Morgunblaðið - 21.12.1982, Qupperneq 34
38
MORGUNBLAÐIÐrÍRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
Óhóf í hrossaeign veldur
vandamálum í nýtingu beitilands
Hestar
Valdimar Kristjánsson
f
A síðustu árum hafa beitarmál of
landnýting verið ofarlega á baugi
meðal þeirra er búfjárrækt stunda.
Ekki hafa hestamenn og hrossa-
ræktendur farið varhluta af þessum
umræðum enda kreppir skórinn víða
hvað varðar beitarmál hrossa. Víðast
hvar hefur hrossum verið meinaður
aðgangur að afréttum vegna of mik-
ils beitarálags. Er nú svo komið að
aðeins eru hross rekin á afrétt í
Húnavatnssýslu og Skagafirði. En
þar er þó beitt ítöiu. í þéttbýli hefur
hrossum farið ört fjölgandi á siðustu
árum og eru mikil þrengsli oft í hög-
um og er ekki óalgengt að sjá hross
i rótnöguðum litlum girðingum á
sumrin i nágrenni þéttbýlis. Eru
þessi sveltihólf notuð ár eftir ár án
nokkurrar hvíldar þannig að gróður-
inn nær aldrei að dafna á vorin og
má heita að þessi hólf séu sviðin allt
sumarið þar til hrossum er sleppt á
haustbcit seinni part i ágúst eða
byrjun september. Orsakar slík
notkun á landi gróðureyðingu með
tímanum. Án efa er þörf á víðtækri
skipulagningu beitar í nágrenni
Reykjavíkur og á öðrum þéttbýlis-
stöðum jafnhliða þvi sem unnið
verði að fækkun hrossa bæði í þétt-
býli sem í dreifbýli. Sú staðreynd að
hross eru of mörg er tvímælalaust
aðalástæðan fyrir þeirri landníðslu
sem viðgengst nokkuð viða.
Síðastliðið sumar var haldið
Landsmót í Skagafirði eins og
mönnum er sjálfsagt í fersku
minni. Á þetta mót fór fjöldi
manns ríðandi og er talið að
hrossafjöldi sá er fór yfir hálendið
hafi skipt hundruðum. Telja fróðir
menn að hér sé á ferðinni mikið
vandamál þegar slíkur fjöldi fer
um hálendið þar sem gróður er
viðkvæmur. Á tveimur síðustu
ársþingum Landssambands hesta-
manna hafa bæði beitar- og ferða-
mál fengið verulega umfjöllun og
á síðasta þingi sem haldið var síð-
ast í október flutti Sveinn Run-
ólfsson landgræðslustjóri erindi
um beitarmál og umgengni við
landið. Umsjónarmaður Hesta fór
þess á leit að fá að birta þetta
erindi og varð Sveinn góðfúslega
við þeirri beiðni og birtist það hér,
að vísu örlítið stytt.
Feröalög, beit og
umgengni vid landið
Með aukinni og almennari
hestaeign hefur sumarferðalögum
manna um landið á hestum fjölg-
að jafnt og þétt. Það er ánægju-
legt hve margir hafa getað veitt
sér það að kynnast landinu á svo
heilbrigðan hátt, varla gefst betra
tækifæri til þess en einmitt með
því að ferðast á góðum hestum um
byggðir jafnt sem óbyggðir okkar
fagra og tilkomumikla lands.
Margir hestaeigendur líta á
langferðir á hestum sem hápunkt
hestamennsku sinnar og svo hefur
vafalaust verið allt frá þeim tíma
er land byggðist og menn riðu t.d.
til Alþingis á Þingvöllum hvað-
anæva af landinu.
Þá eins og í göngum og ferðum
alveg fram á okkar tíma hafa
menn orðið að treysta á að hefta
hestana í náttstað. Á sinn hátt
hefur hefting hesta verið viðun-
andi lausn í miklum vanda, hest-
arnir voru vanir haftinu, en því er
ekki til að dreifa nú um okkar
hesta sem betur fer. Það að hefta
hestana eða binda þá á streng í
náttstað leysir ekki vandamálin
við ofbeitta nátthaga nú á tímum,
auk þess sem það er óframkvæm-
anlegt. Kemur þar margt til, m.a.
það að áður fyrr var meirihluti
hestahópsins vinnuhestar sem
voru í nær daglegri notkun mikinn
hluta árs. Nú eru ferðalögin oft
öðrum þræði tamningaferðir og
kröfurnar um tryggt aðhald fyrir
hesta næturlangt mjög knýjandi.
Hópferðamenn á hestum hafa
verið sakaðir um gróðurskemmd-
ir, sérstaklega á viðkvæmum há-
lendisgróðri. Ég er þess fullviss að
ferðamenn reyna eftir því sem
þeim er unnt að ganga vel um
hvar sem þeir fara og því sjaldn-
ast maklegt það ámæli sem þeir
hafa hlotið. Einkum kveður að
þessu umtali þegar saman fara
landsmót hestamanna eða önnur
stórmót og köld sumur. Reynslan
af síðastliðnu sumri kennir okkur
að um verulegt vandamál getur
verið að ræða þegar mjög stórir
hópar, sem telja hross í hundruð-
um, fara á svipuðum tíma yfir há-
lendið. Veðráttan í vor og sumar
var afar köld, snjór í fjöllum, vötn
ísi lögð langt fram í júní og enginn
beitargróður fyrr en nokkuð var
liðið á júlí.
