Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Árni Bergmann í spjalli um skáldsögu sína, Geirfuglarnir: „Má kalla þetta daður sannleikans við lygina“ „FYRIR um tíu árum skrifaði ég „Tillögu að kafla i jólabók" í nýárs- blað Þjóðviljans, sem var skopstæl- ing á lýsingu úr þorpi á íslandi og viðbrögðum fólks við óvæntum at- burðum," sagði Árni Bergmann rit- höfundur og ritstjóri Þjóðviljans í spjalli við Mbl. Tilefni samtalsins var nýútkomin skáldsaga Árna, Geirfuglarnir, en Árni var spurður um hvað orðið hafi til að hann réðst í skáidsöguritun. „Síðan skrifaði ég bók, endur- minningabók í alvöru um dvöl Arstíðarfund- ir Samhygðar Árstíðarfundir Samhygðar verða haldnir í Reykjavík í kvöld. Fundirnir eru öllum opnir, en þeir verða að Fríkirkjuvegi 11 og Hótel Esju og hefjast klukkan 21. 2. útgáfa af Óskasteininum Óskasteinninn, bók Ármanns Kr. Einarssonar, hefur nú verið endurprentuð, en hún var uppseld hjá forlaginu, Vöku. Dreifing á endurprentuninni í verzlanir er hafin. mína í Moskvu. Upp úr því datt mér í hug að skrifa skáldsögu, al- varlegri en Tillögu að kafla í jóla- bók. Ég bjó því til samfélag og setti það niður á Suðurnesjum. Þar er lýst hvernig úngum dreng, sem elst þar upp, kemur það fyrir sjónir. Þetta er ekki beint saga hans heldur saga plássins og hvað gerist þar þegar óvæntir atburðir verða, eins og til dæmis þegar ein- hver verður frægur af einhverju tilefni," sagði Árni. Árni var spurður hvort hann væri að setja niður á blað endur- minningar sínar, en hann er upp- alinn í Keflavík. „Ekki beinlínis," svaraði hann, „þó eru í bókinni einn eða tveir þættir sem benda má á að hafi gerst í Keflavik. Menn sem skrifa skáldsögur verða fyrir ýmiss konar áhrifum af því sem þeir heyra og það er gaman að því að blanda saman reynslu og skáldskap í skáldsögu og það má kalla þetta daður sannleikans við lygina. Það var gaman að búa til pláss sem ekki hefur verið til, það heitir Seltangar í skáldsögunni. Jafnhliða bjó ég til landslagið sem plássið er í og gerði kort af því og setti niður á það, hvar hver ætti heima. Það má segja að ég hafi verið í nokkurskonar samkeppni við almættið í því efni. Plássið á sér enga raunverulega fyrirmynd, en á sér þó hliðstæðu í ýmsum Árni Bergmann plássum. Síðan gerast þar ákveðn- ir hlutir og plássið ferst og verður ekki til lengur. Það er ýmislegt í sögunni sem tengist því að þessu er lokið, sagan fjallar um horfið mannlíf. Enginn veit með vissu af hverju plássið fórst, og ekki er sagt hvort eyðing þess var af mannavöldum eða af náttúru- legum orsökum. Af því ber skáld- sagan nafn sitt, Geirfuglarnir, horfin dýrategund," sagði Árni. Árni var spurður hvort um ádeiluverk væri að ræða. „Það má segja að fjallað sé um skoplegu hliðina á þessu mannlífi. Helsta afbrot fólksins, ef það er nokkuð, er að það er haldið andvaraleysi og þeirri íslensku tilhneigingu að gera smámál að stórmáli og stór- mál að smámáli. Möguleikar les- andans til túlkunar á sögunni og eyðingu plássins eru nokkrir og má þar nefna nálægð herstöðvar- innar og einnig eldgosið í Vest- mannaeyjum. Sögumaður gerir grein fyrir atburðunum, en segja má að það fari eftir innræti hvers og eins hvernig hann skilur at- burðina í plássinu," sagði Árni Bergmann. Þrjár Sigurlaugur Brynleifsson Brian Magee: Men of Ideas. Some Creators of Con- temporary Philosophy. Oxford University Press 1982. Höfundur segir í formála að bókin sé unnin upp úr 15 sjón- varpsþáttum, en þeir voru unnir á árunum 1975—1977 