Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 28

Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 T résmíðaver kstæði — Húsbyggjendur Vinsamtega athugiö aö timburafgreiöslan sem staösett hefur veriö viö Lágholtsveg hefur veriö flutt og sameinuð vöruafgreiöslu okkar aö Hringbraut 120 (Sólvallagötu 79). HARÐVIÐUR - SPÓNN - SPÓNAPLÖTUR - GRINDAREFNI E5 HRINGBRAUT TI9, SIMAR10600-28600. TIMBURDEILD. SÍMI 28604. Klukkan hálf sex í kvöld mun Valur Gíslason árita bók sína, Valur Gíslason og leikhúsið, eftir Jóhann- es Helga, í húsakynnum ísafoldar og Nýja köku- hússins við Austurstræti/- Austurvöll. Meðan Valur áritar mun Bessi Bjarnason skemmta gestum með upplestri úr 211 gamanmálum Jó- hannesar Helga og vísna- söngvarar koma fram. ísafold klukkan hálf sex WOIR áritar Einnig munu gamanvísna- söngvarar koma fram Skemmtileg bók um Vestmannaeyjar, „Eyjar gegnum aldirnar“ — eftir Guðjón Englendinga á Vestmannaeyja- í r-i •»i <• miðum og verslun þeirra við eyja- Armann Eyjolfsson skeggja. Þegar ég fletti bókinni Eyjar gegnum aldirnar, kom mér strax í hug: Þetta var snjöll hugmynd. Við nánari athugun og lestur kemur í ljós að hér er á ferð fróð- leg og skemmtileg bók, fallega myndskreytt með gömlum og nýj- um myndum, málverkum, kortum og teikningum. Eins og segir í formála höfund- ar er þarna safnað saman fróðleik um Vestmannaeyjar, sem hefur verið dreifður í fjölmörgum ritum, blöðum, bókum og annálum og öll- um, sem hafa áhuga á sögu Vest- mannaeyja, óaðgengilegur. Auk þess er brugðið upp nýju ljósi á fjölmargt í sögu Eyjanna. Ég spái því að þetta verði bók, sem Vestmannaeyingar, eldri og yngri, eigi oft eftir að glugga í, því að bókin er skemmtileg aflestrar og er fjallað um fjölmarga þætti í sögu Eyjanna. Höfundur, Guðlaugur Gíslason fyrrv. alþingismaður, hefur fram að þessu verið beinn þátttakandi í sögu Eyjanna og löngum verið í forystu og staðið í miðri orrahríð harðskeyttrar stjórnmálabaráttu í héraði og á Alþingi. Hann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum um tólf ára skeið, frá 1954—1966, og alþingismaður fyrir Eyjarnar og Suðurlandskjördæmi frá 1959—1978. Guðlaugur lítur nú yf- ir farinn veg og metur sögu kyn- slóðanna. Flestar myndir í bókinni eru eftir tengdason Guðlaugs, Sigur- geir Jónasson ljósmyndara, sem er landskunnur af frábærum ljós- myndum frá Vestmannaeyjum. Bókin spannar í megindráttum sögu Vestmannaeyja frá myndun þeirra við neðansjávargos fyrir 100—200 þúsund árum og er vitn- að beint í Dr. Svein Jakobsson jarðfræðing, sem hefur einna víð- tækasta og dýpsta þekkingu núlif- andi vísindamanna á myndunar- ogjarðsögu Vestmannaeyja. Itarlegur kafli ágætlega myndskreyttur er um upphaf byggðar í Eyjum og fornleifarann- sóknir í Herjólfsdal. Allt bendir til að byggð hafi verið í Eyjum fyrir áður tímasett landnám árið 874. í máli og myndum er sýnd þróun Vestmannaeyjakaupstaðar og ör fjölgun íbúa með vélvæðingu bátaflotans eftir 1906. í þessum kafla eru nöfn ábúenda á Vest- mannaeyjajörðum og íbúum hús- mannahúsa eða þurrabúða árið 1703, en sumarið 1704 dvaldi Árni Magnússon sjálfur í Vestmanna- eyjum í 5 vikur og vann að hinu merkilega manntali og jarðabók ásamt prestinum að Ofanleiti, sr. Gizuri Péturssyni. Þegar kemur að miðöldum er bókin sett upp í stuttum og læsi- legum köflum, myndskreyttum í stíl fréttablaðs og „Aldanna", sem eru hér þekkt uppsláttarrit. Góð mynd fæst af hinum miklu róst- um, sem