Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL „Fjárfesting- arákvarðanir á íslandi“ Yfirskrift ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands STJÓRNUNARKÉLAG íslands heldur ráðsUTnu 21. október n.k., sem ber yfirskriftina „Kjárfestinyarákvarðanir á Islandi", að söjjn Arna Gunnarsson- ar, framkvæmdastjóra félagsins. Ráðstefnan verður haldin í Kristalsal llót- els Loftleiða og hefst klukkan 10.15. Yfirlitsmynd yfir hina nýju fullkomnu bílaverksmiðju Mazda. Hörður Sigurgestsson, formað- ur Stjórnunarfélatís Islands, mun setja ráðstefnuna. Þá mun dr. Jó- hannes Nordal, seðlabankastjóri, flytja erindi, sem nefnist „Upp- runi fjármagns á Islandi". Halldór Ásgrímsson, alþingismaður, mun flytja erindi, sem nefnist „Fjár- festingar opinberra aðila“. Þá flytur Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrek- enda erindi, sem nefnist „Fjár- festingar einkaaðila". Að loknu því erindi verða umræður og fyrir- spurnir. Eftir hádegi hefst ráðstefnan á erindi Sigurðar B. Stefánssonar, frá Þjóðhagsstofnun, en það nefn- ist „Fjárfestingar og framlag eih- stakra atvinnugreina til hagvaxt- ar“. Pétur Maack, dósent við Há- skóla íslands, flytur erindi sem nefnist „Ákvarðanataka um fjár- festingar". Björn Björnsson, hag- fræðingur ASÍ, flytur erindi sem nefnisl „Félagsleg sjónarmið og arðsemi". Þá flytur Kristján Jó- hannsson, hagfræðingur Félags islenzkra iðnrekenda, erindi sem nefnist „Helztu kostir í stýringu fjármagns“. Að því loknu verða al- mennar umræður og fyrirspurnir. Eftir kaffihlé mun Jón Sigurðs- son, forstjóri Islenzka járnblendi- félagsins, flytja erindi sem nefnist „Hvað er að? Hvert stefnir?“. Að erindi Jóns loknu verða pallborð- sumræður og ráðstefnunni verður síðan slitið klukkan 17.00. Eimskip kaupir 440 nýja gáma EIMSKII’AFÉLAG ÍSLANDS festi nýlega kaup á 440 nýjum gámum frá Japan. Gámakaup þessi eru þau stærstu, sem gerð hafa verið af ís- lcnzku skipafélagi og þykja jafnvel stór á alþjóðlegan mælikvarða, segir m.a. í nýjasta fréttabréfi Eimskips. Framleiðandi gámanna er Tokyo Car Corp., sem er einn stærsti gámaframleiðandi í heimi. Fyrstu 20 gámarnir hafa þegar verið teknir í notkun hjá félaginu. Gámar þessir munu koma í stað þeirra fjöimörgu leigugáma, sem Eimskip hefur haft í notkun á undanförnum árum, en þeim verð- ur skilaö á næstu vikum. Komið hefur í ljós, að mun hagkvæmara er fyrir félagið að eiga gámana, en að leigja þá, og stefnir Eimskip því að aukinni hlutdeild eigin gáma í fiotanum. Þeir gámar, sem um er að ræða, eru ýmist 20 eða 40 fet, eru úr stáli, en gólf þeirra úr harðviði. Vandað hefur verið til gámanna og sérstaklega tekið tillit til ís- lenzkra aðstæðna, m.a. við máln- ingu á þeim, en hún er þykkri en venja er til. Þá er undirbygging gámanna sérstaklega ryðvarin. I notkun hjá Eimskip eru nú um 3.700 gámar. SAS stórlækkar far- gjöld á Evrópuleiðum SKANDINAVÍSKA flugfélagið SAS tilkynnti nýverið, að í vetur yrði boð- ið upp á sérstök afsláttarfargjöld á leiðum innan Evrópu, en þessi nýju fargjöld eiga að taka gildi 15. nóv- ember nk. Lækkunin er á bilinu 50—70% samkvæmt upplýsingum SAS. Þá hefur SAS ákveðið, að lækka unglingafargjöld til 26 staða í Evrópu um fjórðung og taka þau fargjöld gildi 15. nóvember. SÁS- menn telja, að með þessu móti geti þeir aukið verulega ferðamanna- straum Skandinava til Evrópu og ferðir Evrópumanna til Skandin- avíu. Mikill uppgangur hefur verið hjá SAS undanfarna mánuði, eftir heldur magra tíð. Talsmaður fyrirtækisins benti nýverið á, að þegar IATA, Alþjóðasamtök flug- félaga, hefðu ákveðið 7% hækkun fargjalda innan Evrópu, hefði SAS ekki talið sig þurfa nema 3% hækkun. í júníbyrjun tilkynnti SAS um verulega lækkun fargjalda á ákveðnum leiðum og sagði tals- maður fyrirtækisins á dögunum, að þessi lækkun hefði þegar skilað sér í liðlega 20 þúsund farþega- aukningu, sem væri mun meira en bjartsýnustu menn hefðu þorað að vona. Á næsta ári gerir SAS-flugfé- lagið ráð fyrir að bjóða um 3 millj- ónir sæta á umræddum afslátt- arkjörum. Ný bílaverksmiðja hjá Mazda: Er ein fullkomnasta bílaverksmiðja heims MAZDA-VERKSMIÐJURNAR japönsku tóku í notkun nyja bílaverksmiðju í lok septembermánaðar sl„ en verksmiðja þessi mun vera einhver sú fullkomnasta í veröldinni. Aðeins eru liðnir 18 mánuðir frá þvi, að fyrsta