Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 3 V estfirðingafjórðungur: ✓ Botnfiskaflinn um 6.000 lestum minni síðasta ár en árið áður GÆFTIR til sjósóknar í Vestfirð- ingafjóróungi voru sæmilega í des- ember síóastliönum miöaö við árs- tíma, en afli er þó yfirleitt fremur tregur. Heildarbotnfiskafiinn nam þó 5.306 lestum, eða 99 lestum meira en í desember áriö áður, en þá var aflinn alls 5.207 lestir. Botnfisk- aflinn á árinu nam alls 84.818 lest- um, en áriö áöur var hann 92.415 lestir. Alls stunduðu 13 togarar og 22 bátar, nær allir meö línu, botn- fiskveióar í desember í fjórðungn- um. Einn bátur frá ísafirói stundaöi rækjuveiðar, og sex bátar voru á skelfiskveióum, þrír frá Bíldudal og þrír frá ísafirði, segir meðal annars í yfirliti frá skrifstofu Fiskifélags ís- lands á ísafirði. Aflahæsti línubáturinn í des- ember var María Júlía frá Pat- reksfirði með 110,4 lestir í 15 róðr- um og aflahæsti togarinn Júlíus Geirmundsson frá Isafirði með 347,4 lestir. Aflahæstu verstöðv- arnar voru ísafjörður með 1.801 lest, Bolungavík með 792 lestir og Patreksfjörður með 665 lestir. Aflahæstu línubátarnir á haust- vertíðinni voru Orri, ísafirði með 428,3 lestir í 56 róðrum, Víkingur 111, ísafirði með 425,6 lestir í 64 róðrum og Hugrún, Bolungavík með 377.1 lest í 70 róðrum. Afla- hæstu bátarnir á árinu voru Vík- ingur 111, ísafirði með 1.359 lestir og Sigurvon, Suðureyri með 1.341 lest. Heildarafli togara á árinu 1982, en þeir voru alls 13 á móti 12 1981, varð 55.387 lestir og meðalafli 4,261 lest. Arið áður var heildar- aflinn 55.900 lestir og meðalafli 4.658 lestir. Aflahæstu togararnir á árinu voru Guðbjörg, ísafirði með 6.154 lestir, Páll Pálsson, Hnífsdal með 5.132 lestir og Július Geirmundsson, Isafirði með 5.102 lestir. árið áður var Páll Pálsson, ísafirði aflahæstur með 5.712 lest- ir. Hvernig væri sér aleðileat á Flest þau teikn, sem sjást á lofti í upphafi ársins benda til að framundan séu miklar efna- hagslegar þrengingar. Verð- bólgan æðir áfram og stjórn- málamenn segja óhjákvæmi- legt að kjörin verði skert enn frekar. Þú getur mætt þessum þrengingum, ef þú ert í bíla- kaupahugleiðingum með því að kaupa DAIHATSU CHARADE. ílAIHAT^If PHARAÍIF er einn sparneytnasti bíll, sem völ er á. en jafnframt alhliða fjölskyldubíll, framhjóladrifinn, með 3 eða 5 hurðir, ***'**■*' B wW UnnnHUt hægt að leggja aftursætið fram í heilu eða hálfu lagi og hann er skráður 5 manna. I1AIHAT9II HHARAnF er °trú|e9a fjölhæfur og duglegur smábíll það hafa þeir hartnær 1600 Islendingar sem eiga hann í dag sannreynt wianainwk j ófærðinni undanfarið. Við bjóðum margar gerðir af þessum margfalda verðlaunabíl, þriggja dyra og fimm dyra og svo sérstaka tveggja lita sportgerð meö sóllúgu og svo er hann til fjögurra og fimm gíra auk sjálfskiptingar. Viö bjóöum upp á viðurkennda verkstæðis- og varahlutaþjónustu. Ef þig vantar bíl, sem á aö þjóna öllum þínum þörfum og létta þér lífsbaráttuna, er DAIHATSU CHARADE rétti valkosturinn. Líttu við hjá okkur og ræddu fjármálin við sölumennina og þú munt komast að raun um að við erum mjög sveigjanlegir. GERÐU ÞER GLEÐILEGT AR MEÐ DAIHA TSU CHARADE. DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23. S. 85870—81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.