiptum en flest önnur lönd og
eiga því mikið undir því, að ekki
verði gripið til viðskiptahafta sem
svar við kreppunni heldur verði
áframhald á opnum og frjálsum
viðskiptum landa á milli."
„Hinn mikli samdráttur í al-
þjóðaviðskiptum undanfarið var
talsvert til umræðu á fundinum,"
sagði Tómas, „við íslendingar höf-
um fengið að kenna á honum eins
og aðrir, nægir þar að nefna sölu-
verð á framleiðsluvörum álversins
og Grundartangaverksmiðjunnar,
sem er í lágmarki og sölutregðu á
sumum af okkar undirstöðuút-
flutningsafurðum, t.d. skreið óg
karfa.“
Sagði Tómas í þessu sambandi
að menn væru nokkuð uggandi um
að einhver aðildarríki kynnu að
falla fyrir þeirri freistingu að
grípa til haftaaðgerða, það væri
alltaf svo að þegar harðnaði í ári
kæmu fram háværar kröfur um
verndaraðgerðir fyrir innlenda
framleiðslu. Vildi Tómas þó leggja
á það ríka áherslu, að á fundinum
hefðu allir verið sammála um að
slíkar aðgerðir væru stórt skref
afturábak, og að brýn nauðsyn
væri að standa vörð um fríversl-
unina.
I tilkynningunni segir áfram:
„Rætt var sérstaklega um hlut-
verk tollabandalagsins, GATT, í
þessu sambandi, og afstöðu
EFTA-landanna til mála sem
rædd verða á ráðherrafundi
GATT í nóvember. Síðasti ráð-
herrafundur GATT var haldinn í
Tókýó 1973.
Nokkrar umræður urðu um hið
þýðingarmikla samstarf EFTA-
landanna við Efnahagsbandalagið
á grundvelli fríverslunarsamn-
inganna, sem gerðir voru fyrir 10
árum. Loks var rætt um niður-
greiðslu á vöxtum af útflutnings-
lánum, sem hefur valdið iðnaði
margra landa erfiðleikum. EFTA
telur, að slíkar niðurgreiðslur
samræmist ekki fríverslun. Þá var
rætt almennt um starfsemi
EFTA.“
GATT er tollabandalag, stofnað
’48 í þeim tilgangi að draga úr
viðskiptahömlum, og eiga 83 ríki
aðild að því. Sagði Þórhallur Ás-
geirsson að á væntanlegum ráð-
herrafundi GATT yrði tæplega
reynt að ná fram frekari tolla-
lækkunum, það væri einfaldlega
ekki svigrúm til þess eins og
ástandið er í efnahagsmálum
heimsins. Taldi Þórhallur að sam-
starfið við þróunarlöndin og nýju
iðnaðarríkin yrði ofarlega á baugi
á þessum fyrsta ráðherrafundi
GATT í 9 ár.
Varðandi umræðurnar um sam-
starf EFTA-landanna við Efna-
hagsbandalagið sagði Tómas:
„Á sínum tíma var sú pólitíska
ákvörðun tekin að hvert aðildar-
ríki EFTA um sig gerði sérstakt
samkomulag við Efnahagsbanda-
lagsríkin. Við gerðum þetta sam-
komulag ’72 og er það okkur ein-
staklega hagkvæmt. Það er mein-
ingin að gefa út yfirlýsingu um
þetta samstarf á næsta ráðherra-
fundi EFTA í nóvember næstkom-
andi í tilefni þess að 10 ár eru liðin
frá því að samkomulagið var gert.
Ég á ekki von á því að það verði
stefnt að neinni breytingu á þessu
fyrirkomulagi."
Nú, fleira bar á góma á fundin-
um. Sagði Tómas að menn hefðu
nokkrar áhyggjur af óvissunni í
efnahagsmálum heimsins. Nefndi
hann sem dæmi um óvissuna tvær
spár efnahagssérfræðinga sem
ekki hefðu staðist.
í fyrra var spáð að Bandaríkja-
dollar mundi veikjast, sem ekki
gerðist. Og fyrir tveimur árum var
búist við áframhaldandi hækkun-
um á olíuverði, en það hefur ekki
gengið eftir þrátt fyrir að OPEC-
ríkin hefðu dregið úr framleiðsl-
unni.
Þeir Tómas og Þórhallur voru
annars mjög ánægðir með aðild
íslands að EFTA. Þeir álitu að við
hefðum hagnast verulega á veru
okkar í EFTA, og þótt oft heyrð-
ust raddir sem kvörtuðu undan
erfiðri samkeppni við erlendan
iðnað, mætti ekki gleyma því hvað
það væri okkur geysilega mikils
virði að fiskafurðir okkar eru ekki
tollaðar í EFTA-löndunum.
Af hálfu íslensku samtakanna
sátu ráðgjafarnefndarfundinn
Björn Björnsson, hagfræðingur,
fyrir Alþýðusamband íslands,
Davíð Sch. Thorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri, og Víglundur
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri,
fyrir Félag ísl. iðnrekenda, Agnar
Tryggvason, framkvæmdastjóri,
fyrir Samband ísl. samvinnufé-
laga, Ragnar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri, fyrir Verslunarráð
íslands og Páll Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri, fyrir Vinnu-
veitendasamband íslands. Auk
þess sátu fundinn sem áheyrnar-
fulltrúar dr. Hannes Jónsson,
sendiherra, og Valgeir Ársælsson,
sendifulltrúi.