Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1983 31 íslenzk málnefnd: Þágufall skal notað í heimilisföngum ÍSLENZK málnefnd ályktar aö beina því til opinberra stofnana og annarra, sem senda frá sér tölvurit- uö eyöublöö og annað tölvuprent, að kosta kapps um aö stafsetja nöfn og annað lesmál í samræmi viö þær reglur, sem kenndar eru í skólum landsins, og koma sér upp fullnægj- andi tækjum til slíkrar prentunar. Sérstaklega telur nefndin mikils um vert, að þjóöskránni veröi komiö í betra horf. Ennfremur vill íslenzk málnefnd vekja athygli á því, aö samkvæmt venju ber aö hafa heimilisfang í þágufalli, þegar það fylgir nafni á viötakanda sendingar. Ályktun íslenzkrar málnefndar fylgdi greinargerð, sem er svo- hljóðandi: „Um langt árabil hefur tíðkast að tölvuprenta á ýmiss konar eyðublöð opinberra stofnana á þann veg, að ekki samræmist opinberum reglum eða aimennum venjum um íslenska stafsetningu. Algengast hefir verið að nota há- stafi eingöngu, en hitt er þó verra, þegar ekki er gerður greinarmun- ur á o, og ó, u og ú o.s.frv. Slíkt brýtur í bága við venjur og reglur, gefur fordæmi, sem torveldar störf íslenskukennara og getur jafnvel boðið misskilningi heim. í hinni tölvuprentuðu þjóðskrá eru engir lágstafir og ekki notaðir stafirnir í, ó, ú, ý. Af því leiðir, að nöfn flestra eru rangrituð í þjóð- skránni, þar á meðal nöfn allra kvenna, sem kenna sig til föður með því að skeyta orðinu dóttir við nafn hans. Á ýmsum plöggum, sem hið opinbera sendir frá sér, vill einnig verða misbrestur á, að notað sé þágufall í heimilisföngum. Á eyðublöðum, þar sem sérstak- ur reitur er hafður fyrir nafn heimilis, er ekki óeðlilegt að skrifa það nafn í nefnifalli, hvort sem það er bæjarheiti (Skógar) eða götunafn og númer (Aðalgata 10). Um heimilisfang gegnir öðru máli. Það svarar spurningunni um það, hvar einhver eða eitthvað er eða á heima, og er það nokkurn veginn sama og nafn heimilis í þágufalli. Dæmi: Jón Jónsson, Skógum; Fjórðungssamband Vest- firðinga, Isafirði; Guðrún Jóns- dóttir, Aðalgötu 10. Enn getur þurft að bæta við staðarnafni til nánari ákvörðunar, og ber þá einnig að hafa það í þágufalli, þeg- ar það svarar spurningunni hvar? Dæmi: Jón Jónsson, Skógum, Fnjóska- dal, Suður-Þingeyjarsýslu; Guðrún Jónsdóttir, Aðalgötu 10, Siglufirði. Póst- og símamálastjórnin hefir gefið út leiðbeiningar um póstárit- anir (sjá Símaskrá 1982, bls. 293). Þar er gert ráð fyrir, að nafn póststöðvar sé í nefnifalli, vegna þess að stöðin er viðtakandi póst- sendingar. Dæmi: Hr. Jón Jónsson Irafossi Grímsnesshreppi 801 SELFOSS írafoss er í Grímsnesshreppi, en Grímsnesshreppur er ekki á Sel- fossi, þótt póststöðin beri það nafn. Oft fer þó saman, að nafn sveit- arfélags er jafnframt heiti póst- stöðvar, þ.e. viðtökustöðvar. Þá mætti skrifa t.d.: Rannsóknarlögregla ríkisins Auðbrekku 61 Kópavogi 200 KÓPAVOGUR En þegar þannig stendur á, nægir að skrifar: Rannsóknarlögregla ríkisins Auðbrekku 61 200 KÓPAVOGUR Slíka áritun má alls ekki túlka á þann veg, að þágufall sé óþarft í heimilisföngum, enda er göUiheiti þarna í þágufalli. Staðarnafn í þágufalli svarar einnig spurningunni um það, hvar eitthvað gerist eða er gert. Þess vegna er þágufall notað við dag- setningu bréfa, skjala, formála bóka o.s.frv. Dæmi: Þingvöllum 17. júní 