Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 22
ERLENT
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKT0BER 1982
Sænskur varðbátur rekur seglbát burt af svæði því, þar sem kafbátaleit Svía fer fram. í bakgrunni má sjá
sænskan tundurspilli.
Kafbátsins enn leitad í Svíþjód
Skilar aftur gullverð-
launum sem hann
hlaut fyrir 70 árum
Ijiusanne, 13. október. AP.
Alþjóðaólympíunefndin hefur skipað Jim Thorpe að nýju á bekk áhuga-
manna í íþróttum og mun skila aftur þeim verðlaunapeningum, sem hann
vann á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi fyrir 70 árum, en var síðan sviptur.
Hyggst Juan Antonío Sanaranch, formaður nefndarinnar, afhenda dóttur
Thorpes þessa verðlaunapeninga í janúar nk. Thorpe, sem var einn snjallasti
íþróttamaður heims á sínum tíma, vann gullverðlaun bæði í tugþraut og
fimmtarþraut í Stokkhólmi 1912.
Síðar kom það í ljós, að Thorpe
hafði leikið að einhverju leyti sem
atvinnumaður í baseball 1911 og
þá var hann sviptur ólympíuverð-
launum sínum og strikaður út af
skrám Ólympíuleikanna sem sig-
urvegari þar. Gústaf Svíakonung-
ur sagði á Ólympíuleikunum 1912,
að Thorpe væri „mesti íþrótta-
maður heims" og æ síðan hefur
hann verið talinn í hópi snjöllustu
íþróttamanna í heimi á fyrri
helmingi þessarar aldar.
Thorpe var fæddur 1888 í
Oklahoma í Bandaríkjunum.
Hann lézt 1953.
Annar Koblenz ræninginn
tekinn með 700.000 mörk
Koblenz, 11. oklóber. AP.
LÖGREGLAN í Vestur-Þýzkalandi handtók í gær annan af tveimur
grímuklæddum byssubófum, sem í síðustu viku tóku 11 gísla og 1,2
millj. marka í æðisgengnu bankaráni í Koblenz, er stóð yfir í meira en
19 klukkustundir. Við handtökuna í gær tókst lögreglunni jafnframt að
endurheimta um 700.000 mörk af ránsfengnum.
Maður sá, sem lögreglan hand-
tók í gær, heitir Helmut Wintrich
og er 36 ára að aldri. Hann var
handtekinn í Bochum, sem er iðn-
aðarborg í Ruhr-héraðinu.
Lögreglunni hefur einnig tekizt
að komast á slóð hins bófans, sem
er fyrrverandi lögreglumaður,
Gerhard Benoit að nafni. Hann
hafði verið rekinn úr starfi hjá
lögreglunni fyrir afbrot í starfi.
Þessir tveir menn vöktu mikla
skelfingu í síðustu viku, er þeir
tóku 11 manns sem gísla í banka-
Danmörk:
Schliiter hættir við
Bretlandsheimsókn
Kaupmannahoín, 13. október. AP.
DANSKA stjórnin á nú í vök að verjast og hefur Poul Schliiter forsætis-
ráðherra hætt við að fara í opinbera heimsókn til Margaretar Thatcher
starfssystur sinnar í Bretlandi þess vegna.
því fólgin að taka úr sambandi
sjálfvirka kaupgjaldsvísitölu og
halda öllum kauphækkunum inn-
an 4% til 1985. Krafa Framfara-
flokksins um að samtímis lækki
stjórnin skatta verulega er talin
helzta ástæða ágreinings um
efnahagsaðgerðirnar.
Stjórn Schliiters ætlar að
ganga erfiðlega að afla meiri-
hlutafylgis í þjóðþinginu við
efnahagsmálafrumvarp sitt, en
afgreiðsla þess er forsenda þess
að stjórnin sitji áfram og ekki
verði að boða til nýrra kosninga.
Meginatriði frumvarpsins eru í
ráni og héldu síðan lögreglunni í
skefjum með því að skjóta á hana
og með því að hóta að drepa gísl-
ana. Að lokum flýðu ræningjarnir
með 1.200.000 mörk, sem þeir tóku
sem ránsfé og lausnarfé fyrir gísl-
ana, en héldu samt eftir tveimur
gíslum, sem þeir létu ekki lausa
fyrr en síðar.
