Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
Sveinbjörn Davíðs-
son - Sjötugsafmæli
Gamall nágranni minn og vinur,
Sveinbjörn Davíðsson, verður
sjötugur í dag. Sveinbjörn er
fæddur í Stokkseyrarseli við
Eyrarbakka. Foreldrar hans voru
Svanborg Vigfúsdóttir og Davíð
Sigurösson bóndi þar. Sveinbjörn
var yngstur af fjórum systkinum.
Þegar hann var tveggja ára flutt-
ust foreldrar hans til Akraness.
Þar gekk Sveinbjörn í iðnskóla og
lærði rennismíði. A þeim árum
giftist hann Birnu Sæmundsdótt-
ur, ættaðri frá Akureyri. Þau
eignuðust þrjú börn, sem öll eru á
lífi. Rétt fyrir stríð fór Sveinbjörn
aftur í skóla til að læra vélstjórn.
Sem betur fer vita fáir Islend-
ingar hvað stríð raunverulega er.
Sveinbjörn er einn þeirra fáu, sem
varð fyrir þeirri reynslu. Hann
var vélstjóri á línuveiðaranum
Fróða, þegar þýskur kafbátur
gerði á hann harða árás. Hlaut
Sveinbjörn þá nokkur skotsár en
fimm félagar hans voru sem kunn-
ugt er drepnir. Sveinbjörn fluttist
til Reykjavíkur 1948 og hóf vinnu
hjá Agli Vilhjálmssyni. En sjór-
inn hafði mikið aðdráttarafl og af-
tur var Sveinbjörn kominn á sjó
sem vélstjóri og við þau störf er
hann allar götur til 1954 að hann
flytur til Innri-Njarðvíkur. Hér
höfðu orðið þær breytingar á hög-
um Sveinbjarnar að þau Birna
höfðu slitið samvistum. 1950 gifti
Sveinbjörn sig aftur, Þóru Sigurð-
ardóttur, fæddri á Isafirði, en
uppalinni á Akranesi. Þau Þóra
eignuðust tvo syni. Þóra andaðist
1980 eftir erfið veikindi. Eftir að
Sveinbjörn kom til Njarðvíkur
vann hann um skeið í Vélsmiðju
Magnúsar Kristinssonar en síð-
ustu starfsár sín var Sveinbjörn
afgreiðslumaður í Kaupfélagi Suð-
urnesja. 1978 fékk hann heila-
blæðingu og hefur verið sjúkling-
ur síðan. Nú er hann vistmaður á
Garðvangi í Garði.
Eins og ég sagði í upphafi vor-
um við Sveinbjörn nágrannar í
mörg ár. Þá komum við hjónin oft
á heimili þeirra Þóru og nutum
greiðvikni þeirra. Bæði kunnu þau
þá list að segja skemmtilega frá
því sem á dagana hafði drifið og
vissulega hafði Sveinbjörn séð og
reynt margt frásagnarvert. Um
leið og við hjónin sendum honum
okkar bestu árnaðaróskir, er ég
þess fullviss að kunningjar hans
og vinir munu heiðra hann með
nærveru sinni á laugardaginn í af-
mæliskaffi í húsi Iðnsveinafélags-
ins í Keflavík, Tjarnargötu 7. Þar
verður opið hús milli kl. 3—7.
Hilmar Jónsson
Háskólabíó:
*
Oskarsverðlaunamynd-
in „Ordinary People“
HÁSKÓLABÍÓ frumsvnir í dag
óskarsverðlaunamyndina „Ordinary
l*eople“, sem hlotið hefur í íslensku
þýðingunni nafnið „Venjulegt fólk“.
Myndin hlaut fern óskarsverðlaun
1981, þar á meðal hlaut Robert Red-
ford, leikstjóri myndarinnar, sem
hingað til hefur verið þekktastur
fyrir kvikmyndaleik, óskarsverð-
launin fyrir sinn þátt.
„Ordinary People segir frá
bandarískri fjölskyldu, hjónum og
sonum þeirra tveimur. Eldri son-
urinn deyr af slysförum. Yngri
sonurinn, Conrad, hefur misst
mikið, ekki aðeins bróður, heldur
jafnframt besta vin sinn. Conrad
reynir að fyrirfara sér, en eftir að
það mistekst, snýr hann vörn í
sókn og reynir að takast á við erf-
iðleikana," segir meðal annars í
myndkynningu.
