Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 '98? Unhnrnl Pf»u SinHitili j „ Er sam« þó écj -tcdci mynct ? þafc <2r eJck.i oft scm við faum Z krónuri þjórfé. ást er... aö finnast hann vera hjá sér þótt hann sé aö- eins símtal í burtu. TM Aag. U.S Pat. Ofl.-aH rtghts mtrvMl •1982 Lo« Ang«lM TknM Syndtcate Hættid nú alveg. — Er hann nú kominn aftur? Með morgunkaffiriu /Etlarðu að sitja hjá honum Halla litla i kvöld? HÖGNI HREKKVÍSI >-// 1982 McNaught Synd.. Inc „ \J£R.T(J ÖPPUR VIP KANN-.(=>/iP ETI? HONUM AP ÞAKKA AP FÓUC R.yTUK S\JO dft hír um slqpir.." Dr. Benjamín HJ. Eiriksson skrifar: „Ég hélt að eftir seinustu at- burði í álmálinu og upplýsingar í blöðunum yrði um sinn hljótt um álið. En því er ekki að heilsa. í blöðunum rekur hver greinin aðra, rétt eins og enginn hefði sagt neitt. Gamall misskilningur, blekkingar og hrein lygi eru rétt- irnir, sem framreiddir eru. Það er eins og sú nýja yfirstétt, sem finnst hún vera í fæðingu í Al- þýðubandalaginu, sé sannfærð um það, að séu þessir réttir fram- reiddir nógu oft, þá muni menn að lokum láta sér þeir líka, þreytast og gleypa allt saman. Ég álít hins vegar, að málflutningur, sem byggir á öðru en staðreyndum og sannleika hljóti fyrr eða síðar að leiða í ógöngur, alveg sama hversu huggunarríkir dagdraumarnir eru og gómsæt lygin. Samningurinn Samningurinn við Alusuisse var þjóðinni á ýmsan hátt hagstæður. Þjóðin átti að eignast Búrfells- virkjun — fyrstu stórvirkjunina — á 25 árum, með því að verðið á 85% orkunnar, og nýtingu % afls- ins, greiddi hana að fullu. Auk þess fékk þjóðin aðra línu frá Búrfelli, spennistöð á Geithálsi og varastöðina í Straumsvík. Enn- fremur fékk hún höfnina í Straumsvík með tilsvarandi hag- stæðum kjörum. Samningarnir tryggðu þjóðinni þetta allt á 25 árum sem skuldlausa eign. Áhætt- an sem fylgir óstöðugleika efna- hagsmála heims var að öllu leyti hlutur Alusuisse. Lækkaði álverð- ið raunverulega um helming á tímabili samningsins, þá yrði það auðvitað mál Svisslendinganna einna. íslendingar skyldu hafa allt sitt á þurru. Og víst er öryggið alltaf nokkurs virði. En það var ekki aðeins verðið á áli sem reyndist í óvissu. Algjör bylting varð á heimsmarkaði á orku. Með samningnum hafði þjóðin tryggt sig gegn lækkun orkuverðs, Alusuisse gegn hækkun þess. Það hafði verið samið um fast orkuverð til 25 ára, og þá mið- að við skamman afskriftartíma orkuversins, fast verð, sem báðir aðilar álitu sér í hag. Út á samn- inginn fengu Islendingar lán til virkjunarinnar með ákaflega hag- stæðum kjörum. Lánveitendur hafa litið svo á, að með samningn- um væru lánin vel tryggð. Og trú- lega hafa þeir viljað stuðla að lágu rafmagnsverði, með lágum fram- leiðslukostnaði, en lánskjörin ráða miklu um hann. Samningurinn tryggði allar greiðslur af lánun- um, án þess að nein byrði af þeim félli á Islendinga. Rafmagnsverðið til þessa stór- kaupanda, Alusuisse, sem tryggði Islendingum að þeir eignuðust orkuverðið — fyrstu stórvirkjun- ina — á 25 árum, miðaðist að öllu leyti við Búrfellsvirkjun. Fullyrð- ingar Kjartans Ólafssonar um það, að þegar samningurinn var