skóflustungan var tekin, en kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er í kringum 150 milljónir dollara. Oll vinnsla í verksmiðjunni er mjög sjálfvirk og tölvustýrð, en t henni er að finna 155 vélmenni, auk um 1.800 starfsmanna, en samkvæmt upplýsingum fyrirtæk- isins er ráðgert, að framleiða um 27.000 bíla á mánuði. Sveigjanleiki verksmiðjunnar er verulega mikill, en möguleiki er á því, að framleiða þrjár mismun- andi gerðir Mazda-þíla á sama tímanum. — Þessi mikli sveigjan- leiki mun hjálpa okkur verulega í síharðnandi samkeppni á markaðnum, sagði talsmaður fyrirtækisins nýverið á blaða- mannafundi. Það kom ennfremur fram hjá talsmanninum, að með síaukinni sjálfvirkni og tölvustýringu, verði hægt að auka gæði framleiðslunn- ar enn frekar frá því sem nú er, jafnframt því sem framleiðslu- hraðinn hefur aukizt verulega. — Eftirspurn eftir framleiðslu fyrirtækisins hefur aukizt svo mikið á undanförnum misserum, að við vorum neyddir til að fara út í þessa uppbyggingu. Sérstaklega hefur 323-bíllinn slegið verulega í gegn, en á þessu ári hefur hann iðulega verið mest seldi bíllinn í Japan, en hingað til hafa Toyota og Nissan einokað efsta sætið. Við lítum því björtum augum á fram- tíðina, sagði talsmaður Mazda- verksmiðjanna ennfremur. Því má reyndar skjóta að, að Mazda-bílar hafa um árabil verið mest seldu bílarnir hér á landi. Þess má svo geta, að í hinni nýju fullkomnu verksmiðju verða framleiddir hin- ir nýju 626-bílar fyrirtækisins og ennfremur hluti af 323-bílunum. Erlendar stuttfréttir ... SÍÐUSTU spár Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu, OECD, gera ráð fyrir því, að hagvöxtur standi i stað hjá hinum vestrænu iðnríkj- um á þessu ári, en fyrr á árinu höfðu sérfræðingar stofnunarinnar gert ráð fyrir 0,5% hagvexti. KODAK Eastman Kodak-fyrirtækið bandariska hyggst markaðssetja á næsta ári 35 mm litfilmu, sem verður með ASA-tölunni 1.000, sem verður bylting í ljósnæmi, en hingað til hefur ekki tekizt að framleiða svo „hraða“ filmu. FRAKKLAND — EBE Frakkar hafa tilkynnt Efna- hagsbandalaginu, að þeir muni setja sig upp á móti nýjum smjörsamningi bandalagsins við Nýja Sjáland, nema bandalagið aflétti banni sínu á sölu smjörs til Sovétríkjanna, vegna Afgan- istanmálsins. AIRBUS — BOEING Thai Airways, ríkisflugfélagið í Thailandi, tilkynnti fyrir skömmu, að það væri hætt við kaup á tveimur Airbus-flugvél- um, þar sem afhendingartími hefði ekki staðist og þess í stað myndi félagið kaupa Boeing 767-vélar. TÆKNIÞJÓFNAÐUR Bandaríkjamenn telja, að um 20.000 Sovétmenn séu að störf- um víðs vegar um heiminn við að kaupa, eða stela tækninýjung- um. ATVINNULEYSI — VESTUR-ÞÝZKALAND Atvinnuleysi fór yfir tvær milljónir manna í Vestur-Þýzka- landi í síðasta mánuði, en það er mesta atvinnuleysi þar í landi um mjög langt árabil. YFIRVINNU- BANN — BRETLAND Verkalýðsleiðtogar í brezkum kolanámum tilkynntu í vikunni, að frá og með 11. október sl. yrði ekki unnin nein yfirvinna í brezkum kolanámum. BRETLAND — STÁL Fyrirsjáanlegt er, að brezki stáliðnaðurinn mun enn draga saman seglin á næstunni og á borðinu liggur, að fjölda starfsmanna verður sgt upp störfum. VEXTIR — BRETLAND Fjöldi brezkra banka tilkynnti fyrir skömmu, að þeir hefðu ákveðið, að lækka forvexti sína úr 10'á í 10%. LISTAVERKA- MARKAÐURINN Vegna mikils samdráttar á listaverkamarkaðnum hefur hagnaður Chirsties Internation- al í Bretlandi dregizt verulega saman. Hagnaður fyrirtækisins á fyrri helmingi þessa árs fyrir skatta, var um 1,1 milljón punda, en á sama tíma í fyrra var hagn- aður fyrirtækisins um 3,3 millj- ónir punda. SUÐUR-AFRÍKA Suður-Afríkumenn hafa sótt um til Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins, að fá 1,1 milljarð dollara í fjárhagsaðstoð til að rétta af greiðsluhalla landsins við út- lönd. ÍTALÍA — STÁLIÐNAÐUR ítalskur stáliðnaður á í veru- legum rekstrarerfiðleikum um þessar mundir og nýverið til- kynnti talsmaður samtaka stálframleiðenda, að 15.000 starfsmönnum í viðbót við þá 20.000, sem þegar hafa misst vinnuna, yrði sagt upp á næstu vikum. SYKURVERÐ Sykurverð hefur ekki verið lægra í fjögur ár en það er nú. í liðinni viku var sykurtonnið selt á 81 pund á alþjóðamarkaðnum í London. Hafði lækkað um 6 pund á tveimur dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.