Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
Drekka
þyrnarnir
blóð?
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Pólska skáldið Ryszard Krynicki
orti fyrir nokkrum árum eftirfarandi
Ijóó:
VrAi ój; einhvern tíma aó hrópa:
„Dmgi lifl l*ólland!“
— á hvaóa máli ætti ég ad gera þaó?
Þetta ljóð er dæmigert fyrir
kynsjóð Krynickis, skáld sem fædd
eru á fimmta áratugnum. Eitt af
skáldum þessarar kynslóðar er
Stanislaw Baranczak. Vegna póli-
tískra ljóða sinna átti hann
snemma í útistöðum við ritskoð-
unina og var loks bannað að birta
verk sín 'í Póllandi. En Baranczak
tókst að koma sér á framfæri með
hjálp leynilegra forlaga eins og
NOWA og auk þess komu útlaga-
forlög til móts við hann. Vegna
stuðnings við andófsmenn í verka-
lýðshreyfingunni var honum
meinað að flytja fyrirlestra við
háskólann í Poznan, en hlaut náð
fyrir augum yfirvalda haustið
1980.1 desember sama ár fór hann
til Stokkhólms í boði Czeslaw Mil-
osz sem þangað var kominn til að
taka við bókmenntaverðlaunum
Nóbels. Nú kennir Baranczak
slafnesk mál og bókmenntir við
Harvard-háskóla í Bandaríkjun-
um.
í fyrirlestri sem Stanislaw Bar-
anczak hélt í janúar á vegum The
Academy of American Poets (birt-
it í sænska tímaritinu BLM 4. h.
1982) fjallar hann um ástandið í
Póllandi, einkum frá sjónarmiði
skálda og bókmenntafólks. í upp-
hafi fyrirlestrarins skýrir hann
frá því að einum vina sinna, skáld-
inu Wiktor Woroszylski, hafi verið
stungið í fangelsi. Tvö skáld af
kynslóð Baranczaks, Julian
Kornhauser og Adam Zagajewski,
sitja einnig í fangelsi. Sama er að
segja um Leeh Dymarski. Um ör-
lög Ryszard Krynickis, kannski
mesta skálds minnar kynsióðar,
veit ég ekki, segir Baranczak. Og
hann vitnar til fyrrgreinds ljóðs
Krynickis og kallar það spámann-
legt.
Fyrirlestur Baranczaks er ekki
síst lærdómsríkur fyrir þá sem
engin kynni hafa af ritskoðun og
einræði. Baranczak segir að það
séu engin ný sannindi að ástæðan
fyrir hinu beiska stolti sem ein-
kenni skáldskap Austur-Evrópu sé
vissan um að þar séu skáld fang-
elsuð og líflátin; orð þeirra eru
greinilega hættuleg einræðis-
skipulagi: Jafnvel þeir vina minna
sem gerðu ekki annað en yrkja eru
taldir jafnhættulegir og baráttu-
menn stéttasamtaka og hinir póli-
tískt virku. Með þessu móti viður-
kennir einræðisstjórnin á því eina
máli sem hún kann, nefnilega
valdbeitingu, að hún gerir sér.
grein fyrir mikilvægi skáldskapar
í samfélaginu og á vissan hátt
óttast hún skáldið og orð hans.
í byrjun desember 1980 kveðst
Baranczak hafa getað skrifað um
sigur bókmennta yfir sálarlausu
skrifstofubákni, um stranga bar-
áttu fyrir frelsi og óvænta sigur-
göngu frjálsrar hugsunar. Þetta
breyttist ailt á einni nóttu, segir
hann; eftir aðfaranótt þrettánda
desember varð ég að tala um
Leiörétting
ÞAU MISTÖK urðu hér í blaðinu
sl. föstudag í frétt um Ragnar
Lassinantti, að lén það, þar sem
hann var landshöfðingi, er kallað
Kirjálabotnslén. Þetta er rangt.
Lén það, þar sem Lassinantti var
lénshöfðingi, nefnist Norður-
botnslén og er í Svíþjóð.
Stanislaw Baranczak
Adam Zagajewski
handtekin skáld, upptækar bækur
og prentvélar og skáldskap sem
enn á ný ásamt allri þjóðinni var
dæmdur til þjáningar, vonleysis
og þagnar.
