Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 27^* Tveir prestar vígöir Fyrir midju á myndinni eru þeir prestar, sem biskup íslands Pétur Sigur- geirsson vígði á sunnudag í Dómkirkjunni. Til vinstri er Bragi Skúlason og við hlið hans Sigurður Arngrímsson. Vígsluvottar voru sr. Bernharður Guð- mundsson, sr. Emil Björnsson, sr. Kári Valsson og sr. Stefán Snævarr. Sr. Þórir Stephensen annaðist altarisþjónustu. Samband Alþýðu- flokkskvenna 10 ára Jarðskjálftar á Kröflusvæðinu: Hæð lands- ins nú meiri en áður HÆÐ lands á Kröflusvæðinu er nú hærra en nokkurntíma áður og á þriðjudagsmorgun fundust jarðskjálftar og varð þeirra bæði vart við Kröflu og í Mývatnssveit. Voru þeir um 3 stig að styrkleika og áttu upptök sín á svæðinu við Leirhnjúk, samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá Hirti Tryggvasyni, umsjónarmanni mælitækja á Kröflusvæðinu, í gær. Hjörtur sagði að landrisið hefði aukist um mánaðamótin ágúst/- september og hefðu því fylgt jarðskjálftar. Síðan hefði land ris- ið rólega, en nú stendur land hærra en áður, svo munar 25 sm, sé miðað við stöðuna fyrir síðasta gos. Þá var staðan hærri en áður og munaði þá um 20 sm. „Ymsir halda að gosin séu búin, en ég held að við getum átt von á gosi í haust eða vetur," sagði Hjörtur Tryggvason. Réttindalaus stúlka ók á ljósastaur RETTINDALAUS stúlka ók Pontiac- bifreið á Ijósastaur á Hringbraut í Hafnarfirði á tíunda tímanum í fyrra- kvöld. Fimm ungmenni voru í bifreið- inni og voru fjögur þeirra ölvuð, þó ekki stúlkan réttindalausa. Þau skildu við bifreiðina stórskemmda og flýðu af vettvangi. Stúlkan réttindalausa hafði ný- tekið við stjórn bifreiðarinnar af eigandanum, sem hafði ekið ölvaður. En ekki komst hún langt, hafnaði á ljósastaur eftir aðeins um 20 metra akstur. Hinn 14. október árið 1972 var Samband Alþýðuflokkskvenna stofnaö í Hafnarfirði. Sambandiö er því 10 ára í dag, 14. okt. Afmælisráðstefna verður haldin laugardaginn 16. okt. nk. í Krist- alssal Hótels Loftleiða, undir yfir- skriftinni „Friður og afvopnun". Ráðstefnan hefst kl. 09.30 stund- víslega og er áætlað að henni ljúki kl. 16.30 e.h. Ráðstefnan verður sett af formanni sambandsins, Kristínu Guðmundsdóttur, og í framhaldi af því flutt afmælis- dagskrá af ungu fólki í Alþýðu- flokknum, auk annarra. Að þess- um dagskrárliðum loknum munu aðalgestir ráðstefnunnar flytja er- indi. Þeir eru: Gro Harlem Brundtland, formaður norska Verkamannaflokksins, og Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðu- flokksins. Mun norski formaður- inn ræða kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum/Evrópu með aðaláherslu á störf Palme- nefndarinnar svokölluðu. Kjartan Jóhannsson mun hins vegar ræða stöðu íslands í utanríkismálum. UtvarpsráÖ mælti meö Katrínu, Ein- ari og Atla ÍJTVARPSRÁÐ hefur mælt með Einari Sigurðssyni, Katrinu Páls- dóttur og Atla Steinarssyni í stöður lausráðinna fréttamanna við ríkis- útvarpið. Einar og Katrín fengu 7 atkvæði hvort og Atli 4, en Stefán Jóhann Stefánsson fékk 3 atkvæði. Tuttugu og tveir umsækjendur voru um stöður fréttamanna, en áður hafði útvarpsráð mælt sam- hljóða með Gunnari E. Kvaran í stöðu fastráðins fréttamanns. Dræm síldveiöi Kskifírði, 13. október. SÍLDVEIÐIN er dræm þessa dag- ana, það eru helst nótaskipin sem einhvern reyting fá, reknetabátarn- ir fá lítið og margir þeirra komu aftur inn í gærkvöldi án þess að leggja netin. Ætla nú áhafnir sumra þeirra að taka sér frí og fljúga heim, skilja bátana eftir hér í höfninni. Hingað komu fimm nótaskip í dag með 1.100 tunnur af síld og í gær var landað svipuðu magni. Búið er að salta í 12.800 tunnur hér. — Ævar „Hvernig á að sigra verð- bólguna“ — í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur frumsýnt amer- ísku kvikmyndina „Hvernig á að sigra verðbólguna", með Susan Saint James, Jane Curtin og Jessicu