Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 Johan Cruyff • Á síðasta keppnistímabili var Cruyft maðurinn á bak við sigur Ajax í deildarkeppninni í Hollandi. A miðri mynd má sjá kappann í leik með liöi sínu. JOHAN Cruyff er kominn aftur aö Middenweg 401, heimastöövum Ajax Amsterdam, þar sem hann dvaldist lengst af sem unglingur, fékk fótboltaáhuga og skapaöi sér heimsfrægö. Þaö var meira af neyö en áhuga aö hann áriö 1981 kom heim aftur og geröi samning viö Ajax. Hollenska viku- biaðiö „Voetbal Intemational" sagöi ástæöuna þá aö hann hafi tapað um 42 milljónum í fjárfestingabraski. Hann hefði getað lýst sjálfan sig gjaldþrota, og þaö var einmitt þaö sem honum var ráölagt aö gera. En Cruyff var of stoltur til þess arna. „Ef ég skulda einhverjum peninga, vil ég borga honum þá til baka.“ Þaö er einmitt þaö sem hann er aö gera þessa stundina. Áriö 1978 var talið aö Johan Cruyff hafi veriö búinn aö hala inn um 70 milljónir króna sem fótboltamaöur og braskari. Samt sem áöur var hann mjög sparsamur, og kunni vel til verka í því sambandi. Wim van Hanegem, stórt nafn í hollenska fótboltanum, gaf þaö í skyn aö hann liti á þennan sparnaö hjá Cruyff sem nísku. Þegar þeir tveir voru eitt sinn í sjónvarpsviðtali gaf van Haneg- em Cruyff sígarettupakka meö þessum oröum: „Nú hef- uröu loksins tækifæri til aö bjóöa öðrum.“ Cruyff reykti í þá daga 20—30 sígrettur á dag og sjaldnast sínar eigin. Það er kannski rangt aö stimpla Cruyff sem nísku- púka. Allavega lét hann allan inngangseyri frá 65.000 áhorfendum renna til góögerðastarfsemi, þegar hann spilaöi kveöjuleikinn á móti Bayern MUnchen, grunlaus um aö skömmu síðar yrði hann féflettur. Keizer fékk 9 atkvæöi, en Cruyff 5 atkvæöi. Þegar Cruyff frétti þetta ákvaö hann aö yfirgefa Ajax og endirinn varö sá aö hann skrifaöi undir hjá Barcelona. Þaö var svo í Barcelona sem hann komst í samband viö rússn- eskan fjármálamann, Basilevitsch aö nafni, heillandi féglæframaöur sem leit út fyrir aö vera stálheiöar- legur. Það kom síöan seinna í Ijós aö hann var skuldum vafinn, og reyndi að hafa fé af hverjum manni. Cruyff var engin undan- tekning og virtist Basilevitsch hafa hann algerlega á sínu valdi, og fékk aö ráðstafa peningum hans aö vild. Basilevitsch byrjaöi á því að leggja peninga Cruyffs í jaröar- kaup, fasteignir, sementsútflutn- ing, málverk og síöast en ekki síst svínabú í Pýreneafjöllum. I svína- búiö eitt setti CB International (Cruyff og Basilevitsch) um 20 milljónir án þess aö þaö skilaö svo mikiö sem einum peseta til baka. Þegar Cruyff áriö 1978 hugöist hætta afskiptum af fótbolta, var þaö í Ijósi þess aö hann væri búinn aö tryggja sig og fjölskyldu sína fjárhagslega þaö sem eftir væri ævinnar. Fyrst þá fór hann að Johan Cruyff byrjaöi 17 ára að spila meö Ajax, eöa þann 15. nóv- ember 1964. Þá fékk hann 75.000 krónur fyrir tímabiliö, auk sigur- launa. Tveimur árum síöar komst hann í landsliöiö, og þar meö var ný stjarna uppgötvuð. Meö Cruyff sem fyrirliöa vann Ajax alla mögulega titla: Evrópu- keppni meistaraliöa þrjú ár í röö og heimsmeistaratitil félagsliöa. Þegar hins vegar átti aö verja Evróputitilinn fjóröa áriö í röö, áriö 1973, kom upp rígur á milli Cruyff og Ajax. Ajax átti aö spila á móti Bayern Múnchen, en Cruyff var meiddur og neitaði aö fara meö liöinu. Þetta varö til þess aö Piet Keizer sté fram í sviðsljósiö. Keizer var fyrirliöi áður en Cruyff kom til sög- unnar og einn besti vinur hans, en átti erfitt meö aö sætta sig viö frama Cruyffs og frægö. Þarna sá hann kjöriö tækifæri til aö endur- heimta fyrirliöastööuna. Hann kom flestum leikmönnum í skilning um þaö aö Cruyff hafi svikiö þá, þ.e. aö hann hafi aöeins hugsað um sjálfan sig. Hann lagöi til aö nú færi fram atkvæöagreiösla meöal leikmanna um það hvor skyldi verða fyrirliöi framvegis. ÞAU eru mörg falleg mörkin sem Johan Cruyff (36) hefur skorað um dagana. Mark hans númer 199 fyrir Ajax Amsterdam veröur þó að teljast toppurinn. / Ajax sem hefur forystu í fyrstudeildarkeppninni í Hollandi haföi yfir á móti Helmond, 1:0. Vítaspyrna er dæmd á Helmond. Loksins sáu Cruyff og Jesper Olssen draum sinn