Morgunblaðið - 29.12.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982
23
Ólafsfirðingar binda mikl-
Flugeldasala:
Hjálparsveit skáta í Kópavogi
verður með fjóra útsölustaði
Morgunblaðiriu hefur borizt eftirfar-
andi fréttatilkynning frá Hjálparsveit
skáta í Kópavogi vegna flugeldasölu
sveitarinnar fyrir áraraótin:
Eins og undanfarin ár, þá er
Hjálparsveit skáta Kópavogi með
sölu flugeida fyrir áramótin. Útsölu-
staðir hennar eru á eftirtöldum stöð-
um; Toyota-umboðinu Nýbýlaveg 8,
húsnæði Búnaðarbankans Hamra-
borg 9, húsnæði Sparisjóðs Kópa-
vogs (Kaupgarði) Engihjalla 4 og
Skátaheimilinu Borgarholtsbraut 7.
Þar er að finna fjölbreytt úrval af
rakettum, handblysum, standblys-
um, tívolíbombum, innidóti o.fl. Ör-
uggar og góðar vörur, af öllum
stærðum og gerðum. Einnig höfum
við á boðstólum hina sívinsælu fjöl-
skyldupakka, sem eru með 10% af-
slætti. Opið er frá kl. 10—22 alla
daga nema á gamlársdag, en þá er
opið frá kl. 10—16.
Hjálparsveit skáta Kópavogi heit-
ir á alla Kópavogsbúa að leyta ekki
langt yfir skammt, og versla á ein-
hverjum útsölustað hennar. Enn-
fremur óskar hún öllum Kópavogs-
búum og öðrum velunnurum gleði-
legs nýs árs, með þökk fyrir veittan
stuðning á liðnum árum.
ÖKUMAÐUR jeppa, sem ók á mann
í Skipholti og stakk af slysstað eins
og skýrt var frá í Mbl. í gær, hefur
ekki viðurkennt að hafa verið valdur
að slysinu og ber við minnisleysi
sakir áfengisneyslu. Eftir að hafa
ekið mann niður í Skipholti, fór
hann suður Nóatún en ók þar aftan
á bifreið og skemmdi hana talsvert.
Þau mistök urðu í gær í Mbl. er
skýrt var frá atvikinu, að sagt var að
maðurinn hefði ekið burt eftir
áreksturinn.
Það er ekki alls kostar rétt,
maðurinn stökk út úr bifreiðinni
og reyndi að forða sér. Eigandi
bifreiðarinnar, sem ekið var á, elti
manninn og náði honum í garði
skammt frá og færði í hendur
lögreglunni.
„Opið hús“
í Tónabæ
Þann 29. des nk. verður jóla-
fagnaður Styrktarfélags vangef-
inna haldinn í Tónabæ kl.
20-23.30.
Góðir gestir koma í heimsókn og
hljómsveitin Alfa Beta leikur
fyrir dansi.
Ber við minnisleysi
sakir áfengisneyslu
HAPPDRÆTTISÍBS
— Happdrætti til góds.
ar vonir við gerð jarðganga
í gegnum Olafsfjarðarmúla
Olafsfirði, 28. desember.
ÞETTA ár sem nú er að líða, verður
okkur Olafsfirðingum minnisstætt.
Langþráðu takmarki i heilbrigðis-
málum hefur verið náð, er elli- og
hjúkrunarheirailið Hornbrekka tók
til starfa á siðastliðnu vori. Þetta er
glæsileg bygging sem er auk elli-
heimilis sjúkradcild og læknamið-
stöð. Þá hefur setzt hér að ungur
læknir, Stefán Björnsson, sem kom
hingað til okkar frá Sviþjóð, en þar
stundaði hann framhaldsnám í
heimilislækningum. Stefán er ættað-
ur héðan úr Ólafsfirði og finnst
okkur mikill fengur í að hafa fengið
hann aftur hingað til okkar.
Samgöngur við Ólafsfjörð eru
aðallega á landi og eru þær fyrst
og fremst um Ólafsfjarðarmúla,
en sú leið er oft erfið sökum mik-
illa snjóa á vetrum. Við bindum
því miklar vonir við þá áætlun að
gera jarðgöng í gegnum Ólafs-
fjarðarmúla, en það myndi gjör-
breyta samgöngum á landi við
Ólafsfjörð. I sumar voru gerðar
mælingar og unnið að undirbún-
ingi að gerð jarðganga í gegnum
fjallið.
Þá hófust framkvæmdir við
lengingu flugbrautarinnar, en
Norðurflug heldur hér uppi áætl-
unarflugi fimm daga vikunnar.
Það urðu okkur hér í Ólafsfirði
mikil vonbrigði er annað skip var
keypt í stað gamla Drangs, sem
haldið hefur uppi siglingum
hingað fjórum sinnum í viku. Það
er ljóst, að þetta skip hentar ekki
til vetrarsiglinga hér fyrir Norð-
urlandi og hefur viðkomum við
Ólafsfjörð verið fækkað í eina ferð
í viku. Drangur hefur verið örygg-
istæki í samgöngum við Ólafsfjörð
þegar samgöngur á landi og í lofti
hafa brugðist, enda hefur skipinu
ávallt verið stjórnað af afburða-
traustum mönnum. Verður þessi
skaði ekki bættur nema með stór-
bættum samgöngum á landi við
Ólafsfjörð og hljótum við því að
gera kröfu til að snjómokstur
verði stórbættur hér yfir veturinn.
Atvinna hefur verið nokkuð góð
á þessu ári, ef undan er skilinn
tveggja mánaða tími fyrri part
vetrar, en þá voru tveir af þremur
togurum okkar frá vegna viðgerða,
og þá hefur minnkandi afli gert
strik í reikninginn, en afli minni
báta hefur verið mjög lítill allt
þetta ár.
Á annan dag jóla hélt ungur
()k á mann og stakk af:
Ólafsfirðingur, Örn Magnússon,
píanótónleika í félagsheimilinu
hér, Tjarnarborg. Á efnisskránni
voru verk eftir Mozart, Chopin og
Ravel. Var tónleikunum mjög vel
tekið og félagsheimilið þétt setið.
Hér hefur verið þokkalegasta
veður um jólin og bærinn mikið
skreyttur og jólastemmning góð.
Sóknarpresturinn okkar, Hannes
Örn Blandon, messaði hér bæði á
aðfangadag og jóladag og var
kirkjusókn mjög góð báða dagana.
FrétUuitarí
Vifltusta dmumarþínír.
Björtustu vonír annarra.
Miði í Happdrætti SIBS hefur tvær góðar hliðar:
Þú gefur sjálfum þérvon um veglegan vinning.
Hin hliðin, — og ekki síðri. Þú tekur þátt í víðtæku
endurhæfingar-og þjálfunarstarfi á Múlalundi
og Reykjalundi.