Morgunblaðið - 29.12.1982, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.12.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 7 Þakka innilega hlýhug og kveðjur á 70 ára afmæli mínu þann 5. desember síðastliöinn. Bjarni Þorsteinsson, Hurðarbaki, Reykholtsdal. Hestamenn Þeir, sem eiga hesta á Ragnheiðarstöðum og hafa ekki gert ráðstafanir aö félagið láti gefa þeim dag- lega, hafi samband við okkur nú þegar. Annars verður hestunum ráðstafað sem óskilahrossum. Kjalarnes Nokkrir hestar ósóttir. Tapast hafa hestar frá Ragnheiöarstööum, 2 gráir, einn jarp- ur og ein brún hryssa. Bændur á þessu svæði láti okkur vita, ef þeir veröa þeirra varir. Tamningastöð tekur til starfa nú eftir áramótin, 3. janúar. Tamn- ingamenn verða: Hafliöi Halldórsson og Hreinn Þor- kelsson. Skaflaskeifur til sölu. Kr. 200 — gangurinn. Helluskeifur á 240 kr. gangurinn. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins kl. 13—18 á mánudag—föstudags. Sími 30178 og 33679. Hestamannafélagið Fákur. erusðlu staóir okkar iReykjavik ... sjs Snorrabraut 60 Volvosalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Seglagerðin Ægir, Grandagarði Styójið okkur-stuðlió að eigin öryggi Hjálparsveit skáta ÁSJ Reykjavík Ráöherrasósí- alisminn fellir vinstri fjaðrir Alþýðubandalagið er að trosna upp í vinstra kant- inn, hvar fjölskrúðugir sérvizkuhópar eru að hleypa heimdraganum. Á sama tíma er að verða til valdahópur í flokknum utan um nýja hugsjón sem hlotið hefur nafnið „ráð- herrasósíalismi" — og ein- hverskonar „framsóknar- deild" í þingflokknum. Inirvaldur l>orvaldsson, „félagi í baráttusamtökum fyrir stofnun kommúnista- flokks", ritar grein í Þjóð- viljann í gær, þar sem m.a. er vikið að þeim vinstri fjöðrum, sem hann telur Alþýðubandalagið vera að fella. Upphaf greinarinnar hljóðar svo: „Lengi hafa átt sér stað deilur milli Alþýðubanda- lagsins og hinna ýmsu svo- kölluðu „vinstri hópa". Þær hafa gjarnan ein- kennst af því að Alþýðu- bandalagið hefur sakaö hina síðarnefndu um sér- visku, kreddufestu, útúr- boruhátt o_s.frv., án þess að gagnrýna stefnu þeirra eða gera á þeim nokkurn greinarmun. Nú er svo komið að maóLstahreyfingin er hrun- in til grunna og leifar hennar íhuga nú inngöngu í Alþýöubandalagið eða Vilmundarbandalagið! Fylkingin, sem alla tíð hef- ur hangið í pilsfaldi Al- þýöuhandalagsins, er nú í vaxandi kreppu, sem lík- lega mun færa hana enn nær AB. Á hinn bóginn á Alþýðubandalagið í vax- andi erfiðleikum með að halda utan um sitt lið. Bæði hefur eitthvað flísast úr flokknum til kvenna- framboðsins, og hitt, sem þó er áhrifameira, að innan Alþýðubandalagsins hefur magnast mikil óánægja með þátttöku þess í vax- andi árásum á lífskjör verkalýðsins, fyrst og fremst eftir bráðabirgða- lögin í ágúst." Yfirklór ráö- lausrar ríkis- stjórnar Pétur Sigurösson, for- maður Alþýðusambands Vestfjarða, segir í blaðavið- lali um láglaunabætur: „Fólk hér er þrumulost- ið yfír því hvernig lág- launabæturnar deilast út. I>ess er dæmi, að forstjórar fyrirtækis hér á ísafirði fær láglaunabætur en starfs- fólkið engar. Kaupmenn og framkvæmdastjórar fyrir- tækja fá bætur á meðan þeir, sem mest þarfnast uppbóta, sitja hjá. þetta er fálm út i loftið. Menn hefðu þess vegna getað kastað þessu út um glugg- ann — þar sem happ virð- ist hafa ráðið hverjir fengu láglaunabætur. Óánægja er mikil — en miklu frekar að menn séu hissa á því hverjir fengu tékkinn og hverjir ekki. Kngin glóra virðist í því. Ég veit dæmi um menn sem unnið hafa hliö við hlið. íbúðareigandi, sá er mér virðist betur staddur, fékk láglaunabætur, en hinn sem enga íbúð á fær engar bætur. Það er kannski vegna þess að íbúðareig- andinn