rætast að framkvæma vítaspyrnu á allsérkennilegan máta. Þetta afbrigði höfðu þeir æft saman af mikilli leynd. Eins og myndin sýnir hleypur Cruyff að boltanum, rennir honum áfram, Olssen hleypur á sama augnabliki af stað. Daninn gefur boltann aftur á Cruyff (takið eftir að ekki er um rangstöðu aö ræöa) sem skorar af stuttu færi og undrandi markvörðurinn kemur engum vörnum viðl • Hér má sjá Cruyff í sportjakka sem fyrirtæki hans framleiöir í dag. í jakkanum má sjá vöru- merkið sem að sjálf- sögðu er kennt við Cruyff sjálfan. huga aö fyrirtækjum sínum og uppgötvaöi þá aö hann var búinn aö tapa öllum sínum peningum og haföi þar aö auki bankaskuld upp á 36 milljónir. Johan Cruyff var því aö gera svo vel aö og taka fótboltaskóna fram og byrja upp á nýtt. Hann fór til Bandaríkjanna, og í Los Angeles og Washington Diplomats þénaöi hann um 18 milljónir króna á tveim tímabilum, á meðan hann halaöi inn um 3,5 milljónir á u.þ.b. ári hjá spánska annarar deildar liöinu Levante í Valencia. Samt sem áöur skuldar hann 10 milljónir. Ajax hefur lofaö honum 110.000 krónum á ári auk helmings þess inngangseyris sem inn kemur hjá liðinu eftir fyrstu 11.000 áhorfend- urna, en meöaláhorfendafjöldi hjá Ajax er um 11.000 manns á leik. Þaö getur samt gefið talsvert í aöra hönd. Þegar Cruyff lék sinn fyrsta leik meö Ajax á ný, hinn 6. desember sl., voru 23.000 áhorf- endur á vellinum, sem geröi rúm- lega 500.000 krónur í vasa Cruyffs. Sá heppni var samt sem áöur Ajax ásamt áhorfendum, því svo vel lék Cruyff aö leikur hans líktist mest því þegar hann var á hátindi frægöar sinnar. Um leikinn sagöi Cruyff: „Þetta var alveg sérstakur dagur; stór- kostleg tilfinning aö hlaupa inn á völlinn og sjá svona marga áhorf- endur. Ég held aö ég hefði veriö vonsvikinn ef ekki heföu veriö svo margir á leiknum. Ég vissi varla hvort fólk biöi þess aö sjá mig eöa héldi mig útbrunninn, og ekki síst þess vegna var ég glaöur. Fyrst ég get spilaö vel einu sinni, því ekki tvisvar?" Hvaö landsliöiö varöar, þá hyggst Cruyff ekki fara svo langt, þó svo aö þaö hafi staöiö til á tímabili aö hann tæki þátt í undanúrslitunum í HM-keppninni. Hins vegar var það svo miklurp annmörkum háö aö Cruyff missti allan áhuga. Um dvölina hjá Barcelona sem var í alla staöi góö hefur Cruyff þetta aö segja: „Ég á enn marga góöa vini i liöinu og hef reglulegt samband viö þá. En fari ég aftur til Barcelona veröur þaö ekki nema sem ferðamaður. Ég vil ekki veröa þjálfari eöa framkvæmdastjóri. Framar öllu ætla ég aö einbeita mér aö viöskiptum þeim sem ég hef komiö mér í hér heima. Ég ásamt felaga mínum fjárfesti í íþróttafatagerö „Cruyff sports- wear“, sem hefur sitt eigið vöru- merki, og er ég staöráöinn í því aö veita Adidas og Puma samkeppni. Mín heimspeki er sú aö gæöin séu þaö sem gildir til aö varan seljist. Ég segi framleiöslustjóranum hvernig búningurinn skuli vera til aö hann veröi sem þægilegastur og bestur, hvort heldur er til æf- inga eöa keppni. Einnig er mikiö atriöi aö fötin líti vel út og séu fal- leg. Framleiöslan kostar peninga, en ég held aö þetta gangi upp. Þaö eru hreinar línur aö nafn mitt legg ég ekki á pjátur." Nú var þaö einu sinni fyrirliði Ajax sem hrakti Cruyff á brott, og þegar hann kemur til baka er ann- ar kominn í hans stað, Seren Lerby, og engar blikur á lofti um aö Cruyff veröi geröur að fyrirliöa á ný. „Mér er nákvæmlega sama um þaö hver er fyrirliöi, enda er ég fyllilega sáttur viö Seren. Hann var fyrirliöi þegar ég kom og hann er þaö nú. I heild er þetta ungt lið svo þaö er vel viö hæfi aö fyrirliðinn sé þaö líka, enda er hann búinn að spila þaö lengi aö hann veldur þessu hlutverki algerlega.“ Um þaö hvenær Cruyff reimi frá sér skóna endanlega segir hann: „Hvaö viö tekur þegar samningur minn rennur út hef ég ekki hug- mynd um, kannski skipti ég um fé- lag, en eitt er víst aö ég spila hvergi annars staöar en i Hol- landi." • Þeir eru margir sem halda því fram að Cruyff sé einn af fimm bestu knatfspyrnumönnum sem fram hafa komið fyrr og síðar. Nýtt afbrigði af vítaspyrnu Maðurinn á bak við velgengni Ajax í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.