Timman þjarm-
ar að Karpov
Tilburg, 13. september. AP.
ANATOLY KARPOV, heimsmeistari
í skák, frá Sovétríkjunum náði að-
eins jafntefli í skák sinni gegn
Browne frá Bandaríkjunum í 9. um-
ferð Interpolis-skákmótsins í Til-
burg í gærkvöld. Fyrir vikið komst
Jan Timman enn nær honum og nú
skilur þá aðeins hálfur vinningur
þegar tvær umferðir eru eftir.
Timman vann Húbner í gær-
kvöldi og úrslit í öðrum skákum
urðu sem hér segir. Nunn frá Eng-
landi og Portisch frá Ungverja-
landi skildu jafnir, Sosonko frá
Hollandi vann Torre frá Filipps-
eyjum, skák Larsen og Petrosian
fór í bið og þeir Smyslov og And-
ersson skildu jafnir.
Eftir 9 umferðir hefur Karpov
enn forystuna með 6,5 vinninga.
Timman er með 6, Andersson 5,5,
Smyslov og Sosonko með 5,
Browne með 4,5, Petrosian 4 og
biðskák, Nunn og Portisch 4,
Húbner 3,5, Torre 3 og Larsen 2 og
biðskák.
Prinsinn kominn heim
l.undunum, 13. október. AP.
ANDRÉS drottningarsonur var fölur
og fár þegar hann kom til Lundúna í
dag eftir átta daga hressingardvöl á
eyjunni Mustique í Karabíska eyja-
klasanum. Ilann var einn síns liðs,
en frá því að fregnir bárust af þvi að
ferðafélagi hans væri bandarísk
klámmyndadís, Koo Stark að nafni,
hefur mikið gengið á i fjölmiðlum i
Bretlandi og víðar.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
hefur ljósmyndurum blaða ekki
tekizt að ná myndum af ungfrú
Stark á Mustique en myndir af
Andrési á sundskýlunni hafa hins
vegar verið fyrirferðamiklar und-
anfarna daga.
Af brezku konungsfjölskyldunni
er það annars að frétta að Mark
Phillips, maður Önnu prinsessu,
er hættur við að fara til fundar við
konu sína í Kenýa eins og ákveðið
hafði verið. I staðinn ætlar hann
að bregða sér til Austurlanda
fjær. Anna prinsessa er á ferða-
lagi um Afríku og ætlaði að taka
sér tveggja daga hvíld í Kenýa.
Þessi breyting á ferðaáætlun
Mark Phillips þykir styðja kenn-
ingar um að hjónaband hans og
prinsessunnar sé á köldum klaka.
Lægri vextir
í Bretlandi
London, 13. október. AP.
HELZTU bankar í Bretlandi lækk-
uðu vexti í dag um Vi%, niður í 9'/2%
og er þetta i fyrsta sinn þar í landi í
fjögur ár, sem vextir eru lægri en
10%. Fyrir einu ári náðu þessir vext-
ir hámarki og urðu þá 16%. Lækkun
þessi kemur í kjölfar vaxtalækkunar
í Bandaríkjunum, en stjórn Reagans
hefur að undanförnu dregið úr höft-
um í peningakerfinu. Talið er lík-
legt, að brezku byggingarfélögin,
sem veita mest af veðskuldalánum í
ltretlandi, muni i næsta mánuði
lækka vexti sína um l'/í—2%, niður í
Pagliai milli heims og helju
Hlaut hættuleg skotsár í viðureign við lögreglu, er hann var handtekinn
Kóm, 13. október. AP.
PIKRLIJIGI Pagliai, einn eftirlýstasti hryðjuverkamaður ftalíu, sem var
handtekinn í Bólivíu á sunnudag, liggur hættulega særður af völdum
skotsára, sem hann hlaut í viðureign sinni við lögregluna, er hann var
handtekinn. Komst hann til meðvitundar í dag en er enn í lífshættu.
Pagliai er grunaður um þátttöku í sprengjutilræðinu í Bologna í ágúst
1980, þar sem 85 manns létu lífið og 200 særðust.