Lange í aðalhlutverkum. í kynningu kvikmyndahússins er söguþræðinum lýst sem hér segir: „Jane Mahoney (Susan Saint James), Elaine Houghton (Jane Curtin) og Louise Travis (Jessica Lange) eru þrjár glæsilegar ungar konur, sem eru alveg að gefast upp á verðbólgunni. Kaupmáttur þeirra minnkar hröðum skrefum. Dag einn, er þær eru í búðarl- eiðangri í stóru verslunarhverfi og eru að ræða þessi vandamál, taka þær eftir stórri „peningakúlu" sem á að fylla af þúsundum af dollurum í því skyni að auglýsa upp verslunarhverfið. Ef þær gætu náð í alla þessa peninga, væru allar þeirra pen- ingaáhyggjur úr sögunni. En hugmyndin er alveg fráleit, enda eru þær allar virðulegar, huggu- legar ungar konur. En, bíðið við, kannski er einhver leið út úr ógöngunum.“ 40. þing Iðnnemasam- bandsins hefst á morgun 40. ÞING Iðnnemasambands íslands verður haldið dagana 15. október til 17. október nk., að Hótel Esju í Reykjavik. Á þinginu verða ræddir hinir hefðbundnu málaflokkar Iðnnema- sambandsþinga, kjaramál, iðn- fræðsla og félagsmál. Þingið sækja um 100 fulltrúar iðnnemafélaga víðsvegar að af land- inu með um 3.000 félaga. Þingið hefst kl. 16:00 föstudaginn 15. október með setningu formanns sambandsins, Pálmars Halldórsson- ar, og ávarp, gesta. Síðan verða ræddar skýrslur fyrir liðið starfsár og ályktunardrög lögð fram. Á laugardeginum verða mála- flokkar þingsins ræddir í um- ræðuhópum og verða síðan afgreiðsl- ur á þeim á sunnudeginum. Þinginu lýkur á sunnudag með kjöri í trúnaðarstöður. STJÚRNUNARHtfEBSLA SIMANAMSKEIÐ Tilgangur námskeiðsins er að þjálfa símsvara í að tileinka sér hina ýmsu þætti mannlegra samskipta og fræða þá um þau tímatæki, sem almennt eru notuö, þannig að þeir geti betur innt starf sitt af hendi. Efni: Störf og skyldur símsvara. Símaháttvísi. Símsvörun og símatækni. Námskeiöiö er einkum ætlaö þeim sem vinna við símsvörun, hvort sem um er að ræöa hjá fyrirtækjum eöa oþinber- um stofnunum. Einnig er þetta gott tækifæri fyrir þá sem eru að fara út á vinnumarkaðinn eftir lengri eöa skemmri tíma. Leiöbeinendur: Helgi Hallsson deildarstjóri Staður: Síðumúli 23. Tími: 25.—27. október kl. 09.00—12.00. Þorsteinn óskarsson deildarstjóri SKRIFSTOFUHALD 0G SKRIFSTOFUHAGRÆÐING Leióbeinendur: Sveinn Hjórtur Hjartarson rekstrarhagfrseóingur Kolbrún bórhallsdóttir, leióbeinandi hjá Tölvufræð.lu SFÍ Tilgangur námskeiösins er aö kynna stööu skrifstofu innan fyrirtækja og hvaöa þýöingu starfsemi þar hefur fyrir fyrirtækiö í heild. Gerö veröur grein fyrir hvernig skipuleggja á starfsemi á skrifstofu í heild, hvernig verkaskiptingu er eölilegt aö koma á og hvernig nýta má ritvinnslu til aö auka hagræðingu verkefna. Fjallaö er um hlutverk skrifstofunnar og gerö grein fyrir þeim verkefnum, sem þar eru unnin. Kynnt veröur hvernig stjórnskiþulag má hafa á skrifstofum, verkaskiptingu og annað varöandi starfsmannahald. Að lokum veröur fjall- aö um mögulegar hagræðingaraögeröir á skrifstofu og kynnt nýjasta skrifstofu- tækni sem notuö veröur á skrifstofu framtíöarinnar. Námskeiöiö er ætlaö skrifstofustjórum og öörum sem annast skipulagningu og stjórnun á skrifstofum. Staöur: Síöumúli 23. Tími: 25.-28. október kl. 14.00—18.00. ATH.: Fræðslusjóður Verslunarmannafélags Reykjavíkur greiðir þátttökugjald félags- manna sinna á þessum námskeiðum og skal sækja um það á skrifstofu VR. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags- ins í síma 82930. STJðRNUNARFÉLAG ISLANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 tappitíka*M»* , rs~\_ BITID FAST I VITIÐ ■ ■/■■■ ' Tappi Tíkarrass hefur vak- ið ómælda athygli aö und- anförnu sem ein efni- legasta hljómsveit landsins. TAPPI TÍKARRASS Nú hefur Tappinn verið tekinn upp og ættir þú að kanna það sem í hon- um býr, strax í dag. Dreifing: Steinar, s. 85742. Utgefandi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.