Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.10.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 Yfirbi irðir FH l-inga, sigrui ðu ÍR 3 1—23 FH VANN öruggan aigur á botn- liði ÍR í 1. deild fslandsmótsins í handknattleik { Hafnarfirði í gærkvöldi, 31—23. Þratt fyrir að FH ynni með átta mörkum, þá sýndu ungu strákarnir hans Geirs Hallsteinssonar aldrei sínar bestu hliöar. Þeir féllu niöur á plan and- stæöingsins og fyrir vikið var handknattleikurinn sem boðiö var uppá aldrei rishár. En FH gerði þaö sem þurfti til sigurs. Svo viröist sem þaö sé nán- ast formsatriöi fyrir önnur liö 1. deildar aö taka stigin af ÍR. Liðiö er ákaflega slakt, og hætt er viö aö ef ÍR væri í 2. deild þá væri staöa þess svipuö — þaö er á botninum. FH tók forustu gegn ÍR þegar á fyrstu mínútu og hélt henni þaö sem eftir var, komst í 4—1, 10—4 og staöan í leikhléi var 13—6. Geir Hallsteinsson lét taka tvo leikmenn ÍR úr umferö í byrjun síðari hálf- leiks í von um aö kafsigla ÍR. Þessi leikaöferö gafst stórkostlega upp- hafskaflann gegn Rússunum á sunnudag, en heppnaöist ekki eins vel gegn IR. Þvert á móti, ÍR saxaði á forskot FH og fimm mörk skildu liðin um miöjan síðari hálfleik, 21 —16, og gáfust FH-ingar þá upp á tiltæki sínu. Aftur dró í sundur meö liöunum, FH komst í 27—19. Lokakaflann tóku FH-ingar tvo úr umferð og náöu ellefu marka forustu, 31—20, en ÍR skoraði þrjú síöustu mörkin í leiknum og átta mörk skildu í lokin. Lítiö bar á Kristjáni Arasyni í liöi FH í gærkvöldi. Hann var aö vísu tekinn úr umferö, en allan kraft vantaði í hann og hann misnotaöi tvö vitaköst fyrir liö sitt. Þess í staö sýndi Hans Guömundsson oft skemmtilega takta, sterkur leik- maöur meö mikla skothörku. Þorgils Óttar var aö venju atkvæöamikill á línunni. Aðrir leikmenn FH voru lítt áberandi, þó átti Haraldur Haraldsson góöan leik í mark FH á meöan hann stóö í markinu. ÍR mætti ofjörlum sínum í Hafn- arfiröi, eins og liðiö hefur raunar gert í öllum leikjum sínum í 1. deild í haust. Björn Björnsson var sterkastur ÍR-inga, og Einir Valdi- marsson er vaxandi leikmaður. Mörk FH skoruöu: Hans Guö- mundsson 7 (3), Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 5 (3), Finnur Árnason 4, Guöjón Guö- mundsson 3, Sveinn Bragason, Valgaröur Valgarösson og Guð- mundur Magnússon 2 mörk hver, Pálmi Jónsson 1 mark. Mörk ÍR skoruöu: Björn Björns- son og Einir Valdimarsson 6 hvor, Guöjón Marteinsson 5 (2), Andrés Guömundsson og Atli Þorvaldsson 2 hvor, Þórarinn Tyrfingsson og Ólafur Vilhjálmsson 1 mark hvor. H.Halls. Rummenigge skoraði bæði mörk V-Þýskalands KARL-HEINZ Rummenigge tryggði Vestur-Þjóðverjum sigur yfir Englendingum í vináttu- landsleik á Wembley-leikvangin- um í London í gærkvöldi. Mörk hans komu á 72. og 82. mín. leiks- ins. Þaö fyrra var mjög laglegt, og kom eftir góöa samvinnu viö Klaus Allofs. Síðara markiö skoraöi Rumm- enigge af stuttu færi eftir fyrirgjöf Pierre Littbarski, sem var nýkom- inn inn á sem varamaöur. Þess má geta aö Littbarski lék í fyrra- kvöld landsleik undir 21 árs gegn Englandi í Þýskalandi og hélt rakleiöis eftir hann til Englands. Sex mín. fyrir leikslok minnk- aöi Tony Woodcock muninn fyrir enska. Boltinn hafði hrokkið í þverslána eftir hornspyrnu og þurfti Woodcock aðeins aö stýra honum yfir línuna. Leikurinn þótti góður og voru ensku leikmennirnir mun betri lengi framan af. Þeir voru ófeimn- ir við aö sækja og varnarmenn- irnir héldu Rummenigge alveg í skefjum. Eftir aöeins sex mínútna leik urðu Þjóðverjar fyrir miklu áfalli er varnarmaöurinn Karl- Heinz Förster frá Stuttgart var borinn meiddur af velli. Hann lenti í samstuöi viö Ray Wilkins og fékk skurð á kálfann. Shilton varði einu sinni mjög vel í fyrri hálfleik frá Norbert Mei- er en það var Gary Mabbutt, ný- liðinn frá Tottenham, sem komst næst því aö skora fyrir England. Hann sendi þrumuskot af 25 m færi aö marki þýskra en boltinn small í stönginni. Englendingar héldu áfram aö sækja af krafti eftir hléð, en smám saman fór að bera meira á Rummenígge og hann var tvisvar nálægt því aö skora áöur en mörk hans litu dagsins Ijós. 68.000 áhorfendur mættu á Wembley til aö fylgjast með leik liðanna. Heimaliðin unnu öll NOKKRIR aðrir leikir fóru fram í Evrópukeppninni í gærkvöldi. Norðmenn geröu sér lítíð fyrir og sigruöu Júgóslava örugglega (3:1) á Ulleval-leikvanginum í Osló. Fór leikurinn fram í miklu roki og rigningu þannig aö aö- stæöur voru