Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
20% AFSLÁTTUR
í tilefni af 15 ára afmæli verslunarinnar bjóðum
við eldhúsgluggatjöld, pífugluggatjöld, blómastor-
esa, dúka og dúkaefni á afmælisverði
Aðeins í nokkra daga.
Lítið inn og gerið góð kaup.
Nú er opið á laugardögum.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
:gluggatjoed
Skipholti 17A. Sími 12323
i
Norræna húsið:
Fundur
um fóstur-
eyðingar
FÖSTUDAGINN 15. október nk.
gengst Kristilegt stúdentafélag fyrir
fundi um fóstureyðingar í Norræna
húsinu.
Fundurinn hefst kl. 19.45 með
setningu, en kl. 20.00 verður sýnd
45 mín. löng kvikmynd um fóstur-
eyðingu.
Höfundar kvikmyndarinnar eru
tveir, Francis A. Schaeffer, sem er
guðfræðingur og heimspekingur
að mennt, og C. Everett Koop
M.D., bandarískur yfirskurðiækn-
ir. Fjalla þeir Schaeffer og Koop í
kvikmynd sinni um tengsl frjálsra
fóstureyðinga við helgi mannlegs
lífs, út frá trúar- og siðferðilegu
sjónarmiði.
Að lokinni sýningu myndarinn-
ar og kaffihléi verða flutt 4 stutt
erindi um fóstureyðingu frá
nokkrum sjónarhornum. Eftir-
taldir aðilar munu flytja erindi:
— Þorvaldur Garðar Kristjánsson
alþingismaður mun fjalla um
fóstureyðingu og löggjafar-
valdið;
— Auðólfur Gunnarsson kven-
sjúkdómalæknir talar um fóst-
ureyðingu út frá læknisfræð-
inni;
— Hildur Jónsdóttir skrifstofumað-
ur flytur erindi um kvennabar-
áttu og fóstureyðingu og
— Sigurður Pálsson námsstjóri
mun ræða um fóstureyðingu í
ljósi kristinnar trúar.
Að loknum flutningi erindanna
munu höfundar þeirra taka þátt í
pallborðsumræðum um fóstureyð-
ingu almennt.
Óllum er heimill ókeypis að-
gangur meðan húsrúm leyfir.
Nokkrir úr flóamarkaðsnefndinni í kaffipásu hjá Mörthu, húsráðanda í
Skeljanesi. Auk þess nokkrir hjálparkokkar og börn. Frá vinstri: Sara,
Halldóra, Birna, Vala, íris, Martha, Hildur, Kolbrá, Stella, Jóhanna, Aðal-
heiður og Ósk.
Flóamarkaður FEF end-
urtekinn á laugardaginn
VEGNA mikillar aðsóknar um sl.
helgi og áskorana, svo og af því að
fjöldi góðra muna hefur bætzt við,
hefur Félag einstæðra foreldra
ákveðið að endurtaka flóamarkað i
Skeljanesi 6, nk. laugardag frá 2—5.
Allt verður selt þar á reyfara-
verði, að því er segir i fréttatil-
kynningu, hvort sem um er að
ræða gamlan og nýjan tízkufatn-
að, húsgögn, skrautmuni og nán-
ast flest sem nöfnum tjáir að
nefna. Eigi einhverjir dót í
geymslum er því enn veitt mót-
taka.
Laugarásbíó:
„Mannlegur veikleiki
LAUGARÁSBÍÓ hefur fumsýnt
kvikmyndina „Mannlegur veik-
leiki“ eða „The Human Factor",
eins og myndin heitir á frummál-
inu.
Hér er um að ræða nýja breska
stórmynd um starfsmann leyni-
þjónustu Breta í Afríku. Kemst
hann þar í kynni við skæruliða.
Einnig hefjast kynni hans við
svertingjastúlku í landi þar sem
slíkt varðar við lög.
Myndin er byggð á metsölubók
Graham Greenes.
Framleiðandi og leikstjóri er
Otto Preminger og leikarar Rich-
ard Attenborough, John Gielgud
og Derek Jacobi.
Tónabíó frumsýn-
ir „Hellisbúann“
TÓNABÍÓ frumsýndi nýlega mynd-
ina Hellisbúinn (Caveman). í aðal-
hlutverkum eru fyrrverandi bítill,
Ringo Starr, og Barbara Bach, en
kynni þeirra við töku þessarar
myndar munu hafa leitt til giftingar
þeirra.
í fréttatilkynningu frá bíóinu
segir að loksins eftir allar þessar
milljónir ára, hafi verið gerð
grínmynd um hellisbúana forfeður
okkar. Leikstjóri er Carl Gottlieb.