Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 21 Bretland: Fjórði njósnarinn dreginn fyrir rétt Aldershot, Knglandi, 20. degember. AF. UNDIRLIÐÞJÁLFI í lovniþjónustu breska hersins, Philip Aldridge að nafni, var í dag ákærður fyrir njósnir en ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld í tnáli hans fara fram. Er hér um að ræða fjórða njósnamálið í Bretlandi frá því í nóvember. Aldridge, sem er tvítugur að aldri, var ákærður fyrir að hafa í ágúst og september sl. ætlað að af- henda ónefndum manni skjöl, „mik- ilvæg óvinaríki". Haft er eftir óstaðfestum heimildum, að Ald- ridge hafi verið handtekinn í kjöl- far rannsóknar á tilraunum Sov- étmanna til að komast að því hvernig Bretar öfluðu sér upplýs- inga í Falklandseyjastríðinu. Tíunda nóvember sl. var Geoffrey Prime, fyrrum rússneskuþýðandi við Cheltenham-fjarskiptastöðina, dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að hafa njósnað fyrir Rússa, en að sögn bandariskra embættismanna var þar um að ræða eitt mesta njósnamál frá lokum síðara stríðs. Sjöunda desember var Hugh Hambleton, kanadískur prófessor, dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir njósnir fyrir Sovétmenn á árunum 1956—61 og að síðustu var svo sendiráðsstarfsmaðurinn Rhona Ritchie dæmd í níu mánaða fang- elsi, skilorðsbundið, fyrir að hafa látið egypskan ástmann sinn fá í hendur skeyti breska utanríkis- ráðuneytisins til sendiráðsins í Tel Aviv. Hindraði Indira árás á Pakistan? W a.shinmon, 20. deHember. AF. HAIT er eftir heimildum innan bandarísku leyniþjónustunnar, að Indverjar hafi lengi verið við því búnir að ráðast á mannvirki i Pakistan, sem hugsanlega kynnu að verða notuð við smíði kjarnorkuvopna. The Washing- ton Post greindi frá þessu í dag og sagði, að indverskir herforingjar hefðu viljað gera árásina fyrir niu mánuðum en þá hefði Indira Gandhi hafnað henni. Samkvæmt leyniþjónustuheimild- unum taldi Indira Gandhi ekki rétt að láta til skarar skríða á þeim tíma, sem herforingjarnir vildu, en hefði hins vegar verið hugmyndinni hlynnt ef þannig stæði á, að Pakist- anir væru í þann veginn að koma sér upp eigin kjarnorkuvopnum. Mani S. Aiyer, talsmaður indversku stjórnarinnar, sagði í Nýju-Delhi í dag, að þessi frétt væri „uppspuni og úr lausu lofti gripin“. Hann benti á, að Indira og Zia Ul-Haq, Pakistan- Veður víða um heim Akureyri -t-2 snjókoma Amsterdam 5 skýjaó Aþena 14 skýjaó Barcelona 13 skýjaó Berlín 8 rigning BrUssel 8 skýjað Caracas 27 skýjaó Chicago 2 skýjað Dyflinni 12 rigning Frankfurt 5 þokumóóa Færeyjar 2 alskýjað Genf 4 heiðskírt Helsinki 4 skýjaó Hong Kong 18 heiðskírt Jerúsalem 16 heiðskfrt Jóhannesarborg 29 rigning Kairó 20 heióskírt Kaupmannahöfn 3 snjókoma Las Palmas 18 skýjaó Lissabon 13 rigning London 8 heiðskírt Los Angeles 22 skýjað Madrid 10 skýjað Malaga 14 lóttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Mexfkóborg 20 heiðskirt Miami 24 heiðskfrt Montreal +4 skýjað Moskva 5 skýjað Nýja Delhí 23 heiðskírt New York 1 snjókoma Ósló 3 snjókoma París 11 skýjaö Reykjavik -»4 snjókoma Rio de Janeiro 35 skýjaö Róm 11 heiöskfrt San Francisco 14 skýjaö Stokkhólmur +3 heiðskirt Tókýó 11 heiðskírt Vancouver 8 skýjað Vín 4 skýjað forseti, hefðu átt mjög vinsamlegar viðræður fyrir skemmstu og væru staðráðin í að bæta samskipti þjóð- anna. The Post segir, að áhyggjur Ind- iru hafi vaxið mjög að undanförnu eftir að Pakistanir luku við smíði endurvinnslustöðvar fyrir úran, en jafnt Indverjar sem Bandaríkja- menn óttast, að þeir hafi í hyggju að endurvinna notað eldsneyti og nýta í kjarnorkusprengjur. Aukið atvinnu- leysi í Finnlandi llelsinki, 20. desember. AF. Atvinnuleysingjar í Finnlandi voru 141.800 í nóvember síðast- liðnum, segir í tilkynningu atvinnumálaráðuneytisins í dag. Þar kom einnig fram að atvinnu- leysingjum hefur fjölgað um 15.700 frá því í sama mánuði á síðastliðnu ári. Einn þriðji hluti atvinnulausra er fólk undir 25 ára aldri. Aðkflga Það er ekki sama glas og glas. Smekkfólk gerir sér ljóst að falleg glös eru hluti af ánægjulegum málsverði og samverustund. Sértu að leita að fallegum glösum þá er Kosta Boda staðurinn. Glös úr sænskum gæðakristal, formuð af heimsfrægum hönnuðum. Kosta Boda býður fyrsta flokks skrautmuni úr kristal, postulíni, steinleir, eldföstu gleri og stáli. Kosta Boda, gjafaverslun vandlátra. KOSTA BODA Bankastræti 10. Sími 13122 80 ár fyrir Hafnarfjörð Sparisjóðurinn á afmœli á morgun Af því tilefni bjóðum við öllum viðskiptavinum okkar og vel- unnurum í afmœlisveislu. Á morgun Kaffi og kökur fyrir fullorðna, gosdrykkir og sœlgœti fyrir börnin. Verið velkomin í Sparisjóðinn ykkar 5PARI5JÚÐUR HAFNARFJARÐAR STRANDGÖTU 8—10 REYKJAVÍKURVEGI 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.