urðu iðulega í Eyjum á 15. og 16. öld í sambandi við veiðar VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! I þessum hluta bókarinnar er brugðið upp góðri mynd af ítökum og kúgun Danakonunga og full- trúa þeirra á þessari einkaeign sinni, sem Vestmannaeyjar urðu í tíð Árna Ólafssonar Skálholts- biskups stuttu eftir 1420. Um Tyrkjaránið, sem svo er nefnt, er sjóræningjar frá Al- geirsborg í Norður-Afríku rændu Eyjarnar árið 1627, er ítarlegur kafli og ágætar myndir af þeim stöðum, sem skiptu höfuðmáli í þessum skelfilega atburði, þegar 242 eyjabúum var rænt og þeir seldir mansali, en 36 voru myrtir, annaðhvort brenndir eða höggnir. Þessi atburður var langt fram á þessa öld ljóslifandi í vitund Vest- mannaeyinga. Flestir merkisatburðir Eyjasög- unnar eru taldir, eins og t.d. stofn- un fyrsta fæðingarheimilis á ís- landi árið 1847 og stendur það hús, Landlyst, enn. Ætti nú Vest- mannaeyjabær hið fyrsta að hrinda í framkvæmd gamalli hugmynd og koma þessu merka húsi í upphaflega mynd sína. Þáttur herfylkingarinnar í Vestmannaeyjum var ákaflega sérstæður og einstakur hér á landi. Einangrun Vestmannaeyja átti þarna mikinn hlut að máli, en höfundur bendir réttilega á, að þessi einangrun og samgönguleysi oft svo vikum og jafnvel mánuðum skipti ásamt harðri lífsbaráttu og tíðum slysförum hafi orðið hvati þess, að Vestmannaeyingar tóku iðulega málin í eigin hendur fram hjá Landsstjórninni og kerfinu í þá daga. I þessu sambandi má nefna stofnun fyrsta skipaábyrgð- arfélags landsins, árið 1862, lagn- ingu sima fyrir eigin reikning árið 1911 og stofnun Björgunarfélags- ins og kaup á eigin björgunar- og varðskipi árið 1918. Herfylkingin var stofnuð með konungsúrskurði 17. júní árið 1856 að tilhlutan Kohl, sýslumanns í Vestmanna- eyjum frá 1853—1860, og starfaði hreyfingin fram undir 1870. Her- fylkingin var nokkurs konar land- varnasveit og var allvel búin vopn- um fótgönguliða danska hersins með 60 byssur og Ieðurtöskur og skipt í fjórar 15 manna fylkingar. Skipuðu hana allir vopnfærir menn í Eyjum á aldrinum 18—40 ára. Herfylkingin hafði nokkur áhrif og góð í Vestmannaeyjum, stuðlaði að bindindissemi, stund- vísi og reglusemi margs konar. Þessi hreyfing vakti athygli víða um landið og hvatti m.a. Jón Guð- mundsson, ritstjóra Þjóðólfs, til að stofna þannig sveit í Reykjavík „og hörmung sé til þess að vita að hver hleypiskúta sem hingað vill skjótast með illum hug, eigi við oss allskostar." Guðlaugur gerir þessari hreyfingu góð skil og skemmtileg. Hinu átakanlega slysi við Eiðið árið 1924, þegar 8 menn fórust, er skilmerkilega lýst. Einn besti kafli bókarinnar er um slysfarir og hrakningar Vest- mannaeyjabáta og nær yfir flest slys við Eyjar frá 1900—1954. Kaflinn um Helgaslysið árið 1950, þegar vélskipið Helgi fórst á Faxaskeri og tveir menn komust upp í skerið, er einkar góður og prýðiíeg mynd Sigurgeirs af ógnvekjandi skerinu skerpir enn myndina. Þá er ágætur kafli um Veiguslysið árið 1952, þegar fyrst björguðust sjómenn hér við land í gúmmíbjörgunarbát, en Veiga var einn þriggja fyrstu Vestmanna- eyjabáta, sem var útbúinn gúmmí- björgunarbát. Lýsing á Guðrúnarslysinu árið 1953 er átakanleg og vel lýst snarræði Sveinbjörns Hjálmars- sonar vélstjóra, sem tókst við erf- iðar aðstæður að synda að gúmmí- björgunarbátnum. Allir þessir kaflar um slysfarir fyrr á tíð eru myndskreyttir með bátamyndum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.