Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 37

Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 37 ^Él?AKANDI SVARAR I SIMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS „Þegar þú ert ekki“ — gott ljóð Ásgoir R. Helgason skrifar: „Velvakandi. Eg hef aldrei fyrr tekið upp ljóðabók, byrjað á upphafinu og lesið hana til enda. Ljóðabók Guð- rúnar Svövu Svavarsdóttur, „Þeg- ar þú ert ekki“, er hrífandi lýsing á uppgjöri manneskjunnar við sjálfa sig, þegar viðfang ástarinn- ar hverfur á braut. Bókin er eitt langt ljóð, smekklega upp sett, prýdd skemmtilegum myndum sem hæfa vel efninu. Það ber vott um þroska höfundar, að hún skuli upphefja ástina úr sinni eigin- gjörnu mynd, þar sem hatrið blundar og bilið á milli ástar og haturs er svo óendanlega stutt í sína gefandi fullkomnu mynd. „Kg tek hatrið «g læsi þaö inni í einu hólfi hjartans «g hleypi því aldrei út framar. Aldrei ... I'ar má þad lolna og visna uns þaó verður aó engu.“ „Ádur fannst mér styrkurinn fólginn í aó skilja allt umbera allt «g bera höfuóið hátt eftir megni. Nú finnst mér styrkurinn fólginn í aó hugsa meó hlýju og ást til ykkar begRja.“ Þessi tvö erindi ljóðsins „Þegar þú ert ekki“ eru fyrir mér megin- inntak bókarinnar. Annars vegar uppgjörið við ástina og hins vegar uppgjörið milli hinnar tilfinninga- legu og hinnar rökrænu víddar í manneskjunni. Bókin sýnir á fal- legan hátt hvernig tilfinninga- Guðrún Svava Svavarsdóttir víddin splundrar hinu rökræna ferli og hvernig ný tilfinningagildi koma í stað hinna gömlu og verða grunnur nýrra rökrænna ferla. Nýrrar manneskju. Ég þakka gott ljóð.“ Þessir hringdu . . . Af hverju ekki jólatré á Hagatorgi? íbúi við Hjarðarhaga hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að fá svör við því hjá borgaryfirvöldum, hvers vegna hætt hefur verið við að hafa jólatré á Hagatorgi eins og tíðkast hefur um árabil. Reykja- víkurborg getur ekki verið svo fátæk að leggja verði þennan góða jólasið niður. Aldrei séd ann- að eins á prenti Fuglavinur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég sá athyglisverða setningu í einum pistlanna sem birtust hjá þér laugardaginn 18. des., og hef aldrei séð annað eins á prenti, hvorki fyrr né síðar, og er ég nú síðan um aldamót. Þar kom fram að leitt hefur verið inn í húsregl- ur fjölbýlishúss nokkurs bann viö því að gefa smáfuglum á svölum eða ióð hússins. Hvers konar mannskapur stendur að svona reglugerð? Ég skil það ekki. Hver vill búa við slíkar P reglur? Ég mundi ekki vilja það. Það hlýtur að fylgja þessu eitthvað ógæfulegt. Eg mælist til þess að íbúarnir noti yfir- standandi jólahátíð til að afmá þessi ólög. Aðra hverja helgistund fyrir börn 7030-2306 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Hvernig væri að hafa aðra hverja helgi- stund í sjónvarpinu fyrir börn? Orðalag presta er oft þannig, að börnin skilja þá ekki og hafa þar af leiðandi ekki áhuga á að hlusta. Er ekki hægt að beina þessu í heppilegri farveg, t.d. á þann hátt sem ég nefndi í upp- hafi? Dæmalaus uppákoma og hringavitleysa Verkakona hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langaði til að orða aðeins við þig þessar margrómuðu láglauna- bætur, sem okkur láglaunafólk- inu voru ætlaðar. Ég tel mig í hópi þess, þar sem ég hafði tæp- lega 65 þús. króna