Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 35 hópi 14 ungra tnanna sem hófu nánt í fiugvirkjun hjá Flugfélagi íslands. Fæstir okkar höfðu sést áður, en kynni okkar áttu eftir að verða mikil og samstaða innan hópsins góð. Það kom fljótt í ljós að Her- mundur var ágætur námsmaður og góður félagi. Hann var einn þeirra manna sem alltaf höfðu bætandi áhrif á þá sem þeir voru með hverju sinni. Hann var hóg- vær og prúður í framkomu og það var fjarri hans skapgerð að troð- ast fram fyrir aðra. Hann var sanngjarn í dómum sínum um menn og málefni og tók gjarnan upp hanskann fyrir þá sem honum fannst hallað á. Hermundur vann hjá Flugfélag- inu í nokkur ár eftir að námi lauk, en hóf þá störf hjá Landhelgis- gæslunni. A báðum þessum stöð- um var hann vinsæll í starfi enda vandvirkur og góður fagmaður og mjög samviskusamur. Árið 1967 giftist Hermundur Ingu-Lill Hasselbjer frá Svíþjóð. Börn þeirra eru: Helena, 12 ára, Elisabet, 9 ára og Gunnar Friðrik, 2 ára. Það var mikið áfall þegar í ljós kom um jólaleytið 1980 að Her- mundur var með krabbamein og þurfti að gangast undir alvarlega aðgerð. En það virtist vera öðrum meira áfall en honum sjálfum, svo sigurviss var hann í baráttunni við sjúkdóminn. Hann leit aðeins á þetta sem óþarfa töf á gangi lífs- ins og ætlaði að hafa hana eins stutta og hægt væri. Enda hresst- ist hann ótrúlega fljótt og var far- inn að vinna fyrr en nokkurn varði og áleit nú töfina vera á enda. Sem dæmi um kjarkinn má nefna, að þá um vorið vorum við að rifja upp veiðisögur og þá stakk hann upp á því að við færum í sjóbirting strax næstu helgi. Mér fannst hann ekki hafa náð sér nógu vel og sýndi málinu því lítinn áhuga. En hann lét mig ekki draga úr sér kjarkinn og frétti ég síðar að hann hafði þá bara fengið ann- an til að fara með sér. Honum fannst hann vera búinn að tefja nógu lengi og vildi nú halda áfram, og áfram hélt hann af óbil- andi kjarki og með frábærum stuðningi frá konu sinni. En aftur dró ský fyrir sólu því í sumar tók sjúkdómurinn sig upp aftur og nú varð ekki við neitt ráð- ið þó hart væri tekið á móti. Þá var lærdómsríkt að sjá með hví- líku æðruleysi og styrk þau hjón tóku því sem bæði vissu að myndi koma. Hermundur var ungur þegar hann missti föður sinn og nú eru börnin hans orðin föðurlaus ennþá yngri en hann var. Missir þeirra og konu hans er mikill ekki síst vegna þess hve góður heimilisfaðir hann var og hændur af börnunum og þau að honum. Hann var heimakær og hjálpsamur eigin- maður og ævinlega ríkti jöfnuður milli þeirra hjóna. Ég vil nú að leiðarlokum þakka Hermundi vináttu hans og tryggð, ég þakka allar gleðistundirnar sem við áttum heima fyrir og á vinnustað. Góður drengur hefur verið kall- aður burtu og stórt skarð er nú hoggið í vinahópinn. Námsfélag- arnir og allir á FVFÍ biðja Guð að blessa hann og við vottum Ingu- Lill, Helenu, Elisabetu, Gunnari litla og öðrum ættingjum, okkar innilegustu samúð á þessari stundu sorgarinnar. Valdimar Sæmundsson úr massivu bevki rUriVCl eikog ask Hagstætt verð/góð greiðslukjör V Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTIG 1 S. 18430 Meira en þú geturímyndad þér! Þá geturðu eins vel ímyndað þér allan gang heimsmálanna eins og þauleggjasig t.d.ástandið í Póllandi ,síðustu fréttir af átökum ráðamanna í austri og vestri um eldflaugar í Evrópu, stöðuna í olíulöndunum í Mið-Asíu, mis- réttið í Afríku o.s.frv. fmyndaðu þér líka hvað er að gerast heima fyrir, hvenær sláum við næsta verð- bólgumet, hver er staða frystiiðnaðarins, hvað kostar ein pylsa með öllu eftir síðustu hækkun, hvað er að gerast að tjaldabaki í stjórnmálunum. Svo skaltu ímynda þér eitthvað skemmti- legt: veistu t.d. hvaða nýjustu kvikmyndir er verið að sýna, hvaða sýningar og tónleikar eru væntanleg, hvaða íþróttaafrek voru unnin í gærkvöldi, hvernig stjörnuspáin þín er í dag, hvað allt forvitnilega fólkið er að aðhafast....? Geturðu ímyndað þér morgun eða jafnvel heilan dag án Moggans? Óskemmtileg tilhugsun, ekki satt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.