— Pagliai komst til meðvit- Annar hryðjuverkamaður,
undar í dag, en hann er lamaður sem er á flótta undan ítölsku
á höndum og fótum og er hafður
í gervilunga sökum öndunarerf-
iðleika, sagði Mastantuono, yfir-
læknir sjúkrahússins þar sem
Pagliai liggur, við fréttamann í
dag, en vildi ekki fjölyrða um
ástand Pagliais að öðru leyti.
Samkvæmt öðrum heimildum á
Pagliai að hafa hlotið skotsár á
höfði og hálsi, er lögreglan í
Bólivíu handtók hann skammt
frá borginni Santa Cruz de la
Sierra, sem er miðstöð kókaín-
framleiðslunnar þar í landi.
lögreglunni, komst undan, er
lögreglan í Bólivíu lét til skarar
skríða. Það er Stefano della
Chiaie, stofnandi hermdarverka-
hreyfingar nýfasista á Ítalíu og
er hann einnig sakaður um
þátttöku í sprengjutilræðinu í
Bologna. Alls hefur verið gefin
út skipun um handtöku fimm
manna, þriggja Itala og tveggja
manna af öðru þjóðerni, fyrir
hlutdeild í sprengjutilræðinu,
sem er einn blóðugasti hryðju-
verkaglæpur, sem framinn hefur
verið allt frá síðustu heimsstyrj-
öld.
Pagliai var fluttur flugleiðis
frá Bólivíu til Rómaborgar í
DC-10-þotu frá flugfélaginu Al-
italia, sem ítölsk stjórnvöld
höfðu leigt sérstaklega í þessu
augnamiði. Hafa ítölsk stjórn-
völd þakkað stjórnvöldum í Bóli-
víu fyrir aðstoð þeirra, en í Bóli-
víu tók ný ríkisstjórn við völdum
fyrir skemmstu undir yfirstjórn
Hernan Siles Zuazo forseta, sem
er úr hópi borgara en ekki her-
foringja, eins og fyrri forseta
hafa verið.
Haft er eftir heimildum í Ból-
ivíu, að herforingjastjórn sú,
sern áður var við völd í Bólivíu,
hafi ráðið Pagliai sem hernað-
arráðunaut, en hann á að vera
sérfræðingur í pyndingum og
pólitískum yfirheyrslum. Er
sagt, að Pagliai hafi tekið beinan
þátt í kókaínsmygli frá Bólivíu,
en hinn nýi forseti landsins hef-
ur heitið því að berjast gegn öllu
slíku.
Aðrir, sem ákærðir eru fyrir
þátttöku í sprengjutilræðinu í
Bologna, eru Maurizio Giorgi, 39
ára gamall ítali, sem þegar situr
í fangelsi, Olivier Danet, 29 ára
gamall Frakki, sem situr í fang-
elsi í Frakklandi og Austur-
Þjóðverjinn Joachim Fiebelkorn,
35 ára gamall, en dómstóll í
Vestur-Þýzkalandi lét hann
lausan fyrir mánuði, eftir að
lögfræðingur hans hafði lagt
fram sönnunargögn fyrir því, að
Fiebelkorn hafi verið í Suður-
Ameríku, er sprengingin í Bol-
ogna átti sér stað.
Vígsluvottorð Napóleons
og Jósefínu á uppboð
Lundúnum, 13. október. AP.
Hjónavígsluvottorð Napóleons
keisara og Jóscfínu verður boðið
upp hjá Christie's í Lundúnum í
næsta mánuði. Keisarahjónin voru
gefin saman í heilagt hjónaband
kvöldið áður en Napóleon var
krýndur að kröfu Píusar páfa VIL,
sem taldi að ekkert væri að marka
borgaralega hjónavigslu sem áður
hafði farið fram.
Vottorðið er virt á 8—10 þús-
und sterlingspund. A uppoðinu
hjá Christie’s er jafnframt bréf
sem Napóleon keisari skrifaði
Jósep bróður sínum og segir
m.a.: „Ef hún yrði mér afhuga þá
ætti ég ekkert erindi lengur á
þessari jörð,“ en hér á keisarinn
að sjálfsögðu við sína heittelsk-
uðu Jósefínu.