Athyglisverð er sú umræða um
skáldskap sem fyrirlestur Bar-
anczaks er til vitnis um. Hann
bendir á að leynilegu forlögin sem
á tímabili fengu pólsk stjórnvöld
til að slaka á hafi valdið því að
pólsk ljóðagerð náði óvenjulegum
þroska. Skáldin ortu að vísu
beinskeytt Ijóð sem höfðuðu til
lesenda en gerðu kröfur til þeirra
um leið. Þetta olli því að margir
lesendur óvanir ljóðum fengu á
þeim nýjan skilning, en alls ekki
án áreynslu. Eins og hann segir: í
einræðislöndum getur ljóðið
hjálpað fólki og staðið vörð um
það með því einu að vera ljóð.
Bregðist ljóðið ekki sjálfu sér
verður það ósjálfrátt andstæðing-
ur einræðis. Það er ekki nauðsyn-
legt að vera pólitískt skáld. Það er
alveg eins hægt að yrkja um ást,
dauða, blóm eða Grikkland fortíð-
arinnar. Fyrr eða síðar munu ein-
ræðisherrarnir snúast gegn þeim
skáldskap sem er sannur. Það er
reynsla skálda Austur-Evrópu,
eini glæpur þeirra var að þau ortu
Ijóð. Dæmi er rússneska skáldið
Osip Mandelstam sem lét lífið í
sovéskum fangabúðum.
Ef til vill þykir mörgum lesend-
um vestan járntjalds Baranczak
furðu bjartsýnn. En það er vegna
þess að hann trúir á hlutverk
ljóðsins. Það á hann kannski sam-
eiginlegt með valdhöfum í Póll-
andi. Skáldin hafa verið lokuð inni
í fangelsum og fyrir það öðlast
skáldskapur þeirra enn meira
gildi, verður ekki þurrkaður út.
Um leið og orð Stanislaw Bar-
anczak verða okkur umhugsunar-
efni getum við velt fyrir okkur því
sem annað pólskt skáld, Adam
Zagajewski, hefur fram að færa.
Yildu einræðittherrarnir aöeins
lesa reiðileg, heiflúöuj; og
vandk^a fáyuö Ijóð okkar, þá myndi skáldskapurinn
sannarlega breyta heiminum. Kn
rósirnar þekkja ekki heldur þau verk
sem eru tileinkuð þeim. I»yrnarnir drekka ekki blóð.
Jóhann Hjálmarsson
2 bækur Fay Wéldon
Jóhanna Kristjónsdóttir
Fay Weldon er býsna kunnur
höfundur hérlendis, sjálfsagt hef-
ur skáldsagan Praxis ráðið þar
miklu um, hún var fyst lesin í út-
varp og síðan gefin út hjá Iðunni í
þýðingu Dagnýjar Kristjánsdótt-
ur. Menn skiptust nokkuð í hópa
um afstöðu til bókarinnar, sumir
hófu hana upp til skýja, öðrum
fannst hún argasta rugl og klám.
Ég skrifaði um hana, bæði upp-
runalegu útgáfuna og siðan hina
íslenzku, og þótti augljóst, að Fay
Weldon væri á margan hátt hinn
athyglisverðasti höfundur.
Watching Me Watching You er
safn smásagna eftir Fay Weldon,
og kom út á árinu 1981, nánar til-
tekið eru í henni ellefu sögur og
þær eru æði misjafnar og héldu
ekki allar áhuga mínum. En þær
bera sumar hverjar hin beztu ein-
kenni höfundarins, þær eru ágeng-
ar og láta lesandann ekki ósnort-
inn, hvort sem honum líkar betur
eða verr verður hann alténd að
taka afstöðu, það er meira en
hægt er að segja um ýmsa höf-
unda og er óumdeilanlega kostur.