laun á síðast- liðnu ári með yfirvinnu. Ég er einstæð kona á sjötugsaldri og á þriggja herbergja risíbúð skuld- litla. Ég bjóst alltaf við að fá þessar bætur skertar, en að fá ekki krónu — því bjóst ég alls ekki við. Ég held að óhætt sé að kalla þessar „láglaunabætur" stjórnvalda dæmalausa uppá- komu, eins og að þeim hefur ver- ið staðið, sbr. mörg dæmi sem nefnd hafa verið í fréttum og sýna hvílík hringavitleysa þetta er. Kvöldgestir ekki á heppi- legum degi Ragnheiður Gunnarsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að þakka fyrir tvennt í útvarpinu. Mér hefur líkað ákaflega vel Morg- unstund barnanna að undan- förnu, sem Helga Harðardóttir hefur annast. Dóttir mín hefur beðið óþreyjufull á hverjum morgni eftir að lesturinn hæfist — og lagið á undan. Kærar þakkir fyrir þetta. Og svo eru það kvöldgestirnir hans Jónasar. Það er mjög góður þáttur, sem þakka ber, þó að hann sé ekki á heppilegum degi. Á föstudags- kvöldum eru bíómyndir í sjón- varpinu og standa oftast fram á tólfta tímann eða lengur. í raun og veru eru öll kvöld heppilegri fyrir þáttinn en föstudagskvöld- in og sjónvarpsdagskráin oftast styttri, oft aðeins til 22.30— 23.00. Jónas á skilið að vel sé gert við þennan góða þátt. X-9: Spennandi og vel teiknuð Teiknisöguáhugamaður skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til þess að spyrja að- standendur Morgunblaðsins hvers vegna hætt hefur verið að birta teiknimyndasöguna X-9 í Morgun- blaðinu. Það væri einnig gaman að fá að vita hvers vegna ekki var haldið áfram að birta þessa sögu sem var í blaðinu fyrir u.þ.b. 2—3 mánuðum. Ef ekki er hægt að kaupa sög- una áfram: Af hverju ekki þá bara að birta hana aftur frá byrjun? Viðkomandi saga er bæði spenn- andi og vel teiknuð og þegar ég rakst á bréf svokallaðra „menntskælinga" fyrir nokkru, þá brá mér í brún er ég sá hve fárán- legar athugasemdir þeirra voru varðandi X-9. Ég skil hreint ekki hvernig teiknimyndasaga ætti að orka sumu af því sem þeir sögðu. Sumt af því sem þeir sögðu ætti kannski betur við Conan villimann sem þeir „menntskælingar" dá- sömuðu svo mikið, að maður tali ekki um „kvenréttindakonuna" Rauðu-Sonju (Pah!). Þó að ég viti alveg að beiðni eins manns geti varla þokað miklu, ætla ég hér með að æskja þess af ritstjóra, að annaðhvort verði haldið áfram að birta X-9 eða hún endurprentuð frá byrjun. Ekki kostar það nú svo mikið." • Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Velvakandi hefur aflað sér, verður það Conan villimaður sem lesendur fá að fylgjast með, en X-9 hefur verið látin þoka í hvíldar- stöðu. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Hann mundi fara, ef hann mundi þora. Rétt væri: Hann færi, ef hann þyrði. Bendum börnunum á þetta! Jólatrésskemmtun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jóla- trésskemmtun að Hótel Sögu, Súlnasal, sunnu- daginn 2. janúar 1983 kl. 15.00. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins á 8. hæð í Húsi verzlunarinnar, við Kringlumýrarbraut. Tekið verður á móti pöntunum í síma 86799. Miðaverð fyrir fullorðna kr. 50. Miðaverð fyrir börn kr. 80. Miöar veröa ekki afhentir viö innganginn. Ath. aö skrifstofan er flutt af Hagamel 4 í Hús verzlunarinnar, 8. hæð viö Kringlumýrarbraut. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.