Það er sérstaklega ánægjulegt
að ársþing LH 1981 samþykkti að
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri er sjálfur mikill áhugamaður
um hestamennsku og hrossarækt og
hefur sýnt málefnum hestamanna
niikinn skilning. tjósm. vk.
'
Langferðir á hestum um hálendið er vafalaust hápunktur hestamennskunnar
hjá mörgum.
UTSOLUSTAÐIR: ,
TORGIÐ HERRARIKI
RAMMAGERÐIN
VÖRUHÚS KEA AKUREYRI
IDNADARDEILD
SAMBANDSINS
GLERÁRGOTU 28 P HÓLF 606 662 AKUREYRI SIMI (96)21900
Haminejusöm
í hlýrri og mjúkri
IAK~'
næstu ár yrðu helguð því megin-
verkefni að greiða fyrir ferðalög-
um um landið á hestum. Vel var<
við hæfi að LH tók þessi mál til
umfjöllunar og meðferðar og hef-
ur það reyndar verið gert fyrr á
þessum vettvangi. Fyrir nokkrum
árum setti LH nefnd á laggirnar
til að vinna að málefnum varðandi
áningarstaði. Nefndin ræddi við
ýmsa aðila er þessi mál varða. Þá
var efst á baugi hvort girða ætti
lítil geymsluhólf fyrir hross, þar
sem ekki væri um beit að ræða,
eða allstór beitarhólf sem yrðu
áborin gróðurlendi eða jafnvel
grædd upp á örfoka landi. Þessar
umræður urðu meðal annars til
þess að sumarið 1980 var girt 8 ha.
hólf inn við Hvítárnes á Biskups-
tungnaafrétti. Landgræðslan girti
þetta hólf en LH kostaði efnið.
Heimamenn völdu svæðið og var
þetta gert í fullu samráði við þá.
Borið var á þetta hólf úr lofti
sumrin 1980 og 1982, 4 tonn í hvort
skipti og nálgast það að vera
túnskammtur af áburði. Reynslan
af þessari framkvæmd er sú að
lítil sjáanleg merki eru um gróð-
uraukningu eftir áburðinn, enda
hefur veðráttan verið mjög köld
og beitarálagið urið upp þann litla
Reisa þarf lítil en örugg
geymsluhólf á án-
ingarstöðum. Þar þarf
að vera skjól og helst
vatnsból frá náttúrunn-
ar hendi og þægilegt
væri að setja upp stokka
svo hægt væri að gefa
ferðahestum, t.d. gras-
köggla.
gróður sem fyrir var. Það hefur
líka víða komið í ljós að gróður-
lendi, sem eru þannig þrautnöguð
ár eftir ár, hætta fljótt að skila
nokkurri uppskeru og á fokgjörn-
um jarðvegi er mikil hætta á upp-
blæstri.
Þær raddir hafa heyrst að taka
ætti þessa girðingu niður áður en
þar yrðu frekari landspjöll. Allir
hljóta þó að vera sammála um að
girðingin hefur komið að ómetan-
legum notum þau þrjú ár síðan
hún var sett upp og þó einkum á
síðastliðnu sumri, er ekki ljóst
hvernig farið hefði ef hennar hefði
ekki notið við. Ég tel því þörf á að
Heimir — nýtt tímarit
Sambands ísl. karlakóra
Á SÍÐASTLIÐNU vori hóf göngu
sína nýtt tímarit, Heimir, tímarit
Sambands íslenskra karlakóra, en
fyrirhugað er að það komi út
tvisvar á ári. Með útgáfu ritsins er
stefnt að því að efla kynni og sam-
heldni karlakóra og karlakóra-
manna landsins, auka skilning og
þekkingu þjóðarinnar á starfsemi
karlakóranna og að verða karla-
kórssöng til eflingar og fram-
þróunar. Tímaritið er arftaki
Heimis, söngmálablaðs, sem Sam-
band íslenskra karlakóra gaf út á
árunum 1935—1939 undir rit-
stjórn Páls ísólfssonar og Baldurs
Andréssonar.
Annað tölublað Heimis er ný-
útkomið, 30 síður að stærð. Af efni
blaðsins ber einkum að nefna
grein Jóns Þórarinssonar, tón-
skálds, um upphaf karlakórssöngs
á íslandi og ýmsa þætti þeirrar
starfsemi frá miðri 19. öld til
þessa dags. Birt er lag Páls P.
Pálssonar: Þjóðskáldið. Þá eru í
ritinu birtar fréttir frá ýmsum af
um 20 karlakórum landsins, þar
sem greint er frá tónleikahaldi
þeirra innanlands og utan,
hljómplötuútgáfum og fjölþættri
félagsstarfsemi.
I ritstjórn Heimis eru Þorsteinn
R. Helgason, Ragnar Ingólfsson,
Hinrik Hinriksson og Ævar
Hjartarson. (Frt-UatilkynninK)