Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14..QKTÓBER 1982
18.o^'
Flyst vandi bændastéttarinnar inn
á hinn almenna vinnumarkað?
eftir Vifffús
H. Jónsson
Það (jetur ekki talist spánnýtt
að ýmsir erfiðleikar steðji að
hinni íslénsku bændastétt, en sá
vandi, sem nú er við að etja, er
öllu verr vaxinn en mar«ur annar.
Nú virðist vera að því horfið að
minnka sauðfjárstofninn í land-
inu, þótt tæpast geti það talist án-
æjyulejí ákvörðun að minnka
matvælaframleiðslu í sveltandi
hcimi. É(» ætla ekki að rekja hér,
hvers ve«na nú er komið sem kom-
ið er, eða kenna neinum neitt þar
um. Hitt er svo annað mál að ekki
er sama, hvernig að fyrirhu«aðri
sauðfjárfækkun verður staðið.
Þótt bændur ei«i ýmsa mö«uleika
ónotaða. hvað snertir hinar
svonefndu aukabú«reinar, þá er
barnaskapur að hu«sa sér að um-
rædd sauðfjárfækkun «eti átt sér
stað á jafn skömmum tíma o« að
er stefnt án þess, að bændum
fækki að mun. í því sambandi er
vert að hafa það í hu«a, að eftir
því sem sauðfjárstofninn minnk-
ar, þá minnkar ála«ið á «róður-
lendi o« féð verður vænna. Því
held é« að meiri fækkun þurfi til
en um er rætt, ef stilla á kjöt-
ma«nið að því marki, sem
nauðsynle«t telst. Það að bændum
fækki eitthvað tel é« betri kost, en
að tekjurýrnun geri þá að ósjálf-
stæðum fátæklin«um í stórum
stíl. Það er bara ekki sama hvar o«
Vigfús B. Jónsson
hvernig þeim fækkar. Það er t.d.
stórhættulegt fyrir bændastétt-
ina, ef svo illa er búið að un«u
bændunum að þeir gefist upp og
verði að hætta, því stéttin þarfn-
ast eðlilegrar endurnýjunar eigi
hún ekki að hrynja á skömmu ára-
bili. Slík þróun mála yrði sjálfsagt
til þess að farið yrði að styrkja
fólk í stórum stíl til að fara út á
landið og búa. En hvernig yrði sú
bændastétt, sem ælist upp á möl-
inni og síðan styrkt á ailan máta
til búskaparins? Mér finnst a.m.k.
ekki óhugsandi að þannig mætti
búa til einn þrýstihópinn í viðbót
við nógu marga hér í landi. Það
hefur verið mjög móðins hérlendis
á seinni árum að vera svokallaður
byggðastefnumaður og alveg sér-
lega vinsælt að segja: „Við eigum
að byggja landið allt“. Þessi setn-
ing hefur veri notuð sem nokkurs
konar slagorð, en ég efast um að
sumir þeir, sem hafa látið sér
hana um munn fara geri sér fulla
grein fyrir því, hvað þeir eru að
segja eða hvað þetta hugtak á að
ná langt. Meiningin er kannski sú
að við eigum að teygja byggðina
umhverfis allt landið. En allavega
byggjum við ekki landið allt nú og
munum ekki gera, því það er
óbyggilegt á stórum svæðum.
Ég held að okkur standi nær að
tala um að nýta landið allt á
skynsamlegan hátt. Hvað það
snertir er vert að hafa það í huga,
að við getum nýtt landið á allt
annan hátt og mun skynsamlegar,
en forfeður okkar og formæður
svo er nú tækni og þekkingu fyrir
að þakka. Mér er gjarnt að vitna
til útskagans á milli Skjálfanda og
Eyjafjarðar, sem nú er í eyði fall-
inn, en gegnir mikilvægu hlut-
verki sem afréttur nærliggjandi
byggðarlaga. Væri þessi útkjálki
eitthvað byggður, þá væri auðvit-
að útilokað annað, en að halda þar
uppi samgöngum og annarri sjálf-
sagðri þjónustu. En hver væri
bættari? Eins og nú er komið
framleiðslumálum landbúnaðar-
ins hlýtur það að vefjast fyrir
mönnum, hvort skynsamlegt sé að
streitast við að halda í byggð
kostarýrum og illa settum jörðum.
