Morgunblaðið - 29.12.1982, Page 17

Morgunblaðið - 29.12.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 17 Morgunbladid/KÖE. frekar af þyngra taginu. Það er ekki auðvelt að finna hentugan nútímagamanleik; oft hefur verið leitað fanga hjá Dario Fo, en okkur fannst kominn tími til að breyta til,“ sagði Stefán. Tólf leikarar koma fram í sýn- ingunni, í hópi þeirra margir helstu leikarar Leikfélagsins. í stærstu hlutverkum eru Kjartan Ragnarsson, Sigríður Hagalín, Soffía Jakobsdóttir, Guðrún Ás- mundsdóttir, Guðmundur Pálsson, Hanna María Karlsdóttir, Gísli Halldórsson og Margrét Helga Jó- hannsdóttir. Aðrir leikendur eru Harald G. Haraldsson, Steindór Hjörleifsson, Karl Guðmundsson og Aðalsteinn Bergdal. Frumsýningin verður sem fyrr segir í kvöld, 29. desember, og 2. sýning 30. desember. Það gengur á ýmsu í boðinu. með því að þiggja hjá því matar- boð. Það var heilmikið apparat í kringum þessa viðleitni forsetans á sínum tíma og leikritið er eins konar háð um það. Efnisþráðurinn er heimsókn, og undirbúningur að heimsókn Frakklandsforseta til einnar alþýðufjölskyldu. Leikritið gerist sem sagt í Frakklandi nú- tímans og byggir á ákveðinni teg- und stéttaandstæðna sem ekki eru fyrir hendi hér, en allflestir kann- ast þó við,“ sagði Þórarinn Eld- járn. Stefán Baldursson leikstjóri sagði að það hefðu ekki legið nein- ar sérstakar ástæður að baki val- inu á þessum gamanleik. „Það var ákveðið að hafa einn gamanleik um miðjan vetur, aðallega vegna þess að hin fjögur verkin sem við erum með á þessu leikári eru öll Landsvirkjun tekur um 330 milljóna króna lán LÁNSSAMNINGUR milli Lands- virkjunar og „Bank of America" og fleiri erlenda banka var undirritadur í Ziirich í gærdag, vegna láns til Landsvirkjunar að fjárhæð 40 millj- ónir svissneskra franka eða um 330 milljónir króna á núverandi gengi. Af hálfu Landsvirkjunar undir- ritaði samninginn Halldór Jónat- ansson, aðstoðarframkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Lánstíminn er 10 ár, en fyrstu 5 ár lánstímans verða vextir 1,25% yfir 5 ára millibankavöxtum í Sviss eins og þeir verða við út- borgun lánsins í næsta mánuði, en þeir eru nú 6,25%. Síðan verða vextir endurskoðaðir fyrir seinni helming lánstímans. í frétt Landsvirkjunar segir, að lánsfénu verði varið til að greiða upp eldri og óhagstæðari lán vegna Hrauneyjafossvirkjunar. Liðlega þúsund Islending- ar starfa hjá Varnarliðinu FJÖLDI íslenzkra starfsmanna varnarliðsins 1. desember sl. var 1.005. Þar af voru 680 karlar og 325 konur. Þessar upplýsingar koma fram í „Vallarskjánum", blaði Starfsmannafélags varnarliðsins. Af því fólki, sem á flugvallar- svæðinu starfar, búa nú um 74% á Suðurnesjasvæðinu og er það hærra hlutfall frá því svæði en nokkru sinni fyrr. í Keflavík búa 471, í Njarðvík 168, í Garðinum 30, í Sandgerði 31, í Höfnum 9, í Grindavík 8 og 13 í Vogunum. Árið 1975 bjuggu 64% starfs- manna Suðurnesjasvæðinu, um 70% þeirra árið 1977, um 71% árið 1979 og 71 % á síðasta ári. Leikfélag Reykjavikur: MorgaabhM/KÖE. Húsbóndinn í hreingerningunum (Kjartan Ragnarsson), fyrir miðju eru for- setahjónin (Gísli Halldórsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir) og þeim til beggja handa eru nágrannakonan og tengdamamma (Guðrún Ásmundsdóttir og Sigríður Hagalín). Forsetaheimsóknin háðfuglar í heimalandi sínu. Þeir eru reyndar einnig þekktir leikar- ar, bæði á sviði og í kvikmyndum. Þeir hafa samið nokkur gaman- leikrit önnur, ýmist hvor í sínu lagi eða saman. Sammerkt öllum þessum verkum er, að þau eru af léttara taginu og hafa mörg hver náð gífurlegum vinsældum. Kveikja Forsetaheimsóknarinnar mun það uppátæki Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklands- forseta, að heimsækja svokallaðar „venjulegar fjölskyldur", en á sín- um tíma var óspart gert grín að þessum heimsóknum forsetans. I leikritinu er það kvenfólkið á heimilinu, sem hefur boðið forset- anum heim án vitundar húsbónd- ans, sem er róttækur atvinnuleys- ingi og ákafur andstæðingur for- setans. Þórarinn Eldjárn, þýðandi verksins, sagði að leikritið gæti varla talist til bókmenntaafreka, þetta væri fyrst og fremst léttur farsi þar sem mest væri lagt upp úr spaugilegum aðstæðum og sam- spili andstæðra manngerða. „Og eins og títt er um farsa,“ sagði Þórarinn, „þá rekur þarna hver misskilningurinn annan, eilífar reddingar út úr vandræðalegum aðstæðum með tilheyrandi upp- lausn og óðagoti. Það er verið að gera at í þeim tilburðum Giscard, fyrrum Frakklandsforseta, sem er alræmdur aristókrat og aðalsmað- ur, að nálgast „venjulegt" fólk, svona rétt fyrir kosningar, m.a. í KVÖLD, miðvikudagskvöldið 29. desember,' frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur franska gamanleikinn Forsetaheimsóknina eftir Luis Régo og Philippe Bruneau. Þetta er lauf- léttur gamanleikur, sem gerist í Par- ís á okkar dögum á heimili almúga- fjölskyldu, sem fær Frakklandsfor- seta í heimsókn. Verkið var sýnt við miklar vinsældir í Frakklandi fyrir nokkrum árum og hefur síðan verið leikið í fjölmörgum löndum. Þýð- andi er Þórarinn Eldjárn, lýsingu annast Daníel Williamsson, leik- mynd og búninga gerir Ivan Török og leikstjóri er Stefán Baldursson. Höfundar leiksins eru kunnir MarpabUM/KÖE. Forstjórinn dansar zorba með gestgjöfunum. Frá vinstri: húsbóndinn (Kjart- an Ragnarsson), nágrannakona (Guðrún Ásmundsdóttir), tengdamamma (Sigríður Hagalín), húsfreyjan (Soffía Jakobsdóttir), forsetinn (Gísli Halldórsson) og systirin ófríska (Hanna María Karlsdóttir).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.