og sýndir í janúar til apríl 1978. Þættirnir vöktu mjög mikla at- hygli. Samræðuformið um heim- spekileg efni virtist ná til leik- manna og það virtist takast að skýra jafnvel erfiðar hugmyndir og hugtök á skýran og nákvæman hátt fyrir áheyrendum. í bókinni eru 15 samræðuþættir Bryan Magees við ýmsa kunna hugsuði nútímans um kenningar þeirra og annarra heimspekinga. Fyrsti þátturinn er viðtal Isaiah Berlins við Magee um hvað heim- speki sé? Síðan er fjallað um ýmsa heimspekiskóla og skoðanir, marxisma, existentialisma, kenn- ingar Chomskys, Marcuse og fleiri ræða um verk sín. Iris Murdock ræðir heimspeki og bókmenntir. Einnig er fjallað um siðfræði, pólitískar kenningar og heim- spekilegar forsendur þeirra, vís- indaheimspeki o.fl. o.fl. Meðal þeirra sem rætt er við eru: Charles Taylor, William Barrett, Quinton, A.J. Ayer, R.M. Hare, W.V. Quine, Noam Chomsky o.fl. Bryan Magee hefur kennt heim- speki við Oxford-háskólann, sett saman bækur og skrifað gagnrýni og er auk þess vinsæll útvarpsfyr- irlesari, hann er nú þingmaður fyrir Leyton. Þetta er mjög aðgengileg bók, skýr og skilmerkileg og ætti að bækur vera öllum auðskilin, sem læsir eru á ensku. Jonathan Barnes: Aristotle. Past Masters. Oxford University Press 1982. Aristoteles lést haustið 322 f.Kr. Hann var þá rúmlega sextugur og í fullu fjöri fram til þess. Enginn maður hefur unnið jafn mikið að rannsóknum og hugleitt af slíkri djúphygli sem hann, þekking hans var slík að enn þann dag í dag leita menn svara við brýnustu spurningum í ritum hans. Hann lagði grundvöllinn að flestum fræðigreinum, kerfaði og flokkaði og kom reglu á hugarheim manns- ins. Enginn maður hefur haft slík áhrif á hugarheim manna á Vest- urlöndum og hann. Höfundurinn starfar við Oxford-háskólann og hefur ritað margt um heimspeki og þá einkum gríska heimspeki. Hann leitast við að kynna aðal- kenningar og hugmyndir Aristo- telesar og lýsa þeim heimi sem hann lifði í. Þetta er góður inn- gangur að Aristotelesi. Bókin er gefin út í Past-Masters series. Deutsche Geschichte in Daten. Band 2: 1770—1918. Von Jochen Schmidt-Liebich. Deutscher Taschenbuch Verlag 1981. Þetta annað bindi þýska annáls- ins nær til 1918 og aftur til daga hins menntaða einveldis um 1770. Bókin er ætluð nemendum, áhuga- fólki um sagnfræði, kennurum og sagnfræðingum. Bibliografía fylg- ir í bókarlok svo og registur. Þess- ir annálar ná nú frá upphafi og fram að lokum fyrri heimsstyrj- aldar og þriðja bindið mun spanna tímabilið 1918 til nútímans. Metsölubku) á hverjum degi! □ Áskell Másson — Klarinettkonsert, Bláa Ijósið, Sýn. Áskell Másson er í fremstu röð ís- lenskra tónskálda og hafa verk hans vakiö veröskuldaöa athygli hór heima og erlendis. Um flutning sáu Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Páls P. Pálssonar, Einar Jóhann- esson, Manuela Wiesler, Jósef Magnússon, Roger Carisson, Reynir Sigurðsson, ásamt Kór Tónlistarskólans í Reykjavík, einsöngvari Ágústa Ágústsdóttir og stjórnandi Marteinn H. Friöriksson. Guömundur Emilsson kynnir höf- und á bakhliö plötuumslagsins, en í meðfylgj- andi bæklingi fjallar Hjálmar H. Ragnarsson ítarlega um hvert verk fyrir sig. Tilvalin gjöf fyrir tónlistaráhugafólk. ðHÁJIJllP sími 12040 HVERFISGÖTU 5 mmfa* wHnwm mm. □ Sveinbjörn Beinteinsson kveöur Eddu- kvæöi. Allsherjargoöi ásatrúarmanna á is- landi, meö sína fyrstu LP-plötu, er hefur aö geyma sýnishorn úr þremur Eddukvæöum viö rímnalög Sveinbjarnar. Veglegur bækíingur fylgir piötunni