gerður, þá hafi verið miðað við hið almenna orkuverð i landinu, er hreinn uppspuni, ósannindi með öllu. Það var miðað við fram- leiðslukostnað frá Búrfellsvirkjun, stórvirkjun. Til þess að hægt væri að stofnsetja álver kom ekkert til greina nema stórt vatnsorkuver. Þetta verð var lágt miðað við ann- að orkuverð, ein ástæðan sú, að hinn stóri kaupandi gerði það að verkum að um nokkurn veginn fulla nýtingu var að ræða strax frá upphafi. Eftir endurskoðun samningsins styttust árin 25 í 19. Þetta þýðir að af hálfu Alusuisse greiðist Búr- fellsvirkjun upp árið 1988. Ákvæð- in um rafmagnsverðið gilda hins vegar til ársins 1994, þ.e. til loka 25-ára samningsins. Það er því enn ein rangfærslan, að verðið sé fastákveðið fram til ársins 2014. Viðmiöunarverð Hjörleifs Samkvæmt upplýsingum Ragn- ars Halldórssonar við fjölmiðla, þá er það rafmagnsverð erlendis, sem Hjörleifur miðar við, verð til álvera sem menn hafa neyðst til að loka, vegna taps á rekstrinum. Slíkan samanburð telur enginn viti borinn maður heilbrigðan. Söluverð á áli hefir lækkað um helming. Um allan heim hefir fjölda álvera, með um 40% fram- leiðslugetunnar, verið lokað. Þau álver, sem enn eru í framleiðslu og fá rafmagn frá vatnsorkuverum, og sem framleiða til útflutnings, greiða svipað orkuverð og Alu- suisse, eða 7,2 mills. (Alusuisse: 6,5 m.) Álverið í Straumsvík er rekið með tapi. Þetta sér hver maður, þótt ágreiningur geti verið um það, hve miklu. Menn loka ekki álveri fyrr en í fulla hnefana. Þau sem lokað hefur verið, hafa því tapað miklu fé áður en til lokunar- innar kemur. Alusuisse lokar ekki hér fyrr en allt er fullreynt, þar sem félagið verður að greiða megnið af orkunni, hvort sem það notar hana eða ekki. íslendingar hafa hins vegar allt sitt á þurru, eins og áður segir. Þrettán ára hagnaður Mér er stórlega til efs, að ís- lendingar hafi haft hag af nokkru Knattspyrnufélagið Hvöt á Isafirði, stofnað 14. júlí 1914. Upphaf kvennaknattspyrnu? ísfirðingur skrifar: „Ágæti Velvakandi. Ég las með áhuga grein Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur í dálkum þínum á fimmtudag (6. jan.), „Um upphaf og viðgang kvennaknatt- spyrnunnar". I greininni segir hún frá nokkrum dugnaðarkonum, sem stofnuðu knattspyrnudeild kvenna innan íþróttafélagsins Breiðabliks í Kópavogi árið 1968. Telur Hrefna, að með stofnun þessarar deildar hafi verið stigin fyrstu spor kvennaknattspyrnu á íslandi. Hún segir orðrétt: „En trú mín er sú, að kvennadeild Breiðabliks sé sú elsta hér á landi og þá hef ég sem fyrr segir skýrt frá upphafi kvennaknattspyrnunnar." Þetta þótti mér hraustlega mælt hjá Hrefnu, einkum með til- liti til myndar sem ég vissi af í fórum mínum. Myndin er af flokki ísfirskra yngismeyja, tekin árið 1914, en 14. júlí sama ár stofnuðu þær knattspyrnufélagið Hvöt á Isafirði. Ég læt myndina fylgja með þessum orðum, svona til gam- ans, og get þess í leiðinni, að með- al yngismeyjanna eru báðar ömm- ur mínar, sem eru nú vistmenn á Hrafnistu. Með vinsemd." Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisröng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.