Ég vil að sjálfsögðu ekki láta
fyrirskipa fólki, sem slíkar jarðir
byggir, að hætta búskap, heldur
gefa því kost á því, að ríkið kaupi
jarðirnar vilji það hætta búskapn-
um. Það er nefnilega vitað mál að
margir, sem nefndar jarðir
byggja, vilja gjarnan hætta, en
geta það ekki án þess að fá þolan-
legt verð fyrir jarðirnar. I þessu
sambandi má minna á það, að
eignarréttur bænda hefur af illri
nauðsyn verið skertur verulega
hvað snertir sölu jarðeigna og því
ekki óeðlilegt að ríkið hefði ein-
hverjar skyldur þess í stað. Ég er
sannfærður um, að með því að
gefa ábúendum þeirra jarða, sem
helst mega missa sig, kost á að fá
viðunandi verð fyrir þær, ásamt
því að ganga nær hinum svokall-
aða „hobbý-fjárbúskap“, þá væri
kominn sá hvati, sem valda mundi
niðurlögum offramleiðsluvandans,
á örfáum árum. En af því að ég
hef gert skynsamlega landnýtingu
og fækkun sauðfjár hér að um-
ræðuefni, þá get ég ekki annað en
bent á það að fleiru virðist nú
mega fækka hér í landi en sauðfé.
Talið er að hrossastofninn í land-
inu taki nú um það bil helming
úthagabeitarinnar á móti sauð-
fénu og gctur það naumast talist
skynsamleg landnýting, þegar til
þess er litið að tekjur af hestum
séu nálægt því að vera 1% af tekj-
um landbúnaðarins.
Að sjálfsögðu finnst mér eðli-
legt að sem flestir landsmanna
njóti íslenska hestsins, en fæ ekki
séð að það þyrfti að ganga nærri
reiðhestinum íslenska, ánægju
fólks af honum, né tekjum af hest-
um yfirieitt, þótt hrossastofninn
yrði minnkaður um 30—40%.
Hvað það snertir að bændur geti
farið mikið út í loðdýrarækt í stað
hinna hefðbundnu búgreina, þá
finnst mér nú gæta fuil mikillar
bjartsýni þar um og tel vert að
skoða það í víðara samhengi áður
en efnt er til stórævintýra á þeim
vettvangi. Það er auðséð að ódýr-
ara er að reka loðdýrabú við sjáv-
arsíðuna þar sem fæða þessara
dýra fellur til og sennilega betra
að reka þau i stórum einingum.
Það má hugsa sér að þau bú, sem
þegar eru komin upp, geti gert það
nokkuð gott meðan þau geta selt
lífdýr til þeirra búa, sem eru í
uppbyggingu, en framtíðin er auð-
vitað eins og óskrifað blað. Að
sjálfsögðu geta orðið sveiflur á öll-
um mörkuðum en loðskinnamark-
aðir eru alveg sérlega viðkvæmir
fyrir þeim, því þeir eru mjög háðir
tísku og fjárhagslegri afkomu
fólks í markaðslöndunum. Ofan á
allt annað held ég, að það sé full
snemmt að gleyma því með öllu
hvern endi loðdýrarækt á Islandi
fékk fyrir um það bil 40 árum.
Okkur íslendingum hættir til að
reiða hátt til höggs, ef eitthvað á
að gera. Við megum þó ekki
gleyma því að þróun er farsælli en
bylting og tel ég því nauðsynlegt
að stefna að umræddri sauðfjár-
fækkun á lengri tíma en um er
rætt. Það gæfi bændum lengri
umþóttunartíma til að koma fyrir
sig hinum ýmsu aukabúgreinum
og mundu þá færri hætta búskap
en ella. Eins skyldum við ekki úti-
loka, að úr kunni að rætast í
markaðsmálunum, enda verði bet-
Með netið í Kistunum.
„Eftirleitir“
í Elliðaánum
FAKH) var í „eftirleitir" í Klliðaán-
um um helgina og tekinn lax í klak,
en klakveiði hefur verið stunduð á
haustin í Klliðaánum alllengi. Að
þessu sinni voru við veiðarnar Jakob
llafstein fiskiræktarfulltrúi og tveir
aðstoðarmenn hans. Veiðarnar
gengu sæmilega en á milli 60 og 70
laxar fengust, þar af um 30 hrygnur.
Jakob sagði í samtali við Morg-
unblaðið að fimm sinnum hefði
verið farið í árnar í haust og hefðu
um 400 hrygnur veiðst. Aðeins
stærstu hængarnir eru hirtir, en
um helgina veiddust tveir stórir
„boltar", líklega um 20 pund, ný-
gengnir.
Löxunum sem veiddir eru í klak,
er komið fyrir í þróm við klak- og
eldisstöðina við Elliðaárnar og
þeir geymdir þar, uns þeir eru til-
búnir til kreistingar.
í haust hefur verið farið um all-
ar Elliðaárnar, byrjað var á svæð-
inu frá Árbæjarstíflu að rafstöð
og allur lax tekinn þaðan, því vatn
á því svæði er mjög lítið þegar
raforkuframleiðsla er í hámarki.
Á efstu svæðum Elliðaánna var
talsvert um fisk, en hann var mjög
dreifður. Þó var mikill fiskur í
svokölluðu Fljóti, en einnig tals-
vert í Grænugróf og á Hrauninu.
Um helgina náðust um 40 fiskar í
Grænugróf.
Jakob Hafstein sagði í samtali