á fjórum tungumálum, þar sem alla kvæöatextana er aö finna. Siguröur A. Magnússon hefur ritaö kynningarpistil fyrir þessa útgáfu. Þetta er tilvalin gjöf til vina og viöskiptamanna erlendis og auövitaö nauösyn á hvert íslenskt menningarheimili. □ Þorstetnn Magnús- son — Líf 12“45rpm. Þorsteinn Þeysari hefur sent frá sér sína fyrstu sólóplötu, plata, sem opinberar hugvit og margbrotin hljóöfæra- leik. Einhver sagöi: „Ofurmannlegt snilldar- verk“ — alla vega er þetta í senn óvenjuleg og frumleg plata frá fjöl- hæfum tónlistarmanni. Einstæð útgáfa hvaö varöar íslenska rokk- tónlist. □ Þeyr — The Fourth Reich 12“45rpm. Fjóröa ríkiö rís úr rústum hins þriöja. Hin nýja 4-laga plata Þeysara, The Fourth Reich, er sann- kölluö guös/jóla-gjöf. Er því ekki eölilegt aö fá sér eintak og stíga þar með stóra skrefiö inn í þitt eigiö sæluríki ... Eign- ist nýaldartónlist Þeys- ara, The Fourth Reich. er ein fremsta rokkhljóm- sveit landsins. Þetta er hljómsveitin, sem færöi okkur „Ó Reykjavík" og „Guöfræöi" og gefur okkur nú fjögur ný lög á fyrstu smáskífu sinni. Vonbrigöi veldur ekki vonbrigöum, plata, sem bregst ekki vonum okkar á neinn hátt. Utgáfa/dreifing gramm Hverfisgata 50, sími 12040 n?) Jazz: □ Art Ebsenble Of Chicago — Urban Bushmen Tvöfalt hljómleikaalbúm með grúppu áratugarins aö mati gagnrýnenda. Mest selda jazzplata ársins á fslandi. 2 plötur á veröi einnar. □ Old And New Dreams — Playing. Plata ársins i alþjóölegum gagnrýnendakosningum tímaritsins Down Beat. O Lester Bowíe — The Great Pretender. Plata ársins í Þýzkalandi. Lester Bowie, trompetleikari ársins i gagnrýnendakosningum Down Beat. Hér haldast í hendur framúrskarandi jazz og kimni. O Pat Metheny Group — Offramp. Lang mest selda jazzplata í U.S.A. á þessu ári. Enda engin furöa þetta er fusionplata i sér flokki. Aörar vinsælar jazzplötur meö meisturum eins og: Miles Davis, Charlie Parker, Fats Waller, Duke Ellington, Niels Henning, Don Pullen, Billy Holliday, Chick Corea, Keith Jarrett, Air o.fl. Blús: Mississippi Delta Blues Band — Chromatic Style. Nýjasta plata þessa góökunna bands er loks fáanleg á fslandi. Einnig eru fáanlegar marg- ar af eldri plötum (slandsvinanna. Ekta rafmagns- blús. Meirí blús: B.B. King, Leadbelly og Big Bill Broonzy Þjóöleg tónlist frá Suður-Ameríku, Kína, Ung- verjalandi, ftalíu og Indíána tónlist frá Ameríku. Reggae tónlist meö m.a. Bob Marley, Mikey Dread, Scientists og fjölbreytilegar „dub" plötur. Nýjar plötur: O Grace Jones — Living My Life O George Harrison — Gone Troppo O John Lennon — Collection O The Stranglers — The Collection 1977—1982 O Siouxsie and the Banshees — Kiss In The Dreamhouse D XTC — Singles 1977—1982 Þungarokk: O Kiss — Creatures of the Night O Led Zeppelin — Coda O Saga — In The Transit D Suzy Quatro — Main Attraction O Whitesnake — Saints & Sinners O Crass — Christ The Album/Stations Of The c./Feeding Of The 5000 O Dead Kennedys — In God We Trust/Bleed For Me O Discharge — Hear Nothing/Why O GBH — City Baby Attacked By Rats O Anti Pasti — Caution In The Wind Sendum í póstkröfu hvert á land aem er. Danstónliet: O A Certain Ratio — Knife Slits Water (12") O Defunkt — Razor's Edge (12“) O Pig Bag — Getting Up O Pig Bag — Big Bean O Anti-Nowhere League — We Are The League. Rokkplata ársins? Alla vega sögöu (s- lenskir gagnrýn- endur að þetta væri frábær rokk- þlata. Loksins fá- anleg aftur eftlr aö hafa veriö uppseld í nokkurn tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.