þarf að kynda upp íbúð sína, ég veit þaö ekki. IAglaunabæturnar eru fyrst og fremst notaöar til þess að reikna niður kjara- skerðinguna — bæturnar nema sem svarar 2'/2% af skeröingunni. Og það eyk- ur á svindlið að bæturnar eru reiknaðar út á desem- berverðlagi — en eru greiddar út í þremur af- borgunum, síðast í júni næstkomandi og sá tékki verður mun verðminni en desembertékkinn. I>etta er yTirkkir, sem kemur lág- launafólki lítt til góða," sagði Pétur Sigurðsson." Stétt með stétt í nýlegri forystugrein Seltirnings, málgagns sjálfstæðisfólks á Seltjarn- arnesi, segir m.a.: „Kin er sú setning i stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins, sem heyrist of sjaldan haldið fram, og þá helst við ræöuhöld á ráð- stefnum og þingum eða í skálaræðum í gylliboðum. Kn það er setningin — Stétt með stétt. — Áuðvit- að þarf ekki að skýra efni þessa slagorðs fyrir mönnum; það skýrir sig sjálft Vinstri menn hafa löngum látiö þetta slagorð fara ógurlega í taugarnar á sér. Kins og allir vita, þá byggist ein meginhugsjón kommúnismans á því göf- uga markmiði að etja fólki saman hverju á móti öðru og helst það rækilega, að þegar yfir lýkur standi ekk- ert eftir nema eymd og vol- æði fátæklinganna, öreig- anna, annars vegar, en traust völd og allsnægtir yfirstéttarinnar hins vegar. Á þeirra máli kallast þetta alræði öreiganna — og er takmarkið. I»ví þarf það engan að undra þótt ís- lenskir kommúnistar tali um hugtakió — Stétt með stétt — af fullkominni fyrirlitningu. Kn þetta er gott slagorö. f því felst falleg hugsun og það höfðar til flestra vel þenkjandi manna. Knda hefur SjálfstæðLsflokknum tekist að vera fiokkur manna og kvenna úr öllum starfsgreinum þjóðfélags- ins. f Sjálfstæðisflokknum hefur þetta fólk starfað saman hlið við hlið, og þeg- ar mikið ríður á fylkt sér saman sem órofa heild og þannig marseraö fram til sigurs. Þess vegna er þetta gott slagorð og þess vegna óttast íslenskir kommún- istar hugsunina og reyna að varpa á hana rýrð með háði og spotti." Sex manns vegnir í mafíudeilum Palermo, Ítalíu, 27. desember. Al>. SEX manns voru skotnir til bana á Sikiley á sunnudaginn í einhverjum blóði drifnasta sólarhring sem um getur á eynni. Moröin tengdust öll mafiuátökum á eyjunni, en bófa- flokkarnir berjast harðvítugri bar- áttu um yfirráð á blómstrandi heró- ín-markaðnum. 147 manns hafa verið vegnir í mafíustríðinu í Palermo eða ná- grenni það sem af er þessu ári. Meðal hinna myrtu á sunnudaginn var Giuseppe Genova, tengdason- ur Tomasso Buscetta, mikils mafíuleiðtoga sem talið er að sé búsettur i Brasilíu af ótta við að verða myrtur. Genova hefur lengi varið hagsmuni tengdaföður síns á Sikiley og hann var myrtur þar sem hann var að störfum á mat- sölustað sem gamli maðurinn á. Viðskipta- og hagfræðingatal Vegna stéttartals viðskiptafræðinga og hagfræöinga, sem í undirbúningi er, vilja aðstandendur útgáfunnar hvetja þá, sem eyðublöö hafa fengiö, að hraða útfyllingu og innsendingu þeirra til Almenna bókafélagsins, Austurstræti 18, Reykjavík, fyrir 6. janúar nk. Þá er þeim viðskiptafræðingum og hagfræðingum, sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fengid eyðublöð send, bent á að hafa samband viö Almenna bókafélagiö, Austurstræti 18, sími 25544, sem mun afhenda eða senda þeim eyöublöö. Aðstandendum fjarstaddra eða látinna viðskiptafræðinga og hag- fræðinga er sömuleiöis bent á aö hafa samband viö Almenna bókafé- lagið, Austurstræti 18, sími 25544, vegna eyðublaða og veröa þau þá send eins og um veröur beðið. Almenna bókafélagið Félag viðskiptafræðinga Austurstrætí 18, og hagfræðinga Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.