Aðalhlutverkin í myndinni eru í
höndum Donald Sutherland, sem
leikur föðurinn, Mary Tyler
Moore, sem leikur móðurina og
Timothy Hutton, sem leikur
Conrad, en hann hlaut óskarsverð-
launin fyrir leik sinn.
LADY CHATTHtUEYS LOVBt
ORDINARY PEOPLE
. ! . , : • ' ! I
Rauðaknosspokinn
Hjálpið old<ur
að hjálpa öðrum
Nf fjáröflunarleið
Rauða krossins
Á AÐALFDNIll Kauða kross fslands
8.—10. október, var kynnt aðferð til
að afla félaginu tekna:
í verslunum verða á næstunni fá-
anlegir innkaupapokar, merktir
Kauða krossinum, sem viðskiptavinir
geta keypt á vægu verði. Á þann hátt
styrkja þeir starfsemi Kauða krossins.
Tekjum af sölu innkaupapokanna
verður varið til hjálparstarfs innan-
lands og utan.
Meðal stærstu innlendu verkefn-
anna sem Rauði krossinn vinnur að
um þessar mundir, er aðstoð við
aldraða og rekstur sjúkrabifreiða.
Árið 1981 voru t.d. keyptar átta
nýjar sjúkrabifreiðir og nam and-
virði þeirra tæplega 1,6 millj. kr.
Rauði kross íslands veitir minni
fjármunum til erlendrar aðstoðar
en til starfseminnar innanlands. Þó
er jafnt og þétt innt af hendi hjálp-
arstarf í Afríku. í Súdan hafa verið
starfandi sendifulltrúar á vegum
RKÍ síðan í júnímánuði. Fyrirhug-
að er að því starfi verði haldið
áfram til júníloka 1983 og lengur ef
ástæða þykir til.
Pólverjum hefur verið veitt að-
stoð á þessu ári og ætlunin er að
koma bágstöddum Líbanonbúum til
hjálpar.
í fréttatilkynningu frá Rauða
krossi íslands segir að það sé von
hans, að landsmenn taki þessari
nýju fjáröflunarleið vel, kaupi
Rauða krosspakkana og leggi þar
með góðum málstað lið.
VERUM
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
Vöröur FUS Akureyri
Aöalfundur veröur haldinn laugardaginn 16. okt. nk. kl. 14.00 á
skrifstofu félagsins i Kaupvangi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarsförf.
2. Önnur mál.
Félagar fjölmenniö.
Stjórnin.
Einstaklings-
framtak
eða ríkisforsjá
Samband ungra sjálfstaaöismanna efnir til
almenns stjórnmálafundar í Stykkishólmi,
laugardaginn 16. október, kl. 15.00.
RaBÖumenn: Geir H. Haarde og Erlendur
Kristjánsson. Allt áhugafólk velkomiö.
Árnessýsla — fulltrúaráð
Fundur í fulltrúaráöi sjálfstæöisfélaganna í
Árnessýslu, veröur haldinn laugardaginn 16.
þ.m. kl. 14.00 í sjálfstæðishúsinu að Tryggva-
götu 8, Selfossi.
Dagskrá:
1. Stjórnmálaviöhorfið í þingbyrjun. Fram-
sögumaöur: Steinþór Gestsson, alþingis-
maöur.
2. Prófkjörsreglur Sjálfstæöisflokkins. Fram-
sögumaður: Ólafur Helgi Kjartansson.
Stjórnin.
Aóalfundur í félagi Sjálfstœóismanna í
Hóla- og Fellahverfi
veröur haldinn aö Seljabraut 54 (húsi Kjöts og fisks) laugardaginn 16.
okf. og hefsf kl. 2 e.h.
Dagksrá:
a. Venjuleg aöalfundarstörf.
b. Borgarfulltrúarnir Markús örn Antonsson og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson rasöa borgarmálefni. Fundarstjórl Gunnar Hauksson.
Einstaklings-
framtak
eöa ríkisforsjá
Samband ungra sjálfstæöismanna efnlr til
almenns stjórnmálafundar í Sjálfsfæöls-
húsinu á Akranesi 14. október kl. 20.00.
Ræöumenn:
Erlendur Kristjánsson. varaformaöur SUS,
Ölafur Isleifsson, hagfræöingur. Jóhannes
Finnur Halldórsson bæjarritari.
Allt áhugafólk veikomiö.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
\l GLYSIN(;.\-
SIMINN EK:
22480