Þó svo að viðbrögðin séu neikvæð
og lesandi sé ekki alls kostar sátt-
ur við það sem fram er sett. Enda
gerir það út af fyrir sig minnst til
og á auðvitað ekki að ráða úrslit-
um um hvað lesanda finnst um
gildi bókarinnar. Watching Me
Watching You er víða mögnuð,
óhugnaðurinn gæist víða, en
kaldhæðnin og kímnin eru samt
sem áður ekki langt undan. Það er
út af fyrir sig óþarft að gefa smá-
sögunum hverri fyrir sig einhvern
sérstakan vitnisburð, flestar hafa
eitthvað tii síns ágætis og byggist
á því hve hér er á ferð snjall höf-
undur. „Little Sister" mun vera
önnur bók höfundar, kom út fyrst
á árinu 1977, eftir að Fay Weldon
hafði skrifað Remember Me, sem
ég minnist ekki í fljótu bragði að
ég hafi lesið. Það er dæmigert
fyrir Fay Weldon, og hefur þó orð-
ið æ meira áberandi í nýrri bókum
hennar, að hún fer höndum um
persónur sínar af fullkomnu mis-
kunnarleysi, en þó er sem betur
fer enginn hvorki algóður né al-
vondur. Bókin snýst um kynlíf,
græðgi og ýmsa eiginleika í fari
manneskjunnar, sem ekki teljast
af hinu fagra. Vegna frásagnar-
máta hennar, sem hér er þó ekki
orðinn jafn leikandi og lipur og
verður í nýlegri verkum hennar, er
óhugsandi annað en hrífast með
— þó svo að stundum langi mann
vissulega til að leggja bókina frá
sér og sinna henni ekki framar.
Eins og ég vék að í upphafi, er
slíkt ákveðinn kostur að lesandi er
beinlínis neyddur til að taka af-
stöðu. Það kann líka að vera ein af
ástæðunum fyrir því, að bækur
Fay Weldon eru umdeildar. En
mannúð höfundar og orðgnótt og
hæfni hennar til að leiða fram á
sjónarsviðið Ijóslifandi persónur
vega þyngra á metunum en það
sem manni hugnast miður. Þess
vegna er ávinningur að því að lesa
bækur hennar.
3 M
WELDON
fflíwfiDOn
‘Intolligent, moving and niHturo ...
n tour de fort;e’ - !;'t«*»
wflTctiino r\t
WflTCtllllO TOU
Myndlíst
Sýning Þorvaldar Þorsteinssonar
í sal Myndlistarskólans á Akureyri
Bolli Gústavsson í Laufási
Sýning Þorvaldar Þorsteins-
sonar í húsakynnum Myndlist-
arskólans á Akureyri er tíma-
mótaviðburður í menningarlífi
höfuðstaðar Norðurlands. Það er
hún m.a. vegna þess, að Þorvald-
ur hefur numið við hinn unga
Myndlistarskóla og náð athyglis-
verðum árangri á þeim tíma,
sem hann hefur varið þar í fjóra
vetur. Hann er fyrsti nemandinn
þaðan, sem heldur einkasýningu
á Akureyri. Sú sýning er upp-
skera, sem leiðir í ljós, að
Myndlistarskólinn er stofnun,
sem Norðlendingar mega vera
hreyknir af og þeim er því óhætt
að hlúa að honum í framtíðinni.
Hjá Þorvaldi fara saman góðir
hæfileikar og vönduð undir-
stöðumenntun, sem engum dylst.
Ekki verður sagt, að sýningin
láti mikið yfir sér, en þeim mun
dýpra ristir hún í huga hvers,
sem myndirnar skoðar með vel-
vild og áhuga. Þorvaldur er með
afbrigðum öruggur teiknari og
nær þeirri hlýju sveiflu, sem
gæðir myndir hans lífi og leik.
Sá leikur er þó ekki óstýrilátur
heldur agaður. Fer vart á milli
mála, að þarna er á ferð af-
bragðsteiknari, sem mikils er að
vænta af. Hann kann vel að fara
með vatnsliti, en þar eru fingra-
för skólans greinilegri. Penna-
teikningin er hans aðal, sem lýs-
ir af. Kæmi mér ekki á óvart, að
íslensk bókaútgáfa ætti eftir að
njóta góðs af hæfileikum Þor-
valdar.
Verkin á þessari sýningu eru
nær 70 talsins og, sem fyrr hefur
fram komið, flest túss- og
Að lokum (blýantur ’82).
Það verður forvitnilegt að
fylgjast með ferli Þorvaldar
Þorsteinssonar og fararheilla
óskum við norðanmenn honum.
vatnslitamyndir. Sýningin var
opnuð laugardaginn 2. október
að viðstöddu fjölmenni og henni
lýkur þann 10. október nk.