Morgunblaðið - 21.12.1982, Síða 38

Morgunblaðið - 21.12.1982, Síða 38
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Fyrsta flokks Raftækjaúrval NIG&BÍIASTÆDl /FOnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Aðalfundur launamála- ráðs ríkisstarfs- manna innan BHM hvatti til þess, að hlutdeild tekju- skatts í tekjuöflunarkerfi ríkisins yrði minnkuð. Mótmælt var síend- urtekinni íhlutun stjórnvalda á gerða kjarasamninga. Launþega- samtök í landinu voru hvött til samstarfs. í því sambandi var einkum bent á áhrif tölvuvæð- ingar, bætt vinnuumhverfi og neytendamál. Vakin var athygli á nauðsyn þess, að vinnumarkaður- inn taki meira tillit til þarfa fjöl- skyldunnar. Einnig var vakin at- hygli á húsnæðismálum þeirra, sem hefja störf eftir langt og kostnaðarsamt nám. í ályktun um kjaramál kom fram, að meðallaun dagvinnu hjá háskólamenntuðum ríkisstarfs- mönnum eru verulega lægri en hjá sambærilegum hópum á almenn- um vinnumarkaði, þó ekki sé leng- ur um að ræða nein umtalsverð hlunnindi ríkisstarfsmanna um- fram aðra launþega. Yfirvinna og aðrar aukagreiðslur eru hjá há- skólamenntuðum ríkisstarfs- mönnum tæp 30%, en á almennum vinnumarkaði virðist ekki óal- gengt að fólk tvöfaldi taxtakaup með slíkum greiðslum. Bent var á, að starfsævi langskólagengins fólks er verulega styttri en ann- arra. Samþykktar voru nýjar sam- þykktir fyrir ráðið í samræmi við ný lög Bandalags háskólamanna. Ásthildur Erlingsdóttir lektor var endurkjörinn formaður. Armenn 10 ára — félagar 253 talsins í desembermánuði árið 1972 birt- ist i dagblöðunum auglýsing þar sem skorað var á áhugamenn um stang- veiði með flugu að stofna með sér félagsskap og mæta á undirbúnings- fund. Það var Jón Hjartarson, kaup- sýslumaður, sem átti þessa hugmynd og var stangaveiðifélagið Ármenn stofnað 28. febrúar 1973 eða fyrir tæpum 10 árum. Ármenn eru landsfélag um þjóð- lega náttúruvernd og stangveiði með flugu. Tilgangur félagsins er þríþættur; að sameina sem flesta fluguveiðimenn í eitt félag, að stuðla að því að íslenzkri náttúru verði ekki spillt með illri umgengni og rányrkju, og að íslendingum verði jafnan í reynd tryggður forgangsréttur til íslenzkra land- gæða. Tíundi aðalfundur félagsins var nýtega haldinn. í ræðu formanns, Gylfa Pálssonar, kom m.a. fram, að Ármenn er nú 253 talsins og bættust 27 nýir félagar við á síð- asta starfsári. Mikið hefur verið unnið að fræðsiumálum, flugu- hnýting kennd og kastkennsla hef- ur farið fram víða um land á veg- um Ármanna. Aðsetur Ármanna, Veiðisel, er að Skemmuvegi 14 í Kópavogi. Þar er opið á hverjum miðvikudegi frá klukkan 20—22. Formaður Ármanna er Gylfi Pálsson. Nýkjörin stjórn Launamálaráðs bandalags háskólamanna á fyrsta fundi sínum, talið frá vinstri: Hreinn Hjartarson veðurfræðingur, meðstjórnandi, Páll Jónsson tæknifræðingur, ritari, Rúnar Hauksson arkitekt, í varastjóm, Guðriður Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri BHM, Ásthildur Erlingsdóttir lektor, formaður launamálaráðs, Sigmundur Stefánsson skrifstofustjóri BHM, Ásgeir Sigurgestsson sálfræðingur, varaformaður launamálaráðs, Ólafur Karlsson viðskiptafræðingur, gjaldkeri. AÐALFUNDUR launamálaráðs ríkisstarfsmanna innan BHM var haldinn 10. desember sl. Aðal- fundir ráðsins hafa fram að þessu verið haldnir á vorin þannig að síðasta staristímabil var u.þ.b. hálft ár. I skýrslu stjórnar var einkum greint frá endurskoðun á kjarasamningum í haust í fram- haldi af kjarasamningum ASÍ og BSRB. Á fundinum voru samþykktar allmargar ályktanir: Fundurinn Hljómplata sem gleður Jólasálmarnir, sem ALLIR kunna á einni hljómplötu, — í frábærum flutningi 3ja kóra og ellefu hljóöfæraleikara. r Platan sem kemur öllum í hátíðarskap. Fæst á útsölustöðum um land allt. Dreífíng: Steinar hf. Otgáfan SKÁLHOU S,,í927 [ Opid í kroM til M. 22) HAGKAUP • Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.