hræöilegar. Lund, Ökland og Heirade skoruöu fyrir Þrír leikir í höllinni í kvöld ÞRÍR handboltaleikir eru á dagskrá í Laugardalshöllinni í kvöld. Sá fyrsti hefst kl. 19.30 og eigast þar við KR og Haukar í 1. deild kvenna. Kl. 20.30 hefst síö- an leikur KR og Fram í 1. deild karla og aö þeim leik loknum berjast kvennaliö ÍR og Vals í 1. deild kvenna. Noreg en Savic svaraöi fyrir Júgóslavana. Austurríkismenn sigruöu Noröur-jra í Vín, en þessi liö mætt- ust einmitt í HM-keppninni i sumar. Leikurinn í gær endaði 2:0 og skoraöi Walter Schachner bæöi mörk Austurríkis. Þá unnu Skotar Austur-Þjóö- verja (2:0) á Hampden Park i 1. riðli. Bæöi mörkin voru skoruð í seinni hálfleik en þau geröu John Wark og Paul Sturrock. Úrslit í leik Sovétríkjanna og Finnlands höföu ekki borist er blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Aðalfundur HKRR Aðalfundur Handknattleiksráös Reykjavíkur veröur haldínn í kvöld kl. 21.00 á Hótel Esju. • Þorsteinn Bjarnason átti mjög góöan leik í íslenska markinu í gær og varöi hvaö eftir annaö mjög vel. Hér bjargar Þorsteinn fyrirgjöf áöur en Ronnie Whelan nær knettinum. Lengst til vinstri er Viöar Halldórsson. Símamynd AP. Jóhannes Atlason: „Hef ekki upplifað aðra eins hörku" Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari: — írarnir léku gífurlega fast, og ef við heföum ekki tekið jafn hressilega á móti þeim og við geröum heföu þeir vaöið yfir okkur. Áöur en leikurinn hófst, var aldrei að vita nema aö þeir kynnu að vanmeta okkur örlítiö. En þaö kom strax í Ijós aö svo var ekki. Maöur er aldrei sáttur við ósigur í landsleik, en ég er að mörgu leyti ánægöur meö frammistööu strákanna. Sér- Ragnar til Cercle Brugge RAGNAR Margeirsson heldur í dag til Belgíu ásamt Sævari Jónssyní og mun hann dvelja í vikutíma við æfingar og keppni hjá Sævari og félögum hans hjá Cercle Bríigge. Forráöamenn liðsins hafa mikinn áhuga á aö ná í Ragnar og mun koma í Ijós eftir þennan reynslutíma hvort hann gerist atvinnumaöur hjá liöinu. Ragnar kom inn í leiknum gegn írum í gær fyrir Pétur Ormslev, sem meiddist, og stóö sig með miklum ágætum. Skoska stórliö- iö Rangers reyndi á dögunum aö fá Ragnar til sín en hann vildi ekki fara til Skotlands, haföi meiri áhuga á aö spreyta sig í Belgíu. staklega baráttuna, sem var ein- stök. Þaö var ekki slakaö á fyrr en leiknum var lokið. Síöari hálfleikurinn var betri hjá íslenska liðinu en sá fyrri. Þaö fólst í því aö Pétur var færöur aftar á völlinn og kom meira inn íjeikinn. Þá má segja aö viö höfum verið óheppnir en irarnir skoruöu annaö mark sitt aðeins mínútu eftir aö við áttum besta marktækifæriö. Ég hef ekki upplifað aöra eins hörku og keyrslu í neinum landsleik meö íslenska landsliöinu. — Hvort viö náum betri úrslit- um gegn írum er viö mætum þeim á heimavelli er allt annar hand- leggur. En þegar viö náum upp baráttu eins og í leiknum í kvöld getum viö staöið í hvaöa mótherja sem er. Sagt eftir leikinn: „Fyrra mark íranna skrifast á mig“ Pétur Pétursson: — Viö vorum mjög óheppnir aö fá mörkin tvö á okkur á slæmum tímum. Fyrra markiö kemur 10 mínútum fyrir leikhlé og þaö síöara strax eftir aö viö höföum misnotaö dauðafæri. Ef viö heföum haft jafnt í hálfleik, eða náö aö jafna leikinn þá hefði það breytt miklu. Ég fann mig mun betur í síöari hálf- leiknum vegna þess aö þá var ég færöur aftar á völlinn og lék sömu stöðu og ég leik meö Antwerpen. írska liöiö var mjög sterkt, sérstaklega miöjan og vörnin. Liam Brady sýndi stór- kostlegan leik og var yfirburða- maöur í liðinu. Lárus Guðmundsson: — Þaö var óheppnisstimpill yfir þessum mörkum sem við fengum á okkur á slæmum augnablikum. Sævar átti dauðafæri og þaö heföi ger- breytt leiknum ef viö hefðum náö aö jafna metin úr því færi. írarnir léku geysilega fast og gróft og þaö hleypti illu blóöi í okkur. Og viö tókum vel á móti þeim. írska liðið var gott en er ekkert yfirburöaliö. Meö smá- heppni heföu úrslit getaö orðiö önnur. Sævar Jónsson: — Fyrra mark íranna skrifast á mig. Ég var skrefinu of seinn er Robinson sendi boltann inn á Stapleton og það varö til þess aö hann náöi aö komast í gegn og skora fyrra mark íranna. Marteinn Geirsson: — Ég er nokkur ánægöur með okkar leik. írarnir eru meö sterkt liö og léku vel og mjög fast. Ég hef sjaldan eöa aldrei lent í öðrum eins baráttuleik. Við uröum aö svara írum á sama hátt og því varö leikurinn harður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.