1944; Árnagarði 15. nóvember 1982. Minnt er á öll þesi atriði hér að gefnu tilefni. Hætt er við, að lang- vinn vanhirða í þessum efnum hafi þegar haft sljóvgandi áhrif. Nemendur úr 9. bekk Dalvíkurskóla fyrir utan sölutjald sitt, þar sem vegfar- endur gátu keypt sér heitt kakó. Tjölduðu við ráðhúsið Dalvík, 4. janiiar. VEÐURFAR yfir jóladagana og ára- mót var með ágætum hér á Dalvik. Sköramu fyrir jól setti mikinn snjó niöur og hlóðst í skafla svo allar göt- ur í bænum urðu ófærar. Öll tiltæk snjóruðningstæki á staðnum voru notuð til snjóruðnings og tókst að hreinsa allar götur skömmu fyrir jól. Milli jóla og nýárs gerði þíðviðri, svo töluvert tók upp og snjófjöll sem myndast höfðu í bænum sigu saman. Nú hefur fryst aftur og því harðfenni. Undirbúningur jólanna hjá Dalvíkingum var með nokkuð hefðbundnum hætti og notuðu menn óspart ljós til að minna á komu jólanna. Eins og víðar voru verslanir opnar á laugardögum í desember og fram eftir kvöldi á Þorláksdag. Nemendur í 9. bekk í Dalvikurskóla tóku sig til, síðasta laugardag fyrir jól, slógu upp tjaldi á lóð ráðhússins, beint á móti kaupfélaginu, og buðu bæjarbúum sem leið áttu um, að kaupa heitt kakó í kuldanum. Var þetta gert til fjáröflunar í ferðasjóð nemenda en venja er að nemendur 9. bekkjar fara í skólaferðalag að vori. Á aðfangadag fjölmenntu Dal- víkingar til messu. Að þessu sinni messaði séra Hannes Örn Blandon, prestur í Óiafsfirði, en sökum veik- inda gat Stefán Snævarr, sókn- arprestur á Dalvík, ekki annast guðsþjónustuhald nú um þessi jól. Af þessum sökum var messað nokkuð fyrr á aðfangadag en venja er til, svo séra Hannes næði að syngja messu í Ólafsfirði á að- fangadag. Á nýársdag messaði svo sóknarprestur Ólafsfirðinga öðru sinni á Dalvík. Lítið var um opinberar skemmt- anir milli jóla og nýárs. Dansleikur var í Víkurröst annan dag jóla og að venju áramótadansleikur. Þann 29. desember voru haldnir tónleik- ar á Dalvik. Tónleikar þessir voru drifnir upp af nókkrum tónlistar- áhugamönnum og byggðust þeir að öllu leyti upp á framlagi heima- fólks. Var þar einsöngur, kórsöng- ur, harmonikkuleikur, flautuleikur og píanóleikur. Á þessum tónleik- um var vígður nýr flygill sem keyptur var til Dalvíkur í nafni Tónlistarfélagsins. Féll það í hlut Gests Hjörleifssonar, tónlistar- kennara og söngstjóra, að slá fyrstu hljómana á þennan nýja flygil en Gestur hefur um margra ára skeið verið frumkvöðull í tón- listarlífi á Dalvík, stjórnað kórum og annast kennslu á píaiió. Að sjálfsögðu voru haldnar barnaskemmtanir hér með jóla- sveinum og ýmsum gamanmálum og stóðu hin ýmsu félagasamtök sameiginlega að jólatrésskemmt- uninni að þessu sinni. Fréttaritarar Heildsöluútsala á vörulager okkar aö Bröttugötu 36^1 (gegnt Fjalakettinum, Aðalstræti 8). stendur nú sem hæst. Látiö ekki þetta einstæða tækifæri ganga ykkur úr greipum. Komiö og geriö ótrúlega hagstæö kaup á nýjum og nýlegum fatnaöi á alla fjölskylduna. Buxur Skyrtur Peysur Bolir Jakkar Verö frá kr. Verö frá kr. Verð frá kr. Verö frá kr. Verö frá kr. 100 50 50 50 10 og margt margt fleira Við munum aldrei aftur geta boðið upp á slíkt tombóluverð. flðeins örfáir dagar eftir. Herluf Clausen, HEILDVERSLUN Bröttugötu 3B (móti Fjalakettinum v. Aöalstræti).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.